Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það hlaut að finnast eðlileg skýring á þessum ósköpum. Streita – forvarnir og viðbrögð Ekki skamm- tímaverkefni Streita – forvarnir ogviðbrögð er yfir-skrift morgunverð- arfundar sem haldinn verður nk. þriðjudag á Grand hóteli. Fundurinn stendur frá klukkan 8.30 til 10.30. Morgunblaðið ræddi við Steinunni I. Stefánsdóttur, sem rekur fyrirtækið Starfsleikni.is og stendur ásamt fleirum fyrir fundinum. Svör hennar við nokkrum spurningum fara hér á eftir. – Hverjir eru það sem standa að þessum morg- unverðarfundi? „Starfsleikni.is í sam- vinnu við Vinnueftirlit rík- isins.“ – Hvert er tilefni fund- arins? „Ég hafði milligöngu um komu bresks vinnusálfræðings á sviði streitustjórnunar, dr. Valerie J. Sutherland, sem var leiðbeinandi minn við University of Surrey Roehampton og er í samstarfi við mig og Starfsleikni.is. Hún hélt erindi á ráðstefnu sem var á föstudaginn á vegum Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur um bætta líðan í grunnskónunum. Mér fannst upplagt að nota tæki- færið og fá hana til að miðla af þekkingu sinni til annarra mark- hópa og ræða og sitja fyrir svör- um um áhrif, forvarnir og við- brögð við streitu í fyrirtækjum í leiðinni. Ég bar hugmyndina undir Vinnueftirlitið og úr varð samstarf við að skipuleggja þennan fund.“ – Hver er tilgangur fundarins? „Að viðhalda við þeirri vakn- ingu sem verið hefur á undan- förnum árum meðal vinnuveit- anda og í atvinnulífinu almennt, að streita er ekki bara vandamál þess starfsmanns sem af henni þjáist heldur fyrirtækja- og þjóð- félagsvandamál þar sem kostn- aður ómeðhöndlaðrar starfs- streitu smitar út í allt þjóðfélagið. Það er mikilvægt að fyrirbyggja streitu eins og framast er unnt í vinnuumhverf- inu, þar sem fyrirtæki eða stjórn- endur jafnt sem starfsmaðurinn sjálfur hafa sameiginlegra hag- muna að gæta að koma í veg fyrir óþarfar og eyðileggjandi afleið- ingar streitu, í stað þess að bara bregðast við eftir að vandamálin eru komin upp. Af algengum af- leiðingum streitu fyrir fyrirtækin má nefna lítinn sveigjanleika, lé- legan starfsanda og óánægju, lækkaða áhugahvöt, almennan seinagang, skort á óformlegu flæði upplýsinga, ómarkvissa og stundum ranga ákvarðanatöku vegna brenglaðrar dómgreindar, og vantraust eða vanvirðingu við samstarfsfólk og viðskiptavini. Kostnaður sem smitar út í þjóð- félagið er meðal annars vegna fjarvista, slysa, veikinda og ör- orku af völdum sjúkdóma sem streita getur kynt undir, magnað, eða hægt á bata á. Megintilgangur fund- arins er að minna á að álags- eða streitu- stjórnun er ekki skammtímaverkefni, heldur ferli sem byggja þarf inn í fyrirtækja- og starfsmannastefn- una og vinnubrögð sem tíðkast frá degi til dags og mun dr. Suth- erland kynna stefnumiðaða nálg- un við streitustjórnun.“ – Hverjar verða helstu áherslur fundarins? „Að vara við því að líta á álags- og streitustjórnun sem skamm- tímaverkefni, heldur mun dr. Sutherland leggja áherslu á að streitustjórnun er langtímaferli sem aldrei lýkur og þarf að inn- leiða sem hluta af daglegum vinnubrögðum og stjórnunar- háttum.“ – Hverjir taka til máls á fund- inum og um hvað munu þeir tala hver um sig? „Svava Jónsdóttir og Ása G. Ásgeirsdóttir sérfræðingar hjá Vinnueftirlitinu og munu þær kynna lagalegar forsendur heilsueflingar og heilsuverndar á vinnustað og fyrirhugað for- varna- og fræðslustarf. Einnig munu þær fjalla um áhættumat og áætlun um heilsuvernd sem vinnustöðum er gert að fram- kvæma. Aðalfyrirlesari er dr. Valerie J. Sutherland en erindi hennar ber yfirskriftina: Hámörkun árang- urs og vellíðunar á vinnustað: stefnumiðuð nálgun við streitu- stjórnun. Titill á ensku er Optim- ising Performance and Well- Being in the Workplace: A Strategic Approach to the Man- agement of Stress.“ – Verða einhverjar umræður um málefnið við lok erinda? „Það verða panelumræður með þátttöku geðlæknis, starfs- mannastjóra, fulltrúa frá Vinnu- eftirlitinu, Sjúkrasjóði Eflingar og Tryggingastofnunar ríkisins.“ – Hverjum er þessi fundur helst ætlaður? „Stjórnendum, milli- stjórnendum, starfs- manna- og starfsþró- unarstjórum og öllum þeim sem eru áhuga- samir um heilbrigt starfsfólk og starfsumhverfi og ekki síst þeim sem til langtíma greiða kostnað vegna ómeðhöndlaðrar streitu, s.s. fulltrúum tryggingafélaga og sjúkrasjóða. Einnig eru nemend- ur sem áhuga hafa, til dæmis í sálfræði, viðskiptafræðum, mannauðsstjórnum og vinnu- markaðsfræðum hvattir til að mæta.“ Steinunn I. Stefánsdóttir  Steinunn I. Stefánsdóttir, fædd á Selfossi 21. september 1966. Er stúdent úr Versló frá 1987, með B.A. í sálfræði frá HÍ 1994, M.Sc. í viðskiptasálfræði frá University of Westminster í London 2001, M.Sc. í streitufræð- um frá University of Surrey Roe- hampton, London 2003. Á dótt- urina Andreu Jónu Eggerts- dóttur fædda 25. febrúar 1994. Rekur ráðgjöfina Starfsleikni.is sem sinnir fræðslu, handleiðslu og ráðgjöf í lífs- og starfsleikni fyrir starfsmannahópa, stjórn- endahópa og áhugahópa auk ein- staklingsmiðaðrar starfsþróun- arráðgjafar fyrir stjórnendur og annað starfsfólk. Einnig munu þær fjalla um áhættumat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.