Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 37
INDVERSKI stórmeistarinn Visw-
anathan Anand (2.766) sigraði á einu
öflugasta skákmóti ársins, Corus-
skákmótinu í Wijk aan Zee, sem
lauk á sunnudaginn. Hann tapaði
fyrir búlgarska stórmeistaranum
Veselin Topalov (2.735) í næstsíð-
ustu umferð, en tryggði sér sigurinn
með stuttu jafntefli gegn Ivan Soko-
lov (2.706) í lokaumferðinni. Kúb-
verski stórmeistarinn Lazaro Bru-
zon (2.603) sigraði í B-flokki
mótsins. Úrslit 13. umferðar í A-
flokki:
Svidler – Adams ½–½
Shirov – Bologan 0–1
Zhong – van Wely ½–½
Bareev – Akopian 1–0
Kramnik – Leko ½–½
Anand – Sokolov ½–½
Timman – Topalov 0–1
Lokastaðan í A-flokki:
1. Viswanathan Anand 8½ v.
2.–3. Peter Leko, Michael Adams
8 v.
4.–5. Veselin Topalov, Viktor Bo-
logan 7½ v.
6.–8. Loek van Wely, Evgeny Ba-
reev, Vladimir Kramnik 6½ v.
9.–11. Vladimir Akopian, Peter
Svidler, Alexei Shirov 6 v.
12.–13. Ivan Sokolov, Zhang
Zhong 5 v.
14. Jan Timman 4 v.
Þetta var í fjórða sinn sem Anand
sigrar í Wijk aan Zee. Corus-fyr-
irtækið hefur nú tilkynnt að það
muni halda áfram að fjármagna
skákmótið til ársins 2010.
Norskt undrabarn að leggja
undir sig heiminn?
Það er sjaldgæft að C-flokkur á
skákmóti veki jafnmikla athygli og
A-flokkurinn. Það varð hins vegar
reyndin á Corus-skákhátíðinni í Hol-
land. Fátt vakti eins mikla athygli
og vaskleg framganga hins 13 ára
gamla Magnusar Carlsen (2.484).
Hnokkinn sá arna vann C-flokkinn
með 10½ vinningi af 13 mögulegum
og var einum og hálfum vinningi yfir
þeim mörkum sem voru tilskilin til
að ná áfanga að stórmeistaratitli.
Engum vafa er undirorpið að pilt-
urinn á framtíðina fyrir sér og von-
andi heldur hann áfram að þroskast
og dafna sem skákmaður. Í tólftu og
næstsíðustu umferð mótsins atti
hann kappi við helsta keppinaut
sinn, hollenska alþjóðlega meistar-
ann Sipke Ernst (2.474).
Hvítt: Magnus Carlsen
Svart: Sipke Ernst
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3
Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10.
Dxd3 e6 11. Bf4 Rgf6 12. 0–0–0
Mörgum þykir vörn fátæka
mannsins fádæma leiðinleg byrjun
en þrátt fyrir það er hún í vopnabúri
margra bestu skákmanna heims.
Hvítur fær iðulega rýmra tafl en
svarta peðastaðan er ákaflega traust
og fyrr eða síðar hyggst svartur
leika c6–c5 og jafna taflið fullkom-
lega. Eins og síðar kemur í ljós í
skákinni þá skiptir öllu máli að gera
það á réttu augnabliki.
Stöðumynd 1
12. …Be7 13. Re4 Da5 14. Kb1
0–0
Eins og góðu tölvuforriti sæmir
þá þykir Tiger 15 ekki verra að
háma í sig h5 peðið með 14. …Rxh5
og bendir á að svartur standi prýði-
lega eftir 15. Bd2 Df5.
15. Rxf6+ Rxf6 16. Re5 Had8 17.
De2 c5?
Rétt hugmynd en framkvæmd á
röngum tíma. Svörtum tókst að
jafna taflið eftir 17. …Db6 18. c3 c5
í skák milli Anands og Bareevs frá
árinu 2002.
Stöðumynd 2
18. Rg6!
Listin að reikna út afbrigði liggur
misvel við mönnum, sumir eru fædd-
ir reikningshausar á meðan aðrir
þurfa að þjálfa sig með stífum æf-
ingum til að ná færni í reiknikún-
stinni. Undrabarnið þykir hafa ákaf-
lega góðan reikniheila og var því
ekki skotaskuld úr því að hagnýta
sér tvo fingurbrjóta svarts í röð.
