Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 45
Nú er mikill minn missir þar sem
þú ert farinn á annan stað.
Þær eru ótal margar heimsóknir
mínir til ykkar ömmu frá því ég byrj-
aði að hlaupa til ykkar á Brekkugöt-
una um tveggja ára aldur. Þar tókst
þú alltaf á móti mér opnum örmum.
Alltaf hefurðu verið tilbúinn til þess
að gera allt fyrir mig og þ. á m.
skutla mér allt og voru það ófá skipti
sem ég hringdi og bað þig um það.
Bíltúrarnir okkar ásamt ömmu eru
mér mjög minnisstæðir þar sem við
fórum alltaf reglulega frá því ég var
lítil stelpa og síðasti bíltúrinn okkar
var 3. janúar sl. og þykir mér mjög
vænt um þennan síðasta bíltúr okk-
ar.
Þú varst alltaf duglegur að stríða
mér sem ég hafði alltaf svo gaman af
og gerðum við oft grín hvort að öðru.
Stuðningur þinn í veikindum
mömmu hefur verið mér og minni
fjölskyldu alveg ómetanlegur. Þú
hefur veitt okkur oft mikla gleði á
erfiðum stundum þegar við höfum
virkilega þurft á því að halda. Ég hef
verið svo rík að eiga þig að. Þú hefur
kennt mér svo margt, gefið mér svo
margt og veitt mér svo mikla gleði og
stuðning á bæði góðum og erfiðum
stundum.
Takk fyrir allt, elsku afi. Ég kveð
þig með söknuði.
Guð blessi og styrki ömmu í sorg-
inni.
Þín afastelpa
Berglind Jóhannsdóttir.
Kæri vinur, það er skrítið að koma
til Eyja og þú ekki lengur hér sem
varst vanur að taka á móti okkur. Við
vorum vanir að fara í bíltúr um eyj-
una og ræða saman um lífið og til-
veruna en þó aðallega bústaðinn okk-
ar. Að loknum bíltúrnum fórum við
til þín og fengum okkur einn bjór, því
þú máttir ekki fá þér meira vegna
sykursýkinnar.
Við höfum alltaf verið góðir vinir,
alveg frá því að ég kom inn í fjöl-
skylduna. Það var stutt á milli okkar
því við bjuggum í sömu götu. Börnin
okkar sóttu mikið til ykkar Biddu og
eitt þeirra ílentist hjá ykkur eftir
gos. Það var Júlía, því við fluttum til
Keflavíkur en Júlía vildi heldur vera
í Eyjum. Þið reyndust henni góðir
foreldrar. Þú varst nú alltaf hrókur
alls fagnaðar í öllum barnaafmælum
og ég tala nú ekki um öll ættarmótin
norður á Hóli á Siglufirði.
Í gosinu 1973 urðu þáttaskil í lífi
okkar beggja. Bidda fór austur á
hérað en Eygló fór með börnin til
Keflavíkur og við settumst þar að
eftir gos. Við Baldur urðum eftir við
björgunar- og skyldustörf í Eyjum
Baldur var verkstjóri í gúanóinu og
ég var að vinna við björgunarstörf og
síðan hjá Baldri í gúanóinu. Við tveir
bjuggum heima hjá þér á Brekku-
götunni meðan á þessu stóð þannig
að þú varst einn af þeim sem fluttu
aldrei frá Eyjum.
Baldur var alltaf tilbúinn að hjálpa
okkur þegar við vorum að byggja.
Árið 1988 keyptum við sumarbústað
saman í Grímsnesinu sem við nefnd-
um Brekkukot eftir götunni okkar í
Eyjum. Þar var oft kátt í koti og
margar ánægjustundirnar áttum við
saman þar, ekki síst þegar þú varst
að grilla, því þú varst aðal grillmeist-
arinn. Þá kallaðir þú: Hvar er sósan?
Þá var farið inn og náð í eitt glas af
rauðvíni handa kappanum og síðan
var skálað.
Þú varst svo heppinn að fá að upp-
lifa það að fá hitaveitu og heitan pott
í bústaðinn okkar, það er sorglegt að
vita til þess að þú skyldir ekki fá að
njóta þess lengur.
