Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 34
FERÐALÖG 34 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla16.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Það er af nógu að taka fyrirSigríði Brynjólfsdótturlandslagsarkitekt þegarhún er spurð um eftirminnilega staði í útlöndum því fyrir nokkrum árum var hún lang- tímum saman í fjarlægum heims- álfum. Eftir nokkra umhugsun kemst hún þó að niðurstöðu. „Þegar við vorum í Bólivíu leigðum við ára- bát og rérum út á stærstu eyjuna á Titicaca-vatninu sem er efsta sigl- anlega stöðuvatn í heimi,“ segir hún. „Það var mjög eftirminnilegt.“ Bólivíuævintýrið var hluti af sex mánaða bakpokaferðalagi Sigríðar og Tore Kvæven, um nokkur lönd Afríku og Suður-Ameríku. Eftir að hafa „þvælst um“ í Simbabwe og Suður-Afríku á mótorhjóli í nokkrar vikur flugu þau til Brasilíu, til Ríó de Janeró þar sem þau gerðu stuttan stans. „Við þurftum að hafa ákveð- inn eyðsluramma sem var 2000 krónur á dag að meðaltali,“ út- skýrir Sigríður. „Það átti að dekka gistingu, mat og ferðir fyrir utan flug- ferðirnar. Í Ríó var hins vegar allt rándýrt þannig að við entumst þar í fjóra daga og þá vorum við líka búin að sjá borgina.“ Frá Brasilíu lá leiðin til Bólivíu þar sem þau heim- sóttu m.a. námumannabæinn Potosi. Það tók ferðalangana nokkurn tíma að venjast loftslaginu enda var breyt- ingin mikil frá því að hafa verið við sjávarmál því Potosi er sögð vera hæst liggjandi borg í heimi, 4090 metra yfir hafi. Í lok 19. aldar var hún sú ríkasta og stærsta í Suður- Ameríku. „Þegar Spánverjar námu land í Bólivíu var mikið silfur tekið í Potosi,“ segir Sigríður. „Námurnar eru enn opnar en silfrið er löngu búið og núna er tin numið þaðan. Við fór- um inn í svona námur en áður þurft- um við að kaupa ákveðnar gjafir handa námumönnunum. Það voru blöð cocaplöntunnar (sem kókaín er unnið úr), sígarettur, sprengiefni og spíri.“ Frá Potosi fóru þau til suðvest- urhluta landsins sem einkennist af mikilli auðn og að mörgu leyti minnti lands- lagið hana á Ísland. Það sem þó var ólíkt voru heilu salteyðimerkurnar sem stöfuðu af því að áður höfðu stór stöðuvötn legið þar yfir og síðar guf- að upp. Saltið varð svo eftir. Neitaði að róa Eftir að hafa dvalið í og ferðast um nágrenni höfuðborgarinnar La Paz var ferðinni heitið til Titicaca- vatnsins. „Af einhverjum ástæðum hefur mér alltaf þótt þetta vatn svo heillandi,“ segir Sigríður en vatnið liggur í 3.825 metra hæð. „Við gistum á farfuglaheimili í litlum bæ sem heit- ir Copacobana. Það var ekkert mál að finna ódýra gistingu í Bólivíu og tjaldið okkar, sem við notuðum mjög mikið í Afríku, var bara einu sinni tekið upp í Bólivíu. Það var einmitt þegar við rérum frá Copacobana út í Isla del Sol, sem er stærsta eyjan í vatninu. Langflestir ganga út á tanga sem liggur út í vatnið og leigja þaðan bát með manni sem rær fyrir mann. Tore vildi hins vegar endilega róa sjálfur frá Copacobana, sem er mun lengra en frá tanganum. Mér fannst þetta mikil fásinna og sá fyrir mér að við yrðum ár og daga í þessari för. Ég sættist þó á það en neitaði róa. Þann- ig að ég sat þarna í bátnum og hafði það rosalega gott.“ Eftir bátsferðina tjölduðu þau á eyjunni. „Hún er ákaflega falleg. Hins vegar höfðum við ekki tekið með okkur nægan mat enda hafði okkur verið sagt að hann gætum við keypt í eyjunni. Við komum alls staðar að lokuðum dyrum þannig að á leiðinni til baka stoppuðum við á fyrsta mögu- lega stað og fengum okkur að borða.“ Sigríður segir þessa ferð ógleym- anlega. „Að vera uppi í þessari svaka- legu hæð með þetta tignarlega lands- lag allt í kring var æðislegt,“ segir hún. „Og sérstakt að vera komin á þennan stað sem mig hafði alltaf langað að koma til.