Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 35 Enginn efast um vinsældirkaffihúsa og alls staðar íheiminum eru þau orðin hluti af daglegu lífi borgarbúa. Færri vita eflaust að í New York borg hafa þó nokkur tehús sprottið upp á undanförnum árum. Lengi vel hefur fína fólkið getað farið í síðdegiste á Hotel Plaza, en nú hafa mörg önnur tehús hafið starfsemi og verðið oft betra en á Hotel Plaza. Fyrir 12 árum opnaði Nicky Perry til dæmis tehúsið Tea and Sympathy. Vinsældir staðarins eru slíkar að um helgar myndast venju- lega röð fyrir utan. Kannski stafar hún af ströngum reglum eigandans sem hefur hengt upp miða við dyrnar þar sem meðal annars stendur: „Þú skalt bíða fyrir utan þar til allir í hópnum þínum eru komnir. Þeir sem koma of seint fá ekki borðið sem þeir pöntuðu. Hugsast getur að þú verðir beðinn um að skipta um borð. Ef við þurfum ekki borðið fyrir aðra viðskiptavini mátt þú vera allan daginn, en ef einhverjir bíða eftir borði og þú ert búinn að borða er kominn tími til að fara. Þetta gildir fyrir alla.“ Kannski betra að taka síðasta atrið- ið skýrt fram því margt frægt fólk leggur leið sína á staðinn, svo sem Kate Moss, Judy Dench og Julie Andrews. Eflaust forvitnilegt að heimsækja Tea and Sympathy og fleiri tehús í New York. Tehús í tísku í New York  LÍFSSTÍLL Nokkur tehús í New York: Tea and Sympathy 108-110 Greenwich Avenue www.teaandsympathynewyork- .com The Pierre Hotel 2 East 61st Street The Plaza Fifth Avenue við Central Park South www.fairmont.com/ theplaza Teany 90 Rivington St. Wild Lily Tea Room 511-A W22ND ST www.wildlilytearoom.com Wild Lily Tea Market 545 E 12th Street East Village www.wildlilyteamarket.com Green Tea Café 45 Mott Street www.greenteacafe.com Ten- Ren’s Tea Time 79 Mott Street Aðsókn: Tehúsið Tea and Sympathy nýtur slíkrar hylli að um helgar mynd- ast venjulega röð fyrir utan. OF MIKIL saltneysla eykur hættu á magakrabbameini, að því er vís- indamenn hjá japönsku krabba- meinsrannsóknastöðinni hafa kom- ist að í ellefu ára langri rannsókn á 40 þúsund miðaldra Japönum. Í rannsókninni komast þeir að því að hætta á magakrabba allt að tvöfald- ist hjá þeim, sem borða mikið af sölt- uðum mat. Greint hefur verið frá rannsókninni í riti breska krabba- meinsfélagsins. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að tak- marka saltneyslu í reglulegu mat- aræði, en magakrabbi er önnur al- gengasta orsök krabbameins- dauðsfalla í heiminum, en af völdum sjúkdómsins er talið að um 776 þús- und manns hafi látist árið 1996. Vís- indamönnum er þegar kunnugt um að mikil saltneysla getur orsakað magabólgur, sem þróast geta út í krabbamein, og einnig sé vert að hafa í huga að óhófleg saltneysla geti haft skaðleg áhrif á hjartað. Bent er á að söltun, súrsun og reyking séu aldagamlar og vinsælar aðferðir við geymslu matvæla í Jap- an, en eftir því sem vestrænum mat- arvenjum hefur þar fleygt fram hef- ur fjöldi magakrabbatilfella minnkað, en í staðinn hefur orðið vart fjölgunar brjósta- og rist- ilkrabbameinstilfella, líkt og á Vest- urlöndum. Salt og maga- krabbamein  HEILSA Saltneysla: Hætta á magakrabba allt að tvöfaldast hjá þeim sem borða of mikið af söltuðum mat. Útsala útsala Síðustu dagar Yfirhafnir 50% afsláttur Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Redusan®+ er notað til að hafa stjórn á þyngdinni. Redusan®+ er unnið úr gæðakítosani (skeldýratrefjum) frá Primex á Siglufirði. Redusan®+ inniheldur einnig króm. Trefjarnar í kítósani binda fitu, þannig að hún frásogast ekki í líkamann heldur hverfur út með öðrum úrgangi. Klínískar rannsóknir sýna að sú tegund króms (ChromeMate®) sem notað er í Redusan®+ hefur heilsubætandi eiginleika. Meðal annars getur það stuðlað að styrkingu vöðva samfara því að líkamsfita minnkar. Auk þess dregur það úr sætufíkn. Fita er mikilvægur þáttur daglegrar fæðu. Að jafnaði neytir fullorðinn einstaklingur tvöfalt meiri fitu en hann þarfnast. Yfirvigt eykur hættu á m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, háum blóðþrýstingi og sykursýki II. Redusan®+ getur samfara góðri hreyfingu og réttu fæði stuðlað að betri stjórn á þyngdinni og þar með aukið heilbrigði og vellíðan. Kítósan sem er jákvætt hlaðið dregur að sér fitusameindir sem eru neikvætt hlaðnar. Þar með bindur kítósan fituna og fyrirbyggir að hún frásogast í líkamann. Þegar þú kaupir 2 pakka færðu 3ja pakkann í kaupbæti Gildir til 7. febrúar - Neikvæðar fituagnir + Jákvætt kítósan 3 fyrir 2 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.