Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÞAÐ verða Skagamenn og sænska liðið Örgryte sem leika til úrslita í Iceland Express knattspyrnumótinu í Reykjaneshöllinni í dag. Í gær- kvöldi vann Skaginn lið Keflvíkinga 4:1 í Egilshöllinni og Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Örgryte 2:1 sig- ur á KR með laglegu skallamarki eftir hornspyrnu. KR-ingar byrjuðu vel í leiknum gegn sænska liðinu og á þriðju mín- útu prjónaði Garðar Jóhannsson sig í gegnum vörn Örgryte og þrumaði knettinum efst í markhornið. Gestirnir jöfnuðu þegar leikið hafði verið í stundarfjórðung og þar var að verki Eric Gustafsson, skor- aði eftir hornspyrnu. Sigurmark Atla Sveins kom einn- ig eftir hornspyrnu og skallaði Atli Sveinn knöttinn laglega í netið á 56. mínútu. Hjá KR vantaði nokkra leikmenn, Arnar Gunnlaugsson, Kristinn Haf- liðason og Sigurvin Ólafsson léku ekki með en Theodór Elmar Bjarna- son, 16 ára fyrirliði drengjalands- liðsins, vakti athygli fyrir fínan leik. Hann kom inn á fyrir Veigar Pál Gunnarsson í fyrri hálfleiknum. Atli Sveinn var lykilmaður í vörn Ör- gryte og stóð sig vel. Jóhann Birnir Guðmundsson, sem nýgenginn er til liðs við félagið, lék fram í miðjan síð- ari hálfleik og átti ágæta spretti en á eftir að aðlagast leik liðsins. Leikur ÍA og Keflavíkur var jafn framan af en síðan náðu Skagamenn undirtökunum. Garðar Gunn- laugsson kom þeim yfir á 13. mínútu en Magnús S. Þorsteinsson jafnaði fimm mínútum fyrir hlé. Garðar var aftur á ferðinni með frábært mark nokkrum sekúndum fyrir leikhlé, tók aukaspyrnu utan við vítateigs- hornið og skrúfaði knöttinn efst í markhornið fjær. Í síðari hálfleik sá Guðjón Sveinsson um að skora fyrir ÍA, fyrst á 51. mínútu og síðan tutt- ugu mínútum síðar. Þjóðverjinn Lutz Pfannenstiel átti ekki góðan dag í marki Keflavíkur og verður að sýna á sér betri hliðar í dag ætli hann að fá samning hjá Keflvíkingum. Pólverjinn Dawid Banaczek lék síðari hálfleikinn með ÍA en komst ekki mikið í takt við samherja sína og verður hann vart dæmdur af þessum leik. Atli Sveinn tryggði Örgryte sigur á KR og úrslitaleik gegn Skagamönnum Leikurinn í Reykjanesbæ hófst afmiklum krafti og liðin skiptust á að hafa forystu. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn sem hélt Njarðvík algjör- lega frá körfunni. Fóru þeir fremstir Sverrir Sverrisson og Gunnar Einarsson. Það var greinilegt hvað Keflvíkingar ætluðu sér í þess- um leik en það var að stöðva Brandon Woudstra, leikmann Njarðvíkur. Ólafur Ingvason, leikstjórnandi Njarðvíkur, fékk lítinn frið til að stilla upp í sókn gegn þessari vörn. Á upp- hafskaflanum var stutt í það að syði upp úr milli Páls Kristinssonar og Gunnars Einarssonar þar sem þeir lentu saman og þurfti að stöðva leik- inn og róa menn niður. Njarðvíkingar reyndu svæðisvörn en hún var bara allt of gloppótt og Keflvíkingar fundu alltaf leið í gegn- um hana og náðu alltaf að skapa sér auðvelt skot gegn þessari vörn. Í lok fyrri hálfleiks komu Keflvík- ingar með góðan kafla og skoruðu sjö síðustu stig hálfleiksins og gengu til leikhlés með þægilega sextán stiga forystu, 53:37. Í seinni hálfleik var sama upp á ten- ingnum. Keflvíkingar alltaf skrefi á undan og ekkert gekk upp hjá Njarð- vík. Keflvíkingar spiluðu hraðan körfubolta og fasta vörn jafnframt því að vera þolinmóðir og skapa sér auð- veld skot. Halldór Halldórsson og Arnar Freyr Jónsson komu með góða innkomu í þennan leik en þeir settu upp sýningu fyrir áhorfendur og allt virtist ganga upp hjá þeim. Í lok þriðja leikhluta meiddist Brandon Woudstra illa á ökkla og lék ekki meira með í leiknum. Njarðvíkingar spiluðu þá boltanum mest á Friðrik Stefánsson sem átti mjög auðvelt með að athafna sig inni í teig en Halldór Halldórsson var að passa hann. