Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 37 ptafræði og tölvunarfræði. rði ríkisháskólum heimilt kólagjöld fyrir framhalds- agráðu og doktorsnám. að taka upp skólagjöld fyr- m eru m.a. sú staðreynd að sig ekki hafa það fjármagn nám verði byggt upp með g gæði þess verði tryggð. fvænlegs þekkingarsam- gging framhaldsnáms og r sem því fylgja algjört úr- margir íslenskir náms- ð til Bandaríkjanna og reitt þar upp sett skóla- örum sem LÍN hefur boðið augljóst af þeirra breytni ð sér hag í að sækja þessa un þótt þeir hafi þurft að ru verði. Tekjuaukning ð hafa slíku námi getur í m staðið undir endur- vegna skólagjalda. Á þeirri nnheimta skólagjöld á sstigi gætu verið takmark- ætu nemendur í framhalds- m fræðigreinum, þar sem bati fyrir einstaklinginn er ð undanþegnir skólagjöld- ld eða viðkomandi háskóli gnun þess náms með öðr- þyrfti að breyta útlána- reglum og endurgreiðslureglum LÍN til þess að létta undir með nemendum vegna aukinna álaga í tengslum við skólagjöld. Þann vísi að styrkjakerfi, s.s. rannsókn- anámssjóð, sem er fyrir hendi hér á landi fyrir nemendur í framhaldsnámi þyrfti samt sem áður að stórefla. Til greina kæmi að taka upp heildstætt styrkjakerfi til framhaldsnáms eins og tíðkast víða í nágrannalöndum okkar. Ef vel tekst til um framkvæmdina gætu ýmis markmið sem tengjast jafnrétti til náms náðst á ár- angursríkari hátt en áður í ljósi nýrra að- stæðna í samfélaginu. Í fjórða lagi þyrfti að tryggja að álagn- ing skólagjalda verði ekki til þess að ríkið dragi úr fjárveitingum til háskóla að öðru leyti. Reynslan frá Bretlandi lofar ekki góðu þar sem stjórnvöld hafa verið harð- lega gagnrýnd fyrir að leggja á skólagjöld en draga jafnframt á móti úr opinberum fjárstuðningi við háskólana. Mörgum há- skólamönnum finnst því að þar sé verr af stað farið en heima setið og að með þess- um aðgerðum sé ekki verið að tryggja jafnrétti til náms heldur varanlegt mis- rétti. Hér verður því sem fyrr vandratað meðalhófið en mikilvægt er að sátt takist í samfélaginu um að tryggja fjárhagsstöðu háskólanáms og viðhalda jafnrétti til náms á sama tíma. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri Morgunblaðið/Kristinn kiptalausan. Hvaða raun- hæfar tillögur komu fram? Leitin að gereyðing- arvopnum Það veldur vissulega áhyggjum að gereyðing- arvopn hafa ekki fundist í rak og ekki síður að upp- ýsingar sem stuðst var við löngum aðdraganda hern- aðaríhlutunarinnar virðast hafa verið byggðar á ótraustum heimildum. Það kal bent á að slíkar upp- ýsingar bárust frá leyni- rgra ríkja – ekki einungis og Bretlands – og að þær hyggjum víða um heim núverandi ríkisstjórnir í m og Bretlandi tóku við ekki gleyma að skýrslur Sameinuðu þjóðanna stað- run. En að halda því fram elstu lýðræðisríkja ver- tandi beitt blekkingum í di er vitaskuld grafalvarleg hvergi staðist. Nú síðast d í Bretlandi algjörlega kum áburði í skýrslu Hut- en sá fjölmiðill, sem hélt ðlega átalinn og bent á að oðum undir slíkar fullyrð- nin var ekki auðveld nvöld stóðu ekki frammi ákvörðun í mars 2003. gátu þau haldið tryggð við allarreglur vestrænna með því að styðja hern- hins vegar haft í heiðri rða friðarhefð Íslendinga da sig til hlés. Að vandlega kvað ríkisstjórnin að fara vitandi að það myndi nrýni en jafnframt í vissu rétt miðað við þáverandi r. Það var ekki auðvelt á ningabaráttu fyrir alþing- r. En niðurstaðan var sú að fylgja þeim þremur þjóðum sem Ísland hefur haft mest samskipti við í utanrík- ismálum til þessa, þ.e. Dönum, Banda- ríkjamönnum og Bretum, og fylgja um leið eftir þunganum í okkar eigin álykt- unum um málið, m.a. á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Íraska þjóðin laus undan oki Ef horft er til afleiðinga hernaðaríhlut- unarinnar í Írak er ljóst að íraska þjóðin er laus undan oki vægðarlausrar einræð- isstjórnar og getur horft fram til bættra stjórnarhátta og endurreisnar. Í víðara samhengi er óumdeilanlegt að hernaðarí- hlutunin í Írak hefur haft bein jákvæð áhrif á þá viðleitni samfélags