Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vatnsmýri | Talsmenn Höfuðborg- arsamtakanna og Samtaka um betri byggð segja borgaryfirvöld ekki hafa gefið nein málefnaleg svör vegna hugmynda samtakanna um að setja Hringbrautina í stokk. Ennfremur segja þeir engar hald- bærar skýringar hafa borist á yf- irlýsingum borgar og Vegagerðar um gríðarlegan kostnað við þær framkvæmdir. Örn Sigurðsson, arkitekt hjá Höf- uðborgarsamtökunum, segir borg- aryfirvöld verja sig með þögninni með því að bregðast ekki málefna- lega við gagnrýni samtakanna. „Þeir hafa aldrei svarað spurning- um okkar um verðmæti þess lands sem verður ónothæft verði farið í þessar framkvæmdir óbreyttar og þeir fara í hringi varðandi hvort við komum of seint eða of snemma með hugmyndirnar. Þegar við komum fyrst með gagnrýni okkar sögðu þeir að það væri allt of snemmt að gagnrýna, síðan var það allt í einu orðið allt of seint. Steinunn Valdís Óskarsdóttir kýs að svara okkur ekki á þeim grundvelli sem við gagnrýnum hana heldur snýr bara út úr hlutunum með því að segja að málið sé of langt komið, en um leið segir hún að borgin hafi heyrt þess- ar athugasemdir áður,“ segir Örn og bætir við að umræðuskortur um þessi mál sé afar skaðlegur lýðræð- inu og einnig fyrir framtíð borg- arinnar. Örn segir bæði Vegagerðina og borgaryfirvöld hundsa kostnaðinn sem felst í því að missa 11 hektara byggingarlands, og segir þau sjá of- sjónum yfir kostnaði við gerð stokksins. „Hvers vegna á stokkur á þessu svæði að kosta þrisvar til fimm sinnum meira en stokkur á svæðinu beint við hliðina, sem þó er mjög erfitt að vinna í? Ég sé í raun ekki annan kostnaðarauka í hug- mynd okkar en þann, að einhverjir embættismenn og pólitíkusar missa andlitið og svo þarf að búa til ný út- boðsgögn. En hvers virði er það miðað við óbætanlegan skaða fyrir framtíð borgarinnar? Steinunn Val- dís réttlætir skipulagsslys með því að segja að þetta sé of langt komið og þau geri bara betur næst. En framkvæmdirnar eru ekki einu sinni hafnar,“ segir Örn. Framkvæmd háð fjárveitingu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Skipulags- og bygginga- nefndar, segir athugasemdir Höf- uðborgarsamtakanna þekktar og þeim hafi verið svarað fyrir ári síð- an. „Okkar sérfræðingar segja okk- ur að kostnaðurinn við þennan stokk sé svona mikill m.a. vegna þess að það þurfi að fara svo neð- arlega vegna vatnasvæðis Vatns- mýrarinnar að það hleypi kostnað- inum upp. Við höfum í raun engar forsendur til að efast um þetta. Varðandi verðmæti landsins er alltaf afstætt hvað er hægt að fá fyrir byggingaland. Ég hallast þó að því að verðmætið sé frekar ofreikn- að en vanreiknað hjá Höfuðborg- arsamtökunum. Í draumaborg í draumaveröld, þar sem maður ætti nóg af pen- ingum, myndi maður ekki hika við að setja þetta í stokk, en það á líka við um fleiri götur í Reykjavík og ekki bara Hringbrautina,“ segir Steinunn Valdís og bætir við að rík- ið setji ákveðna upphæð í fram- kvæmdina, samkvæmt samgöngu- áætlun, sem nægir í framkvæmdina eins og hún lítur út núna. Höfuðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð krefjast skýringa á mismunandi kostnaðartölum Segja borg- aryfirvöld ómálefnaleg Ólíkar hugmyndir um færslu Hringbrautar: Höfuðborgarsamtökin segja yfirvöld ekki reikna með verðmæti glataðs byggingalands og útivist- arsvæða og einnig ofreikna kostnað við að setja götuna í stokk.        ! " "          #      $% &   ' (      )     *           #      $% &   ' (                Mosfellsbær | Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar segir málflutning minnihlutans varðandi framtíð sundlaugar við Íþróttasvæðið í Varmá byggðan á misskiln- ingi. Ekki standi til að Varmárlaug hætti að vera almenningssundlaug þó sundlaug verði byggð við Lágafellsskóla, á svonefndu Vest- ursvæði. Í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 21. janúar sl. segir m.a. „Meirihluti sjálf- stæðismanna fagnar þeim áhuga sem bæj- arbúar sýna á málefnum bæjarins og þá sér- staklega hvað varðar sundkennslu og almenningssundlaug. Framkomnir undir- skriftalistar bera vott um lifandi samfélag í Mosfellsbæ og að íbúar bæjarins bera hag hans fyrir brjósti.“ Seinna segir: „Ljóst er að skoðanir eru skiptar um þetta mál sem eðlilegt hlýtur að teljast um mál af þessum toga. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur lagt fram tillögu um að hefja framkvæmdir við uppbygginu íþróttahúss og sundlaugar á vestursvæði en jafnframt að hlúa verulega að Varmárlaug.“ Enn fremur segir: „Ljóst er að gera verður endurbætur á lauginni til að hún geti áfram þjónað almenningi, íþróttafólki og skólunum til sundkennslu. Það ætla sjálfstæðismenn að gera.“ Meirihlutinn segir íhugað að lengja fyr- irhugaðan afgreiðslutíma Varmárlaugar eftir að sundlaug við Lágafellsskóla verður opnuð. Ljóst sé að það muni breyta mjög litlu hvað varðar fjárhagslega hagkvæmni en auka þjón- ustu við íbúa Mosfellsbæjar til muna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir ekki standa til að loka Varmárlauginni. „Það er ljóst, þegar litið er til þeirra undirskriftalista sem komu fram nú í janúar að það er skýr vilji fyrir því að al- menningssundlaug verði áfram á Varmárs- væðinu. Þess misskilnings hefur gætt að það ætti að loka Varmárlauginni fyrir almenningi, en svo er ekki. Sundlaugin á Varmá mun halda áfram að gegna því hlutverki sem hún hefur gegnt hingað til. Það var staðfest á bæjarstjórnarfundi 29. október að hefja framkvæmdir við íþrótta- mannvirki á Vestursvæði, þar sem bæði verð- ur um að ræða íþróttahús, innilaug og úti- laug. Sá vilji íbúa sem kemur fram í þessum undirskriftalistum mun styrkja stöðu Varm- árlaugarinnar frekar en nokkuð annað,“ segir Ragnheiður að lokum. Morgunblaðið/Golli Lágafellsskóli í Mosfellsbæ: Á þessu svæði stendur til að reisa íþróttahús með inni- og útisundlaug. Varmárlaug verður áfram opin almenningi Vistvernd í verki | Fimm fjölskyldur á Álftanesi hafa undanfarna mánuði tekið þátt í verkefninu „Vistvernd í verki“, en hópurinn lauk þátttöku sinni í desember sl. Þótti verkefnið takast afar vel. Markmið „vistverndar í verki“ er að stuðla að umhverfisvænum lífsháttum og bættu umhverfi. Hópurinn hélt fimm fundi á tveggja mánaða tímabili. Á hverjum fundi var tekið fyrir ákveðið viðfangsefni, svo sem sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Hópurinn notaði handbók og viðaði að sér ýmsum fróðleik annars staðar frá. Verkefnið miðar að því að kenna fólki hvernig það geti tekið upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref án þess að fórna nútíma lífsgæðum. Hópastarfið var hið skemmti- legasta og er það von þeirra sem þátt tóku í verkefninu að fleiri visthópar líti dagsins ljós í framtíðinni. Bessastaðahreppur styrkti þátttakendur myndarlega til kaupa á hreyfilhitara í bíl til eldsneytissparnaðar eða moltutunnu til heimajarðgerðar. Breytingar á tónlistarskóla | Í lok síð- asta árs samþykkti skipulags- og mann- virkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyr- irkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Samkvæmt áætlun á