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu að koma sér aftur inn í þennan leik og skoruðu meðal annars tíu síð- ustu stigin en það var bara of seint því munurinn var allt of mikill. Bestu menn hjá Keflavík voru Der- rick Allen og Nick Bradford ásamt Halldóri Halldórssyni og Arnari Frey Jónssyni sem skoruðu mikilvægar körfur og stálu boltanum á mjög góð- um augnablikum. Hjá Njarðvík voru það Friðrik Stefánsson og Páll Krist- insson sem voru ljósið í myrkrinu hjá Njarðvík. „Við höfum verið að reyna að bæta varnarleikinn hjá okkur og það tókst hér í kvöld. Það er í rauninni lærdóm- ur sem við höfum lært af Evrópu- keppninni. Það er bara þannig að ef maður spilar alvöru vörn þá kemur sóknarleikurinn af sjálfu sér. Það var líka gaman að sjá Arnar og Halldór spila hér í kvöld, þeir áttu skínandi leik,“ sagði Falur Harðarson, annar þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Við gerðum allt of mikið af mistök- um og vorum mjög óþolinmóðir. Þeir spiluðu mjög góða vörn en vörnin hjá þeim leit náttúrlega mjög vel út miðað við sóknarleikinn sem við sýndum hér í kvöld. Það er margt sem við verðum að laga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn þeim á laugardag eftir viku. Við vor- um langt frá okkar besta hér í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok. Grindavík marði Tindastól Það var ekki boðið upp á burðuganleik í gærkvöld þegar Tindastóll heimsótti Grindvíkinga í Röstina. Heimamenn mörðu sigur með minnsta mun, 77:76. Það tók gestina nærri fjórar mínútur að komast á blað en heimamenn byrj- uðu aðeins betur með sína bestu menn Darrel Lewis og Páll Axel Vil- bergsson í góðum gír. Þessir tveir menn héldu Grindvíkingum á floti í leiknum og í fyrri hálfleik áttu þeir 43 af 52 stigum heimamanna sem leiddu í hálfleik, 52:40. Gestirnir voru ekki neitt á því að gefast upp og héldu áfram að berjast og náðu að loka vel á Pál Axel og Darrel Lewis í seinni hálf- leik þannig að stigaskor heimamanna snarminnkaði. Þegar tvær og hálf mínúta voru liðnar af fjórða leikhluta tóku heimamenn hlé í stöðunni 71:69. Þetta lagaði sóknarleik Grindavíkurl- iðsins ekkert og sá sem hefði átt að gera það í þessum leik, Stan Black- mon, var þess ekki megnugur. Ljóst var á leik hans að hann virkaði áhuga- laus og spilaði enga vörn. Það má þó taka tillit til þess að hann hefur ein- ungis mætt á tvær æfingar en dreng- urinn sá má bæta leik sinn verulega til að gagnast Grindavíkurliðinu. Gestirnir náðu að komast yfir í stöð- unni 75:76 en heimamenn komust aft- ur yfir þegar 40 sekúndur voru eftir, 77:76, sem urðu lokatölur leiksins þrátt fyrir að gestirnir fengju nokkur tækifæri til að skora. Bestir í liði gest- anna voru Nick Boyd og Axel Kára- son. „Þetta var ljótur leikur. Hélt að við værum að ná einhverjum takti í leik okkar í öðrum leikhluta en þá kom veggur. Við einfaldlega komumst ekki fram hjá honum og þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri. Við vor- um ekki sannfærandi en eins og svo oft í vetur þá höfðum við þetta í jöfn- um leik. Stan Blackmon er hæfileika- ríkur strákur en hann er bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá okkur þannig að hann á eftir að aðlagast lið- inu og okkar umhverfi,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga. Baráttuleikur í Þorlákshöfn Baráttuglaðir Þórsarar máttu játasig sigraða í mjög góðum bar- áttuleik gegn sterku liði Snæfells 81 :91. Staðan í hálfleik var 39:51 en það for- skot unnu Snæfell- ingar á stuttum tíma í lok hálfleiksins og nutu þá smáaðstoðar annars góðra dómara leiksins. Leikurinn hófst með mikilli baráttu beggja liða þar sem hraðinn var mikill og bæði liðspiluðu góða vörn. Góð hittni liðanna skilaði ágætis stigaskori, 22: 27 í fyrsta fjórð- ungi. Gestirnir höfðu lengst af nokkra forustu en heimamenn hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér, mestur varð munurinn í lok þriðja leikhluta, 13 stig. Heimamenn komu grimmir til leiks í lokakaflanum og náðu að minka muninn í 7 stig þegar tvær mínútur voru eftir og var þá komin mikil spenna í leikmenn jafnt sem áhorf- endur sem voru vel með á nótunum. Þórsarar höfðu þó ekki það sem til þurfti enda aðeins leikið á tveim skiptimönnum allan leikinn þannig að gestirnir unnu 10 stiga sanngjarnan sigur og fóru heim með bæði stigin. Breiddin í liði Snæfells var meiri. Nate Brown átti mjög góðan leik í liði Þórs og skoraði 31 stig og tók fjölda frákasta og stal mörgum boltum, hann átti sinn langbesta leik til þessa. Dondrell Whitmore var mjög góður í liði gestanna og skoraði 27 stig. Robert Dean Hodgson, spilandi þjálfari Þórs, var mjög ánægður í leikslok og sagði að Þórsliðið hefði spilað vel, liðið væri skipað ungum mönnum sem væru duglegir að æfa og framfarir hefðu verið miklar frá því í fyrsta leik liðsins eftir áramót. Róbert sagði að Nate væri mjög góð- ur leikmaður en hefði ekki náð að sýna það fyrr en í þessum leik. Hann æfði eins og flestir í liðinu mjög vel, allt að þrjár æfingar á dag og allir skytu mikið á æfingum enda hefði orðið að laga hittni liðsins. „Um leið og við förum að hitta fyrir utan losnar um Leon á miðjunni og hann getur sýnt að hann er mjög góður leikmað- ur. Það er erfitt að berjast stanslaust undir körfunni með tvo og þrjá leik- menn í bakinu. Við erum ekki búnir að gefast upp, það er enn góður möguleiki á að halda sér í deildinni og frábærir áhorfendur eins og voru hér í kvöld geta hjálpað til.“ Efstu liðin halda sínu striki ENGIN breyting varð á stöðu efstu liða í úrvalsdeild karla í körfu- bolta í gærkvöldi en þrír leikir fóru fram. Keflvíkingar og Njarðvík- ingar tóku æfingu fyrir bikarúrslitaleikinn og hafði Keflavík betur, 90:83, Grindavík marði Tindastól með einu stigi, 77:76, og Snæfell vann Þór í Þorlákshöfn, 91:81. Davíð P. Viðarsson skrifar Garðar P. Vignisson skrifar Jón H. Sigurmundsson skrifar HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan – ÍBV.........................14 Framhús: Fram – Grótta/KR...............15.30 Ásvellir: Haukar – KA/Þór........................17 Víkin: Víkingur – FH .................................16 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN – Keflavík.....................14 Grindavík: UMFG – KR .......................17.15 1. deild kartla: Egilsstaðir: Höttur – Skallagrímur..........15 Grafarvogur: Fjölnir – Þór A. ...................17 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar – UMFG....................19.15 Ísafjörður: KFÍ – Þór Þ........................19.15 Njarðvík: UMFN – Hamar ..................