Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 29 Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is Hrunamannahreppur | Eignar- og byggingarfyrritækið ESK hefur að undanförnu verið að byggja leigu- húsnæði víða um land, alls 120 íbúðir, þar af 60 hér á Suðurlandi og er þeg- ar flutt inn í 15 þeirra. Alls er flutt inn í 33 af þessum íbúðum en það er leigufélagið Ból- staður ehf. sem sér um útleigu á íbúðunum. Meðal annars eru fjögur parhús í byggingu á Flúðum og eru þau nú fokheld, utan eitt sem byrjað verður á fljótlega. Stærri íbúðirnar eru 105 fermetrar plús bílskúr en þær minni 75 fermetrar. Eftirspurnin kom byggingarfélaginu á óvart Að sögn Kristjóns Benediktsson- ar, framkvæmdarstjóra ESK, eru þessar íbúðir byggðar í hið mesta um 130 km fjarlægð frá Reykjavík. Hann segir að sér hafi komið nokkuð á óvart í lauslegri könnun, sem bygg- ingarfélagið gerði, hve eftirspurn væri mikil eftir slíku leiguhúsnæði. Lífsgæði þættu á vissan hátt betri á þessu stöðum en á Reykjavíkursvæð- inu, samgöngur hefðu enda batnað og margir gætu sinnt starfi sínu, með fjarskiptatækni, í vinnu heima hjá sér, allavega einhverja daga vikunn- ar. Kristjón sagði að leigjendum væri heimilt að kaupa íbúðir sem þeir eru í, þeim sem stæðu sig vel með greiðslur og umgengni. Algengt fyrirkomulag víða erlendis Þá sagði Kristjón að fyrirkomulag sem þetta á leiguhúsamarkaði væri algengt erlendis með góðum árangri. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs, hef- ur barist fyrir aukningu á leiguhús- næði og eru þessi mál nú að skila árangri. Sveitarfélögin hafa lagt bygging- arfélaginu til lóðirnar og menn eru almennt ánægðir að fá svona athafnafyrirtæki á svæðið. Aðspurður bætti hann ennfremur við að fyrirtækinu hefði verið tekið misjafnlega af heimamönnum á hin- um ýmsu stöðum. Vildi þó taka fram að sérstaklega hefðu verið ánæjuleg samskipti við sveitarstjórnir á Flúð- um, Hellu og í Bláskógabyggð. Byggja um120 leiguíbúðir víða á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Unnið við byggingu þriggja parhúsa á Flúðum. Hvolsvöllur | Þessa dagana eru íbú- ar í Króktúni í Hvolsvelli í óðaönn við að undirbúa þorrablót „Hvol- hrepps hins forna“ sem haldið verð- ur eftir viku. Mikil leynd hvílir yfir skemmtiatriðunum en innihaldið verður vísast að gera góðlátlegt grín að samborgurunum í söng og töluðu máli. Ekkert var hægt að veiða upp úr þeim í skemmtinefndinni þetta árið fremur en endranær en víst er að vaktin hefur verið staðin frá því á þorrablótinu í fyrra og allt hripað niður sem markvert má telja eða er líklegt til að vekja kátínu þorrablóts- gesta. Reyndar var verið að æfa þorrablótsbrag þegar fréttaritari fékk að reka nefið inn á æfingu, „bara til að taka mynd“. Nefndin skiptir með sér verkum á þann hátt að skipuð er húsnefnd, skemmti- nefnd og framkvæmdanefnd og síð- an gera allir allt að lokum. Hæfileikamenn koma í ljós Sá siður hefur verið hafður á hér sl. 14 ár að göturnar í þorpinu sjá um að halda þorrablót til skiptis og að þessu sinni eru það íbúarnir í Krókt- úni. Hefur þetta skapað mikla sam- stöðu meðal íbúanna og leitt til þess að allir fá tækifæri til að kynnast ná- grönnum sínum. Á hverju ári koma í ljós lista- og hæfileikamenn á hinum ýmsu sviðum sem ella hefðu farið huldu höfði. Stuttu eftir þorrablót er síðan efnt til uppskeruhátíðar hjá nefndinni þar sem sýndar eru mynd- ir frá þorrablótinu öllum til ómældr- ar ánægju. Verði hagnaður af þorra- blótinu er honum varið til kaupa á tæknibúnaði eða þess háttar fyrir Félagsheimilið Hvol þar sem blótið er ævinlega haldið. Þá hefur einnig skapast sú hefð að göturnar halda grillveislu að sumri til að rifja upp skemmtileg atriði frá þorrablótinu og er götunni þá lokað fyrir allri um- ferð og ungir og aldnir snæða saman undir berum himni. Íbúar við Krókatún á Hvolsvelli sjá um þorrablótið í ár Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hluti þorrablótsnefndar Krókatúns á æfingu fyrir þorrablótið sem haldið verður laugardaginn 7. febrúar. Skemmtinefndin þögul sem gröfin um dagskrána Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.