Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Gíslasonfæddist í Lamb- haga á Rangárvöll- um 10. maí 1919. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Nikulásson, f. 26. febrúar 1879, d. 12. febrúar 1957, og Ingileif Böðvarsdótt- ir, f. 12. júlí 1879, d. 27. október 1923. Al- systkini Ólafs eru Nikulás, Guðrún Helga og Böðvar. Seinni kona Gísla var Valgerður Sigurþórs- dóttir, f. 25. júlí 1895, d. 18. mars 1989. Þeirra dætur eru Ingileif, sem er látin og Sigríður Þóra. Ólafur giftist 10. maí 1951 Sig- ríði Vilmundardóttur, f. 2. nóvem- ber 1924. Foreldrar hennar voru Vilmundur Árnason og Guðrún Jónsdóttir, Löndum, Grindavík. Börn Ólafs og Sigríður eru: a) Rúnar, f. 5. desember 1951, maki Helga Sigurðardóttir, f. 1. apríl 1951. Börn þeirra eru drengur, f. 24. janúar 1974, d. 27. janúar 1974, Ólafur, f. 1978, Árni, f. 1987 og María, f. 1992. b) Þórunn Svala, f. 3. maí 1953, maki Svavar Valur Jó- hannesson, f. 15. október 1961. Synir þeirra eru Sindri, f. 6. janúar 1993, d. sama dag og Styrm- ir, f. 1994. c) Guðrún Bára, f. 7. ágúst 1955, maki Árni Snævar Magnússon, f. 27. janúar 1951. Dóttir þeirra er Haf- rún Gróa, f. 1980. Dóttir Sigríðar og uppeldisdóttir Ólafs er Elsie Júníusdótt- ir, f. 5. ágúst 1945, maki Runólfur Haraldsson, f. 26. október 1941. Dætur þeirra eru Sigríður, f. 1966, Valgerður Lára, f. 1969 og Ólafía Ósk, f. 1975. Barnabarna- börnin eru 10. Í kringum tvítugt fór Ólafur á vertíð til Vestmannaeyja og gerð- ist svo togarasjómaður. 1951 gerðist hann ráðsmaður á Geld- ingalæk á Rangárvöllum. 1953 byggðu þau hjónin nýbýlið Hjarð- arbrekku og bjuggu þar til ársins 1999, er þau fluttu á Selfoss. Útför Ólafs fer fram frá Odda- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri pabbi. Nú þegar þú hefur lokið lífsgöngu þinni, er söknuðurinn sár en sorgin minni, því ég veit að þú þráðir að fara svona. Þú vildir ekki liggja lengi veikur og ósjálfbjarga á sjúkrahúsi og láta annast þig, en ég sakna þín samt svo sárt. Hvað allt verður öðru- vísi en áður. Að koma í Grenigrund- ina og þú ert ekki þar. Aðeins mamma, þið sem voruð alltaf bæði til staðar, nema þegar mamma fór í búð eða þegar þú varst úti í hesthúsi að sinna hestunum þínum og eftir að heilsan þín bilaði þegar þú fórst í þína daglegu göngutúra, annars voru þið mamma alltaf saman. Þú lifðir lífi bóndans upp úr miðri síðustu öld, þar sem lífið var vinnan og vinnan var lífið. Aldrei fannst mér þú samt vera þræll stritsins, heldur naust þú starfsins sem tengdist áhugamálinu þínu. Því hestarnir og náttúran voru þitt líf og yndi og fjall- ferðirnar þín frí þrátt fyrir að erfiðar væru. Það var ekki farið til að leika sér heldur voru þetta ferðir vor og haust þar sem ærnar voru reknar á fjall á vorin og svo smalað heim á haustin, Og hvað var svo betra á fal- legu sumarkvöldi en að taka hnakk sinn og hest og ríða út í fallegu sum- arnóttina. En þó lífið í sveitinni virt- ist stundum vera tómt strit þá er samt ekki svo. Það var oft gaman þegar við sátum öll saman inni á kvöldin og mamma prjónaði, við systkinin vorum eitthvað að sýsla og þú last fyrir okkur ljóð eða einhverja frásögn. Svo uxum við systkinin úr grasi og alvara lífsins tók við. Ég varð ein eftir hjá ykkur mömmu og annaðist búið með ykkur. Þegar ég gifti mig