Morgunblaðið - 31.01.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 43
✝ Janus Paludan,fyrrverandi
sendiherra Dan-
merkur á Íslandi,
fæddist 20. ágúst
1920. Hann lést á
heimili sínu í Norður
Englandi sunnudag-
inn 25. janúar síðast-
liðinn.
Janus Paludan
lauk lögfræðiprófi
árið 1944 og réðst
síðan til starfa í utan-
ríkisþjónustu Dana.
Fyrstu árin starfaði
hann í Þýskalandi,
Frakklandi og Bretlandi og síðar í
nokkrum ríkjum Afríku. Hann
varð sendiherra í Kongó árið
1962, starfaði við sendinefnd
Dana hjá Sameinuðu þjóðunum,
var sendiherra í Brasilíu, Egypta-
landi, Kína, Súdan,
Suður-Jemen og Ví-
etnam, áður en hann
var útnefndur sendi-
herra Dana á Íslandi
árið 1977. Gegndi
hann þeirri stöðu til
ársins 1985 er hann
hætti störfum í utan-
ríkisþjónustu Dana.
Janus Paludan var
kvæntur breskri
konu, Ann, og lifir
hún mann sinn.
Janus eignaðist
fjögur börn með
fyrri konu sinni, þrjá
drengi og eina dóttur. Einn son-
urinn er látinn.
Útför Janusar Paludan fer fram
í dag frá St Cuthbert kirkju í Net-
her Denton í Gilsland í Cumbria á
Englandi.
Það er í sjálfu sér eftirtektar-
vert hversu góða sendiherra Danir
skipa á Íslandi. Einn þessara
ágætu manna, Janus Paludan, sem
réttilega mátti kalla Íslandsvin
fékk hægt andlát um síðustu helgi
og er borinn til grafar í dag. Janus
og seinni eiginkona hans Ann voru
sendiherrahjón á Íslandi frá miðju
ári 1977 til ársbyrjunar 1985.
Hann var meðal fremstu sendi-
herra dönsku utanríkisþjónustunn-
ar er hann kaus við starfslok í
Peking að flytjast þaðan til
Reykjavíkur vegna þess ástfósturs
er hann hafði tekið við Ísland. Ja-
nus átti þá að baki langan og af-
farasælan embættisferil í dönsku
utanríkisþjónustunni og gat valið
um að fara til mikilvægustu starfa
víðsvegar um heim. Hann var
mjög gáfaður maður og var fjöl-
fróður um ólíkustu efni svo undr-
um sætti. Fátt stóð hjarta hans þó
nær í áhugamálum en jurta- og
dýralíf og naut hann íslenskrar
náttúru í ríkum mæli, stundaði
fuglaskoðun og fór gangandi um
fjörur og fjöll og firnindi Íslands.
Sem sendiherra hafði Janus
mikinn áhuga og næman skilning á
íslenskum stjórnmálum og menn-
ingu og skilaði afar góðu starfi til
eflingar samskipta Íslands og
Danmerkur. Eitt dæmi um slíkt er
það átak sem hann stofnaði til um
eflingu dönskukennslu á Íslandi og
tryggði til þess myndarlega fjár-
veitingu frá Danmörku.
Þess má geta að sem ungur
maður hafði Janus komið að þeirri
vinnu er laut að sambandsslitum
Íslands og Danmerkur og það átti
fyrir honum að liggja að marka
djúp og heillarík spor í samskipt-
um landanna.
Þau hjónin kusu við starfslok sín
á Íslandi að setjast að á bóndabýli
sínu í Englandi norður undir virk-
isgarði Rómverja. Lítil paradís að
sumarlagi, en eftir atvikum snjó-
þungt og erfitt um aðdrætti að
vetrarlagi. Hið góða bókasafn
þeirra var þá gott athvarf Janusar,
en Ann hefur á undanförnum árum
skrifað bækur um fornminjar í
Kína sem fengið hafa góðar við-
tökur. Við hjónin heimsóttum þau
um árabil tvisvar á ári og eigum
sérstakar minningar um fugla-
skoðunarferð með þeim til Skot-
lands og gönguferðir um vatna-
landið og víðar. Síðast áttum við
samveru á heimili þeirra fyrir
þremur árum ásamt góðvinum
þeirra Guðmundi Benediktssyni
fyrrum ráðuneytisstjóra forsætis-
ráðuneytisins og eiginkonu hans
Kristínu Claessen. Það voru fagn-
aðarfundir.
