Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnsteinn Stef-ánsson fæddist í Sómastaðagerði í Reyðarfirði 10. nóv- ember 1922. Hann andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð að morgni mánudagsins 19. jan- úar. Unnsteinn var sonur Herborgar Björnsdóttur, hús- móður, og Stefáns Þorsteinssonar, bónda. Systkini hans eru Björn, kaup- félagsstjóri, Þor- steinn, rithöfundur, Friðjón, rit- höfundur og skrifstofustjóri Stef, og Margrét, húsmóðir og læknarit- ari. Þorsteinn og Margrét lifa bróður sinn. Unnsteinn kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur 1946. Guðrún fædd- ist í Vestmannaeyjum 17. október 1914. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og starfaði um árabil í Reykjavíkur Apóteki. Guðrún lést 1995. Unn- steinn og Guðrún eignuðust þrjú börn. Þau eru: Kristín, f. 1947, maður hennar er Trausti Ólafsson; Bandaríkjunum 1962 til 1963, sér- fræðingur í haffræði hjá Hafrann- sóknastofnun 1963 til 1965 og deildarstjóri sjófræðideildar stofn- unarinnar 1965 til 1974. Unnsteinn var aðstoðarprófessor við Dukehá- skóla í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum 1965 til 1970, yfirmaður í haffræði hjá UNESCO í París 1970 til 1973 og prófessor í haf- fræði við Háskóla Íslands frá 1975 til 1992. Unnsteinn var í stjórn Verk- fræðingafélags Íslands 1951 til 1953, varaformaður Hins íslenska náttúrufræðifélags 1957 til 1960, forseti Vísindafélags Íslendinga 1984 til 1986, forseti raunvísinda- deildar Háskóla Íslands 1989 til 1991 og í stjórn Lýðveldissjóðs 1994 til 1999. Eftir hann hafa kom- ið út bækurnar Hafið 1961, North Icelandic Waters, doktorsritgerð 1962, Haffræði I 1991, Haffræði II 1994, og Hafið, 2. útgáfa og mikið endurskrifuð 1999, auk fjölda rit- gerða í innlendum og alþjóðlegum vísindatímaritum. Unnsteinn hlaut heiðursverð- laun Verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright 1985, heið- ursmerki Verkfræðingafélags Íslands 1988, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1991 og viður- kenningu Hagþenkis 1994. Útför Unnsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Stefán, f. 1950, kvænt- ur Önu Mariu Unn- steinsson; og Einar, f. 1952, kvæntur Vigdísi Esradóttur. Barna- börnin eru sex: Elstur er Stígur, þá Eyrún Nanna, Tómas, Kári Esra, Unnsteinn Manuel og Logi Pedro. Unnsteinn og Guðrún bjuggu fyrst í Reykjavík en lengst af í Kópavogi. Þá bjuggu þau á Siglufirði 1953– 1955, í Seattle í Bandaríkjunum 1962– 1963 og í París 1970–1973. Unnsteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942, MS-prófi í efnafræði frá Wis- consinháskóla í Bandaríkjunum 1946 og varð dr. phil. í haffræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1962. Unnsteinn var efnafræðingur á Rannsóknastofu Íslands 1947 til 1948, efnafræðingur við fiskideild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1948 og sérfræðingur við sömu deild 1949 til 1962. Hann var gisti- fræðimaður hjá haffræðideild Washingtonháskóla í Seattle í „Komdu sæll frændi,“ ávarpaði Unnsteinn föðurbróðir minn mig ávallt þegar við hittumst og rétti mér þykka og hlýja hönd sína. Hann var einn af uppáhaldsfrændum mínum, mjög frændrækinn og hjálpsamur við mig og fleiri systkinabörn sín, alltaf boðinn og búinn að taka okkur í auka- tíma í stærðfræði eða efnafræði þeg- ar við vorum í menntaskóla. Auka- tímarnir voru ekkert hálfkák frekar en