breytingum að vera lokið fyrir upphaf skólaársins 2004–2005. Með breytingunum stækkar húsnæði skól- ans auk þess sem kennarastofa og fleira verður flutt til. Við skólann bætast um 300 fermetrar en auk þess mun húsnæðið nýt- ast betur eftir breytingarnar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinni part vetrarins. Þetta segir á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. Miðborg | Fjöldi gesta í miðborginni í des- embermánuði var nokkru minni en þróun gestafjölda undanfarna mánuði hafði gefið tilefni til að ætla. Hins vegar kom stærra hlutfall gesta í miðborgina gagngert til að versla, eða um 57,4%. Þetta kemur fram í niðurstöðum reglulegrar viðhorfskönn- unar Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Borgaryfirvöld telja helstu skýringu á færri heimsóknum í öðrum tilgangi en verslun þá að veður var afar óhagstætt til útiveru í desember 2003 samanborið við desembermánuðina 2001 og 2002. Hvað fjölda gesta varðar muni mest um Þorláks- messukvöld, en þá var spáð ofsaveðri og fjölmiðlar ráðlögðu fólki að halda sig inn- andyra. Könnunin nær ekki til erlendra ferða- manna, en þeim fer sífellt fjölgandi í Reykjavík yfir veturinn og stærstur hluti ferðamannaverslunar fer fram í mið- bænum. Ferðamönnum í miðbænum fjölg- aði um fimm prósent á milli áranna 2002 og 2003. Færri gestir en meira verslað       Höfuðborgin | Gestum sundlauga höfuðborg- arsvæðisins fjölgar jafnt og þétt og eru þær al- mennt mjög vel sóttar. Flestir gestir sækja Laugardalslaug, Kópavogslaug og Árbæj- arlaug. Gestum sundlauga Reykjavíkurborgar fjölg- aði um níu þúsund á milli áranna 2002 og 2003 og er þetta sjöunda árið í röð sem gestum sund- lauganna fjölgar. ÍTR sér um rekstur allra sjö sundlauga Reykjavíkurborgar. Gestum hefur fjölgað um 422.000 frá árinu 1997. Síðasta sum- ar var einnig metaðsókn á Ylströndina í Naut- hólsvík, en þangað komu um 110.000 gestir. Langflestir gestir voru í Laugardalslaug, eða 542.347. Þar á eftir kom Árbæjarlaug með 411.858, en laugin hefur verið afar vinsæll áfangastaður fjölskyldufólks vegna fjölbreyttra möguleika fyrir börn og spilar þar inn í bæði inni- og útilaug á svæðinu. Grafarvogslaug bætti nokkuð mikið við sig á árinu auk Klé- bergslaugar á Kjalarnesi. Gestum fækkaði aftur á móti í „eldri laug- unum“ Sundhöllinni, Vesturbæjarlaug og Breið- holtslaug. Alls komu um 1.891.772 gestir í Sundlaugar Reykjavíkur á árinu, en það eru tæpar 17 sund- ferðir á hvern Reykvíking á árinu. Allt frá opnun 50 m laugarinnar í Sundlaug Kópavogs, í byrjun árs 1991, hefur aðsókn að lauginni aukist jafnt og þétt með hverju ári. Á árinu 2003 komu alls 489.520 gestir í Sundlaug Kópavogs, tæplega 12.500 fleiri en á árinu 2002. Þetta er mesti gestafjöldi sem sótt hefur laug- ina á einu ári frá upphafi, en leiða má að því lík- ur að hver Kópavogsbúi hafi sótt Sundlaug Kópavogs að meðaltali um 19,5 sinnum á árinu 2003. Frá 1991 og til ársloka 2003 hafa nærri 4,6 milljónir sundgesta komið í sundlaug Kópavogs. Alls komu 371.161 gestur í sundlaugar Hafn- arfjarðar árið 2003 sem er aukning um 2% frá árinu áður. Þar af komu 294.973 í Suðurbæj- arlaug og 76.274 í Sundhöll Hafnarfjarðar. Má ætla að miðað við aðsókn síðasta árs hafi hver Hafnfirðingur farið um sautján sinnum í sund á árinu. Aðsókn í laugarnar hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum en til samanburðar má geta þess að árið 1999 komu 299.952 manns í sundlaugar Hafnarfjarðar. Sundlaugargestum fjölgar enn Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.