Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Selfoss | Bæjarstjórar í Árborg, Hveragerði og Ölfusi undirrituðu samning sveitarfélaganna og Byggða- stofnunar um þriggja ára nýsköpunar- verkefni við uppbyggingu og tilraunir með rafrænt samfélag á svæðinu, sem nefnt hefur verið Sunnan3. Undirrit- unin fór fram miðvikudaginn 28. jan- úar á veitingahúsinu Hafið bláa hafið við Ölfusárósa. Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár og er gert ráð fyrir að verkefniskostnaður nemi 130 milljón- um. Sveitarfélögin greiða 55% og framlag ríkisins er 45% af kostnaði. Verkefnið Sunnan3 fékk bestu ein- kunn í samkeppni sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið efndi til á síðasta ári. Markmið þess er að treysta stöðu upp- lýsingasamfélagsins á landsbyggðinni, þannig að íbúar þar geti á sem bestan og hagkvæmastan hátt nýtt sér þann ávinning sem upplýsinga- og fjar- skiptatæknin býður upp á. Verkefnisaðilar telja að þau sveit- arfélög sem tileinka sér rafræna stjórnsýslu hafi í höndum lykil að framtíðinni og að íbúar þeirra nái einnig ákveðnu forskoti. Með verkefn- inu er stefnt að því að bæta þjónustu við almenning, efla nýsköpun í at- vinnulífi og auðvelda aðgengi að menntun á svæðinu. Ennfremur að auka enn frekar skilvirkni stjórnsýsl- unnar með aukinni samvinnu og sam- rekstri milli sveitarfélaganna með frekari notkun rafrænnar stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að sú hagræðing skili sér í bættri rekstrarafkomu sveitarfé- laganna. Verkefnið skiptist í fjögur undir- verkefni sem ná eiga til allra íbúa sveitarfélaganna þriggja en þeir eru samtals um tíu þúsund. Um er að ræða notendavænt þjónustutorg þar sem íbúar geta fengið upplýsingar og sent fyrirspurnir ásamt því að fá afgreiðslu og svör með rafrænum hætti. Skrif- stofuhóteli er ætlað að koma til móts við þarfir íbúa svæðisins sem starfa ut- an þess t.d. á höfuðborgarsvæðinu en vilja vinna 2–3 daga í viku í heima- byggð. Þar verður að finna fullkomna vinnuaðstöðu með öflugu háhraða- sambandi og hvetjandi umhverfi. Sameining í netheimum og skilvirkari stjórnsýsla nefnist einn verkefnisþátt- urinn. Þar er á ferðinni heildstætt net- kerfi sem gefur sveitarfélögunum m.a. möguleika á sameiginlegum útboðum og samvinnu. Fjórði þáttur verkefn- isins nefnist: Ungir fræða hina eldri. Markmiðið með þessum þætti er að auka samkennd meðal barna og ung- menna á svæðinu og styrkja forvarn- arstarf með rafrænum lausnum. Þar verður m.a. að finna rafræna fé- lagsmiðstöð. Upplýsinga- og fjarskiptatækni verður stórefld í Hveragerði, Ölfusi og Árborg Ætla að nýta möguleika raf- ræns samfélags Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Orri Hlöðversson bæjarstjóri Hveragerðis undirritar samninginn. Næstur honum er Einar Njálsson bæjarstjóri í Árborg. Selfoss | „Það var gíf- urleg framför þegar tölvuvinnslan kom í bankann þó svo hún væri dálítið frumstæð miðað við það sem nú er en við karlarnir í bankanum vorum sendir með tölvuspjöld í tölvuverið fyrir sunn- an. Það þótti ekki til- hlýðilegt að senda kon- ur í þessar ferðir yfir Hellisheiðina,“ segir Gunnar Einarsson, bankamaður í Lands- banka Íslands á Sel- fossi, en hann hætti störfum í bankanum um áramót eftir að hafa starfað þar samfellt frá því í júní 1961. Gunnar er vel þekktur af viðskiptavinum bank- ans og vel kynntur í samfélaginu á Selfossi, alinn upp á staðnum frá tveggja ára aldri, er fæddur 1944 og er því lýðveldisbarn. „Já, við