þá kom aldrei annað til greina en að við maðurinn minn fær- um að búa með ykkur. Fyrst inni á heimilinu ykkar mömmu, svo byggð- um við okkur hús í túnfætinum hjá ykkur. Og heima hjá ykkur bjuggum við þegar litli sólargeislinn okkar hún Hafrún fæddist. Svo liðu árin, við Árni hættum búskapnum með ykkur mömmu og þið mamma bjugguð áfram með kindurnar. Ég fór að vinna utan heimilisins líka eins og Árni gerði öll okkar búskaparár, þá var gott að eiga ykkur mömmu að í næsta húsi. Öruggt athvarf fyrir Hafrúnu ef hún var heima og svo vildir þú alltaf að ég kæmi heim í mat til ykkar í hádeginu svo ég borðaði eitthvað og þegar mamma var veik þá gast þú bara eldað sjálfur. Svona gæti ég tínt til endalaust, þú varst frábær faðir og fullkominn afi, sem sást best á því að þegar þú ætlaðir að flytja úr sveitinni þá gast þú ekki hugsað þér að skilja mig, Árna og Hafrúnu eftir og fór svo að við fórum fyrst í húsið ykkar mömmu á Sel- fossi. Síðan þegar við Árni vorum bú- in að kaupa okkur hús þá fluttuð þið mamma hingað líka. Á Selfoss fluttir þú hestana þína með þér og naust þú þess að geta verið að snúast í kring- um þá á meðan heilsa leyfði, en vorið 2002 varst þú svo mikið veikur og varst rúmliggjandi allt sumarið og eftir það gast þú ekki lengur annast hestana þína og var það erfitt fyrir þig sem alltaf þurftir að hafa eitthvað fyrir stafni. Svo þegar haustaði 2003 þá haust- aði líka hjá þér. Við sáum hvert stefndi. Þó dagarnir væru misjafnir þá leið þér aldrei vel. Þú barst þig vel en ferðirnar á heilsugæsluna urðu þéttari og innlagnir á sjúkrahúsin voru nokkrar en þú bugaðist aldrei, við sáum að þú þjáðist en þú vildir ekki viðurkenna það. Þér leið bara ekki vel þó bráði af þér suma daga og verður okkur alltaf minnistætt þegar helgi síðustu jóla gekk í garð. Þér leið svo vel og naust þú þín til fulls allt kvöldið. Glettist við Hafrúnu eins og áður en þú misstir heilsuna. En ekki varði þetta nema þessa einu kvöld- stund og 5. jan 2004 fórum við með þér síðustu ferðina á sjúkrahús. Þú varst svo þjáður en samt svo sterkur. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína og megi góður guð styrkja mömmu og fjöl- skylduna alla á þessum tímamótum. Bára. Elsku afi. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp er margs að minnast. Þau urðu ekki nema 19 árin sem ég þekkti þig en mér finnst við hafa þekkst alla ævi. Allt frá því að ég kom fyrst að Hjarðarbrekku 11 ára gömul höfum við átt ógleymanlegar stundir sam- an. Efst í huga mér núna eru allar sög- urnar sem þú sagðir mér, útreiðar- túrarnir, smalamennska með Trygg eldri og yngri, heyskapur þar sem við vorum tvö á vagninum að raða á færi- bandið; það voru sannarlega sögu- stundir. Eitt sumarið fæddist alveg dásam- legt folald í Hjarðarbrekku – það fal- legasta sem ég hef séð. Einu sinni sem oftar fórum við pabbi svo með þér að skoða hrossin og þá gafstu mér folaldið – hana Rauðhettu. Ég sveif heim og brosti allan hringinn. Ég var nú ekki gömul þegar ég fékk að keyra Opelinn út á Bjössatún – þú kenndir mér að keyra. Það var þó ekki það eina sem ég lærði í sveit- inni hjá þér. Njáluprófinu í FSU hefði ég aldrei náð án þinnar aðstoð- ar. Fróðleikur og heilræði alla daga þannig varst þú – ég fer t.d. aldrei hanskalaus á hestbak. Það var alltaf gott að koma austur í Hjarðarbrekku og síðar á Greni- grundina til ykkar ömmu. Heimilis- bragurinn var þægilegur, sumt breyttist aldrei, reglulega heyrðist kallað „Sigga, er til kaffi?