Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... Víkverji er enginn sérstakur hand-boltabrjálæðingur, en honum þykir alltaf gaman að sjá strákana okkar hlaupa og puða landi og þjóð til sóma. Þessir strákar eru góðar fyrirmyndir og hafa staðið sig óskaplega vel í gegnum tíðina. Sér- staklega þykir Víkverja vænt um Sigfús Sigurðsson, sem er merkileg blanda, í senn skjaldarrandabítandi berserkur og glaðlynt ljúfmenni. Móður Víkverja þykir vænst um Ólaf Stefánsson, henni finnst hann allra manna prúðastur og bendir jafnan á hann þegar spurt er um fyr- irmynd handa sonum sínum. „Þarna fer sannkallað prúðmenni,“ segir mamma Víkverja með andakt. Við eigum öll okkar uppáhald. En hvers vegna, þegar hlutirnir ganga ekki upp í einni keppni, eru allir svona leiðinlegir við þessa menn, sem við vitum að eru að gera sitt besta? Víkverji horfði á leikina og var vissulega leiður yfir því að lið- ið féll úr keppninni, en það gerist. Öll lið falla einhvern tíma úr ein- hverjum keppnum, allir eiga sína slæmu daga. Það fer fátt meira í taugarnar á Víkverja en kverúlantar sem sitja í sófum í sjónvarpssal eða í útvarpi eða hvar sem er og voga sér að röfla og væla yfir frammistöðu liðsins og tala eins og þeir viti allt um handbolta og allt um hvernig strákunum líður. Í dentíð voru þess- ir menn kallaðir „beturvitar“ og stundum „sófakommar“ ef umræðan var á stjórnmálalegum nótum. Víkverja fannst allt í lagi að liðið okkar var ekki í toppbaráttunni í þetta skipti. Þetta hvetur þá til að gera betur, þeir vita það. Þjóðin þarf ekki að skammast sín fyrir þessa drengi, þeir eru góðir íþróttamenn og okkur öllum til sóma. Fæst okkar vita hvernig mönnum líður sem eru undir slíkri pressu sem handboltalandsliðið okkar er. Keppnin er orðin svo mikil að menn þjást af sífelldum meiðslum og streitu. Ofan á það bætist síðan háð og nöldur þúsunda sófakartaflna sem hugsa ósköp lítið út fyrir eigin heim. Þetta finnst Víkverja leið- inlegt. Við eigum að styðja við bakið á íþróttamönnunum okkar, jafnvel og sérstaklega þegar þeim gengur illa. Það dugar ekki að halda bara með þeim þegar þeim gengur vel. Vissulega mega þeir vera hnuggnir yfir slæmu gengi, en þeim ber sann- arlega engin skylda til að biðja þjóð- ina afsökunar. Víkverja finnst Íslendingum engin skömm að því þótt strákarnir okkar fari snemma heim einu sinni. Vík- verji finnur ekki fyrir neinni nið- urlægingu fyrir hönd þjóðar sinnar þó að við gerðum jafntefli við Tékka, þeir stóðu sig mjög vel í leiknum og áttu jafnteflið skilið. Víkverja finnst hins vegar alger skömm að því ef við getum ekki séð sóma okkar í því að taka vel á móti þeim og fagna þeim, því þeir eiga það sannarlega skilið. Þetta eru góðir drengir. Morgunblaðið/RAX Ólafur er góð fyrirmynd fyrir börn- in, drengilegur og duglegur kappi. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Um blogg AÐ undanförnu hefur tölu- vert verið rætt um notkun, eða öllu heldur misnotkun á Netinu. Á ég þar aðal- lega við svokallaðar spjall- rásir og bloggsíður. Ég er einn af þessum tölvuáhugamönnum, sem nota Netið talsvert og hef gaman af því að vafra þar, og fara meðal annars inn á bloggsíður. Oft hef ég lent inn á skemmtilegar blogg- síður, eftir ábendingar frá vinum og vinnufélögum. Þar eru oft hugleiðingar frá fólki sem kann að koma þeim á framfæri með skemmtilegum stíl. En mér hefur líka verið bent á skuggahliðar á þessum bloggskrifum. Ég hef farið inn á blogg- síður, þar sem grófar æru- meiðingar og rógsherferð- ir hafa verið hafðar í frammi gegn saklausu fólki. Í