“ Erfitt að hætta ferðalaginu Eftir að hafa dvalið í Bólivíu fóru þau Sigríður og Tore til Perú þar sem þau skoðuðu sig um áður en flogið var aftur á vit vestrænnar menningar. Sigríður segir það hafa verið erfitt að hætta ferðalaginu enda langaði hana til að halda áfram til Ekvador og það- an af lengra. Tíminn og peningarnir hefðu þó ekki leyft það enda var hálft ár að baki. „Það sem er skemmtileg- ast við það að vera á svona bakpoka- ferðalagi er að maður hittir svo margt skemmtilegt fólk.“ Sigríður segir ferðalagið í sjálfu sér ekki hafa kraf- ist mikillar skipulagningar en þau hafi þurft að spara fyrir því í svolítinn tíma. Þetta hafi þau gert á sama tíma og jafnaldrar þeirra voru kannski að eignast sína fyrstu íbúð. Hún segist þó ekki sjá eftir þeim tíma og pen- ingum sem fóru í ferðalagið. „Þetta var framandi og skemmtilegt. Maður á bara eitt líf og verður að sjá eitt- hvað á meðan það varir.“  EFTIRMINNILEG FERÐ|Bólivíuævintýri Titicaca: Á Titicaca má sjá fjölda eyja sem fljóta á vatninu. Margar þeirra eru byggðar og eru þessir strákofar híbýli þess fólks sem þar býr. Sigríður: „Ég sat þarna í bátnum og hafði það rosalega gott,“ segir Sigríð- ur um bátsferðina á Titicaca-vatninu en Tore sá alfarið um róðurinn. Þetta var áður en maturinn kláraðist og hungrið fór að sverfa að. Matarlaus á efsta vatni heims ben@mbl.is Bláa lónið fær viðurkenningu Spas.about.com hefur veitt heilsu- lindinni Bláa lóninu Nice Touch- viðurkenninguna. Heimsóttar voru 40 heilsulindir á árinu og fengu 10 þeirra viðurkenningu. Julie Reg- ister, stofnandi og ritstjóri vefjarins, kom þessari viðurkenningu á fót til að vekja athygli á heilsulindum sem bjóða gestum sínum eitthvað óvenju- legt og framúrskarandi hvað varðar meðferð, viðmót, þjónustu, staðsetn- ingu eða aðstöðu. Viðskiptatímaritið Forbes tilnefndi spas.about.com besta ferðatengda vefinn árin 2000, 2001, 2002 og 2003. Ferðaklúbbur eldri borgara Sumarið 2004 hyggst Ferðaklúbb- ur eldri borgara í samvinnu við Hóp- ferðaþjónustu Reykjavíkur ehf. fara að stað með nýjung í ferðalögum fyr- ir eldri borgara. Mun klúbbur þessi sérhæfa sig í ferðum fyrir eldri borgara og fatlaða. Hópferðaþjónusta Reykjavíkur ehf. hefur meðal annars yfir að ráða sérútbúinni hópbifreið fyrir ein- staklinga sem eru í hjólastól. Í byrjun júní verður boðið upp á ferð til Færeyja með Norrænu og dagana 21.–28 júní verður farið um Norðausturland. Þá stendur til boða ferð um Norðurland dagana 4.–8. júlí. Frá 15.–19. júlí verður farið frá Reykjavík og m.a. um Sprengisand, farið í Eyjafjörð, til Húsavíkur, í Mývatnssveit, Herðubreiðarlindir og Vaglaskóg, til Akureyrar og Blönduóss. Einnig verður boðið upp á dagsferðir. Gamalt hótel með sál Skovshoved-hótel stendur við Strandvejen í um 7 km fjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar. Hótelið á sér langa sögu og hefur boðið upp á gistingu í 350 ár en síðastliðið vor tóku nýir eigendur við því og gerðu það upp. Þeir halda því fram að hót- elið sé upplagður gististaður jafnt fyrir brúðhjón, kröfuharða ferða- menn. Á hótelinu eru 22 herbergi innréttuð í skandinavískum stíl með útsýni yfir Eyrarsund. Í hverju þeirra er þráðlaus nettenging, sjón- varp og myndbandstæki. Þorraganga í miðborginni Menningarfylgd Birnu ehf. bíður nú fólki að fagna þorra með rísandi sól í miðborg Reykjavíkur. Gengið er um Heiðnahverfið þar sem spjall- að er um það sem fyrir augu og eyru ber. Lagt er upp frá Skólavörðuholti og í göngulok verður boðið upp á þorramat. Tvær þorragöngur eru í viku: Föstudaga kl. 17.30 og laug- ardaga kl. 17. Ferðin í heild tekur tvo klukkutíma. Gangan kostar 4.500 krónur og þarf að panta fyrirfram.  