Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vogar | Magnús Hauksson júdó- þjálfari hefur byggt upp júdódeild í Vogum. Til hans kemur einnig til æfinga júdófólk úr öðrum byggð- arlögum á Suðurnesjum. Þessi litla júdódeild hefur náð athygl- isverðum árangri á landsvísu og Magnús setur markið hærra. Magnús er úr Keflavík, marg- faldur Íslandsmeistari í júdó. „Mig minnir að ég hafi unnið átta sinn- um,“ segir hann. Síðast tók hann þátt í Íslandsmóti fyrir fjórum ár- um, „að gamni mínu“. Hann segist hafa byrjað í júdói níu ára gamall en tekið hliðarspor í vaxtarrækt og aflraunum en hafnað að lokum aftur í júdóinu. „Það var erfitt að vinna í aflraununum, þar voru fyr- ir Jón Páll Sigmarsson, Hjalti Úrsus og þessir karlar svo maður náði aldrei nema upp í annað eða þriðja sætið,“ segir Magnús um hliðarsporið. Hann var byrjaður að þjálfa í Keflavík á meðan á keppnisferl- inum stóð. Hann hóf síðan þjálfun eigin liðs á árinu 1996, þá í Kefla- vík, en flutti fljótlega í Vogana og hefur verið að byggja upp júdólið- ið síðan. Það keppir undir merkj- um Ungmennafélagsins Þróttar. Hópurinn hefur verið að stækka. Nú er Magnús með tólf fullorðna á æfingum og um fimmtán börn. „Það eru mest ellefu til þrettán ára strákar. Júdóið virðist henta þeim vel. En stúlkunum er einnig að fjölga og þær eru öflugar. Margir halda áfram. Ég er til dæmis með einn tuttugu og eins árs strák sem hefur verið með mér frá því hann var fjórtán og varla dottið úr æfing allan tímann,“ sagði Magnús. Hann var einmitt að ljúka æfingu hjá yngri flokkn- um þegar blaðamaður kom við í júdósalnum í Íþróttamiðstöðinni í Vogum og fólk úr eldri hópnum að byrja að tínast inn. Í eldri flokknum eru þrír til fjórir keppnismenn og sumir hafa náð mjög góðum árangri. Þannig vannst fyrsti titillinn á Íslandsmóti 1998 og undanfarin tvö ár hefur Katrín, dóttir Magnúsar, sigraði í unglingaflokki á Íslandsmóti. Svo eru menn þarna sem frekar eru í þessu til að halda sér í formi og tuskast en að stefna að árangri á mótum. Magnúsi stefnir að því að fjölga í keppnishópnum. „Við höf- um enn ekki unnið þann stóra,“ segir Magnús og á við Íslands- meistaratitil fullorðinna, en segist hafa efni í það. „Þennan ætla ég að gera að Íslandsmeistara, helst á þessu ári,“ sagði Magnús svo hátt að Hrafn Helgason vissi örugglega til hvers væri ætlast af honum. Júdófólkið er flest úr Vogunum en nokkrir eru úr Keflavík, þar sem engin júdódeild er starfandi, og hafa sumir fylgt Magnúsi frá því hann var að þjálfa þar. Á æf- ingarnar til Magnúsar kemur einnig fólk úr Grindavík þar sem sérstök júdódeild er starfandi. Af þessu sést að miðstöð júdólífsins á Suðurnesjum er í litla salnum í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Magnús segir að aðstaðan sé góð. Það sé að mörgu leyti gott að hafa langan sal og það hái þeim ekkert sérstaklega á æfingum þó salurinn sé mjór. Menn lagi sig að aðstæðunum. Hann tekur fram að vel hafi ver- ið tekið á móti júdóstarfi hans þegar hann flutti það í Vogana. „Ég var alltaf á hrakhólum með þetta í Keflavík enda ekki gert ráð fyrir að þar væri stundað júdó. Áherslan var á knattspyrnu og aðrar íþróttir. Hér hefur þetta skilað þeim árangri að júdóið er eina íþróttagreinin sem skilar íþróttafólki í fremstu röð. Það eru menn ánægðir með,“ segir