Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hann segir að gengið hafi verið til samninga við alla lánardrottna Norð- urljósa: innlenda og erlenda banka, lífeyrissjóði og fleiri. „Það var reynt að finna lausn sem hentaði hverjum og einum og það er mismunandi hvað hentaði hverjum. Þessum viðræðum lauk með samkomulagi við alla lán- ardrottna og ég held að það séu allir sáttir við það samkomulag,“ segir Skarphéðinn. Að hans sögn er óveru- legum hluta skulda breytt í hlutafé. Ekki lengur of skuldsett Spurður um skuldastöðu félagsins, en langtíma og skammtímaskuldir fé- lagsins nema um 7,9 milljörðum króna, segir Skarphéðinn að eigend- ur Norðurljósa telji að félagið sé ekki lengur of skuldsett. „Við erum búnir að fara mjög vandlega yfir rekstrar- áætlunina og teljum að með þessari samsetningu, með því að skjóta fleiri stoðum undir fyrirtækið, þá eigi það sameinað að geta staðið við sínar skuldbindingar. Það finnst okkur mjög brýnt að sé gert. Sum af þessum fyrirtækjum hafa átt við rekstrarerf- iðleika að etja. Við vonumst til þess að því sé lokið og að þetta sé öflugt fyr- irtæki sem getur tekið þátt í sam- keppni við önnur fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum,“ segir Skarphéðinn. Stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands Hlutafé hins nýja félags er rúmir þrír milljarðar og eru hluthafar 23 talsins. Stærsti einstaki hluthafinn er Baugur Group en annar stærsti hlut- hafinn er Grjóti ehf. En það félag er að stærstum hluta í eigu Baugs Gro- up og eignarhaldsfélagsins Fengs. Grjóti leggur inn verslanasvið Tækni- vals og fær hlutafé í Norðurljósum í staðinn en Grjóti á allt hlutafé í Tæknivali. Þriðji stærsti hluthafinn er Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar. Félög tengd Jóni Ásgeiri og Pálma eiga því 58,4% af hlutafé Norðurljósa. Þar sem enn eru rúm 10% enn óseld þá er hlutur þeirra hlutfallslega meiri en 58,4%. Fjórði stærsti hluthafinn í Norður- ljósum er Hömlur, fullnustufélag Landsbankans. Að sögn Skarphéðins er sá hlutur tilkominn vegna eignar Hamla í Fréttum. Skarphéðinn segir að meðal hlut- hafa í Norðurljósum séu eldri hlut- hafar í Norðurljósum, hluthafar í Frétt auk fleiri aðila. Jafnframt standa yfir viðræður við fjárfesta um að kaupa óselda hluti í félaginu og verða þeir seldir á næstu vikum. Stefnt er að því að bjóða starfs- mönnum Norðurljósa og félögum í tryggðarkerfi M12 að kaupa hluta- bréf í Norðurljósum á næstu mánuð- um. Jafnframt er ráðgert að skrá fé- lagið í Kauphöll Íslands á næsta ári. Norðurljós og Frétt, semmeðal annars gefur útFréttablaðið og DV, hafaverið sameinuð og gengið hefur verið frá endurfjármögnun Norðurljósa. Eftir samruna Norður- ljósa og Fréttar mun móðurfélagið Norðurljós eiga þrjú dótturfélög: Frétt, Íslenska útvarpsfélagið og Skífuna, en í gær var gengið frá kaup- um Skífunnar á verslunarsviði Tæknivals. Að sögn Skarphéðins Berg Stein- arssonar, stjórnarformanns Norður- ljósa og framkvæmdastjóra Baugs Group á Íslandi, er endurfjármögnun Norðurljósa lokið með samkomulagi við alla lánardrottna félagsins. Við það lækka langtímaskuldir félagsins úr 7,5 milljörðum króna í 5,7 milljarða króna. Skammtímaskuldir eru 2,7 milljarðar að meðtalinni næstaársaf- borgun langtímalána, sem einnig er inni í 5,7 milljarða króna tölunni hér að ofan. Skuldir Norðurljósa nema samanlagt 7,9 milljörðum króna. Innlendir lánardrottnar þurftu ekki að afskrifa krónu Sigurður G. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurljósa, segir að með samkomulagi við banka sem standa að sambankaláni félagsins hafi tekist að lækka langtímaskuldir Norðurljósa. „Sú lækkun kom ekki þannig fram að nokkur íslenskur lán- ardrottinn þyrfti að afskrifa eina krónu,“ segir Sigurður. Hann segir að lengt verði í lánum og greiðslu- byrðin létt, vextir lækkaðir og fleira í þeim dúr. „En við fengum auðvitað lækkun skulda,“ segir Sigurður. Skarphéðinn segir að nokkrar fjár- málastofnanir komi að sambankalán- inu, frágengið sé hvernig því er skip- að en hann vildi ekki fara frekar út í þau mál á blaðamannafundi Norður- ljósa í gær. Segir Skarphéðinn að þegar hafi ver- ið rætt við Landsbankann um að koma að þeim undirbúningi. Óformlega rætt við samkeppnisyfirvöld Skarphéðinn var spurður á blaða- mannafundinum hvort sameinað fé- lag bryti gegn ákvæðum samkeppn- islega. Hann sagði að sameining Norðurljósa og Fréttar hefði verið kynnt samkeppnisyfirvöldum með óformlegum hætti og þau atriði sem samkeppnisyfirvöld gætu haft áhuga á. „Við sjáum ekki ástæðu til þess að ætla annað en að þetta sé í fullu sam- ræmi við samkeppnislög,“ segir Skarphéðinn. Ný stjórn Norðurljósa er skipuð Skarphéðni Berg, sem er formaður stjórnar. Pálmi Haraldsson er vara- formaður. Meðstjórnendur eru: Kristinn Bjarnason, Halldór Jó- hannsson og Gunnar Smári Egilsson. Skarphéðinn segir að hjá Norður- ljósum starfi nú á sjöunda hundruð starfsmenn auk um 1.300 blaðbera sem eru í hlutastarfi. Hann segir að áætluð velta Norð- urljósa í ár sé um 10 milljarðar króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði, EBITDA, um 1.300 millj- ónir króna. Eigið fé og skuldir eru um 11 milljarðar króna. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, framkvæmdatjóra Norðurljósa og Ís- lenska útvarpsfélagsins, ÍÚ, verða við sameininguna breytingar í starfs- mannahaldi ÍÚ. Frá og með 1. febrúar tekur Sigríð- ur Árnadóttir við starfi fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Eva Berg- þóra Guðbergsdóttir verður vara- fréttastjóri við hlið Þórs Jónssonar. Karl Garðarsson, fyrrverandi frétta- stjóri, tekur við starfi framkvæmda- stjóra rekstrarsviðs. Páll Magnússon, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Ís- lenskrar erfðagreiningar, verður framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Marinó Guðmundsson er fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslenska útvarpsfélagsins og Skífunnar. Sigurður segir að það starfsfólk sem hann hafi heyrt í hafi almennt tekið vel í þessar breytingar sem eiga sér stað á fréttastofunni. „Auðvitað hafa ugglaust einhverjir vænst þess að fá framgang,“ segir Sigurður. Hann segist vonast til þess að hægt verði að byggja upp fréttastofuna eft- ir mikinn niðurskurð á síðasta ári. Markmiðið sé að efla fréttastofunna. Skarphéðinn segir að ekkert hafi Norðurljós og Frétt sameinuð Morgunblaðið/Ásdís Sigurður G. Guðjónsson, Gunnar Smári Egilsson, Skarphéðinn Berg Stein- arsson og Ragnar Birgisson kynntu sameiningu Norðurljósa og Fréttar. „Vonir standa hins vegar til þess núna að hér sé að verða til öflugri eining að þessu leyti sem styrkir þær stoðir sem hingað til hafa verið fremur veikar.“ Hann bætir því við að það verði spennandi að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fram- undan er. Páll segir að öll dagskrá allra miðla, útvarps- og sjónvarpsmiðla Norðurljósa muni heyra undir dag- skrársvið. Hans starf mun því felast í því að stýra dagskrá allra þessara miðla. Þegar hann er inntur eftir því hvort gerðar verði miklar breyt- ingar á dagskrárefni miðlanna seg- ir hann: „Þessir miðlar hafa verið býsna góðir í dagskrárlegu tilliti síðustu misserin. Eðli þeirra er að vera í stöðugri endurnýjun og end- urbótum. Það verður m.a. mitt hlut- verk að tryggja þessa endunýjun og sjá til þess að þarna verði búin til dagskrá sem höfði til sem flestra.“ PÁLL Magn- ússon hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs Norðurljósa og tekur hann form- lega við því starfi á mánudag. Hann hefur síð- ustu árin gegnt starfi framkvæmdastjóra sam- skipta- og upplýsingasviðs Íslenskr- ar erfðagreiningar. Áður var hann fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgj- unnar. „Þetta var mjög spennandi tæki- færi og spennandi starf,“ segir hann aðspurður um ástæðu þess að hann ákvað að taka við hinu nýja starfi. Hann segir að hingað til hafi það háð íslenskum fjölmiðlum, ljós- vakamiðlum aðallega, í einkaeigu hversu vanmáttugir þeir væru. Spennandi tækifæri Norðurljós og Frétt hafa verið sameinuð og endurfjármögnun Norðurljósa er lokið. Alls eru hluthafar Norðurljósa 23 talsins en fé- lög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni eiga tæp 60% í samein- uðu félagi. Guðrún Hálfdánardóttir sat blaðamannafund Norðurljósa í gær. JÓN Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, sem er stærsti hluthafi Norðurljósa, seg- ir niðurstöðuna sem kynnt var í gær um Norðurljós vera sam- kvæmt áætlun. „Við erum ánægð- ir með þetta. Þrátt fyrir ýmsar hraðahindranir á leiðinni tókst að klára þetta. Allir sem komu að þessu geta verið stoltir,“ segir hann. „Við ætlum að fylgja félaginu á markað með þennan hlut,“ segir Jón Ásgeir, spurður að því hvort ætlunin sé að eiga hlutinn í Norð- urljósum óbreyttan eða selja af honum til nýrra hluthafa. Pálmi Haraldsson, annar stærsti hluthafi Norðurljósa, seg- ist mjög ánægður með þessa nið- urstöðu. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki þessu verk- efni og hann sé mjög stoltur af því. Þetta verði mjög skemmtilegt fyr- irtæki og líklega muni það fara á markað á næsta ári. Spurður að því hvort hann ætli sér að eiga hlut sinn óbreyttan eða minnka hann segist hann eflaust minnka hlutinn í framtíðinni. Stærstu hluthafar ánægðir með niðurstöðuna MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segist fátt hafa að segja um samruna Norðurljósa og Fréttar ehf. að svo stöddu og hún vilji því bíða með við- brögð sín. Hún segir það á hinn bóg- inn alltaf vera góð tíðindi þegar fyr- irtæki sem eigi í vandræðum og erfiðleikum nái tökum á sínum rekstri og endurskipuleggi hann. Þorgerður vísar til þess að nú sé nefnd að störfum um eignarhald á fjölmiðlum og hún eigi að ljúka störf- um 1. mars. Vill bíða með við- brögð Menntamálaráðherra Páll Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.