Morgunblaðið - 31.01.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 31.01.2004, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐIR Íslendingar. Stöndum vörð um heilbrigðiskerfið okkar. Þar hallar ört undan fæti. Það eru víðar unnin spjöll en úti í hinum stóra heimi og hægt að vinna þau án vopnaglamurs, án þess að um yf- irlýst hryðjuverk sé að ræða. Það er kaldhæðnislegt fyrir gamla konu að finna sig knúna, á góð- æristímum, til að and- mæla. Það er undarlegt þjóðfélag, þegar ein- hver verður veikur, svo ég tali nú ekki um gamall og veikur, þá er engu líkara en sá hinn sami verði einhvers konar óvinur sam- félagsins. Og þeir sem annast þá sjúku verða bitbein stjórnvalda. Á stórum stundum er alltaf verið að hæla sér að því að við höfum svo fullkomið heilbrigð- iskerfi og að starfs- fólkið sé auður hverrar stofnunar. Í annan tíma er bæði starfs- fólki og sjúklingum sýnd megnasta fyr- irlitning. Eitt er þó víst að heilbrigðiskerfið hefur það fram yfir aðra starfsemi að hún gagnast okkur öllum. Öfugt við mörg gæluverkefnin, ráð- herraveislurnar, sérhagsmunagæsl- una og svo mætti lengi telja. Það var dapurlegt að hlýða á fjár- málaráðherra í sjónvarpinu um dag- inn þar sem hann talaði um fjár- munina sem rynnu til heilbrigðismála eins og væru það peningar upp úr hans eigin vasa, kreistir undan hans blóðugu nöglum. Ekki var skárra að hlusta á Pétur Blöndal fulltrúa heilbrigðisnefndar í Kastljósi með formanni félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga fjalla um málefni LSH; hann minnti einna helst á persónu í sögu eftir Dickens þar sem Mammon etur saman mannúðinni og mannfyrirlitning- unni. Og þetta eru mennirnir sem fólkið í landinu kaus til góðra verka. Hvernig er hægt að ætlast til þess að reka megi Landspítala eins og hvert annað fyrirtæki? Heldur virki- lega P.B. að hægt sé að reka spítala eins og maður rekur t.d. sláturhús þar sem maður veit um það bil hversu marga gripi maður fær á færibandið á hverjum árstíma? Í spítalarekstri eru aftur á móti ótal breytur, ekki hvað síst á LSH sem þjónar landinu öllu og miðunum. Eru þessir sömu menn tilbúnir að bíða mán- uðum saman eftir að komast í hjartaaðgerð og vera hjúkrað frammi á göngum við aðstæður sem væru skiljanlegar á tímum styrjaldar eða nátt- úruhamfara. Það ann- arlega ástand höfum við hins vegar mátt búa við lengi á tímum friðar og góðæris. Ég hef fylgst með heilbrigðismálum sem hjúkrunarfræðingur í hálfa öld, upplifað bæði upp- og niðursveiflur í rekstri Landspítala. Það er sífellt hoggið í sama knérunn: í 12 ár hafa starfsfólk og sjúk- lingar mátt þola ógnina af lokunum deilda vegna sparnaðar og að öll fagleg vinna sé brot- in niður. Ég vonaði svo sannarlega að botn- inum væri náð og allt færi að snúast til betri vegar. Sameining spít- alanna, hversu viturleg sem hún kann að hafa verið, hlaut að vera kostnaðarsöm meðan á henni stæði og var að sjálfsögðu hugsuð sem hagræðing til lengri tíma. Datt mönnum virkilega í hug að þetta ferli, sem ekki er einu sinni end- anlega lokið, myndi skila sparnaði hér og nú? Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um fjölgun mistaka innan heilbrigð- iskerfisins. Sömuleiðis hafa borist fréttir af alvarlegum sýkingum inni á Landspítala og hefur orðið aukn- ing þar á. Hvar halda menn að hund- urinn sé grafinn? Of mikil fækkun á starfsfólki, of mikið álag. Landakotsspítali var stofnaður fyrir meira en 100 árum af St. Jós- epssystrum og var rómaður fyrir ráðdeild. Stjórnvöld linntu ekki lát- um með að þrengja að þeim þar til þær gáfust upp að reka spítalann og flæmdust úr landi. Hvað gekk stjórnvöldum til