Janus og Ann eignuðust fjölda
vina á Íslandi. Stutt heimsókn
þeirra til Íslands fyrir tólf árum
gladdi þau ósegjanlega og var
þeim tíðrætt umræðuefni. Þegar
Ann tilkynnti mér um lát Janusar
bað hún mig fyrir kveðjur til þess-
ara gömlu vina og er þeim nú kom-
ið á framfæri. Þau minntust þess-
ara vina með þakklæti og íslenskir
vinir kveðja nú Janus með sama
hætti. Heimili þeirra var vettvang-
ur einstakrar gestrisni og vináttu
Danmerkur við Ísland.
Helgi Ágústsson.
Látinn er góðvinur okkar Janus
Paludan. Hann lést í þorrabyrjun,
sunnudaginn 25. janúar, á heimili
sínu í Norður-Englandi. Janus Pa-
ludan var sendiherra Dana hér á
landi á árunum 1977 til 85. Hann
og kona hans Ann, sem var enskr-
ar aðalsættar, gerðu sér far um að
efla góð samskipti þjóðanna. Einn-
ig voru þau ötul við að kynna sér
bæði íslenska menningu og lands-
hagi hér á meðan á dvöl þeirra
stóð. Janus var mikill fuglaskoðari.
Í frístundum sínum lögðu þau
hjónin land undir fót, tóku með sér
nesti og sjónauka, tjölduðu í ein-
hverju kjörlendinu og fylgdust
með fuglum svæðisins. Þessar
náttúruskoðanir leiddu okkur sam-
an. Sá áhugi varð einnig til þess,
að þau hjón lentu í sameiginlegum
veiðiferðum með okkur og vinum
okkar. Reyndist Ann þá ötulli
veiðimaður en eiginmaðurinn, sem
heldur vildi fylgjast með lífinu í
nágrenni árinnar, en að standa við
pollinn og reyna að fanga fiska.
Eru margar stundir og ógleyman-
legar minningar, frá veiðum í
Sandá í Þistilfirði eða í sumarhúsi
okkar við Norðurá, þar sem hugað
var að unaðssemdum nátúrunnar.
Eitt sinn höfðu þau hjón ákveðið
að sigla með norsku póstskipi
norður til Svalbarða, og buðu okk-
ur að taka þátt í þessari ævintýra-
ferð með þeim. Sigldum við saman
á Hurtigruten innan skerja norður
með strönd Noregs yfir sundið til
Svalbarða og komumst að rönd
heimskautaíssins, þar sem við
skoðuðum fugla og rostunga.
Ánægjulegt var að fara þessa för
með svo áhugasömu, skemmtilegu
og veraldarvönu fólki. Það var
aldrei deyfð yfir kvöldvökunum að
lokinni heilsusamlegri útivist.
Ann gekk hér í háskólann og
lærði allvel íslensku. Þau hjón
tóku síðan upp á því að stofna til
kvöldsamkvæmis á Bóndadaginn í
húsi danska sendiráðsins við
Hverfisgötu. Árum saman buðu
þau til sín íslenskum góðkunningj-
um, til þess að dansa Lanciers.
Þann dans, sem stiginn er af mið-
alda háttprýði með bugti og beygj-
um, kunni Janus manna best.
Þessir einstöku viðburðir eru öll-
um þátttakendum ógleymanlegir.