Við hjónin þökkum allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman.
Einnig eru samúðarkveðjur frá
Finni, Rikka , Eddu, Þórunni og fjöl-
skyldum þeirra.
Bidda mín, megi góður guð styrkja
þig í þessari miklu sorg.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Bergmann (Beddi) og Eygló.
Fleiri minningargreinar
um Baldur Kristinsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 45
✝ Elísabet Krist-jánsdóttir fæddist
á Svínhól í Miðdölum
1. desember 1919.
Hún lést að heimili
sínu í Vestmannaeyj-
um að morgni föstu-
dagins 23. janúar síð-
astliðinn. Foreldar
hennar voru Kristján
Nikulásson frá
Kringlu í Miðdölum, f.
8.6 1884, d. 17.2. 1985,
og Ágústína Ög-
mundsdóttir frá
Breiðabólstað í Mið-
dölum, f. 3.7 1889, d. 20.9. 1952.
Bræður Elísabetar eru Sumarliði,
f. 9.10. 1913, d. 16.10. 1981, og
Þorsteinn, f. 28.6. 1915.
Elísabet giftist 13.5. 1939 Jóni
Stefánssyni frá Fagurhól í Vest-
mannaeyjum, f. í Vestmannaeyj-
um 28.8. 1909, d. 19.3. 1991. For-
eldrar Jóns voru Stefán Ólafsson,
f. 7.12 1882, d. 4.3. 1967, og Guð-
rún Sigurlaug Jónsdóttir, f. 30.5
1885, d. 25.1. 1957.
Börn Elísabetar og Jóns eru: 1)
Gunnar Stefán, f. 20.8. 1939. Maki
Ragnheiður Björgvinsdóttir, f.
28.3. 1942. Börn þeirra: a) Ívar, f.
6.8. 1968, maki Ragna Lára Jak-
obsdóttir og börn þeirra Ingunn
Sara, f. 6.12. 1995 og Davíð Þór, f.
26.4 2001. b) Jón Ragnar, f. 16.4.
1975. 2) Hermann
Kristján, f. 10.6. 1945.
Maki Herdís Tege-
der, f. 26.9. 1940. 3)
Ágústína, f. 11.10.
1949. Sambýlismaður
Jóhann Ásgeirsson, f.
24.5. 1957. Dóttir
Ágústínu er Elísabet,
f. 12.10. 1975.
Elísabet ólst upp
hjá foreldrum sínum
á Svínhól en fluttist
með þeim til Reykja-
víkur 1923. Eftir
skólagöngu starfaði
hún við ýmis störf m.a. í mötuneyti
Menntaskólans og við heimilis-
hjálp. Árið 1948 flutti hún með
manni sínum til Vestmannaeyja og
bjó þar alla tíð síðan nema sjö
mánuði í Reykjavík árið 1973 eftir
að hús hennar eyðilagðist í eldgos-
inu á Heimaey. Þau hjón voru með
þeim allra fyrstu er keyptu hús-
eign í Eyjum eftir gos og fluttu þar
inn í ágústmánuði 1973. Elísabet
sinnti heimilisstörfum og starfaði
einnig við ræstingar. Hún starfaði
í mörg ár í Mæðrastyrksnefnd
Vestmannaeyja og var formaður
hennar um skeið. Einnig starfaði
hún mikið fyrir KFUK í Eyjum.
Útför Elísabetar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sólin er hnigin,
sest bak við skýin.
Og ég hugsa til þín næturlangt.
Baráttuknúin,
boðin og búin.
Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu.
Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu
og hjá þér átti ég skjólið mitt.
Alltaf gat ég treyst á þína þýðu.
Og ég þakka þér
alla mína ævidaga.
Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín.
Studdir við bakið.
– Stóðst með mér alla leið.
Opnaðir gáttir.
Allt sem þú áttir
léstu mér í té
– og meira til.
Hóf þitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Elsku amma mín.
Ég vissi að það væri að styttast í
þessa stund. Ég vissi að ég gæti ekki
haft þig hjá mér að eilífu, en þegar
kallið kom var ég engan veginn tilbú-
in. Ég vissi að það yrði sárt að kveðja
þig en ekki óraði mig fyrir því tóma-
rúmi sem ég finn í hjarta mínu.
