Morgunblaðið - 27.01.2004, Side 35

Morgunblaðið - 27.01.2004, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 35 áhuga og krafti, mótaði þegar í upp- hafi, í samstarfi við vísindamenn í haf- rannsóknum, rækilega áætlun um rannsóknir á lífríki hafsins í kringum Ísland og vakti yfir verkefninu meðan það stóð yfir, þau fimm ár sem Lýð- veldissjóður starfaði, 1995–99. Sam- tals gengu um 250 millj. kr. til rann- sóknanna og munaði rækilega um það. Unnsteinn sýndi í þessu starfi mikla víðsýni, var mannþekkjari góð- ur og kunni vel til verka, var skýr í hugsun og agaður í vinnubrögðum. Við sem unnum í Lýðveldissjóði með Unnsteini þessi ár eignuðumst nýjan og góðan vin, áreiðanlegan og traustan. Brátt skapaðist einstakur andi innan stjórnarinnar svo að fund- ir þar urðu ávallt tilhlökkunarefni. Unnsteinn átti mestan þátt í því með hlýju sinni og glettni. Hann var sögu- maður góður og oft óborganlega fyndinn. Það jók líka á glaðværðina hvað Unnsteinn gat verið utan við sig en að því öllu hló hann manna mest sjálfur. Starf Lýðveldissjóðs reyndist annasamt, einkum þegar dró að út- hlutun styrkja. Unnsteinn sparaði sig þó hvergi, lét sig aldrei vanta á fundi, var vel undirbúinn og úrræðagóður. Hann var mjög laginn við að fá aðra til samstarfs við sig. Árangurinn varð líka góður og um starf Lýðveldissjóðs skapaðist samstaða og sátt. Það starf sem sjóðurinn átti þátt í að efla bless- aðist vel. Unnsteinn átti ríkan þátt í því. Við sjáum nú á bak góðum vin. Það var ánægulegt að kynnast Unnsteini og mega leggja með honum góðu verki lið. Við minnumst hans með hlýju í huga, gleði og ánægju. Börn- um hans og öðrum venslamönnum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Unnsteins Stefánssonar. Rannveig Rist, Jón G. Friðjónsson, Helgi Bernódusson. Ég hef verið beðinn og er bæði ljúft og skylt að flytja fjölskyldu Unn- steins Stefánssonar innilegustu sam- úðarkveðjur frá þeim starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar sem voru honum samtíma þar á bæ. Hins vegar hef ég af ýmsum ástæðum kos- ið að hafa skrif mín um Unnstein hér að neðan á persónulegum nótum. Það var veturinn 1958–59 að ég kynntist Unnsteini Stefánssyni fyrst. Ég þurfti að velja mér ævistarf og eft- ir nokkra umhugsun og vangaveltur fór ég í heimsókn inn í Borgartún 7. Þar var þá til húsa fiskideild atvinnu- deildar Háskólans, en hún var forveri Hafrannsóknastofnunarinnar. Eftir stutta viðdvöl og samtöl við fræði- menn ákvað ég að setja stefnuna á sjávardýrafræði enda augljóslega þörf á vinnukrafti í þeirri fræðigrein. Of áliðið var til að fá inngöngu í nokk- urn háskóla fyrr en haustið eftir. Ég falaðist því eftir vinnu á atvinnudeild- inni fram á næsta vor og fékk hana. Þarna var mikið mannval saman komið. Þar á meðal var Unnsteinn sem ég taldi fljótlega einn hinn fremsta meðal jafningja, enda hugs- aði hann jafnan stórt og fékk ótrúlega miklu áorkað þrátt fyrir takmarkað rannsóknafé svo ekki sé meira sagt. Ekki man ég lengur starfssvið mitt þennan vetur, enda mun það hafa ver- ið nokkuð vítt þótt ég ynni mest undir stjórn Jakobs Jakobssonar. Eitthvað mun ég þó hafa unnið fyrir Unnstein bæði þá og síðar. Fékk hann fljótlega mikið dálæti á þessum „sveitunga“ sínum sem hann kallaði jafnan svo enda þótt