Eftir veruna hér við danska
sendiráðið fluttust þau hjón til
Englands. Þar átti Ann aðsetur í
fornu húsi og þar nutu þau Janus
elliáranna. Enn voru fuglar stað-
arins hans augnayndi. Var ánægju-
legt að verða þess enn aðnjótandi
að heimsækja þau og ferðast með
þeim um forvitnilegar slóðir, svo
sem þegar kannaðar voru forn-
minjar á eynni Mön eða gist í kast-
ölum Northumberlands. Við erum
þakklát fyrir að hafa notið þessara
ánægjulegu kynna við mikinn snill-
ing. Við sendum Ann Paludan inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigrún og Sturla Friðriksson.
JANUS
PALUDAN
✝ Pétur J. Har-aldsson vélstjóri
fæddist á Siglufirði
26. júní 1933. Hann
andaðist á sjúkra-
húsinu á Ísafirði 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Haraldur Óskar
Kristjánsson, vél-
stjóri frá Ísafirði, f.
22. júní 1911, d.
14. júlí 1978, og
Jósefína Jóhanna
Jósefsdóttir, f. á
Máná á Siglufirði 2.
október 1912, d. 2.
nóvember 1982. Föðurforeldrar
Péturs voru Kristján Kristjáns-
son, hafnsögumaður á Ísafirði,
og Guðrún Stefanía Ólafsdóttir.
Hálfsystkini Péturs, sammæðra
eru Sigurður Hauksson, Ölver
Hauksson og Svala Hauksdóttir,
búsett í Vestmannaeyjum. Pétur
fluttist ungbarn til Ísafjarðar og
ólst upp hjá föður sínum og föð-
urforeldrum ásamt
uppeldissystkinum
sínum í föðurætt.
Pétur kvæntist
15. júlí 1970 Geir-
laugu Jónsdóttur, f.
í Vestmannaeyjum
20. júní 1923, d. í
Reykjavík 31. maí
1995. Þau áttu ekki
börn saman, en fyr-
ir átti Geirlaug sjö
börn og ólst upp hjá
þeim yngsta dóttir
hennar, Elísabet
Una Jónsdóttir, f. í
Reykjavík 26. apríl
1960, búsett á Ísafirði, maki
Ólafur Rúnar Sigurðsson, f. 13.
sept. 1959, og eiga þau þrjú
börn, Sigurð Pétur, f, 6. maí
1982, Jón Hauk, f. 22. ágúst
1985, og Ásdísi Rún, f. 7. júlí
1993.
Útför Péturs fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elsku afi.
Ég trúi ekki að þú sért farinn
frá okkur, elsku afi og þó við vitum
að þú ert kominn á betri stað þá
söknum við þín öll meira en orð fá
lýst. Þegar við hugsum til baka um
þá tíma þegar við krakkarnir vor-
um að alast upp, minnumst við
þeirrar endalausu hlýju og ástar
sem við fengum frá þér. Minn-
isstæðir eru löngu rúntarnir sem
við tókum heima á Ísafirði og
hverning þú sagðir sögur af sjón-
um.
Ég get ekki tekið saman í stutt
mál allar þær yndislegu minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa til þín elsku afi minn, né lýst
hversu mikils virði þú varðst öllum
þeim sem kynntust þér.
Allir í kringum þig fundu hve
góðan mann þú hafðir að geyma og
ég mun ekki gleyma ferðalögunum
sem við fórum saman og hversu
gott var að heimsækja þig í Sólgöt-
una þar sem þú og amma virtust
una ykkur best. Þegar heilsunni
þinni fór svo að hraka fundum við
hvað þú virtist þreytast fljótt og
greinilega var mikið að en aldrei
kvartaðir þú og alltaf varstu svo
glaður að sjá okkur og lést okkur
aldrei finna að þú findir til.
Lífið er sem yndisleg minning
með þig í því elsku afi og mun sú
minning lýsa okkur og þeim sem
þér unnu um ókomna tíð.
Við þökkum guði fyrir að hafa
átt þig að og vitum að þú hvílir í
hans faðmi.
Afabörnin þín.
Sigurður Pétur, Jón
Haukur og Ásdís Rún.
PÉTUR J.