“ Nú ert þú farinn en við höfum minningarnar. Missir okkar allra er mikill. Elsku amma, missir þinn er mestur. Ég votta fjölskyldunni allri samúð mína og megi góðar minningar veita okkur styrk í sorginni. Takk fyrir allt sem þið amma gerðuð fyrir okkur Hörð og alla á Hjarðarholtinu og það að við höfum fengið að vera hluti af fjölskyldunni ykkar. Hrund Harðardóttir. Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, en minningarnar mínar um þig eru margar. Frá því ég fæddist hef ég búið í nánd við ykkur ömmu, verið heimagangur hjá ykkur, og mér þótti alltaf gaman og gott að vera hjá ykk- ur. Ég var ekki nema vikugömul þeg- ar þú passaðir mig fyrst svo mamma kæmist í búð. Ég var varla farin að tala þegar ég var farin að syngja með þér. Og yfirleitt þegar við fórum eitt- hvað saman þá sungum við og sung- um, sérstaklega ef við vorum bara tvö. Þegar ég var fjögurra ára, mamma og amma voru út í fjósi og við vorum á leið inn saman. Það var orðið ÓLAFUR GÍSLASON ✝ GuðmundurÁmundason bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi var fæddur að Sandlæk í sömu sveit hinn 17. september 1913. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Selfossi 23. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Halla Lovísa Loftsdóttir skáldkona, f. 12. júní 1886, og Ámundi Guðmundsson bóndi á Sandlæk, f. 6. maí 1886. Systkini Guðmundar voru Sigríður Lilja, f. 1912; Guðrún, tvíburasystir Guðmundar, f. 1913; Loftur, f. 1914, og Hjálmar, f. 1916. Þau eru öll látin. Guðmundur var eftirsóttur verkmaður og vann margvísleg störf til sjávar og sveita. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1940. Guðmundur kvæntist 24. maí 1947 Stefaníu Ágústsdóttur, f. 12. nóvember 1924. Foreldrar henn- ar voru hjónin í Ásum, Kristín Stefánsdóttir og Ágúst Sveins- son. Börn Stefaníu og Guðmund- ar eru: 1) Ágúst, f. 30. apríl 1948, kvæntur Vöku Haraldsdóttur. Þeirra synir eru Stefán Már og Haraldur. 2) Halla, f. 27. febrúar 1951, gift Viðari Gunngeirssyni. Þeirra börn eru Haukur Vatnar, Álf- heiður og Guðmund- ur Valur. 3) Stefán, f. 21. maí 1956, kvæntur Katrínu Sigurðardóttur. Þeirra synir eru Viðar, Guðmundur og Birgir. Börn Stefáns af fyrra hjónabandi eru Halla Steinunn og Hrafn. Sonur Katr- ínar er Sigurður Hallmar Magnússon. 4) Kristín, f. 10. maí 1961. Dóttir hennar og Sigmund- ar G. Sigurjónssonar er Ingunn Ásta. Sonur hennar og Valdimars Ó. Jónassonar er Jónas Ingi. Stefanía og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap að Ás- um í Gnúpverjahreppi. Þau eiga blómlegan hóp ungra afkomenda sem nú sakna vinar í stað. Guð- mundur hóf að syngja í Hrepp- hólakirkju 17 ára gamall, og átti farsælt starf í mörgum kórum; í Hreppakórnum, Söngfélagi Hreppamanna, Karlakór Reykja- víkur og í kvartettinum Fjórir fé- lagar en lengst í Söngfélagi Stóra-Núpskirkju í meira en hálfa öld. Útför Guðmundar fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var um haustið 1976 að við Halla fluttum austur að Ásum. Ætl- uðum við að vera í vinnumennsku hjá foreldrum hennar, Stefaníu og Guðmundi, þann veturinn, meðan við værum að átta