annað sem Unnsteinn gerði. Hann tók hvert dæmið af öðru og útskýrði vandlega og ef við skildum ekki var sjálfsagt að fara yfir það aftur alveg frá byrjun. Þó að hann væri vísinda- maður sem var ævinlega störfum hlaðinn gaf hann sér samt tíma til að hjálpa sínum ungu frændum og frænkum. Þegar tímunum lauk bauð hann gjarnan upp á borðtennis og þar var nú ekkert gefið eftir og mikið hrópað og hlegið. Síðan var sest niður að fá sér að borða og spjalla saman. Hann spurði okkur unga fólkið jafnan um okkar hagi og sýndi því mikinn áhuga sem við vorum að fást við í það og það skiptið og gladdist yfir þeim árangri sem við náðum í lífinu. Unn- steinn var ráðagóður ef eitthvað reyndist okkur erfitt. Ef manni leidd- ist einhver námsgrein eða eitthvert verk sem maður þurfti að vinna sagði hann: „Maður verður bara að æsa sig upp í áhuga.“ Oft hefur það gefist vel í okkar fjölskyldu að grípa til þessa ráðs. Það var gaman að heimsækja Unn- stein, alltaf sýndi hann manni eitt- hvað skemmtilegt, bók eða annan hlut sem hann hafði keypt á ferðum sínum um heiminn. Síðan sagði hann manni ferðasögur og alls konar skemmtisögur af kynnum sínum af mönnum og málefnum. Einnig ræddi hann þjóðmálin og það sem var efst á baugi hverju sinni. Þá var hann ætíð vinsæll í fjölskylduboðum vegna þess hve vel og skemmtilega hann sagði frá. Einnig var hann duglegur að drífa áfram alls kyns samkvæmisleiki sem mörgum fannst gaman að. Hann hafði yndi af að spila bridds og naut þess að veiða silung í ám og vötnum. Móður minni þótti ákaflega gaman að fá Unnstein í heimsókn því að hann var svo mikill matmaður sem naut þess að borða góðan mat. Á síðari æviárum fannst Unnsteini fátt skemmtilegra en að fara í berjamó í fögru veðri. Í mörg sumur kom hann við á Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði þar sem hann hafði leikið sér sem barn í fjörunni, veitt hornsíli, flatt þau og saltað á klöppunum meðan beðið var eftir að pabbi hans og bræður kæmu heim af sjónum. Þegar Unnsteinn varð prófessor hóf hann strax handa við að undirbúa fyrirlestra og varði til þess mörgum mánuðum til að geta leyst þetta verk- efni nógu vel af hendi. Ég átti þess kost að taka námskeið í almennri haf- fræði hjá Unnsteini frænda í Háskól- anum. Mér fannst hann vera sá allra besti háskólakennari sem ég hef haft. Fyrirlestrar hans voru skýrir og skil- merkilegir þar sem aðalatriðin voru vel dregin fram og með fylgdu mörg skýringardæmi og aðrar áhugaverð- ar upplýsingar. Það var ótrúlegt hvað hann kom miklu efni að í kennslutím- unum. Hann hafði styrkan róm og skýra framsetningu þannig að ekki var hætta á að eitt orð færi forgörð- um. Oft kenndi hann tvo tíma í röð og í frímínútunum kom hann með okkur í kaffi og reytti af sér brandara en þegar í kennslustund var komið tók alvaran við að nýju. En vei þeim nem- anda sem kom með tillögur um annað fyrirkomulag á kennslunni eða ábendingar um aðrar áherslur varð- andi námsefnið! Við starfslok bjó hann fyrirlestra sína til prentunar í tveimur vönduðum bókum, Haffræði I og Haffræði II, alls nærri 1000 blað- síður. Þær eru notaðar sem kennslu- bækur í Háskólanum en jafnframt mjög gagnlegar fyrir íslenska fræði- menn og munu um ókomin ár halda nafni Unnsteins Stefánssonar á lofti. Þá eru ótaldar margar merkar vís- indagreinar sem birtust eftir hann. Meðan ég var að skrifa doktorsrit- gerð mína studdi hann