Magn- ús. Nú er ekki til seturnnar boðið hjá Magnúsi Haukssyni, hann verður að hefja æfinguna. Raunar tekur hann þátt í henni sjálfur, til að sýna í verki það sem hann er að kenna og láta þá eldri og þyngri hafa fyrir hlutunum. Og það þurfa þeir sannarlega að gera, gamli maðurinn lætur ekki hlut sinn fyr- ir nokkrum manni. Grindavík | Samherji þarf ekki að fara með af- kastaaukningu fiskimjölsverksmiðju sinnar, Fiskimjöls og lýsis í Grindavík, í umhverfismat. Skipulagsstofnun telur að mengun muni ekki aukast við stækkunina. Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja leggst á móti framkvæmdinni. Skipt hefur verið um brennara í fiskimjölsverk- smiðju Samherja í Grindavík og fleiri fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar til að auka afkastagetu verksmiðjunnar úr 1000 tonnum á sólarhring í 1500 tonn. Samherji telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum en tilkynnti hana til Skipulagsstofnunar sem hefur komist að sömu niðurstöðu. Samherji telur að ávinningur af stækkun verk- smiðjunnar sé sá að hráefnisgæði verði meiri og brennsla á útblástursefni aukist og þar af leiðandi verði minni lyktarmengun frá verksmiðjunni. Heilbrigðiseftirlitið fær kvartanir Skipulagsstofnun leitaði umsagna hjá nokkrum aðilum. Bæjarráð Grindavíkur taldi ekki þörf á umhverfismati enda væri stækkun verksmiðjunn- ar jákvæð gagnvart umhverfi hennar. Umhverf- isstofnun komst að sömu niðurstöðu. Í umsögn hennar er vakin athygli á því að kvartanir sem borist hafi vegna lyktarmengunar frá verksmiðj- unni stafi í flestum tilvikum af slæmu hráefni. Með því að auka afkastagetu verksmiðjunnar sé hægt að ljúka vinnslu aflans fyrr og draga úr hættu á að skemmt hráefni valdi mengun. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kemur fram að stofnuninni berist oft kvartanir vegna lyktar frá verksmiðjunni sem oft sé óbærileg. Verksmiðjan sé í þéttbýli og verði fjöldi fólks fyrir áhrifum þess. Telur Heilbrigðiseftirlitið yfirgnæf- andi líkur á aukinni mengun vegna fyrirhugaðrar stækkunar sem angra muni íbúa svæðisins. Telur Heilbrigðiseftirlitið hæpið að heimila stækkun en í öllu falli óhjákvæmilegt að ráðast í mat á umhverf- isáhrifum hennar. Þá hefur Heilbrigðiseftirlitið farið þess á leit við Umhverfisstofnun að starfs- leyfi verksmiðjunnar verði endurskoðað hið fyrsta. Í frekari upplýsingum Samherja til Skipulags- stofnunar kemur fram að ekki sé að vænta auk- innar lyktarmengunar frá verksmiðjunni eftir stækkun, þar sem þéttara hringrásarkerfi verði á þurrklofti í þurrkara og aukin brennsla á útblást- urefnum í brunahólfum. Einnig verði afsog frá verksmiðju tekin inn í hringrásarkerfi þurrkara og brennt í eldhólfi. Í ákvörðun sinni tekur Skipulagsstofnun undir ábendingar um að bæta þurfi umgengni og með- ferð hráefnis til að ráða bót á lyktarmengun frá verksmiðjunni. Stofnunin telur að með fyrirhug- uðum framkvæmdum muni hráefni til bræðslu verða ferskara og framleiðslutími styttast og minni líkur á að unnið verði rotið hráefni. Telur stofnunin að stækkunin muni ekki hafa í för með sér verulega aukningu mengunar, hvorki hvað varðar frárennsli, hávaða né útblástur. Jafnframt er vakin athygli á því að Umhverfisstofnun geti sett skilyrði varðandi hráefnisgæði og mengunar- varnabúnað í starfsleyfi