okkur á framtíð- inni. Ég hafði nýlokið háskólanámi og Halla starfað í sínu fagi í nokkur ár. Ekki var menntun okkar í fljótu bragði góð undirstaða til búskapar, ég guðfræðingur og hún leikkona og þótti ýmsum skrýtið. En ekki er að orðlengja það að þegar þessu eina ári lauk stofnuðum við félagsbú með þeim Stebbu og Gumma. Stóð það í tvo áratugi og kom aldrei upp ágreiningur í því samstarfi, varla að okkur yrði sundurorða. Það var fyrst og fremst að þakka þeirri glöðu lund sem Gummi bjó yfir og því jákvæða hugarfari og fullkomna trausti sem þau báru bæði til okkar. Alltaf hvöttu þau okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Gummi var óragur við að tileinka sér nýj- ungar, enda sagðist hann hafa lifað allar breytingar í búháttum frá því að land byggðist. Gummi var óhemju mikill verk- maður og völundur í höndunum. Þegar hann var á Hvanneyri var gefin einkunn fyrir dugnað. Þeir eru trúlega ekki margir sem hafa fengið 10 eins og Gummi. Undir þeirri ein- kunn stóð hann alla ævi. Hann var aðeins 8 ára gamall þegar smíðað var orf handa honum, og 10 ára var hann þegar hann stóð í teignum jafnlengi og fullorðnu karlmennirn- ir. Þegar honum óx fiskur um hrygg þótti hann afburða sláttumaður. Enda kunni hann að láta bíta. Ekki var hann síðri sláttumaður þegar ný tækni kom til sögunnar með sláttu- þyrlunni sem hann kvað vera mestu framför í landbúnaði frá upphafi vega. Var hann í essinu sínu þegar hann fór upp um miðjar nætur að slá. Keyrði nánast eins hratt og traktorinn komst og söng svo hátt og innilega að heyrðist á næstu bæi í logninu. Gummi var mjög góður söngmað- ur. Röddin var einhvern veginn svo geislandi. Mér þótti merkilegt að hann kunni tenórinn í öllum lögum. Ekki síður þeim sem hann lærði fyr- ir 60–70 árum. Þegar menn frá blöð- unum komu að mynda gleðskapinn í rétttunum lenti Gummi óhjákvæmi- lega á mynd þar sem hann var hrók- ur alls fagnaðar að stjórna söng. Þannig gekk hann að öllu með oddi og egg. Við skemmtum okkur stund- um við að ímynda okkur saman komið á einum stað allt það hey sem hann væri búinn að handfjatla um ævina. Þegar Gummi hætti að búa með okkur, þá kominn á níræðisaldur, hélt ég að það yrði honum erfitt, sem alltaf var sívinnandi, en hann gekk að því með sama jákvæða hug- arfarinu og þegar við hófum bú- skapinn saman. Alltaf fylgdist hann þó vel með því sem verið var að gera. Þegar við fórum að brjóta nið- ur og breyta því sem hann hafði vandað svo óhemju vel að smíða á árum áður í fjósinu gladdist hann bara með okkur og sagði að þetta yrði nú meiri munurinn. Síðustu ár- in hafa verið honum mild í öruggu skjóli tengdamóður minnar, þeirrar einstöku konu, sem vakti yfir vel- ferð hans til hinstu stundar. Ég kveð tengdaföður minn með ást og djúpu þakklæti fyrir allt sem hann hefur gefið mér. Blessuð sé minning hans. Viðar Gunngeirsson. Veðrið er afskaplega fallegt í dag, mjög kalt, sólskin og hæg gola. Mælirinn sýnir -3 gráður á Celsíus. Vaknaði um hálf 11, mjög þreytt og annars hugar. Undanfarnir dag- ar hafa vægast sagt verið erfiðir. Í dag er ósköp venjulegur miðviku- dagur hjá flestum en hjá mér er hann allt öðruvísi en aðrir miðviku- dagar hingað til. Afi minn er dáinn. Í gær var kistulagningin. Mjög erfiður dagur, og í fyrsta sinn á æv- inni sem ég er við