mig með ráð- um og dáð. Hann las alla ritgerðina yfir og kom með athugasemdir þó að hann tæki það jafnframt skýrt fram að hún væri ekki á sérsviði sínu og því gæti hann lítið hjálpað mér. Þessi stuðningur var mér ómetanlegur. Þegar ég hafði varið ritgerðina lét hann sér annt um að koma fréttatil- kynningu um doktorsvörnina á fram- færi. Einnig lét hann sér annt um að ég næði að birta niðurstöður mínar í erlendum vísindatímaritum og fagn- aði því þegar það tókst. Í fjölskyldu- boði var eiginkona mín einhverju sinni að kvarta yfir því að ég væri allt- af einhvers staðar úti á landi að veiða silung eða uppi um fjöll og firnindi að skjóta rjúpu eða gæs. Unnsteinn sneri sér að Láru og sagði með al- vöruþunga en þó blíðlega að það gæti nú verið margt verra sem einn eig- inmaður gæti gert en þetta: „Hugs- aðu þér ef hann Björn væri nú alltaf á fylliríi og kvennafari!“ Fjölskylda mín og ég kveðjum Unnstein frænda með söknuði en jafnframt miklu þakklæti fyrir það sem hann gaf okkur. Björn Björnsson. Mig langar að minnast í nokkrum orðum frænda míns Unnsteins Stef- ánssonar sem lést nýlega. Allt frá því ég man fyrst eftir mér átti ég stóran og góðan föðurbróður sem talaði við mann eins og fullorðinn strax frá byrjun. Mínar fyrstu minningar urðu upphafið að langri vináttu. Unnsteinn var nefnilega minn uppáhaldsfrændi að öllum öðrum frændum ólöstuðum. Við urðum fljótlega sundfélagar og alltaf var gaman og eftirminnilegt að hitta Unnstein, fara í sund og spjalla um daginn og veginn. Hann fór sjald- an í launkofa með skoðanir sínar og sá oft fleiri fleti á málunum en margir sáu í fyrstu. Það sem mér er minn- isstætt er hversu réttsýnn mér fannst hann vera og tók upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Í þessum sundferðum okkar lék Unnsteinn oft- ast á als oddi, hann var sérstaklega skemmtilegur maður og mikill sögu- maður. Oft sagði hann sögur af náms- árum sínum í Bandaríkjunum eða þegar hann var við störf á vegum UNESCO í París, ekki síst þegar hann vann á vegum UNESCO í Írak á sjöunda áratugnum. Sérstaklega góðar minningar á ég frá öllum mín- um heimsóknum í Hrauntunguna til Unnsteins og Guðrúnar þar sem mér fannst ég alltaf jafn velkominn og allt- af jafn gaman að spjalla við Unnstein, spyrja hann ráða og var hann mér ávallt ráðagóður. Síðustu árin hittumst við alltof sjaldan vegna búsetu minnar erlend- is. Sérstaklega eftirminnileg er þó heimsókn okkar Þorgerðar og barnanna frá Gautaborg til Kaup- mannahafnar þar sem Unnsteinn dvaldi ásamt Guðrúnu í fræðimanna- íbúð Jóns Sigurðssonar í byrjun ní- unda áratugarins. Þau voru þá eins og alltaf höfðingjar heim að sækja og mér er minnisstætt hvað Unnsteinn veitti börnunum mikla athygli og öll sú samvera var sérstaklega ánægju- leg. Unnsteinn kom svo fyrir fimm ár- um til Gautaborgar í heimsókn til okkar og var þá eins og svo oft áður áhugasamur um mín störf og var heimsókn hans í minnum höfð hjá allri fjölskyldunni. Því miður varð Unnsteinn fyrir alvarlegum heilsu- bresti síðustu árin og dvaldi eftir það á stofnun. Það sem einkenndi hann þegar við hittumst í síðasta sinn í sumar sem leið var hversu jákvæður hann var gagnvart því fólki sem veitti honum aðhlynningu og hvað hann var hlýr í viðmóti. Unnsteini verður seint fullþakkað fyrir allan þann stuðning og hvatn- ingu sem hann veitti mér frá fyrstu tíð. Hann liðsinnti mér í