Morgunblaðið - 31.01.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 31.01.2004, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 57 KRABBAMEINSFÉLAGINU og Samhjálp kvenna hefur verið af- hentur ágóði af sölu og söfnun í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini. Í mörgum löndum hefur októbermánuður ár hvert verið helgaður árvekni um brjóstakrabbamein. Íslendingar tóku nú í fjórða sinn þátt í þessu átaki á þann hátt að Artica, um- boðsaðili Estée Lauder, Clinique og Origins, og þrjátíu útsölustaðir fyr- irtækisins seldu drykkjarbrúsa merkta tákni átaksins, bleikri slaufu. Salan gekk mjög vel og hlut- fallslega mun betur en í nálægum löndum. Einnig var tekið við frjáls- um framlögum í sérmerkta söfn- unarbauka. Ágóðanum, 1.044 þús- und krónum, verður varið til að gera fræðslumyndband um gildi brjóstaskoðunar og brjóstakrabba- meinsleitar. Söfnunarbaukar voru einnig á af- reiðslustöðum Kaupþings-Búnaðar- banka, aðalstyrktaraðila Krabba- meinsfélagsins, og söfnuðust 507 þúsund krónur, sem verður varið til rannsókna á brjóstakrabbameini. Árvekniátakið fólst einnig í því að vekja athygli á þessum sjúk- dómi, sem tíunda hver kona á Ís- landi greinist með einhvern tíma á lífsleiðinni, fræða um hann og hvetja konur til að nýta sér boð leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini og vilji þakka öllum sem lögðu átakinu lið. Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna (lengst til vinstri), og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, tóku við ágóða af sölu og söfnun vegna bleiku slaufunnar frá Evu Garðarsdóttur Kristmanns og Guðlaugi Kristmanns frá Artica. Átak gegn brjóstakrabbameini Afhentu söfnunarfé Kristileg skólasamtök kynna starfsemina KRISTILEG skólasmtök, KSS, standa þessa dagana fyrir kynning- arátaki meðal nemenda 10. bekkjar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að kynna starfsemi samtakanna og benda ungu fólki á valkost þar sem allir eiga að vera öruggir fyrir vímuefnaneyslu. Starfsemi samtakanna fer fram með ýmsum hætti. Á laugardags- kvöldum kl. 20.30 er fundur í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg þar sem ýmis mál eru rædd út frá sjón- arhorni kristinnar trúar. Skipulagn- ing, stjórnun, söngur og tónlist á fundunum í höndum félga í samtök- unum sem miða starf sitt við aldur- inn 15–20 ára. Tvisvar á ári eru haldin kristileg skólamót í sumarbúðunum í Vatna- skógi og nýársnámskeið í byrjun árs í einhverjum af sumarbúðum KFUM og KFUK. Samtökin standa einnig fyrir kynningum í framhaldsskólum landsins og gefa út blaðið Okkar á milli. Dreifa margmiðlunardisknum „Líf án vímu“ Kynningarfundur verður í dag, laugardaginn 31. janúar kl. 20.30 og eru allir unglingar á aldrinum 15–20 ára velkomnir. Í tengslum við kynn- ingarátakið er dreift marmiðlunar- disknum Líf án vímu sem samtökin hafa útbúið og fjölfaldað með styrk frá Forvarnarsjóði og Ungu fólki í Evrópu. Gönguferðir Göngugarpa ÍT ferða í febrúar Sunnudaginn 1. febrúar verður hist við Nauthól kl. 11 og gengið inn Fossvog út Kársnes og inn að Sólarbjargi og upp að Kópa- vogskirkju. 8. febrúar, hist við Kópavogskirkju kl. 11. Gengið meðfram ströndinni fyrir Arnarnesið og endað í Stálvík. 15. febrúar, hist við Vífilsstaði kl. 11 og gengið í nágrenni Vífilsstaða- vatns. 22. febrúar, hist við Vetnis- stöðina v/Vesturlandsveg kl. 11. Gengið frá Rauðavatni hring í heið- inni í kringum vatnið. 29. febrúar, hist við Hafnarfjarðarkirkjugarð kl. 11. Hvaleyrarvatnshringur. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÍT ferða: www.itferdir.is Opið hús í Púlsinum Púlsinn ævin- týrahús í Sandgerði verður 1 árs á morgun, sunnudaginn 1. febrúar. Í tilefni þess verður opið hús fyrir gesti frá kl. 13–16 í dag, þar sem fólk getur kynnt sér starfsemi hússins og m.a. skráð sig á námskeið sem hefj- ast í febrúar. Boðið er upp á ýmis námskeið s.s. jóga, barna- og ung- lingaleiklist, dans, söng, afrótromm- ur og gítar. Hægt er að lesa nánar um námskeiðin á www.pulsinn.is. Fyrsta fræðslukvöld Púlsins verður í kvöld kl. 20. Þar kemur Gaui litli í heimsókn og fjallar um megrun. Í DAG Kynningarfyrirlestur um jóga Guðjón Bergmann heldur kynning- arfyrirlestur um jóga sem lífsstíl á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.20. Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni er 14 vikna námskeið fyrir þá sem vilja blanda jógafræðunum við nútíma- legan lífsstíl. Námskeiðið saman- stendur af sjö tveggja tíma fyrir- lestrum ásamt 14 vikna aðgangs- korti í jógastöðina jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38, 3. hæð, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um ímynd fyrirtækja verður haldið miðvikudaginn 4. febrúar kl. 8.30–16. Á námskeiðinu eru notaðar aðferðir við ímyndar- sköpun sem geta nýst fyrirtækjum af öllum stærðum og gefið þeim for- skot í samkeppni. Þátttakendum gefst tækifæri á að skilgreina fyrir- tæki sitt og marka stefnu sem hjálpar þeim að finna einkenni fyrirtækisins og línur varðandi útlit kynningargagna eða auglýsinga- efnis. Fyrirlesari er Halla Guðrún Mixa, hönnunarstjóri hjá Mixa hönnun og auglýsingum. Skráning á http:// www.endurmenntun.hi.is/mark- sth_flokk.asp?ID=102v04 Einnig má skrá sig í síma Endurmennt- unar. Alþjóðlegt markaðsnám fyrir stjórnendur og sérfræðinga Þriðjudaginn 10. febrúar nk. hefst að nýju CIM (Chartered Institute of Marketing) markaðsnám í Há- skólanum í Reykjavík. Með sam- starfi Háskólans í Reykjavík og CIM gefst stjórnendum fyrirtækja kostur á að stunda sérsniðið mark- aðsfræðinám samhliða vinnu. Um er að ræða markaðsnám á háskólastigi sem leiðir til alþjóðlegar CIM gráðu. Kennt er tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17–20 og er allt efni á ensku. Þeir sem hafa þriggja ára reynslu af mark- aðsmálum og/eða háskólagráðu geta sótt námið. Opinn kynningarfundur verður haldinn kl. 17.15, á þriðju- daginn þriðjudaginn 3. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Samtals eru fjögur námskeið í boði, tvö þeirra eru kennd í vor en tvö á haustönn 2004. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Stjórnenda- skólans: www.stjornendaskoli.is og/ eða í tölvupósti á CIM@ru.is Á NÆSTUNNI SJÖ stuðningshópar innan vé- banda Krabbameinsfélagsins hafa sent Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af yfirvofandi samdrætti í starfi Landspítala – háskólasjúkra- húss og óttast að hann geti bitnað meðal annars á endur- hæfingu og þeim sálfélagslega stuðningi sem í boði hefur verið fyrir krabbameinssjúka. Í bréfinu kemur fram að mik- il þörf er fyrir andlegan, líkam- legan og félagslegan stuðning við krabbameinssjúklinga og aðstandendur á ýmsum stigum sjúkdómsferilsins, einkum þó við greiningu og eftirmeðferð þegar umönnun á sjúkrahúsi lýkur, en endurhæfing krabba- meinssjúkra í Kópavogi hefur starfað á þriðja ár. „Það er einlæg von okkar að þessi farsæla og mikilvæga starfsemi endurhæfingarsviðs- ins fái að halda áfram sem sam- felld þjónusta fyrir krabba- meinssjúka og að ekki myndist tímabil þar sem þjónusta þessi verði felld niður eða skert, hvort sem horft er til lengri eða skemmri tíma, þrátt fyrir erf- iðleika í fjárhag Landspítala – háskólasjúkrahúss,“ segir í bréfi stuðningshópanna. Undir bréfið skrifa forsvars- menn Krafts, Nýrrar raddar, Samhjálpar kvenna, Stóma- samtaka Íslands, Styrks, Stuðningshóps karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og Stuðningshóps kvenna með krabbamein í eggjastokkum. Áhyggjur af samdrætti á LSH fiarf lög um uppbrot og myndun hringa í vi›skiptum? Kjördæmafling reykvískra sjálfstæ›ismanna í dag, laugardaginn 31. janúar 2004, Hótel Sögu, Sunnusal A›alfundur Var›ar – Fulltrúará›s sjálfstæ›isfélaganna í Reykjavík 1. Venjuleg a›alfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Ávarp formanns Sjálfstæ›isflokksins og forsætisrá›herra, Daví›s Oddssonar Opinn fundur: „fiarf lög um uppbrot og myndun hringa í vi›skiptum?“ Forma›ur Var›ar – Fulltrúará›sins, Margeir Pétursson, flytur inngangsor› Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálará›herra Sigflrú›ur Ármann, laganemi HÍ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar Óli Björn Kárason, bla›ama›ur Pallbor›sumræ›ur Stjórnandi: Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi fiingforseti: Ásta Möller, varaflingma›ur fiorrablót sjálfstæ›isfélaganna í Reykjavík Fer fram í Valhöll Húsi› opna› kl. 19.00 Hei›ursgestur: Árni Mathiesen, sjávarútvegsrá›herra Blótsstjóri: Birgir Ármannsson, alflingisma›ur 13.15 14.30 20.00 Dagskrá: Vör›ur – Fulltrúará› sjálfstæ›isfélaganna í Reykjavík Sjálfstæ›isflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum BREIÐAVÍK 77 OPIÐ HÚS LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 12.00 TIL 14.00 Opið hús laugardag og sunnudag frá kl: 12.00 til 14.00. Til sölu hjá okkur á Hóli er þetta glæsilega einbýlishús í hæsta gæðaflokki á ákjósanlegum stað rétt fyrir utan borgina. Húsið er á einni hæð og við byggingu þess var vandað til allra verka jafnt að innan sem utan. Frá húsinu er feykigott útsýni þar sem Esjan fannhvít ofanlút leikur aðalhlutverkið og gönguleiðir allt frá Gufunesi inn í Mosfellsbæ. Endilega lítið við, sjón er sögu ríkari. Sölumaður er Lárus - Sími: 595 9090 Fax: 595 9091 - Gsm: 824 3934 Netfang: larus@holl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.