þá? Hvernig viljum við verja skatt- peningum okkar, í hégóma og spill- ingu eða í traust heilbrigðiskerfi með faglegan metnað og vel mennt- að starfsfólk sem er fjárfesting til framtíðar. Eins og málin standa nú búum við við falskt öryggi. Atgerv- isflótti er alvarlegt mál. Við höfum undanfarið misst frá okkur menntað og hæft fólk en flutt á sama tíma óspart inn í landið, og ekki hvað síst inn í heilbrigðiskerfið, ófaglært fólk sem ekki talar tungu skjólstæðing- anna. Að gefa stjórn spítalans aðeins tvo mánuði til að ákvarða lokanir á þjónustu og uppsagnir starfsfólks ber vott um siðleysi og valdníðslu. Hefði ekki verið nær að bíða a.m.k. niðurstöðu og ályktana heilbrigð- isnefndar (ef hún er þá komin það langt að hafa skilgreint hlutverk sitt) í stað þess að hleypa af stað uppnámi og glundroða. Ég átti nýlega leið fram hjá Vífils- staðaspítala og varð þá hugsað til þess hvernig Íslendingar á stór- mannlegan hátt brugðust við berkla- veikinni á sínum tíma, byggðu Vífils- staðaspítala (nánast með haka og skóflu) á stuttum tíma og byggðu síðan Reykjalund o.fl. og unnu stóra sigra. Þarna voru á ferðinni stór- huga stjórnvöld og heilbrigðiskerfi með framsýni og heilbrigða skyn- semi að leiðarljósi. Byggt upp en ekki rifið niður. Hvernig væri að menn reistu nú höfuð og sýndu ein- hvern manndóm, ekki bara í orði heldur á borði. Hvernig væri að stjórnvöld með heilbrigðisráðherra í fararbroddi gerðu eitthvað róttækt t.d. í málum geðsjúkra en sá sjúk- dómur grandar mörgu ungu lífi í dag, ekki síður en hvíti dauðinn hér á árunum áður. Samlandar góðir. Að ósi skal á stemma. Látum ekki stjórnvöld ein um að greiða atkvæði við þeirri sí- gildu spurningu hvor á að lifa, Jesús eða Barrabas. Hver á að lifa? Hrönn Jónsdóttir fjallar um heilbrigðiskerfið ’Hvernig væriað menn reistu nú höfuð og sýndu einhvern manndóm, ekki bara í orði held- ur á borði.‘ Hrönn Jónsdóttir Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 20. þáttur Fyrir liðlega tuttugu ár-um heyrði ég mannnota nafnorðið sub-stantívítis með vísan til þess er menn hrúga saman nafn- orðum, skreyta stíl sinn með nafnorðahröngli, í stað þess að nota sagnorð. Mér þótti og þykir enn orðið hnyttilega myndað þótt um sé að ræða hráa slettu. Ekki hef ég fundið orðið í orðabókum en það er augljóslega sniðið eftir orðum eins og bronkítis (< d. bronkitis). Ég hef að vísu ekkert annað fyrir mér en tilfinningu mína en mér virðist nafnorðastíls gæta mun meira í ensku en ís- lensku. Það er einkum í ‘stofn- anamáli’ og ‘reglugerðamáli’ sem hans verður vart hjá okkur. Sem dæmi má nefna að sumum finnst við hæfi að tala um ?skort á getu til að hafa hemil á spilahegðun sinni og í stað þess að rannsaka eitthvað eða athuga er stundum sagt: ?framkvæma rannsókn (sbr. e. carry out an investigation) eða ?gera athugun. Sögnin að fram- kvæma er oft notuð með þessum hætti, t.d.: ?framkvæma breyt- ingu (breyta e-u); ?framkvæma athugun (athuga e-ð); ?fram- kvæma hjartaígræðslu (græða hjarta í e-n) og ?framkvæma upp- skurð (skera e-n upp). Eins og lesendur þessara pistla munu kannast við merki ég þau dæmi með spurningarmerki (?) sem ég tel að ekki samræmist venjulegri og eðlilegri málbeitingu. Dæmi af þessum toga eru auðfundin í nú- tímamáli. Einhvern tíma rakst ég á reglugerð um sumarleyfi og or- lof. Þar var klifað á orða- samböndum eins og ?hefja töku barnsburðarleyfis og ?hefja töku sumarleyfis. Mér þótti þessi mál- beiting satt best að segja svo frá- leit að ég tók ekkert mark á henni, mér þótti þetta orðalag nánast hlægilegt. Það vekur því furðu mína að á síðustu mánuðum hef ég séð slíkt orðfæri notað hik- laust