Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Gunn- arsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er ugg- andi um framtíð þeirra skjólstæðinga sem not- ið hafa þjónustu end- urhæfingardeildar Landspítala, sem áður var nefnt Kópavogs- hæli. „Þessi endurhæfing er mjög sértæk vegna þess að þarna er um mjög fatlaða ein- staklinga að ræða. Þeir eru fjölfatlaðir, geta lítið hreyft sig og tjáð sig með orðum, því er hreyfingin óskaplega mikilvæg fyrir líðan þeirra og lífsgæði. Starfsfólkið þarna býr yfir mikilli sérþekkingu, þekkir skjólstæðinga sína mjög vel og eru mikil verðmæti fólgin í því,“ segir Halldór. Segir hann óljóst hvernig þjón- ustu verði háttað við þá einstaklinga sem búa á deildinni, en það gæti reynst þeim sem hafa komið þangað af sambýlum í sjúkraþjálfun erfitt að fara annað í þjálfun. Eins sé öll aðstaða í Kópavoginum mjög góð. „Ef ekkert verður að gert væri slíkt mikið áfall fyrir þessa skjólstæðinga og í leiðinni fyrir íslenskt velferð- arkerfi,“ segir Halldór. Gagnrýnir hann einnig að byrjað hafi verið á því að segja starfsfólk- inu upp og síðan sé hugað að því að leita annarra úrræða. „Það hefði ekki tekið svo langan tíma að finna út úr því hvort það væri einhver flötur á breyt- ingum og tryggja þannig að starfsfólkið gæti haldið áfram. Skaðinn er skeður, það er búið að segja fólk- inu upp og tel ég mik- ilvægt að nú verði unn- ið hratt. Uppsagnirnar taka gildi 1. maí og tíminn er fljótur að hlaupa burt,“ segir Halldór. Segir hann að þeir einstaklingar sem notið hafi þjónustu endurhæf- ingadeildarinnar geti ekki varið sig og eigi allt sitt undir fjölskyldu sinni og félagasamtökum á borð við Þroskahjálp. Starfsfólkið sé fólkinu nokkurs konar fjölskylda þar sem margir hafi unnið með sama fólkinu í mörg ár. „Þetta er ákveðið lyk- ilfólk í félagslegum skilningi líka,“ segir Halldór. Stjórnarnefnd LSH hefur hvatt stjórnendur spítalans til að leita allra leiða til að halda endurhæfing- ardeildinni í Kópavogi opinni og segist Halldór fagna því mjög. Hann segir að Þroskahjálp muni fylgst vel verði með því að hvort unnið verði að því að finna önnur úrræði. Halldór Gunnarsson Mikið áfall ef ekkert verður að gert „ÉG ER með sorg í hjarta yfir því að þetta skuli vera gert, því það er verið að fella niður mjög sérhæfða og sértæka þjónustu,“ segir Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á end- urhæfingardeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss í Kópavogi, en ákveðið hefur verið að loka deildinni í sparnaðarskyni og í gær var starfsmönnum sem starfa að sjúkra- þjálfun fjölfatlaðra einstaklinga af- hent uppsagnarbréf. Óvíst er hvaða úrræði verða fund- in fyrir þá 23 einstaklinga sem búa á Landspítalanum í Kópavogi, sem áður var kallað Kópavogshæli, og hvernig þjónustu verður háttað við 32 fjölfatlaða einstaklinga sem búa á sambýlum en hafa fengið þjónustu í Kópavogi. „Okkur finnst þetta mjög þung- bært því þau eru búin að vera skjól- stæðingar okkar í langan tíma. Ég er búin að vinna hér í sautján ár. Ég byrjaði hér í sex fermetrum og mér finnst við vera komin aftur fyrir þann tíma, 20–30 ár aftur í tímann,“ segir Guðný. „Þetta er enginn sparnaður“ Meðan hluti viðtalsins fór fram var Guðný að aðstoða fjölfatlaða stúlku í sundlauginni á endurhæf- ingardeildinni. Augljóst er að mikið traust þarf að ríkja milli þjálfara og skólstæðings, stúlkan leitaði t.d. reglulega eftir faðmlagi frá Guðnýju sem veitti henni þá hlýju sem hún þarfnaðist. Guðný segir mikil verðmæti falin í þeirri reynslu sem byggð hafi verið upp í Kópavogi sem nú muni tapast. Starfsfólkið þekki einstaklingana, þyki vænt um þá og geti túlkað þarfir þeirra, en oft geti þeir ekki tjáð sig með orðum. „Þetta er eng- inn sparnaður, vegna þess að þegar þessi þjónusta fer út í bæ er hún tímafrek og flókin. Við komum mörg að hverjum einstaklingi hverju sinni. Þeir fara ekki inn á hvaða einkastofu sem er. Þau þurfa svo mikla aðstoð og eins þurfa að- standendur og heimilin hjálpar- tækjaþjónustu, fræðslu og annað. Eins og málum er háttað í dag gera samningar sjúkraþjálfara ekki ráð fyrir þessu. Þetta væri það fyrsta sem félli niður ef þjónusta við þessa einstaklinga væri flutt á almenna stofu út í bæ, fyrir