vorum ærslafullur bekkur í skólanum að meirihluta strákar og kennararnir fögnuðu þegar þeir losnuðu frá kennslu í bekknum, segir Gunnar og hlær við þegar hann rifjar upp bernskuárin á Selfossi. „Einn skemmtilegasti starfsdagurinn í bankanum var kvennafrídagurinn en þá sáum við karlarnir um starfsem- ina. Þá kom ein starfsstúlka bankans með sparibauk og vildi að við teldum upp úr honum en við sögðum henni með bros á vör að koma bara daginn eftir því þá fengi hún hraðari þjón- ustu,“ segir Gunnar og hlær að minn- ingunni. „Þegar ég kom fyrst í bankann var ég settur í vinnu í kringum ávís- anabækurnar, að bókfæra ávísanir. Þá var hver ávísanareikningur með sérstaka bók sem var handfærð. Það var mikil vinna í kringum þetta og allt varð að sjálfsögðu að passa upp á eyri. Þetta var mikið flæði og alltaf vaxandi með hverju árinu og segja má að allt hafi verið komið á damp þegar tölvuvinnslan kom til skjal- anna. Fyrst kom vélabókhald á spari- sjóðsbækurnar en tékkabókhaldið var handfært. Þrátt fyrir að farið væri með gataspjöldin til Reykjavík- ur þurfti að handfæra vexti og reikna út. Síðan kom meginbyltingin með beinlínukerfi hjá gjaldkerunum,“ segir Gunnar. Nálægðin við viðskiptavinina var mikil í þessu handfærða kerfi og einkennandi fyrir þessi ár í starfsemi Landsbankans. „Á þess- um tíma voru bændur með reikning í bank- anum og mjólkurbíl- stjórarnir þjónustuðu bændurna og voru eins konar milliliðir milli bankans og bænda. Þeir tóku út peninga fyrir bændurna og keyptu jafnvel inn fyrir þá og fóru svo með peninga og vörur til þeirra daginn eftir. Þetta voru mjög skemmtileg og lífleg samskipti og það ríkti mikill trúnaður milli bílstjóranna og bændanna og svo við okkur í bank- anum,“ segir Gunnar og telur að slík- ar aðstæður séu nokkuð fjarlægar í dag. Allt gekk upp upp á einseyring Gunnar hefur gegnt flestum störf- um í bankanum. Hann hafði þann starfa meðal annars á starfsárum sín- um að þjónusta afurðalánin og að uppfæra aðalbókhald bankans sem fólst í því að láta daginn stemma. „Það þurfti auðvitað allt að ganga upp upp á einseyring og gat verið virkilega gaman. Svo var líka gaman að vinna í kringum atvinnulífið og kynnast þeim hugsjónamönnum sem þar stóðu í eldlínunni. Staðreyndin er nú sú að það gerist ekkert í veröld- inni ef engum dettur neitt í hug. Það þurfti að fara yfir ýmis mál með mönnum svo sem birgðahald og fleira til að komast til botns í því hvernig tryggingar væru fyrir lánunum. Á þessum árum var mikið að gerast í útgerð á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Þorlákshöfn og oft handagangur í öskjunni í kringum athafnamenn þessa tíma.“ Frumstæð starfsemi í byrjun „Mér er minnisstæðast hvað bankastarfsemin var frumstæð í byrjun en tékki sem var gefinn út í Reykjavík gat verið viku á leiðinni í bankann hér. Miðað við stöðuna í dag þá er þetta algjör bylting sem maður hefur upplifað. Ég fullyrði að það hafði enginn hugmyndaflug til að láta sér detta þetta í hug, nema kannski einn maður, Sveinbjörn Egilsson í tölvudeild bankans í Reykjavík. Ég var sendur til hans í einn dag til að kynna mér tölvurnar sem ég rétt kunni nafnið á. Sveinbjörn fór yfir þetta fyrirbæri sem tölvurnar voru og það er svo skrýtið að það sem hann sagði þá, er allt að gerast í dag gagnaflutningur um símalínur og fleira. Hann var áreiðanlega langt á undan sinni samtíð. Hann var með svo yfirþyrmandi kunnáttu að maður vissi varla hvað maður hét eftir að hafa verið hjá honum og hlustað á hann segja frá þessu. Það var ekki fyrr en eftir á að maður fann út hvað hann var að hugsa.