einir fjórir firðir liggi milli Stöðvarfjarðar og Mjóafjarðar! En svona var Unnsteinn, smámunir voru ekki til í hans orðabók. Sama gildir raunar um það þegar Unnsteinn tal- aði til eða hringdi í undirritaðan. Sama hvað á gekk var ávarpið ávallt „frændi“ og smám saman rann það upp fyrir mér að þetta þýddi það sama og þegar kóngar og drottningar slá menn til riddara og þeir ávarpaðir „Sir“ þaðan í frá! Þessu skyld er umhyggjan sem Unnsteinn bar ætíð í brjósti um vel- líðan annarra og eftirfarandi saga frá Jakobi félaga okkar er gott dæmi um. Á þrjátíu og fimm ára afmæli sínu buðu Unnsteinn og Guðrún kona hans til veislu heima hjá sér í Smá- íbúðahverfinu þar sem þau bjuggu. Á borðum voru dýrindis veisluföng og ekki segir frekar af gleðskapnum fyrr en gestir taka að búast til brottfarar. Þá heyrist skyndilega ofan úr stig- anum sem lá upp á loftið þar sem svefnherbergin voru og var þar kom- in Kristín dóttir þeirra hjóna, þá smá- stýri. „Alveg veit ég hvað pabbi og mamma segja þegar þið eruð farin.“ Húsbóndi brást við snarlega, læsti útihurðum með þeim orðum að þaðan færi enginn fyrr en heimasætan hefði yfir hvað sagt myndi verða. Og það stóð ekki á svarinu: „Ég held þetta hafi bara tekist ágætlega hjá okkur, Guðrún mín, og allir farið saddir og ánægðir.“ Tæpast þarf að taka fram að heimasætan fékk dynjandi lófatak, útidyrum var aflæst og gestir fóru heimeiðis – saddir og sælir. Unnsteinn var ákaflega eljusamur, nákvæmur og afkastamikill vísinda- maður og vel þekktur á heimsvísu. Hann varði doktorsritgerð sína North Icelandic Waters (um haf- svæðið norðan Íslands) við Háskól- ann í Kaupmannahöfn 1962, mikið verk að vöxtum og ágæti og tíma- mótaverk um haffræði á þeim slóðum. Um þessar mundir var náið samstarf Íslendinga, Norðmanna og Rússa um rannsóknir á sjógerðum, plöntu- og dýrasvifi og síldargöngum í hafinu norðan Íslands, Austurdjúpi og Nor- egshafi. Rannsóknatíminn var í maí og framan af júní og rannsóknunum lauk jafnan með sameiginlegum fundi þátttakenda á Akureyri eða Seyðis- firði. Nú bar svo við að skömmu eftir að doktorsritgerð Unnsteins hafði verið gefin út á ensku í Riti fiskideild- ar að Unnsteinn gat ekki mætt á vor- fundinn. Staðgengill hans var Birgir Halldórsson, ungur maður sem féll frá langt um aldur fram. Rússarnir voru stundum með undarlegar túlk- anir á gögnum af íslenskum svæðum. Svo var einnig á þessum fundi og við hin biðum spennt eftir viðbrögðum Bigga. Þau voru hrein snilld og ætíð hin sömu þegar upp kom ágreiningur – nefnilega að veifa doktorsritgerð Unnsteins með orðunum „but Doktor Stefánsson says“. Við þetta sló þögn á hópinn og málið þar með afgreitt! Ég gat þess í upphafi að Unnsteinn var bæði vinmargur og vinfastur. Hann átti það líka til að biðja vini sína að gera sér greiða þegar mikið lá við, sem ég tel mönnum mjög til kosta. En honum var líka mikið í mun að endur- gjalda slíka greiða og eru viðskipti okkar gott dæmi um þetta. Eftir því sem börnum þeirra hjóna fjölgaði í litla húsinu í Smáíbúða- hverfinu jukust þrengslin og þau Guðrún réðust í húsbyggingu í Hrauntungu 19 í Kópavogi um 1970. Nú ber svo við snemma einn laug- ardagsmorgun á byggingartímanum að sími minn hringir. Reyndist þetta vera Unnsteinn og upp hefur samtal- ið: „Sæll frændi, nú er illt í efni. Veð- urstofan spáir snarvitlausu suðaustan roki og mér líst ekkert á að láta vinnupallana standa enda er búið að nota þá.