efnafræði þegar ég var að byrja nám í lækn- isfræði og ekki veitti af enda var ég máladeildarstúdent. Þó að gengi í byrjun brösuglega fyrir mér í efna- fræðinni sem var hans aðalfag í há- skóla þá var hann ótrúlega skilnings- ríkur og þó að mér fataðist á svellinu hvatti hann mig áfram eins og ekkert hefði í skorist. Unnsteinn var mjög áhugasamur um menntun og átti að baki glæsilegan menntaferil, m.a. doktorspróf frá Kaupmannahafnar- háskóla. Þessi ferill sem síðar leiddi til kennslu og rannsóknarstarfa við háskóla í Bandaríkjunum og í Evrópu var ekki sjálfgefinn fyrir ungan dreng sem var fæddur 1922 við einföld upp- vaxtarskilyrði austur á fjörðum. Það var kannski þess vegna sem hann bar svo mikla virðingu fyrir háskólanámi þótt það þyki sjálfsagt nú til dags að allir komist til mennta. Ferill Unnsteins sem vísinda- manns var einnig mjög farsæll og hann var sérstaklega vinsæll kennari. Það sem mér fannst einkenna líf hans þegar hann var prófessor við Háskóla Íslands og ég var nemi þar, en á þeim árum höfðum við hvað mest sam- skipti, var hversu samviskusamur hann var og með eindæmum vinnu- samur. Nánast alltaf þegar við hitt- umst eða töluðumst við sem var minnst einu sinni í viku á þessum tíma þá talaði hann um sín fjölmörgu verk- efni sem hann var að vinna að. Þessi mikla vinnusemi og hversu vel Unn- steinn skipulagði tíma sinn hefur mér alltaf fundist mjög til eftirbreytni. Það er með mikla sorg í hjarta sem ég kveð þennan uppáhaldsfrænda og góða vin sem reyndist mér ávallt svo vel. Það sem eftir stendur eru góðar minningar sem lifa áfram um vand- aðan og ógleymanlegan mann. Við Þorgerður og börn okkar viljum þakka honum fyrir öll gömul og góð kynni. Einar Björnsson, Gautaborg. Á aðfangadag kom afi Unnsteinn hlaðinn jólapökkum. Eftir að hafa raðað þeim við jólatréð fórum við að skoða þá. Engir tveir voru í eins pappír og gjafaböndin eftir því. En fallegust var jólakveðjan, hjarta klippt út í hvítan pappír. Ein jólin komst barnabarnið að niðurstöðu: gjöfunum var vísindalega pakkað inn. En ætli listræn taug hafi ekki átt þátt í því ásamt umhyggju fyrir okkur sem áttum að fá þær. Með þökk og virðingu. Sigrún Guðmundsdóttir. Þegar Árni Friðriksson fiskifræð- ingur réðst sem framkvæmdastjóri Alþjóðahafrannsóknaráðsins árið 1952 vorum við þrír sérfræðingar á fiskideild atvinnudeildar Háskólans (núverandi Hafrannsóknastofnun): Hermann Einarsson, Unnsteinn Stefánsson og undirritaður. Hermann hafði umsjón með átu- rannsóknum og síldarleitinni á árun- um 1947 til 1956. Starfaði síðan sem ráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum, en lést af slysförum í Aden í Arabíu árið 1966 og var að honum mikill mann- skaði. Unnsteinn réðst að fiskideild- inni 1949 og veitti sjórannsóknum forstöðu – með nokkru uppihaldi þó – til ársins 1975 er hann var skipaður prófessor í haffræði við Háskóla Ís- lands.. Fyrstu árin var notast við varð- skipin Ægi, Maríu Júlíu og m/s Fann- eyju og ýmis fiskiskip. Aðbúnaðurinn í fiskibátunum var æði frumstæður eins og nærri má geta. Rannsókna- stofan oftast þilfarið, en beituskýlið þegar best lét. Vírinn sem mælarnir voru festir á, var dreginn á spilkoppn- um og hringaður í körfu. Síðan kom færanleg vinda, handsnúin og þótti framför, en oft var þreytandi að vinda á höndum sér af miklu dýpi. Unnsteinn lét m.a. koma fyrir sírit- andi hitamælum í strandferðaskipun- um