“ Elstur á Selfossi „Útibú Landsbankans á Selfossi er elsta fyrirtækið á staðnum, stofnað 1918, starfrækt fyrstu árin í Tryggvaskála undir stjórn Eiríks Einarssonar frá Hæli. Hér er því komin mikil saga en bankinn hefur átt stóran þátt í þeirri miklu upp- byggingu sem hér hefur orðið. Þáttur bankans er ekki síður mikilvægur en stóru fyrirtækin KÁ og MBF í upp- byggingunni hér. Allir þessir þættir eru ein keðja í samfélaginu. Bankinn þjónustaði allar húsbyggingar sem risu hér og allt svæðið. Með því sýndi hann að stjórnendur hans trúðu á uppbyggingu þess,“ segir Gunnar. Gaman að greiða götu fólks „Ég hef notið þess að vinna með góðum húsbændum og tel mig lán- saman að hafa fengið að starfa í bankanum. Í gegnum þessi ár mín finnst mér langskemmtilegast að hafa getað greitt götu fólks með starfi mínu og fundið leiðir með því til að leysa mál sem upp komu. Það var góð tilfinning að finna viðskiptavininn fara ánægðan á brott. Svo er það auð- vitað ákaflega dýrmætt að samstarfs- fólkið í bankanum hefur alltaf verið samstæður hópur og maður hefur eignast marga góða vini á þessum tíma. Landsbankinn hefur alltaf farið vel með mig. Nú er ég að brjóta sjálf- an mig til mergjar. Ég er opinn fyrir öllu nýju og finnst gaman að hugsa um nýja möguleika til að fást við. Það var alfarið mín ákvörðun að hætta bankastörfunum og ég tel að það sé rétt að nýta sér það að hafa náð hæstu eftirlaunum. Maður veit sem betur fer ekkert um framtíðina en ég horfi bjartsýnn framávið,“ segir Sel- fyssingurinn Gunnar Einarsson bankamaður. Kveður ánægður eftir 42 ára starf í Landsbankanum Góð tilfinning að finna við- skiptavini fara ánægða á brott Gunnar Einarsson bankamaður á Selfossi. Þorlákshöfn | Karen Ýr Sæmunds- dóttir badmintonkona var valin íþróttamaður Sveitarfélagsins Ölfuss 2003. Það var íþrótta- og æskulýðsráð bæjarfélagsins sem valdi íþróttamann bæjarfélagsins úr hópi íþróttamanna sem valdir höfðu verið sem fulltrúar hver fyrir sína íþróttagrein. Eftirtaldir tíu íþróttamenn Ölfuss voru vald- ir: Knattspyrnumaður Ingvar Jónsson, fimleikamaður Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir, frjáls- íþróttamaður Elísabet Ásta Bjarkardóttir, körfuknattleiks- maður Grétar Ingi Erlendsson, badmintonmaður Karen Ýr Sæ- mundsdóttir, hestaíþróttamaður Þorvaldur Árni Þorvaldsson, hestamaður Arnar Ingi Magn- ússon, golfmaður Hólmar Viðar Gunnarsson, akstursíþróttamaður Haraldur Pétursson, dansari Júlí Heiðar Halldórsson. Ármann Ein- arsson, formaður ráðsins, kynnti keppendur og afhenti viðurkenn- ingar ásamt Ragnari M. Sigurðs- syni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Íþróttamenn Sveitarfélagsins Ölfuss 2003, aftari röð frá vinstri: Arnar Ingi Magnússon, Hólmar Víðir Gunnarsson, Haraldur Pétursson, Grétar Ingi Erlendsson, Ingvar Jónsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, fremri röð Júlí Heiðar Hjörleifsson, Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir, Elísabet Ásta Bjarka- dóttir og íþróttamaður Ölfuss 2003, Karen Ýr Sæmundsdóttir. Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmunds Karen Ýr Sæmundsdóttir, íþróttamaður Ölfuss 2003, ásamt foreldrum sín- um Sæmundi Steingrímssyni og Bryndísi Hafsteinsdóttur. Sæmundur er formaður badmintondeildar Umf. Þórs. Valinn íþrótta- maður Ölfuss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.