“ Ég sá auðvitað að frændi hafði lög að mæla, dreif mig í vinnu- galla og snaraðist suður í Hraun- tungu. Verkið sóttist furðu vel þrátt fyrir leiðindaveður og um kaffileytið stóð ekkert eftir nema vesturhliðin en hún var nokkuð vandasöm vegna veð- urhamsins. Brugðum við á það ráð að annar sló með sleggju á tiltekinn stað að norðanverðu meðan hinn beitti kú- beini á suðurhlutann. Að sjálfsögðu var vísindalega út reiknað að þá myndi það sem eftir stóð hrynja án þess að valda skaða á næsta bæ. Við tókum okkur því næst stöðu, talið var að þremur, tólunum beitt og pallurinn hrundi nákvæmlega eins og til stóð. Hitt var verra að mér skrikaði fótur og datt endilangur í drullusvaðið og lenti þar með undir hluta af palltimbrinu. Mig sakaði þó ekki, enda mjúkt að detta í moldarflag eins og þar stendur. Hins vegar var ég ekki húsum hæfur eftir fallið og því settur í sturtu, færður í föt af húsráð- anda og settur að veisluborði. Heim fór ég í þessum sama klæðnaði konu minni til mikillar skemmtunar, enda var ég mjög grannvaxinn á þessum árum og lágvaxinn, a.m.k. í saman- burði við Unnstein! Nú liðu nokkur ár og Frændi ámálgaði af og til hvort ég þyrfti ekki að gera eitthvað sem hann gæti lið- sinnt mér við. Loks kom þar að ég hafði tekið mér fyrir hendur að mála hús okkar að utan. Þegar verkið var vel hálfnað var ákveðið að ég færi í loðnu norður fyrir land og augljóst að ekki yrði fullmálað nema með aðstoð. Ég hringdi því í Frænda og félaga Jakob sem brugðust við hið snarasta. Ég hafði fengið lánaðan álvinnupall sem gott var að vinna af og stillti hon- um upp við húshliðina þar sem gott var að athafna sig. Frændi var að sjálfsögðu settur á pallinn enda best að mála af honum og hann aldursfor- seti þessa tríós. Eftir drykklanga stund tek ég eftir því að óeðlilega glamrar í pallinum og við nánari eft- irgrennslan kom í ljós að það var vegna þess hvað málarinn var loft- hræddur. Ekki kom annað til greina en að Frændi lyki pallvinnunni og það get ég fullyrt að það sem málað var af pallinum góða entist hvað best af þeirri málningu sem fór utan á hús okkar Kolbrúnar í þetta skiptið. Unnsteinn ritstýrði um árabil Riti fiskideildar þar sem Hafrannsókna- stofnunin gaf út ritrýnt efni sem eink- um tengdist íslenska hafsvæðinu og næsta nágrenni. Á árunum 1989–92 tók ég saman allt efni sem til var um íslensku loðnuna og samdi auk þess yfirlit um aðra loðnustofna í Atlants- hafi og Kyrrahafi og bar saman við okkar þar sem það átti við. Úr þessu varð talsverð bók, ekki ósvipuð verki Unnsteins um hafið norðan Íslands sem áður er getið. Í útgáfuvinnuna fóru hátt í tvö ár hjá okkur félögum að mig minnir. Þetta rit hlaut síðan sömu örlög og bók Unnsteins 30 árum fyrr, nefnilega þau að undirritaður varði innihaldið til doktorsgráðu við Háskólann í Björgvin. Og líklega hafa fáar hænur verið jafnmontnar af ungahópnum en Unnsteinn af „litla frænda“ þegar hann kom til baka úr þeirri frægðarför. Síðan tók við annað tveggja eða þriggja ára tímabil vegna útgáfu tveggja greina eftir sjálfan mig og samantekt um þorsk- og ýsu- merkingar eftir Jón Jónsson, fyrrum forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar. Þessi vinna var að langmestu leyti unnin heima hjá Frænda. Þar kynntist ég honum mest og best og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að báðir nutum við mjög þessara sam- verustunda. Á þetta tímabil bar þó þann skugga að Guðrún kona Unnsteins var komin með Alzheimer. Í endurminningunni finnst mér að ekki hafi borið mikið á sjúkdómnum þegar við Unnsteinn hófum útgáfustarfið. Hins vegar fór Guðrúnu fljótt hrakandi og enda þótt hún gæti lengi vel sinnt vissum heim- ilisstörfum urðu samræður við hana fljótlega tilviljanakenndar og sundur- lausar. Það fór ekki framhjá mér að búskapur þeirra hjóna var Unnsteini mjög erfiður seinustu tvö árin. Það var undravert að sjá hvað þessi ákafa- og framkvæmdamaður gat verið þol- inmóður og nærgætinn við konu sína. En trúr sjálfum sér og þeim sem hon- um þótti vænst um, hvarflaði ekki að Frænda að senda Guðrúnu sína á hjúkrunarheimili fyrir slíka sjúklinga fyrr en löngu eftir að öllum öðrum var orðið ljóst að til þess var fyllsta ástæða sjálfs hans vegna. Ég sendi börnum Unnsteins og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sjálfur mun ég jafn- an minnast Frænda þegar ég heyri góðs manns getið. Hjálmar Vilhjálmsson.  Fleiri minningargreinar um Unn- stein Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, KRISTÍNAR ELÍSABETAR BENEDIKTSDÓTTUR WAAGE, Gnoðarvogi 64. Guð blessi ykkur öll. Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU SIGURÐARDÓTTUR frá Hlíð. Guð blessi ykkur öll. Ásta Dómhildur Björnsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Einar Kr. Haraldsson, Sigurður J. Jóhannsson, Jóna Berg Garðarsdóttir, Gunnar L. Jóhannsson, Svanfríður Halldórsdóttir, Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS VALGEIRS SVERRISSONAR, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis á Sunnubraut 4, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð, Grindavík. Guðmundur Sv. Ólafsson, Guðmunda Jónsdóttir, Arnþrúður S. Ólafsdóttir, Tryggvi Leósson, Einar Jón Ólafsson, Jósef Kr. Ólafsson, Hildur Guðmundsdóttir, Sigurður Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir, Arnar Ólafsson, Kolbrún Pálsdóttir, Valborg Anna Ólafsdóttir, Elías Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa, bróður, mágs og frænda, SVEINS BERGMANNS HALLGRÍMSSONAR (Dússa). Inga Anna Bergmann, Harjit Delay, Perla Rún, Birta Sól og Kai, Kristín Th. Hallgrímsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Gísli Hallgrímsson, Hrefna Andrésdóttir, Gunnar Hallgrímsson, Helga Hallgrímsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Alfreð Hafsteinsson, Ásgeir Hallgrímsson, Rósa Martinsdóttir og frændsystkini hins látna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, FRIÐJÓN ÞORLEIFSSON, Einholti 9, Garði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 26. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Þorleifur Már Friðjónsson, Brynhildur Njálsdóttir, Guðfinnur Friðjónsson, Lilja Bara Gruber, Sigurður Friðjónsson, Ingibjörg Aradóttir, Guðmunda Friðjónsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Karen Ásta Friðjónsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og Helga Gunnólfsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.