og að því er virðist í fullri al- vöru. Rétt fyrir jólin voru samþykkt lög um eftirlaun ákveðinna manna. Í umfjöllun blaða um það var þráfaldlega talað um að ?hefja töku eftirlauna og ?hefja töku líf- eyris, t.d.: ?frumvarpið tekur ein- göngu til þeirra sem ekki hafa þegar hafið töku lífeyris við gild- istöku laganna. Vel má vera að sumum þyki orðið úrelt eða dauf- legt orðalag að þiggja laun, fá greiddan lífeyri, fara á eftirlaun, vera á eftirlaunum eða njóta líf- eyrisgreiðslna en sá sem þetta skrifar sér engan ávinning að því að nota orðasambandið ?hefja töku e-s. Þetta er tilgerðarlegt orðalag sem ekki styðst við mál- venju. Í vor var rætt um starfs- lokasamninga tiltekinna embætt- ismanna og þá var m.a. sagt: ?Með hliðsjón af þeirri breytingu sem verður nú á launaákvörðun embættismanna telur Kjaradóm- ur eðlilegt … og litlu síðar var tal- að um ?þóknanaákvörðun. Af sama meiði er orðalag eins og ?gera þýðingu; ?hugmyndir um fráhvarf frá núverandi kvótakerfi og ?lækkun fæðingartíðni og nú neita menn ekki lengur að greiða e-ð að hluta heldur ?neita þeir greiðsluþátttöku svo að nokkur dæmi séu nefnd eða ?vilja ekki koma að greiðsluþátttöku (??vilja ekki eiga aðkomu að greiðsluþátt- töku). Dæmi af þessum toga eru því miður auðfundin í fjölmiðlum okkar og geta þeir sem nenna ergt sig á því eða eftir atvikum skemmt sér við að finna þau. Úr handraðanum Rétt fyrir jólin bar málsháttinn Orð skulu standa oft á góma í um- ræðu um svo kallað öryrkja- frumvarp. Elsta dæmi sem ég hef rekist á um nútímamerkingu málsháttarins er að finna í bók Jóns Helgasonar ritstjóra: Orð skulu standa. Þar segir frá vegfræðingi, Páli Jónssyni (f. 1853), en í bernsku kenndi gömul kona honum ellefta boðorðið. Orð skulu standa. Sam- kvæmt þessu eru elstu heimildir um málsháttinn í nútímamerk- ingu frá miðri 19. öld. En rætur málsháttarins liggja miklu dýpra. Í Jónsbók, lögbók Íslendinga frá 1281, segir: Svo skal hvert orð vera sem mælt er, þ.e. ‘hvert orð skal standa (óbreytt) eins og það er sagt’. Í fornbréfi frá árinu 1518 er vitnað til þessa ákvæðis með eftirfarandi hætti: … að svo skuli hvert orð standa sem talað er. Hér erum við komin býsna nærri nútímamyndinni (hvert orð skal standa (sem talað er)) en merk- ingin er önnur, hér vísar orð til máleiningar, orðs í beinni merk- ingu, en í málshættinum Orð skulu standa merkir fleirtölu- myndin orð ‘loforð’. Það blasir því við að skilningur manna hefur breyst, hér hefur orðið merking- arbreyting (‘orð’ > ‘loforð’). Ákvæði Jónsbókar Hvert orð skal standa sem talað er vísar til orðs í beinni merkingu en í málshætt- inum Orð skulu standa er um að ræða loforð. Upprunalega merk- ingin (‘orð’) er horfin en eftir stendur breytta merkingin (‘lof- orð’). Með vísan til þess sem að framan sagði virðist ljóst að sú breyting sé um garð gengin um miðja 19. öld, ekki hef ég rekist á eldri dæmi um hana. Til gamans má geta þess að það er ekkert nýtt að menn deili um það hvað var sagt nákvæmlega og hvaða merking hafi falist í því. Meginreglan var (og er) sú að ekki var heimilt að leggja mönn- um orð í munn né snúa út úr orð- um manna, sbr.: skuli hvert orð standa sem talað er og færa jafn- an til betra vegar (fornbréf) og maður verður ekki sekur fyrir orð er færa má til góðs og ills (Jóns- bók). Mér virðist nafnorðastíls gæta mun meira í ensku en íslensku jonf@hi.is Í MORGUNBLAÐINU 11. jan- úar síðastliðinn skrifar Hildur Harðardóttir yfirlæknir á kvenna- deild Landspítalans grein um fóst- urrannsóknir. Grein hennar virðist byggjast öðrum þræði á viðtali við mig í Morgunblaðinu 4. janúar um siðfræðilega umræðu um snemmómskoðanir á fóstrum. Á lokaári mínu í Guðfræðideild Háskóla Íslands vann ég lokaverkefni um hina siðfræðilegu og guðfræðilegu hlið snemmómskoðunar. Ritgerðin ber titilinn „Í hlutverki Guðs?