Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Okkur er það sérstaktánægjuefni að Paul Zuk-ofsky skuli leggja Kamm-ersveitinni lið að nýju eftir tíu ára hlé,“ segir Rut Ingólfsdóttir, formaður Kammersveitar Reykjavík- ur, en síðasta stóra verkefni Zuk- ofskys á Íslandi voru tónleikar á Listahátíð 1994 þegar Kamm- ersveitin fagnaði 20 ára afmæli sínu með frumflutningi á Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Steins Steinarr og tók verkið upp til útgáfu í kjölfarið. Á afmælistónleikunum í Lang- holtskirkju á morgun kl. 17, sem eru opnunartónleikar Myrkra mús- íkdaga, mun Kammersveitin undir handleiðslu Zukofskys frumflytja Seríu fyrir tíu hljóðfæri eftir Hauk Tómasson sem hann samdi sér- staklega fyrir Kammersveitina í til- efni afmælisins, en Kammersveitin hlaut styrk úr Menningarborgarsjóði til að panta hjá honum verkið, og Tro- is petites liturgies de la Présence Divine fyrir kvennakór og hljómsveit eftir Olivier Messiaen, sem aldrei áð- ur hefur verið flutt á Íslandi. Þetta er mjög stórt verk. Það þarf 36 sóprana til þess að syngja það og í hljómsveit- inni er píanó, selesta, mikið slagverk og stór strengjasveit. Síðan er hljóð- færið Ondes Martenot. Til þess að leika á það er kominn til landsins hljóðfæraleikari frá Frakklandi. Að sögn Rutar er hlutur Pauls Zukofskys í velgengni Kammersveit- arinnar síðustu þrjátíu árin mjög stór. „Á árunum milli 1977 og 1994 vann hann árlega með Kammersveit- inni og stundum oftar. Zukofsky er afskaplega góður kennari og okkur fannst við alltaf vera nánast sem á námskeiði þegar við unnum með hon- um, því hann vakti okkur svo sann- arlega til umhugsunar og meðvit- undar um hvað býr að baki því sem stendur skrifað á pappírnum. Hann krafðist alltaf mikils þannig að maður lagði sig allan fram til að reyna að standa sig. Hvað verkefnavalið varð- aði þá kom hann oft með skemmti- legar og djarfar hugmyndir og undir hans leiðsögn fluttum við mörg lyk- ilverk nútímatónbókmennta sem aldrei áður höfðu heyrst á tónleikum á Íslandi. Þannig má segja að hans hlutur í sögu íslensks tónlistarlífs bæði með Kammersveitinni og á öðr- um vettvangi sé í raun ómetanlegur og Kammersveitin væri örugglega ekki það sem hún er í dag ef hans hefði ekki notið við öll þessi ár. Hann örvaði okkur til að setja markið hátt.“ Vildum skapa okkur vettvang Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 af hópi tólf vina sem margir hverjir voru tiltölulega ný- komnir heim frá námi. Fyrstu tón- leikar hópsins voru haldnir á Kjar- valsstöðum í ágústbyrjun sama ár. „Við settum okkur strax í upphafi mjög skýr markmið. Fyrra atriðið varðaði verkefnavalið, en við ákváðum að leggja áherslu á tvennt, annars vegar gamla tónlist, þ.e. bar- okktónlist, og hins vegar nútíma- tónlist. Í gegnum tíðina höfum við ekki aðeins frumflutt ógrynni af ís- lenskri tónlist, heldur höfum við líka flutt mikið af erlendum verkum sem aldrei höfðu heyrst hérlendis áður. Síðara atriðið sneri að því hver væri tilgangurinn með stofnun sveit- arinnar, en það var til þess að veita okkur tækifæri til að spila og halda okkur í góðu formi sem hljóðfæraleik- arar. Við vorum flestöll fastráðin við Sinfóníuhljómsveitina, en eins og margir vita þá er hljómsveitarspil nokkuð sérhæft og þess vegna mik- ilvægt að æfa eitthvað annað jafn- framt.“ Að sögn Rutar hefur Kamm- ersveitin í áranna rás veitt mörgum hljóðfæraleikunum tækifæri til að efl- ast sem hljóðfæraleikarar í minni hópum, auk þess sem fjölda hljóð- færaleikara hefur gefist kostur á að leika einleik með sveitinni. Varlega áætlað telur Rut að hátt á þriðja hundrað tónlistarmenn hafi starfað með Kammersveitinni í gegnum tíð- ina. „Eins og ég gat um áðan þá var markmið okkar að skapa okkur þenn- an vettvang sem myndi örva okkur og hvetja sem hljóðfæraleikarar og hins vegar að gefa áheyrendum tækifæri til að hlusta á góð kammerverk, ekki síst nútímatónlist, en fyrir þrjátíu ár- um var ekki mikið flutt af kamm- ertónlist, enda tónlistarlandslagið allt annað.