utan að sérþekk- ingin væri ekki þar,“ segir Guðný. Sextán manns hafa starfað á end- urhæfingardeild LSH í Kópavogi og þar af tíu sem starfa með fjölfötl- uðum einstaklingum. Guðný segir að störf allra starfsmannanna sex- tán raskist. Fimm sjúkraþjálfarar, sem starfað hafa í Kópavogi munu hætta störfum. Þremur þeirra var sagt upp í gær, ráðningarsamningur eins starfsmanns rennur út og hefur einn starfsmaður ákveðið að hætta í kjölfar þessa niðurskurðar. Hinir starfsmennirnir verða fluttir til í starfi eða aðrar breytingar gerðar á starfshögum þeirra en allri starf- semi í húsinu verður hætt. Krabbameinsendur- hæfing flutt á Grensás Starfsemin þar hefur verið tví- þætt. Til viðbótar við þjálfun ein- staklinga með fjölþætta fötlun og þroskahömlun hafa krabbameins- sjúklingar þar fengið endurhæfingu. „Eins og þetta er lagt upp fyrir okk- ur núna á að flytja krabbameinsend- urhæfinguna á Grensás. Aðstæður eru þannig í dag að þeir geta ekki tekið við henni og klárlega ekki í því formi sem hún er hér í Kópavogi, þar sem þverfaglegt teymi vinnur mikið í samvinnu við einstaklingana sjálfa sem njóta þjónustunnar. Þó þessari þjónustu yrði fundinn stað- ur á Grensás yrði hún aldrei nema svipur hjá sjón,“ segir Guðný. Hvað fjölfötluðu einstaklingana varðar segist Guðný vona að fundin verði leið svo halda megi þjálfun þeirra áfram. „Það er ljóst að spít- alinn ætlar ekki að halda þessari stöð opinni og það verður einhvern veginn að koma málum þannig fyrir að þau fái þjónustu annars staðar. Við erum að bæta lífsgæði skjól- stæðinga okkar mikið og svo er mik- ið af því sem við erum að gera fyr- irbyggjandi. Við erum að fyrirbyggja meiri fötlun, meðhöndla afleiðingar fötlunarinnar eins og kreppur og reyna að fyrirbyggja lungnasýkingar. Við erum með ein- staklinga hér sem ekki geta setið af eigin rammleik. Þau þurfa hjóla- stóla með sérmótuðu sæti og bol- spelkur til að geta setið í uppréttri stöðu. Við höfum verið í þróunar- vinnu með Stoð, stoðtækjafyrirtæki í Hafnarfirði, að þróa nýjar bol- spelkur og bæta þannig meðferð og annað slíkt. Við erum ekki bara að meðhöndla, við erum líka í rann- sóknar- og þróunarvinnu, þeim til hagsbóta. Svo geta þau ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þau hafa eng- an til að berjast fyrir sig,“ segir Guðný. Þeir einstaklingar sem hafa feng- ið þjálfun í Kópavogi eru margir hverjir mjög fatlaðir. „Hér hafa bú- ið einstaklingar með meðfædda fötl- un og einnig áunna, eins og t.d. vegna slysa og veikinda. Það er allt í lagi að endurlífga fólk eða bjarga því úr slysum og halda því á lífi. En síðan er spurningin til hvers er lif- að? Þetta er spurning um lífsgæði og þjónustustig. Þetta er spurning um að þau fái að lifa mannsæmandi lífi.“ Fagnar áskorun stjórnarnefndar Stjórnarnefnd Landspítala – há- skólasjúkrahúss hefur hvatt stjórn spítalans til að leita allra leiða til að halda deildinni opinni. „Það er það sem við treystum núna, að þeirri áskorun verði fylgt eftir að hún sé ekki orðin tóm. Við bindum okkar vonir við það og fögnum því,“ segir Guðný. Aðspurð hvort hún telji að starfsmenn vilji koma aftur til starfa ef einhver leið verður fundin segir Guðný að það hefði hugsan- lega verið hægt að finna einhvern flöt á því hefði verið haldið rétt á spöðunum. „Eins og málin standa í dag, þá held ég ekki, þó að ég geti fyrst og fremst talað fyrir sjálfa mig. Ég held ekki eins og málin hafa þróast,“ segir hún. Uppsagnirnar miðast við 1. maí og verður deildinni þá lokað. Segir Guðný að þegar þessar hugmyndir komu fyrst fram hafi starfsfólkið vonast til að það væri tími til að vinna í málinu. „Ég veit ekki hvað það hefur hangið yfir okkur lengi að það eigi að gera einhverjar breyt- ingar hérna. Þeir fóru ekki í graf- götur með það, en nokkru áður en þetta kom upp var búið að segja okkur að við fengjum að vera hér óáreitt næstu fimm árin, það var skilningur manna,“ segir Guðný. Óljóst hvernig þjónustu við fjölfatlaða einstaklinga verður háttað eftir lokun í Kópavogi Verðmæt reynsla tapast við lokun deildarinnar Morgunblaðið/Eggert „Einn, tveir, þrír.“ Hjördís Benjamínsdóttir aðstoðarmaður telur lyfturnar í hnakkapressunni í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.