VÍTT OG BREITT  Skovshoved hotel Strandvejen 267 2920 Charlottenlund Danmark Sími: 0045 3964 0028 www.skovshovedhotel.dk  Ferðaklúbbur eldri borgara. Skráning í ferðirnar er hafin í síma 892 3011 hjá Hannesi Há- konarsyni.  Nánari upplýsingar um þorra- gönguna er að finna á: veffang- inu: www.birna.is. Netfang: birna@birna.is, gsm: 862 8031. www.spas.about.com NÝ ferðaskrifstofa, sem starfamun að sölu- og kynning-armálum fyrir Smyril Line á Íslandi, verður formlega opnuð í dag, laugardag, í Sætúni 8 í Reykjavík. Nafn hennar Norræna ferðaskrif- stofan – Smyril Line Ísland er í sam- ræmi við nafn hinna söluskrifstof- anna sem höfuðstöðvar Smyril Line í Færeyjum reka bæði í Noregi og Danmörku. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Austfars og stjórnarformanns Smyril Line, hefur söluumboð Smyril Line undanfarin tvö ár verið í höndum ferðaskrifstof- unnar Terra Nova og þar áður var Norræna ferðaskrifstofan rekin í nokkur ár á Laugavegi 3. Í nýjum ferðabæklingi, sem kynnt- ur verður á næstu dögum, kemur fram að fjögurra manna fjölskylda getur ferðast frá Seyðisfirði til Hanstholm í Danmörku og aftur til baka með bíl í farteskinu fyrir 27.650 kr. á mann á veturna í fjögurra manna klefa með salerni og sturtu. Sams konar pakki myndi kosta 34.890 kr. á mann vor og haust, en í júlí er verðið komið í 58 þúsund kr. á mann- inn. Auk ferðanna með Norrænu er bókunar- og tryggingagjald innifalið. Vikulega á Seyðisfirði Sú nýbreytni varð í janúarbyrjun að Ísland bættist í hóp þeirra áfanga- staða sem ferjan siglir til yfir vetr- artímann og mun skipið framvegis hafa vikulega viðkomu á Seyðisfirði árið um kring. Það er bylting frá því sem var þegar gamla Norræna hafði aðeins viðkomu hér yfir sumartím- ann. „Segja má að vetrarferðirnar séu liður í að auka þjónustu Smyril Line á Norður-Atlantshafi. Mögu- leikar opnast þar með yfir vetrartím- ann fyrir ferðamenn og ekki má svo gleyma þeim möguleikum, sem skap- ast fyrir fyrirtæki, sem vilja koma vörum sínum, á markað í Evrópu á fljótan og þægilegan máta. Það er hægt á tveimur sólarhringum. Nýja Norrænan var tekin í notkun í apríl 2003 og er rúntur Norrænu ei- lítið mismunandi eftir því hvort um sumar eða vetur er að ræða. Vonir standa til að um 20. mars verði búið að gera við skemmdir á ferjunni sem urðu þegar skipið rakst á hafnarkant í Færeyjum í fyrstu vetrarferð sinni frá Íslandi. Áfangastaðir eru ávallt þeir sömu, en siglingamynstrið er annað yfir vetrartímann en sum- artímann. Þá mun félagið einnig bjóða upp á beinar siglingar milli Hanstholm og Bergen og síðan þaðan til Leirvíkur, Þórshafnar og Seyð- isfjarðar og sömu leið til baka. Fólk, bílar eða vörur Norræna tekur 1.480 farþega, 700– 800 bíla eða allt að 119 vöruvagna, sem samsvara 40 feta gámum, sem hægt er að koma fyrir í vörurými. Bókanir fyrir komandi sumar eru síst minni nú en endranær og eru for- svarsmenn fyrirtækisins því hæfilega bjartsýnir fyrir komandi ferðavertíð, en að sögn Jónasar hafa fargjöld ekki hækkað milli ára. Auk skipareksturs- ins, rekur Smyril Line Hótel Fær- eyjar í Þórshöfn auk nýlegs farfugla- heimilis, en Jónas segir að skipareksturinn sé að sjálfsögðu for- senda hótelrekstursins. Nýja skrifstofan í Reykjavík, Nor- ræna ferðaskrifstofan, er í 49% eigu Smyril Line, 49% í eigu Austfars ehf. á Seyðisfirði og í 2% eigu Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Austfars og stjórnarformanns Smyril Line.  SIGLINGAR| Með Norrænu til Íslands árið um kring Ný söluskrifstofa opnuð TENGLAR .............................................. smyril-line@smyril-line.is Norræna: Mun vikulega hafa við- komu á Seyðisfirði, allt árið. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.