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – KR ...........19.15 Smárinn: Breiðablik – ÍR .....................19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík......19.15 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS – ÍR.......................19.30 KNATTSPYRNA: Laugardagur: Norðurlandsmótið, Powerademótið: Boginn: KS – KA ...................................12.15 Boginn: Höttur – Hvöt..........................15.15 Iceland Express Cup Reykjaneshöllin: KR– Keflavík ................16 Reykjaneshöllin: ÍA – Örgryte ............18.15 Sunnudagur: Reykjavíkurmót, A-riðill: Egilshöll: ÍR – Leiknir...............................19 Egilshöll: KR – Þróttur .............................21 Norðurlandsmótið, Powerade-mótið: Boginn: Höttur – Þór ............................13.15 Boginn: Tindastóll – Völsungur ...........15.15 BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna. KA-heimili: KA – HK............................13.30 JÚDÓ Afmælismót Júdósambands Íslands verður í dag kl. 10 í KA-heimilinu á Akureyri. Keppt verður í flokki 15 ára og eldri, ásamt 14 ára og yngri. KARATE Landskeppni Íslands og Danmerkur fer fram í Borgarleikhúsinu í dag kl. 13. ÍSHOKKÍ Skautafélag Akureyrar tekur á móti Birn- inum í Íslandsmótinu karla kl. 17 í Skautahöllinni á Akureyri. SA er nú efst í með 12 stig, SR hefur 7 stig og Björninn 1. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramóti Íslands, 15–22 ára, fer fer í Fífunni í Kópavogi um helgina. Keppnin hefst kl. 11.30 í dag og kl. 9.30 á morgun. BADMINTON Deildakeppni Badmintonssambands Ís- lands fer fram í TBR–húsunum við Gnoða- vogi um helgina og verður leikið í 3. deild- um. 23 lið eru skráð til leiks og verður gestalið frá Danmörku með í keppninni. GLÍMA Laugardagur: Íslandsmót Önnur umferð Íslandsmóts í opnum flokki og í +65 kg kvenna fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 14.30. Sunnudagur: Þorramót GLÍ Mótið fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 14. Þorramót GLÍ, sem er stigaglíma, hefur ekki verið haldið síðan 1999. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmeistaramótið í bekkpressu verður haldið í anddyri Laugardalshallarinnar í dag kl. 13. UM HELGINA KNATTSPYRNA Iceland-Express mótið Undanúrslit í Egilshöll: ÍA - Keflavík .............................................. 4:1 Garðar Gunnlaugsson 13., 45., Guðjón Sveinsson 51., 71. - Magnús S. Þorsteinsson 40. KR - Örgryte.............................................. 1:2 Garðar Jóhannsson 3. - Eric Gustafsson 15., Atli Sveinn Þórarinsson 56.  ÍA og Örgryte leika til úrslita í Reykja- neshöll kl. 18.15 en KR og Keflavík leika um 3. sætið á sama stað kl. 16. England 2. deild: Sheffield Wed. - Wycombe ....................... 1:1 Þýskaland Dortmund - Schalke ................................. 0:1 - Ebbe Sand 89. Rautt spjald: Tomas Ro- sicky 43. (Dortmund), Thomas Kläsener 74. (Schalke). Frakkland Mónakó - París SG..................................... 1:1 Afríkukeppnin Senegal - Kenía.......................................... 3:0 Burkina Faso - Malí .................................. 1:3 KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Njarðvík 90:83 Keflavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, föstudaginn 31. janúar 2004. Gangur leiksins: 8:8, 22:18, 29:20, 38:28, 46:33, 53:37, 63:41, 67:52, 74:55, 80:66, 86:70, 90:83. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 22, Nick Bradford 15, Halldór Halldórsson 13, Arnar Freyr Jónsson 12, Magnús Gunnarsson 9, Gunnar Einarsson 7, Jón N Hafsteinsson 4, Davíð Þór Jónsson 3, Sverrir Sverrisson 1. Fráköst: 19 í vörn - 11 í sókn. Stig Njarðvíkur : Friðrik Stefánsson 27, Páll Kristinsson 21, Brandon Woudstra 12, Guðmundur Jónsson 8, Halldór Karlsson 6, Ólafur A Ingvason 4, Ragnar Ragnarsson 3, Fráköst. Sókn 6. Vörn 26 Fráköst: 26 í vörn - 6 í sókn. Villur: Keflavík 25 - Njarðvík 23. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarsson og Björgvin Rúnarsson. Vægast sagt mjög slakir. Áhorfendur: Um 400. Grindavík - Tindastóll 77:76 Grindavík: Gangur leiksins: : 6:0, 14:11, 23:22, 29:29, 40:35, 52:40, 61:46, 66:54, 69:58, 71:62, 71:72, 77:76. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 33, Páll Ax- el Vilbergsson 29, Stan Blackmon 12, Jó- hann Ólafsson 3. Fráköst: 30 í vörn - 11 í sókn. Stig Tindastóls: Nick Boyd 23, Axel Kára- son 17, David Sanders 14, Clifton Cook 12, Svavar Birgisson 4, Óli Barðdal 4, Helgi Viggósson 2. Fráköst: 28 í vörn - 24 í sókn. Villur: Grindavík 11 - Tindastóll 13. Dómarar: Leifur Garðarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 200. Þór Þ. - Snæfell 81:91 Þorlákshöfn: Gangur leiksins: 7:8, 13:9, 13:20, 22:27, 28:29, 32:37, 36:42, 39:51, 44:55, 48:58, 52:61, 58:71, 60:71, 70:80, 76:85, 81:91. Stig Þórs: Nate Brown 31, Leon Brisport 17, Robert Dean Hodgson 17, Grétar Ingi Erlendsson 6, Magnús Sigurðsson 6, Ágúst Örn Grétarsson 4. Fráköst: 23 í vörn - 8 í sókn. Stig Snæfells: Dondrell Whitmore 27, Ed- mund Dotson 16, Corey Dickerson 16, Hlynur E Bæringsson 15, Hafþór I Gunn- arsson 9, Andrés M Heiðarsson 4, Bjarne Ó Nielsen 3, Sigurður Á Þorvaldsson 1. Fráköst: 25 í vörn - 8 í sókn. Villur: Þór 27 - Snæfell 19. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Karl Friðriksson. Áhorfendur: Um 200. Staðan: Grindavík 15 13 2 1345:1261 26 Snæfell 15 12 3 1271:1205 24 Keflavík 14 10 4 1371:1183 20 Njarðvík 15 10 5 1392:1277 20 KR 14 9 5 1283:1212 18 Haukar 15 8 7 1215:1201 16 Hamar 15 8 7 1264:1281 16 Tindastóll 15 7 8 1377:1323 14 ÍR 15 4 11 1283:1379 8 Breiðablik 14 3 11 1130:1230 6 KFÍ 14 2 12 1285:1456 4 Þór Þorl. 15 2 13 1215:1423 4 1. deild karla Stjarnan - Valur ..................................... 64:73 ÍG - Þór Ak. ............................................ 77:91 Staðan: Skallagrímur 13 12 1 1217:1050 24 Fjölnir 13 11 2 1176:947 22 Valur 13 11 2 1137:1038 22 Ármann/Þróttur 13 7 6 1097:1021 14 Stjarnan 14 6 8 1124:1107 12 Þór A. 13 6 7 1105:1126 12 ÍS 13 5 8 1019:1114 10 ÍG 13 3 10 1023:1175 6 Höttur 12 2 10 869:1037 4 Selfoss 13 2 11 1035:1187 4 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Orlando - New Jersey ........................... 79:89 Atlanta - Portland.................................. 85.93 San Antonio - Sacramento.................... 91:96 BLAK 1. deild kvenna KA - HK...................................................... 3:0 (25:12, 25:18, 25:13) Staðan: Þróttur N. 8 5 3 18:15 18 Þróttur R. 6 4 2 16:10 16 KA 5 4 1 13:6 13 HK 7 0 7 5:21 5 TENNIS Opna ástralska meistaramótið í Melbourne Einliðaleikur karla, undanúrslit: (2) Roger Federer, Sviss vann (3) Juan Car- los Ferrero, Spáni 6-4 6-1 6-4. Tvíliðaleikur kvenna, úrslitaleikur: (1) Virginia Ruano Pascual, Spáni og Paola Suarez, Argentínu unnu (4) Svetlana Kuz- netsova og Elena Likhovtseva, Rússlandi 6-4 6-3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.