Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 11 SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt ræðu á janúarfundi Evrópu- ráðsþingsins í umræðum um hryðjuverkastarfsemi og ógn hryðjuverka við lýðræðissamfélög. Í ræðu sinni sagði Sólveig, sem var talsmaður flokkahóps hægrimanna, að áhrifa hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin gætti enn og að umtals- verður árangur hefði náðst að und- anförnu í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hins vegar væru margar hindranir á þeirri leið. Sólveig sagði að þessi barátta kallaði á nýjar og breyttar aðferðir og að sumar þjóðir hefðu verið leng- ur en aðrar að átta sig á hinni nýju heimsmynd í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september 2001. Hins veg- ar væri staðan nú um stundir sú að allir ættu að geta talað sama máli og því væri brýn þörf á því að frið- elskandi þjóðir Evrópu sameinuð- ust í þessari baráttu. Varaði Sólveig jafnframt við áhrifum þess að grafa undan farsælu öryggissamstarfi Atlantshafsþjóða sem kynni að af- vegaleiða hina afar knýjandi um- ræðu um baráttuna gegn hryðju- verkum. Þá sagði Sólveig að leiðir til að stemma stigu við hryðju- verkaógninni væru mun fleiri en beiting hervalds sem lokaúrræði. Sagði hún t.a.m. ríka nauðsyn vera á því aðalþjóðasamfélag- ið almennt og Evrópu- ráðið sérstaklega næðu samstöðu um heildræn- an alþjóðasáttmála um baráttuna gegn hryðju- verkum. Hryðjuverk væru hrein ógn við lýð- ræðið og að breytinga á sviði alþjóðalaga væri þörf til að uppræta þá ógn. Til grundvallar um- ræðunum lá skýrsla tyrkneska þingmannsins Murat Mercan þar sem ráðherraráð Evrópuráðsins var m.a. hvatt til þess að hafin yrði vinna við leggja drög að sátt- mála um baráttu gegn hryðjuverkum og að í þeim sáttmála væri hryðjuverka- starfsemi skilgreind. Þá kom í skýrslunni fram að örðugt hefði verið fyrir Samein- uðu þjóðirnar að leggja slík drög þar eð mikill ágreiningur hefur verið uppi meðal aðildarríkja um skilgreiningu á hryðjuverkum. Árangur hefur náðst í bar- áttu gegn hryðjuverkum Sólveig Pétursdóttir Sólveig Pétursdóttir alþingismaður í umræðum Evrópuráðsþingsins um hryðjuverkaógnina FÉLAGAR í Falun Gong-hreyfing- unni segjast hryggir yfir áliti um- boðsmanns Alþingis frá 29. desem- ber sl. þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast vegna kvörtunar Falun Gong-iðkenda til umboðsmanns. Kvörtunin var send umboðsmanni í átta liðum á seinasta ári vegna að- gerða íslenskra stjórnvalda gegn Falun Gong-iðkendum í tengslum við komu Jiang Zemins, fyrrver- andi forseta Kína, til landsins í júní 2002. Nokkrir erlendir Falun Gong-lið- ar komu nýverið til landsins og héldu blaðamannafund á hótel Skjaldbreið í gær þar sem þeir tjáðu sig um álit umboðsmanns og fjölluðu um stöðu Falun Gong-iðk- enda. Þeir greindu frá því að þeir hygðust senda Davíð Oddssyni for- sætisráðherra bréf með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að styðja með einhverjum hætti fórnarlömb mannréttindabrota sem framin eru af kínverskum stjórnvöldum. „Í grundvallaratriðum erum við mjög hrygg yfir áliti umboðsmanns og þurfum að líta á ofsóknir gegn Faul Gong í víðu samhengi. Við er- um í rauninni hingað komin því við viljum að þeim linni. Þetta fólk er vinir okkar og er heilaþvegið og pyntað til dauða dag hvern, hverja mínútu. Við höfum skjalfest dæmi um 900 slík tilfelli og vitum að þau eru margfalt fleiri,“ sagði Peder Giertsen frá Noregi. Fram kom í máli þeirra að tólfti hver Kínverji er í Falun Gong og sæta iðkendur hreyfingarinnar grófum pyntingum. Þau sögðu dæmi um að kínverskir lögreglu- menn nauðguðu Falun Gong-iðk- endum eða misþyrmdu þeim kyn- ferðislega í fangelsum með því að afklæða þá og varpa þeim inn í klefa með ofbeldisföngum þar sem þeim væri nauðgað. Í máli þeirra kom fram að að- gerðir íslenskra stjórnvalda gegn Falun Gong sumarið 2002 hefðu einkum stafað af þekkingarleysi á samtökunum. Einkum hefði verið slæmt að stjórnvöld skyldu hafa tekið aðgerðir þýskra yfirvalda sér til fyrirmyndar, en þarlend yfirvöld hófu aðgerðir gegn Falun Gong tveim mánuðum áður en Kínafor- seti kom í heimsókn til Íslands. Síð- ar hefðu þýsk yfirvöld beðið Falun Gong afsökunar, og hefði verið mjög miður að hún hefði ekki legið fyrir áður en íslensk yfirvöld gripu til sinna aðgerða gegn Falun Gong. Falun Gong-iðkendur segja pyntingar daglegt brauð í Kína. Frá vinstri er Peder Giertsen, Lillian Staff og John Nania. Falun Gong-liðar hryggir yfir áliti umboðsmanns Morgunblaðið/Golli DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Skúla Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Ís- lands, í embætti héraðsdómara í Reykjavík og Símon Sigvalda- son, skrifstofustjóra Hæstarétt- ar Íslands, í embætti héraðs- dómara sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn dómstól samkvæmt heimild í lögum um dómstóla. Skipað er í stöðurnar frá 1. febrúar. Aðrir umsækjendur um stöð- urnar voru Arnfríður Einars- dóttir, settur héraðsdómari, Ás- geir Magnússon hæstaréttar- lögmaður, Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlögmað- ur, Indriði Þorkelsson héraðs- dómslögmaður og Sigrún Guð- mundsdóttir hæstaréttarlög- maður. Skipað í tvö emb- ætti héraðsdómara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.