slíka athöfn. Ég hef nefnilega verið mjög heppin, kannski heppnari en flestir, því ég hef fengið að hafa mína nánustu ættingja hjá mér alla mína tíð, næst- um 25 ár. En nú er komið að því að kveðja hann elsku afa minn. Ég hef verið í sveitinni hjá afa og ömmu frá því ég var nýfædd, alin þar upp að mjög miklu leyti og mín- um þroska- og mótunartíma sem manneskja eyddi ég að mestu þar. Þær helgar sem ég var ekki hjá pabba var ég í sveitinni, öll sumur og skólafrí, þangað til ég fór að fá mér sumarvinnu hér í bænum sem unglingur. Amma og afi hafa verð mér sem aðrir foreldrar. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og hugsa alltaf til þeirra sem klettanna í hafi mínu. Afi minn var góður og merkilegur maður. Hann vann mikið alla tíð og í raun er ótrúlegt hvað hann var vel á sig kominn miðað við aldur og langt ævistarf. Kannski er það líka þess vegna sem hann lifði jafnlengi og hann gerði, hann hafði ótrúlega mik- ið þol og þrek. Hann hafði líka húm- or og þótti óskaplega gaman að segja frá. Mundi ótrúlegustu hluti og atburði, líka nöfn á flestöllum manneskjum sem hann hafði eytt tíma með um ævina, ættartölur þeirra og hvaðan þær voru af land- inu og frá hvaða bæjum! Frásagnir hans voru hnyttnar og skemmtileg- ar og vandað málfar ávallt í fyrir- rúmi. Hann átti það til að bölva dá- lítið, en gerði það líka á góðri íslensku og sletti aldrei. Hann sagði líka hvurnig og seytján í staðinn fyr- ir hvernig og sautján. Ég tel mig hafa lært að tala góða íslensku hjá afa og ömmu, hátt og skýrt. Maður á að vera stoltur af móðurmáli sínu og reyna að vanda málfarið. Afi var ákveðinn maður og vildi að hlutirnir væru gerðir á ákveðinn hátt, með sama laginu, en hann var samt opinn fyrir nýjungum og dug- legur að kynna sér og nýta nýja tækni í búskapartíð sinni. Það var líka tími örra breytinga í heiminum, nýjungunum og tækninni fleygði fram. Hann sagði mér einu sinni frá því þegar hann sá bíl í fyrsta sinn, þeg- ar hann var barn á Sandlæk. Hann varð svo hræddur að hann hljóp inn í bæ. Hann sagði mér líka að hann hefði farið fótgangandi í skólann frá Sandlæk. Mér þótti það fullkomlega eðlilegt þar til ég vissi að hann hefði verið í Ásaskóla og það gat tekið hann heilan dag að fara á milli, ef veður var vont. En hann gekk samt. Þannig var afi, gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Og snemma beygðist krókurinn. Líka hjá mér. Ég er nemandi við Háskóla Íslands í sálfræði og langar í framtíðinni, ef Guð lofar, að leggja fyrir mig afbrotafræði eða að vinna með unglingum sem eiga í vanda. Afi varð fljótt var við sívaxandi áhuga minn á sakamálum og morð- gátum þegar ég var krakki. Ég held að ég hafi verið um ellefu ára þegar ég fór að sitja um Emil póst á laug- ardögum því ég vissi að í helgarblaði Tímans væri heil blaðsíða með skuggalegu og sóðalegu morðmáli frá útlöndum (þannig mál gerðust nefnilega bara í útlöndum sagði amma) … Afi tók eftir þessum áhuga mínum og leist ekki á blik- una. Hann fór því líka að sitja um helgarblaðið til að ná því á undan mér. Oftar en ekki taldi ég mig hafa náð Tímanum fyrst og hugsaði mér gott til glóðarinnar en þegar ég fletti blaðinu greip ég í tómt. Afi hafði verið á undan mér og klippt GUÐMUNDUR ÁMUNDASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.