18. …fxg6?
Eins og framhaldið leiðir í ljós þá
hefði verið skynsamlegra fyrir
svartan að þiggja ekki mannsfórnina
og leika þess í stað 18. …Hfe8.
19. Dxe6+ Kh8 20. hxg6!
20. Dxe7 var ekkert ofan á brauð
en með textaleiknum opnast lína
fyrir hrókinn og við það verður
svarta kóngnum vart hugað líf.
20. …Rg8 21. Bxh6! gxh6 22.
Hxh6+! Rxh6 23. Dxe7 Rf7 24. gxf7!
Kg7
Hver þrumuleikurinn hefur dunið
á svörtum og með næsta leik kemur
hvítur hróknum sínum í sóknina.
Stöðumynd 3
25. Hd3! Hd6 26. Hg3+ Hg6 27.
De5+ Kxf7 28. Df5+ Hf6 29. Dd7
mát!
Bragi Þorfinnsson efstur á
Skákþingi Reykjavíkur
Bragi Þorfinnsson (2.380) hefur
tekið forystuna á Skákþingi Reykja-
víkur eftir sjö umferðir. Staða efstu
manna:
1. Bragi Þorfinnsson 6 v.
2.–4. Jón Viktor Gunnarsson, Júl-
íus Friðjónsson, Davíð Kjartansson
5½ v.
5.–6. Björn Þorsteinsson, Dagur
Arngrímsson 5 v.
7.–10. Helgi E. Jónatansson, Guð-
mundur Kjartansson, Kristján Eð-
varðsson, Helgi Brynjarsson 4½ v.
o.s.frv.
Frammistaða hins 12 ára gamla
Helga Brynjarssonar (1.460) vekur
athygli. Í sjöundu umferð sigraði
hann andstæðing með yfir 1.900
skákstig. Eins og fram kemur að of-
an er Helgi nú í 7.–10. sæti með 4½
vinning.
Mótið fer fram í húsnæði TR í
Faxafeni. Teflt er á miðvikudags- og
föstudagskvöldum kl. 19 og á sunnu-
dögum kl. 14.
Smáralindarskákmótið
fer fram á laugardaginn
Laugardaginn 31. janúar munu
Taflfélag Kópavogs og Taflfélagið
Hellir í Reykjavík standa sameig-
inlega að „Smáralindarskákmótinu“.
Mótið, sem haldið er í fyrsta sinn og
verður vonandi árlegur viðburður
héðan í frá, verður haldið í Vetr-
argarðinum í Smáralind og hefst
kl.14. Hægt er að skrá sig til leiks á
Hellir.is.
Gera má ráð fyrir að margir af
sterkustu skákmönnum þjóðarinnar
taki þátt í mótinu. Heildarverðlaun
nema kr. 25.000 og er mótið öllum
opið en mælt er með því að skák-
menn skrái sig fyrirfram á Hellir.is
eða í síma 861-2107 (Haraldur).
Einnig er hægt að skrá sig með
tölvupósti (hellir@hellir.is).
Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi, með sjö mínútna um-
hugsunartíma.
Verðlaun:
1. vl. 12.000 kr.
2. vl. 8.000 kr.
3. vl. 5.000 kr.
Anand sigraði í Wijk aan Zee
SKÁK
Wijk aan Zee
CORUS SKÁKMÓTIÐ
9. – 29. jan. 2004
dadi@vks.is
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd 2Stöðumynd 1 Stöðumynd 3
AP
Viswanathan Anand
Sveit Sölufélags garðyrkju-
manna vann Suðurlandsmótið
Suðurlandsmótið í sveitakeppni
var spilað 24. og 25. janúar sl. í Þing-
borg. Góð þátttaka var í mótinu mið-
að við síðustu ár, en 10 sveitir mættu
til leiks. Keppnisstjóri var Ómar Ol-
geirsson. Fimm efstu sveitirnar
unnu sér rétt til þátttöku í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í sveita-
keppni, en þær urðu:
Sölufélag garðyrkjumanna 178
Þórður Sigurðsson 172
Krappi ehf. 155
Anton Hartmannsson 148
Tryggingamiðstöðin 145
Spilarar í sigursveitinnu voru Ás-
mundur K. Örnólfsson, Gunnlaugur
Karlsson, Helgi Bogason og Kjartan
Ingvarsson. Með Þórði spiluðu Gísli
Þórarinsson, Ríkharður Sverrisson
og Þröstur Árnason. Í Krappa ehf.
spiluðu Óskar Pálsson, Kjartan Að-
albjörnsson, Kjartan Jóhannsson og
Helgi Hermannsson.