Heklu og Esju á árunum 1949– 1966 og í m/s Tröllafossi á leiðinni milli Reykjavíkur og New York. Gerði hann grein fyrir niðurstöðum í bókinni Hafísinn (1969). Upphaflega beindust rannsóknir Unnsteins að ástandi sjávar að sum- arlagi á síldveiðisvæðunum norðan- lands og austan og birti hann niður- stöðurnar jafnóðum í ritum fiskideildar og Alþjóðahafrannsókn- aráðsins á árunum 1948–1961. Er þar mikinn fróðleik að finna. Endurheimtur af rekflöskum (það voru tómar kampavínsflöskur sem við fengum ókeypis hjá Ríkinu!) er kast- að var í sjóinn frá Vestfjörðum að Norðausturlandi og allt norður að Jan Mayen, leiddu í ljós lítinn rang- sælis hringstraum á svæðinu milli Ís- lands og Jan Mayen og taldi Unn- steinn að hér væri að finna ástæðuna fyrir því að hafís berst sjaldan með Austur-Íslandsstraumi suður með Austfjörðum, en héldist vestar og fylgdi Austur-Grænlandsstraumi suður með Grænlandi. Einnig sýndi hann fram á lækkun sjávarhita á sjöunda og áttunda ára- tug nítjándu aldar. Næsta áratug hitnaði á nýjan leik, en kólnaði svo fram undir 1920, en þá óx sjávarhiti mjög ört og náði hámarki í lok þriðja áratugar er hann komst eina og hálfa gráðu yfir meðaltal áranna 1901– 1930. Sams konar sveiflur héldu áfram næstu áratugi og höfðu gagn- ger áhrif á dýralíf og gróður hafsins út af Norður- og Austurlandi, einkum síldveiðar og göngur þorsks milli Grænlands og Íslands. Unnsteinn áætlaði straumhraða umhverfis landið með eðlisþyngdar- dreifingu og tilfærslu jafnhita- og jafnseltulínu. Meðaltal af öllum þess- um aðferðum var 3,1 sjómíla á sólar- hring. Seinni rannsóknir með sjálfrit- andi sjómælum sýna þó meiri straumhraða í aðalkjarna straumsins út af Kögri. Unnsteinn var efnafræðingur að mennt og hóf hann m.a. rannsóknir á uppleystu súrefni og fosfati í byrjun sjötta áratugar, en hvort tveggja er mikilvægt fyrir framleiðslu plöntu- svifsins. Hér verður að láta staðar numið í stuttri grein á kveðjustund. Við átt- um margar samverustundir, frænd- urnir, bæði á sjó og í landi innanlands sem utan og alltaf var Unnsteinn sami hressi drengurinn. Erlendis var hann mikilsmetinn fræðimaður og fyrirlesari og hélt m.a. fyrirlestra í haffræði um árabil í hinum kunna Duke-háskóla í Bandaríkjunum og hann var yfirmaður í haffræði hjá UNESCO í París í nokkur ár. Sem fyrrverandi forstjóri Haf- rannsóknastofnunar held ég að mér leyfist að þakka honum mjög mikil- vægt starf á vegum stofnunarinnar. Við Ingibjörg vottum þeim Stefáni, Kristínu og Einari svo og öðrum að- standendum samúð okkar. Jón Jónsson. Veturinn 1993–94 fóru fram á Al- þingi þreifingar milli manna um hvernig best mætti minnast 50 ára af- mælis lýðveldisins sem fagna skyldi á Þingvöllum 17. júní 1994. Leiddu þær m.a. til þess, undir forustu formanna allra þingflokkanna þá, að stofnaður var sérstakur sjóður, Lýðveldissjóð- ur, til að efla íslenska tungu annars vegar og hins vegar til að styrkja rannsóknir á lífríki sjávar. Leitað var til helstu stofnana á þessum sviðum um tilnefningu manna í stjórn sjóðs- ins. Hafrannsóknarmenn gerðu til- lögu um dr. Unnstein Stefánsson, fyrrverandi prófessor og margreynd- an vísindamann í hafrannsóknum. Hann hafði þá lokið starfsferli sínum en var í önnum að koma rannsóknum sínum á prent í bókum og greinum. Unnsteinn gekk til þess verks af UNNSTEINN STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.