“ og var unnin undir hand- leiðslu dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, lekt- ors við Háskóla Ís- lands. Í ritgerðinni leitaði ég m.a. svara við því hvort gera ætti snemmómskoðun að hluta af reglulegu mæðraeftirliti eða ekki. Ég vil þakka Hildi fyrir að gefa sér tíma til að velta viðtalinu við mig fyrir sér og reifa þessi mál frá eigin sjónarhorni. Ég vil þó góðfúslega benda henni á að í viðtalinu kemur einungis fram brot af þeim þáttum sem ég fjallaði um í ritgerð minni. Það kemur greinilega fram hjá Hildi í grein hennar að hún er ekki sammála umfjöllun minni um þetta viðkvæma mál. Það er því alveg augljóst að umræða um þennan málaflokk þarf að eiga sér stað á siðfræðilegum, guðfræðilegum og læknisfræðilegum grunni svo við- eigandi lausn finnist. Rétt er að benda á að í upphafi greinar hennar misritar hún heiti ritgerðarinnar eða misskilur það al- gerlega. Verkefni mitt fjallar ein- faldlega um spurninguna um það hvort við séum að taka okkur hlut- verk Guðs í hendur varðandi snemm- ómskoðun á fóstrum. Ég varpa fram spurn- ingunni en er alls ekki að fullyrða að svo sé. Það eru einmitt spurningar af þessu tagi sem mikilvægt er að við veltum fyrir okkur og reynum að svara. Markmið mitt er fyrst og fremst að vekja máls á þessu og að við stöldrum við og veltum fyrir okkur þeim siðfræðilegu og guðfræðilegu spurningum sem brenna á okkur í tengslum við snemmómskoðun. Þrátt fyrir allt tal um sparnað í heil- brigðiskerfinu megum við ekki freistast til að nálgast öll viðfangs- efni út frá tölulegum staðreyndum eins og upplýsingum um rekstr- arkostnað og hversu háar fjárhæðir megi spara með slíkum skoðunum. Læknisfræðin hefur tekið gríð- arlegum framförum undanfarna áratugi okkur öllum til heilla en ekki er þar með sagt að við höfum náð að svara öllum þeim sið- fræðilegu spurningum sem vakna eftir því sem tækninni fleygir fram. Almenn umræða um siðfræði snemmómskoðunar hér á landi er frekar skammt á veg komin en ég fagna því að lokaverkefni mitt „Í hlutverki Guðs?“ hefur vakið við- brögð. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér efni hennar bendi ég á Þjóðarbókhlöðuna þar sem hún er lánuð til aflestrar. Við þurfum að velta þessum sið- fræðilegu spurningum fyrir okkur hvert fyrir sig á eigin forsendum áð- ur en við tökum ákvarðanir. Ég hvet alla foreldra sem standa frammi fyr- ir spurningunni um að fara í snemmómskoðun að staldra við, afla sér upplýsinga og jafnvel leita sér ráðgjafar áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin. Ég veit að kirkj- an veitir stuðning í þessum efnum eins og svo fjölmörgum öðrum og má sérstaklega benda á sjúkra- húspresta sem eru sérmenntaðir á þessu sviði. Sumt er okkur hulið og hugs- anlega ekki ætlað að vita. Í hlutverki Guðs? Anna Sif Farestveit svarar Hildi Harðardóttur ’Það kemur greinilegafram hjá Hildi í grein hennar að hún er ekki sammála umfjöllun minni um þetta við- kvæma mál.‘ Anna Sif Farestveit Höfundur er BA í guðfræði. Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum EIGIN ATVINNUREKSTUR GOTT TÆKIFÆRI Merkingar - Útsaumur Af sérstökum ástæðum er til sölu góður rekstur með mikil verkefni framundan. Reksturinn þarf að flytja í annað húsnæði ca 60-80 fm. Upplýsingar gefur Halldór hjá Fasteignasölunni Hóli, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 595 90 95. Nánar upplýsingar eru aðeins gefnar á skrifstofu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.