“ Rut segir að strax fyrsta árið hafi sveitin gefið út prógramm fyrir vet- urinn til að kynna þá fernu tónleika sem í boði voru. „Við vildum að tón- leikagestir gætu gengið að tónleik- unum vísum á ákveðnum fyrirfram auglýstum dögum. Við höfum haldið þessu fyrirkomulagi æ síðan. Þegar ég hugsa til þess þá er ég mjög stolt yfir því að þau markmið sem við sett- um okkur fyrir þrjátíu árum skuli enn vera í fullu gildi hjá okkur í dag.“ Í samtölum við Rut verður fljótt ljóst að hún er vakin og sofin yfir Kammersveitinni, enda hefur hún verið við stjórnvölinn frá upphafi. „Ég var strax í byrjun valin í forystu og hef verið þar síðan, en þrjátíu ár er langur tími af ævi manns. Mér finnst skemmtilegt til þess að hugsa að þeg- ar við stofnuðum sveitina var ég yngst og nú er ég alltaf elst í þessum hóp. En það er svo dásamlegt við þetta starf að aldurinn skiptir í raun ekki máli og ég finn aldrei fyrir því að ég sé elst, enda vön að starfa með mér langtum yngra fólki.“ 30 ára hugsjónarstarf Spurð í hverju galdurinn að far- sælu starfi Kammersveitarinnar fel- ist segir Rut hann tvímælalaust felast í því að sveitin hafi verið rekin af hug- sjón. „Þegar við byrjuðum áttum við enga peninga og í tíu heil ár fékk eng- inn greitt fyrir vinnu sína. Það ber vott um mikla þrautseigju og hugsjón að halda ferna tónleika á ári í tíu ár án þess að eiga von um eina krónu. Þetta var algjört hugsjónarstarf.“ Smám saman fór Kammersveitin, að sögn Rutar, að fá einhverja styrki frá fyrirtækjum atvinnulífsins, auk þess að fá fast framlag frá ríki og borg. „Þrátt fyrir það er Kammersveitin ennþá rekin á þessum forsendum hugsjónarstarfs, þannig er öll mín vinna að mestu leyti unnin sem hug- sjónarstarf. Það þarf að skipuleggja langt fram í tímann og huga að ótelj- andi hlutum til að allt gangi upp og tónleikar takist vel og á stundum geri ég blátt áfram ekkert annað en að hugsa um Kammersveitina. Ég hef á þessum áratugum verið af og til í Kammersveit Reykjavíkur fagnar 30 ára starfsafmæli sínu með sérstökum afmælistónleikum í Langholtskirkju á morgun sem hinn þekkti bandaríski fiðluleikari og stjórnandi Paul Zukofsky stjórnar. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Rut Ingólfsdóttur sem verið hefur í forsvari Kammersveitarinnar í þrjá áratugi. Eitt stórt ævintýri Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Kammersveit Reykjavíkur á æfingu fyrir afmælistónleikana í Langholtskirkju í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rut Ingólfsdóttir og Þorgerður systir hennar ásamt hinu kunna tónskáldi Arvo Pärt í Langholtskirkju 1998. Frétt um fyrstu tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Morgunblaðinu í ágúst 1974. Hún var stofnuð af hópi tólf vina sem settu sér skýr markmið. „SERÍA átti upphaflega að vera röð, eða keðja dúóa fyrir tíu hljóðfæri,“ segir Haukur Tómasson um verk sitt sem verður frumflutt á tónleikunum á morgun. „Ég var með frummel- ódíu eða frumefni, eitthvað um tvo takta, sem ég not- aði sem útgangs- punkt fyrir öll dú- óin. Þetta er stúdía um það hvað verður um þetta efni þegar það fer í gegnum þessi hljóðfæri. Ég er kannski að leita að eðli hljóð- færanna – ekki vísindalegu eðli, það er smekkurinn sem ræður því hvernig ég nota hljóðfærin. Dúóin verða ólík, þótt þau séu leidd af sama efninu.“ Þegar Haukur var kominn áleiðis með að semja dúóin langaði hann að semja millispil á milli þeirra, kafla sem allir hljóðfæraleikararnir leika. „Millikaflarnir eru hver um sig til- brigði við dúóið á undan, þannig að það eru eiginlega tvær útgáfur af hverjum kafla.“ Haukur segir Seríu ekkert gjör- ólíka fyrri verkum og helst tengjast eldri kammerverkum sínum. „Í oktett sem ég samdi fyrir Caput fyrir mörgum árum notaði ég tvö og tvö hljóðfæri saman, þótt þau væru aldrei alein. Ég held að Sería sé eng- in gjörbreyting á mínum stíl. Við hljóðfæravalið langaði mig að prófa óvenjulegar hljóðfærasamsetningar og valdi fyrst saman tvö og tvö og var kominn með skissur að fleiri dú- óum. En mér fannst þessi samsetn- ing fyrir tíu spilara henta vel, þá er þetta orðið að lítilli kammersveit með margs konar möguleika þótt hljóðfærin séu sitt af hverju tagi.“ Kammersveit Reykjavíkur pant- aði verkið hjá Hauki í tilefni af þess- um afmælistónleikum. Leit að eðli hljóðfæranna Haukur Tómasson tónskáld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.