Efstu spilarar í butlerútreikningi
urðu:
1.–2. Helgi Bogas. Sölufél. garðyrkjum. 1,18
1.–2. Kjartan Ingv. Sölufél. garðyrkjum. 1,18
3.–4. Ásm. K. Örnólfs. Sölufél. garðm. 1,11
3.–4. Gunnl. Karls. Sölufél. garðyrkjum. 1,11
5.–6. Garðar Garðars. Mjólkurb. Flóam. 0,99
5.–6. Brynjólf. Gests. Mjólkurb. Flóam. 0,99
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Önnur umferðin í aðalsveitakeppninni var
spiluð 22. janúar sl.
Úrslit urðu þessi:
Gísli Þ. og félagar–Gísli H. og félagar 15-15
Björn og félagar–Brynjólfur og félagar 25-5
Ríkharður og fél. –Guðjón og fél. 11-19
Auðunn og fél.–Anton og fél. 15-15
Röð sveitanna er því:
1.-2.Anton og félagar 40
1.-2.Guðjón og félagar 40
3. Gísli H. og félagar 36
4.-5.Björn og félagar 34
4.-5.Gísli Þ. og félagar 34
6.Auðunn og félagar 26
7.Brynjólfur og félagar 14
8.Ríkharður og félagar 13
Staðan í butlerútreikningi að
loknum 2 leikjum er:
1.-2.Björn Snorrason–Sv. Björns og fél. 1,30
1.-2.Kristján M. G.–Sv. Björns og fél. 1,30
3.-4.Gísli Þórarinss.–Sv. Gísla Þ. og fél. 1,22
3.-4.Þórður Sigurðs.– Sv. Gísla Þ. og fél. 1,22
5.Stefán Short –Sv. Guðjóns og félaga 1,13
Þriðja umferð í aðalsveitakeppninni verð-
ur spiluð fimmtudaginn 29. janúar nk. Nánar
má finna um stöðuna á heimasíðu félagsins
www.bridge.is/fel/selfoss.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hellisbraut 32, 380 Reykhólum, Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Jón
Þór Kjartansson, gerðarbeiðendur Fróði hf., Lífeyrissjóður Vestfirð-
inga, Sparisjóður vélstjóra og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn
30. janúar 2004 kl. 16:30.
Hellisbraut 72, 380 Reykhólum, Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Jón
Þór Kjartansson, gerðarbeiðendur Ásbjörn Ólafsson ehf,, Húsasmiðj-
an hf. og Sparisjóður Vestfirðinga, föstudaginn 30. janúar 2004
kl. 16:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
22. janúar 2004.
Björn Lárusson, ftr.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
HLÍN 6004012719 IV/V
Helgafell og Hekla í heimsókn.
FJÖLNIR 6004012719 I H.v. EDDA 6004012719 III
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Hrönn Frið-
riksdóttir, spámiðill, Ingi-
björg Þengilsdóttir, Guðríður
Hannesdóttir, kristalsheilari,
Ólafur Th. Bjarnason lækna-
miðill, Erla Alexandersdóttir,
Katrín Sveinbjörnsdóttir og
Matthildur Sveinsdóttir, tarr-
ot- lesari, starfa hjá félaginu og
bjóða félagsmönnum og öðrum
upp á einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga árs-
ins frá kl. 13—18. Utan þess
tíma er einnig hægt að skilja eftir
skilaboð á símsvara félagsins.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
Samkoma í kvöld kl. 20.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
www.krossinn.is
Hamar 6004012719 I Þorraf.
I.O.O.F. Rb. 1 1531278-E.I.*