Þú varst alltaf svo mikið meira en
„bara“ amma mín. Þú varst vinkona
mín og kletturinn í lífi mínu. Þú varst
mín helsta fyrirmynd og ég þakka
þér mína bestu eiginleika. Þú varst
einstök manneskja, svo heiðarleg, ör-
lát og full af ást og umhyggju fyrir
öðrum. Þú mæltir vart styggðaryrði
um nokkurn mann, þú gast alltaf séð
björtu hliðarnar á málunum og í ná-
veru þinni leið mér alltaf vel. Þú gafst
mér gott veganesti út í lífið og sýndir
mér hvernig manneskja ég vil vera.
Það er erfitt að kveðja þig og erfitt
að setja á blað allt sem ég vil segja
við þig. Ég rakst á ljóð sem segir í
raun allt sem mér býr í brjósti og á
margan hátt er eins og það hafi verið
skrifað fyrir mig, til þín. Elsku amma
mín, ég sakna þín meira en orð fá
lýst. Ég er óhemju þakklát fyrir það
hvað þú varst stór hluti af lífi mínu og
hversu nánar við vorum. Ég er þakk-
lát fyrir það hversu lengi þú varst hjá
okkur og ég er svo óendanlega þakk-
lát fyrir að hafa getað verið með þér
nokkrum dögum fyrir andlátið og að
hafa átt skemmtilegt samtal við þig
daginn áður. Þó þú sért farin, þá
verður þú ávallt hjá mér í hjarta
mínu og í huga mér – ég elska þig og
það mun aldrei breytast.
Þín
Elísabet.
ELÍSABET
KRISTJÁNSDÓTTIR
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu og móður,
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR,
Heiðarvegi 3,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Þórir Gunnarsson og synir.
Þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður og afa,
EYSTEINS SIGURÐSSONAR,
Arnarvatni.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk H- og O-deilda á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri fyrir mikla vinsemd og umhyggju.
Halldóra Jónsdóttir,
Bergþóra Eysteinsdóttir,
Ásta Kristín Benediktsdóttir.
Elskuleg móðir mín og amma,
ÓLÖF ÁLFSDÓTTIR,
Háagerði 37,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins
í Reykjavík mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00.
Guðrún Stefánsdóttir,
Lóa Auðunsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ATLI SNÆBJÖRNSSON,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
miðvikudaginn 28. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Maggý H. Kristjánsdóttir,
Ásrún Atladóttir, Finnbogi Björnsson,
Halldís Atladóttir,
Birna Mjöll Atladóttir, Keran St. Ólason,
Kristín Inga Atladóttir, Sigurður S. Davíðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu og hlýhug við fráfall
HILMARS PÁLSSONAR
frá Hjálmsstöðum,
Laugarnesvegi 94.
Guð blessi ykkur öll.
Svava Björnsdóttir og fjölskylda.
SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Vesturgötu 10,
Keflavík,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn
20. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. febrúar
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið.
Aðstandendur.
Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona,
G. HREFNA KRISTINSDÓTTIR PULLEN,
lést á heimili sínu í Panama City Flórída
fimmtudaginn 22. janúar. Útförin hennar fór
fram frá Funeral Home Chapel sunnudaginn
25. janúar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélagið.
Ágústa Gústafsdóttir,
Friðrik Kristinsson, Þórný Elíasdóttir,
Hlín Kristinsdóttir, Hreinn Jónsson,
Þórarinn Kristinsson, Erla Ármannsdóttir,
Hjördís Björg Kristinsdóttir, Sigurður Hendriksson,
Gústaf Kristinsson, Gyða Maja Guðjóndóttir.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir okkar,
ELÍN ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
lést föstudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15.00.
Björn Jóhannsson, Guðrún Fríður Heiðarsdóttir,
Hugrún Jóhannsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson,
Heiðrún Jóhannsdóttir, Björgvin Sigurbergsson
og barnabörn,
Sólveig Sigurbjörnsdóttir
og systkini hinnar látnu.