HARALDSSON
✝ Guðbjörg Aðal-heiður Gunnars-
dóttir fæddist að
Dölum í Hjaltastaða-
þinghá 10. apríl
1917. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 22. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Gunnar
Magnússon, f. 28.3.
1883, d. 9.8. 1955,
og Guðný Sigþrúður
Rustikusdóttir, f.
18.7. 1889, d. 10.4.
1918. Aðalheiður
var yngst fjögurra systkina. Þau
voru Magnús, f. 1914, dó í æsku,
Ingunn, f. 14.8. 1915, d. 24.2.
2002, og Sólveig, f. 2.6. 1916, d.
14.10. 1996.
björk 24.6. 1981 og Ingunn Heið-
dís, f. 24. 6. 1983. 2) Páll
Sigurbjörn bankamaður á Egils-
stöðum, f. 10.6. 1949. 3) Rúnar,
lektor við Háskólann á Akureyri,
f. 25.5. 1953, giftur Guðnýju
Hrönn Marinósdóttur kennara, f.
11.9. 1944. Þeirra synir eru Odd-
ur Már., f. 16.4. 1976 og Heiðar
Þór, f. 8.9. 1978. Barnabarna-
börnin eru tvö: Kristján Ingvar
Ómarsson, f. 8.10. 2000 og Karen
Helga Ómarsdóttir, f. 7.12. 2002.
Aðalheiður ólst upp í Dölum til
ársins 1935 en þá flutti fjölskyld-
an að Hjaltastað í sömu sveit. Að-
alheiður var tvo vetur við nám í
Húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað og þriðja veturinn var hún
þar starfsstúlka í eldhúsi. Aðal-
heiður og Sigþór hófu búskap á
Hjaltastað II 1945 og bjuggu þar
til 1980, fluttust þá í Egilsstaði og
bjuggu þar síðan. Jafnframt hús-
móðurstörfum á Hjaltastað var
Aðalheiður stöðvarstjóri land-
símastöðvar þar um fjörutíu ára
skeið.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Egilsstaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Aðalheiður giftist
16. desember 1945
eftirlifandi eigin-
manni sínum Sigþóri
Pálssyni, f. 30.12.
1922. Foreldrar hans
voru Páll Sigurðsson,
f. 24.1. 1884, d. 9.6.
1966, og Jóna Sigur-
björg Guðmundsdótt-
ir, f. 2.11. 1889, d.
25.9. 1970.
Börn Aðalheiðar og
Sigþórs eru: 1) Guðný
Hildigunnur, hús-
freyja og bóndi í
Svínafelli í Hjalta-
staðaþinghá, f. 15.8. 1946, gift
Yngva Dal Ingvarssyni, f. 29.11.
1941. Þeirra börn eru: Sigþór
Heiðar, f. 26.3. 1966, Ómar Ár-
sæll, f. 17.3. 1971, Guðný Dal-
Að kynnast fólki um langan tíma
er eins og að lesa stóra bók, eftir
því sem maður les lengra skilur
maður betur það sem bókin hefur
að geyma og svo er líka margt á
milli línanna í góðri bók sem mað-
ur uppgötvar ekki endilega við
fyrsta lestur.
Tengdamóðir mín Aðalheiður
Gunnarsdóttir, Hadda eins og hún
var oftast kölluð, er látin eftir erf-
ið veikindi. Ég kynntist henni þeg-
ar ég kom inn í fjölskylduna fyrir
næstum þrjátíu árum er ég giftist
yngri syninum. Það tók okkur dá-
lítinn tíma að átta okkur hvor á
annarri en smátt og smátt lærðum
við að virða og meta kostina í fari
hvor annarrar og horfa framhjá
göllunum – eða kannski öllu heldur
læra af þeim líka. Við erum hér í
þessu lífi til að taka út þroska og
fólkið sem við höfum samskipti við
hjálpar okkur áfram á þeirri
braut.