sumum tilfellum hefur fólk verið nafn- greint, en ekki endilega, en þá hafa nógu margar vís- bendingar verið gefnar til að ekki fari á milli mála um hverja er rætt. Það virðast ýmsar hvatir liggja að baki hjá þessum bloggurum. Þarna virðist stundum vera um að ræða vanheilt fólk, haldið þrá- hyggju. Einnig virðist mega sjá þarna hatur, öf- und og afbrýðisemi. Stund- um fer þetta allt saman og þá verður útkoman vægast sagt ljót. Margir bloggarar halda að svona skrif séu sambærileg við dagbókar- skrif. Það er að sjálfsögðu mikill misskilningur. Dag- bók er geymd ofan í skúffu eða undir kodda, en blogg- ið er öllum opið á Netinu og um það gilda meiðyrða- lög eins og um dagblað væri að ræða. Bloggarar mynda oft hópa með svokölluðum linkum, þar sem hægt er að komast með einum músarsmelli inn á blogg- síðu annarra bloggara. Þeir hafa síðan linka til enn annarra bloggara, þannig að heildarhópurinn getur orðið ansi stór. Þetta þýðir að ef eitt- hvað krassandi kemur upp, berst það meðal fólks eins og eldur um sinu. Ég er búinn að sjá það mörg til- felli af svona löguðu, að ég gat ekki orða bundist. Mér er kunnugt um að lögreglan er sein til að sinna kærum frá þolendum slíkra rógsherferða og er það að sjálfsögðu vítavert. Þessum skrifum mínum er ekki beint gegn einhverj- um ákveðnum bloggurum, heldur almennt gegn róg- bloggurum, sem misnota þetta tjáningarform með þessum hætti. Fróðlegt væri að heyra frá fleirum sem þekkja samskonar til- felli og ég hef nefnt, því ég tel nauðsynlegt að auka umræðu um þessi mál, ef það mætti verða til að stemma stigu við þessum ósóma. Tölvunotandi. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR fallegir kettlingar, kassavanir, óska eftir að komast á gott heimili. Upplýsingar í síma 691 2786. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið alla virka daga frá kl. 9–17. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Nýtt nám- skeið í leirmótun, postulínsmálun og glerlist hefst 4. febrúar kl. 9. Félag breiðfirskra kvenna. Aðalfundurinn verður mánudaginn 2. febrúar kl. 20. Venju- leg aðalfundarstörf, kaffi og spjall. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, á morgun, sunnudag, kl. 14. Kaffiveitingar. Fysti dagur í fjögurra daga keppni. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard.: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leiðir 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apóteki Sogavegi 108, Árbæjar Apóteki Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Bóka- búðinni Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- inni Emblu Völvufelli 21, Bókabúð Graf- arvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogi: Kópavogs Apóteki, Hamraborg 11. Hafn- arfirði: Lyfju, Set- bergi. Sparisjóðnum, Strandgötu 8–10, Keflavík: Apóteki Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankanum Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranesi: Hagræði hf., Borg- arnesi: Dalbrún, Brák- arbraut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmi: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafirði: Pósti og síma, Að- alstræti 18. Stranda- sýslu: Ásdísi Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- stöðum: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifirði: Pósti og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborgu Einarsdóttur Hafn- arbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- firði: Blómum og gjafa- vörum Aðalgötu 7. Hvammstanga: Versl- uninni Hlín Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrunum Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsinu í Reykjahlíð. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjum: Apóteki Vestmanna- eyja Vestmannabraut 24. Selfossi: Selfoss Apóteki Kjarn- anum. Í dag er laugardagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.)     ÁMúrnum eru mennekki par hrifnir af skýrslu Huttons lávarðar í Bretlandi, sem fríað hef- ur Tony Blair af ásök- unum um að hafa haft áhrif á að vopnasérfræð- ingurinn David Kelly fyr- irfór sér, eða á skýrslu leyniþjónustunnar um efnavopnaeign Íraka. „Blair hefur farið mik- inn í þinginu og hamrað á því að Hutton tali skýrt og tæpitungulaust,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé í pistli á Múrnum. „Í því skyni er fróðlegt að lesa skýrsluna því erfitt er að komast að sömu nið- urstöðu og forsætisráð- herrann í þessu efni. T.a.m. kemst Hutton að þeirri niðurstöðu að starfsmannastjóri Blairs, Jonathan Powell, hafi beðið um að kafli sem fjallaði um möguleikann á því að Hussein notaði efna- og sýklavopn ef ógn steðjaði að honum yrði endurskrifaður. Það var gert og allir fyrirvarar teknir út. Hutton segir líka að Alastair Campbell, ráðgjafi Blair, hafi beðið um að orðalagi skýrsl- unnar sem kvað á um möguleika íraska hersins á að nota efnavopn innan 45 mínútna yrði breytt úr may be able í are able. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir sem Hutton tí- undar í skýrslu sinni kemst hann að þeirri nið- urstöðu að ríkisstjórnin hafi ekki á nokkurn hátt reynt að breyta skýrsl- unni þannig að hún rök- styddi málflutning Blairs enn frekar (það sem tjall- inn hefur nefnt „sexing up“).     Þannig sýknar lávarð-urinn stjórnvöld af einni aðalásökuninni sem BBC bar fram í frétt um afskipti stjórnvalda af skýrslugerðinni á undur- furðulegan hátt. Enn furðulegri er sú nið- urstaða Huttons að þrátt fyrir að Blair hafi sjálfur setið fund þar sem lagt var á ráðin um það hvern- ig nafni Kelly yrði lekið í fjölmiðla, hafi forsætis- ráðherrann hegðað sér á heiðvirðan hátt og verið samkvæmur sjálfum sér.“     Hutton-skýrslan er þvíekkert annað en aumt yfirklór til að firra bresk stjórnvöld ábyrgð á mannlegum harmleik sem þau komu af stað,“ skrifar Kolbeinn. „Þess í stað er BBC kennt um allt og nú þegar hefur stjórn- arformaður þess þurft að segja af sér. Það sem er þó merkilegast við skýrsl- una er hins vegar ekki það sem í henni stendur, heldur þvert á móti það sem ekki kemur fram í henni.“ Þar nefnir Kolbeinn forsendur innrásarinnar í Írak, þá staðreynd að engin efnavopn hafi fund- ist, að alþjóðlegir eft- irlitsaðilar telji þau ekki til, og að fleiri hafa látið lífið undir stjórn Banda- ríkjamanna og Breta í Írak en á síðasta valda- skeiði Saddams Hussein og að yfir 13.000 manns sitji í fangelsi í Írak án ákæru. STAKSTEINAR Yfirklór Huttons LÁRÉTT 1 svipað, 4 auðveldur, 7 maula, 8 blómum, 9 rangl, 11 ill kona, 13 tölu- stafur, 14 óskar eftir, 15 líf, 17 spil, 20 skordýr, 22 þýðgengur, 23 gluggi, 24 undin, 25 synja. LÓÐRÉTT 1 þrælkun, 2 örlátur, 3 mjög, 4 útlit, 5 skvettir, 6 rödd, 10 mannsnafn, 12 þegar, 13 sterk löngun, 15 einfaldur, 16 org, 18 menntastofnun, 19 rétta við, 20 næði, 21 ógæfa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hjákátleg, 8 lætur, 9 kelda, 10 rok, 11 neita, 13 akrar, 15 gulls, 18 áflog, 21 auk, 22 tómat, 23 aflar, 24 hranalegt. Lóðrétt: 2 játti, 3 kurra, 4 takka, 5 eflir, 6 flón, 7 gaur, 12 tól, 14 káf, 15 gáta, 16 lemur, 17 satan, 18 ákall, 19 lé- leg, 20 gert. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.