samfara stækkun verk- smiðjunnar, meðal annars krafist aukinnar hreinsunar verði lyktareyðing ekki fullnægjandi. Unnt er að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 20. febr- úar. Stækkun fiskimjölsverksmiðju er ekki háð umhverfismati Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telur hæpið að heimila stækkun og vill matið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýr þurrkari: Skipt hefur verið um þurrkara í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík og fleiri framkvæmdir eru þar fyrirhugaðar. GLAÐVÆRÐ er ríkjandi á júdóæf- ingum hjá Magnúsi Haukssyni. „Þetta er góður hópur og samrýnd- ur, við þekkjumst öll svo vel,“ sagði Jón Baldur Guðmundsson eftir æf- inguna. Jón Baldur æfir einnig körfu- bolta og vill ekki gera upp á milli, sagði báðar greinarnar skemmti- legar. Sveinn Þorleifsson sagðist hafa verið í fótbolta en júdóið væri skemmtilegra. „Það má meira í júd- óinu,“ sagði hann til skýringar og bætti því við að fótboltaliðið í Vog- unum væri ekki upp á marga fiska og færi illa út úr viðureignum sín- um við nágrannaliðin. Katrín Magnúsdóttir hefur að- eins stundað júdó í tvö ár, eins og Sveinn, en Jón hefur æft enn skem- ur. En hún var í góðri æfingu þegar hún byrjaði, hafði æft fimleika í níu ár. Fimleikaþjálfunin nýtist greini- lega vel því hún varð Íslandsmeist- ari í unglingaflokki bæði árin sem hún hefur æft. „Ég bjóst ekki við þessu fyrst, það gerðist mjög óvænt,“ segir Katrín. Góður hópur og samrýndur Stefnir að því að fjölga í keppnisliðinu Júdótökin æfð: Magnús Hauksson, margfaldur Íslandsmeistari og júdó- þjálfari, tekur félaga sinn, Guðna Þrastarson, föstum tökum á æfingu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Júdóæfing: Anna Rós Guðnadóttir veltir Jóni Baldri Guðmundssyni á æfingu í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Tvö óhöpp sama daginn | Öku- maður sem ók út af Grindavíkurvegi aðfaranótt laugardags er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja- eða fíkniefna. Hann ók einnig á umferð- armerki á Reykjanesbraut í Hvassa- hrauni og skemmdi þau töluvert. Maðurinn var einn í bifreiðinni þegar hann ók út af Grindavíkurvegi um klukkan fjögur um nóttina. Hann slapp með lítilsháttar meiðsl og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík til aðhlynn- ingar. Síðar um daginn var tilkynnt um skemmdir á umferðarmerkjum á Reykjanesbraut í Hvassahrauni þar sem unnið er að tvöföldun braut- arinnar. Ekið hafði verðið á skiltin en tjónvaldur horfið af vettvangi. Fram kemur á vef lögreglunnar í Keflavík að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að sá sem ók út af Grindavíkurvegi um nóttina hafi einnig verið þarna að verki. Hundur truflaði ökumann | Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbrautinni rétt við Kúagerði um miðjan dag á laug- ardag vegna þess að stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreiðina. Ökumaðurinn sá einnig til manns og konu með annan hund nokkuð frá slysstað og er talið að svarti hundurinn hafi verið að hlaupa í áttina þangað. Lögreglan í Keflavík vill hafa tal af eiganda hundsins. Bifreiðin var fjarlægð af vett- vangi með dráttarbifreið að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Keflavík.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.