Það er margt sem leitar á hug-
ann frá þessum tíma. Sumardagar
í sveitinni þar sem tengdafjöl-
skyldan bjó þá og heimsóknir um
jól. Einnig voru tengdaforeldrar
mínir duglegir að heimsækja okk-
ur bæði til Reykjavíkur og norður
í land. Á síðastliðnu hausti dvaldi
Hadda hjá okkur í nokkurn tíma
eftir erfiðan uppskurð og var hún
ótrúlega dugleg að takast á við það
verkefni og þakklát fyrir það sem
gert var fyrir hana. Á þeim tíu ár-
um sem við bjuggum á Eiðum voru
samskiptin að sjálfsögðu meiri og
ekki síst nutu synir okkar Rúnars
umhyggju ömmu og afa í ríkum
mæli.
Tengdamóðir mín tilheyrði
þeirri kynslóð sem ólst upp á fyrri
hluta síðustu aldar við gjörólíkar
aðstæður við það sem við þekkjum
í dag. Hún var yngst þriggja
systra sem náðu fullorðinsaldri en
eini bróðirinn lést á barnsaldri.
Þegar hún var aðeins árs gömul
lést móðir hennar og tóku þá móð-
ursystur hennar við bústörfunum
og barnauppeldinu, fyrst Kristín
og síðan Ragnhildur fáum árum
síðar þegar Kristín lést. Tvær aðr-
ar móðursystur veiktust, fóru á
sjúkrahús og komu ekki aftur.
Þessi áföll settu áreiðanlega mark
sitt á unga sál og einhverju sinni
þegar
Hadda rifjaði upp bernsku sína
minntist hún þess að hún hélt að
þegar fólk færi burt þá kæmi eitt-
hvað fyrir – það kæmi aldrei aftur.
Og þessi áhyggjusemi var henni
stundum erfið. Sjálf átti Hadda við
veikindi að stríða á fyrstu árum
ævinnar og var þess vegna hlíft við
ýmsu. Hún mátti ekki fara eða
gera ýmislegt sem eldri systurnar
máttu og það fannst barninu að
sjálfsögðu óréttlátt. En víst er að
hún naut ástar og umhyggju í upp-
vextinum þrátt fyrir móðurmiss-
inn. Ragnhildur, sú af móðursystr-
unum sem lengst naut við, skildi
ekki við heimilið og eftir að Hadda
og Sigþór hófu búskap var hún hjá
þeim til dauðadags.
Tengdamóðir mín var um margt
merkileg kona. Hún var glæsileg,
vildi alltaf vera vel til höfð og vel
til fara og henni var mjög annt um
heimilið sitt. Hún var vel gefin,
hafði yndi af lestri bóka og góðri
tónlist. Hún talaði oft um þann
ljúfa tíma sem hún var við nám og
störf í Húsmæðraskólanum á Hall-
ormsstað og átti þaðan góðar
minningar. Hún hafði fágaðan
smekk og hafði ánægju af að vinna
í höndunum og eftir hana liggja
fallegir hlutir með útsaumi, postu-
línsmálningu og fleiru.
Hadda bjó á Hjaltastað, ásamt
manni sínum Sigþóri, lengst af
sinni starfsævi og sá þar jafnframt
um símstöðina í sveitinni. Það var
oft krefjandi og bindandi starf sem
hún rækti af sérstakri samvisku-
semi.
Þau hjónin brugðu búi 1980 og
fluttu til Egilsstaða og hefur það
eflaust verið erfitt að flytja úr
sveitinni sem hún hafði alla tíð bú-
ið í. Á Egilsstöðum bjuggu þau
upp frá því.
Mig langar til að þakka Höddu
tengdamóður minni fyrir tryggð
og hlýju í minn garð og þá sér-
stöku umhyggju sem hún bar
ávallt fyrir velferð fjölskyldu okk-
ar.
Það kom til mín mynd í hugann
eitt kvöldið fyrir svefninn. Ég sé
hana fyrir mér unga stúlku í
bláum kjól hlaupa um á grænu
túni og sveitin hennar fagra er
böðuð sólskini.
Ég votta öllum ástvinum dýpstu
samúð.
Guðný Marinósdóttir.
GUÐBJÖRG
AÐALHEIÐUR
GUNNARSDÓTTIR