þjóðanna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ger- eyðingarvopna. Færa má sterk rök fyrir því að nýleg ákvörðun stjórnvalda í Líb- ýu að hætta við tilraunir til framleiðslu kjarnavopna sé afleiðing af atburða- rásinni í Írak og að það sama eigi við um ákvörðun stjórnvalda í Íran að eiga sam- starf við Alþjóðakjarnorkumálastofn- unina. Þá eru vísbendingar um að stjórn- völd í Norður-Kóreu séu að hugsa sinn gang. Afnám viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna, vel heppnuð framlaga- ráðstefna í Madríd, endurreisn atvinnu- veganna og lýðræðislegir stjórnarhættir í Írak boða bjarta framtíð fyrir Íraka og nágranna þeirra – að því gefnu að niður- rifsöflum takist ekki að ala á sundrungu. Það er ljóst að mörgum stendur stuggur af Írak sem lýðræðisríki en sem betur fer virðist traustur innlendur og alþjóðlegur stuðningur við endurreisnarstarfið. Íraska stjórnunarráðið verður fastara í sessi með hverjum mánuði og bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að Írökum verði afhentir stjórnartaumarnir á kom- andi sumri um leið og undirbúningur stjórnarskrár og kosninga til þings er hafinn. Kominn er vísir að eðlilegum stjórnmálum í Írak sem var ekki til áður. Höfundur er aðstoðarmaður utanrík- isráðherra og varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. M álefni fanga varða allt samfélagið. Stundum er því haldið fram að ungir fangar verði forhertari af því að sitja af sér dóm í fangelsi með eldri og reyndari af- brotamönnum. Ungir fangar sem eru í fangelsi í fyrsta skipti, eru sérstaklega viðkvæmur hópur og það er ekki æski- legt að þeir afpláni dóma í samneyti við eldri afbrotamenn. Nú stendur til að byggja nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu og því er lag að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga afbrotamenn á aldrinum 18 til 24 ára. Í umræðu um hið nýja fangelsi hefur fram að þessu ekki verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild fyrir unga afbrotamenn. Þó er afar mikilvægt að við byggingu nýs fangelsis sé gætt sérstaklega að ungum afbrotamönnum með sérdeild fyrir þá. Nú þegar er heimilt samkvæmt lögum að skipta fangelsum upp í deildir og því er möguleiki á að fara þessa leið. Ef ekki er hægt að nýta byggingu nýja fangelsisins til að koma upp sér- deild fyrir unga afbrotamenn eru breyt- ingar á núverandi fangelsum nauðsyn- legar í þá átt. Engin sérstök fangelsi fyrir unga afbrotamenn Í skýrslu nefndar um unga af- brotamenn frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu frá árinu 1999 kemur fram að á Íslandi hafi ekki verið rekin sérstök fangelsi fyrir unga afbrotamenn. Slíkar stofnanir þekkjast þó víða erlend- is og þykja hafa gefið góða raun. Hins vegar voru lengi uppi slík áform og kom vilji löggjafans víða fram í laga- setningu. Í almennum hegningarlögum var að finna heimild til að ákveða með reglugerð að fangar, sem dæmdir höfðu verið í fangelsi innan 22 ára aldurs, skyldu hafðir sér í fangelsi, eða í fang- elsisdeild, og látnir sæta annarri með- ferð en aðrir fangar. Þó var gert ráð fyr- ir því að dómsmálaráðherra gæti ákveðið eftir tillögu fangelsisstjórnar að einstakir fangar, sem fangelsisdóm hefðu hlotið á þessum aldri, skyldu sæta almennri fangameðferð. Reglugerð á grundvelli þessarar heimildar var þó aldrei gefin út og ákvæðið var fellt úr gildi með lögum nr. 48/1988. Í umræddri skýrslu kemur fram að samkvæmt eldri lögum hafi átt að stofna unglingafangelsi í sveit fyrir 25 fanga og skyldi þar fullnægt fangelsisrefsingum þeirra, sem höfðu ekki náð 22 ára aldri við dómsuppsögu. Með gildandi lögum um fangelsi og fangavist, nr. 48/1988, sem komu í stað þessara eldri laga var fallið frá áformum um unglinga- vinnuhæli m.a. með vísun í breyttar áherslur í fangelsismálum. Úrræði fyrir 18–24 ára fanga Sakhæfisaldur er samkvæmt almenn- um hegningarlögum 15 ár. Hins vegar er nú þegar til staðar heimild fyrir að bjóða ungum afbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára að taka út refsingu sína á með- ferðarheimili á vegum Barnavernd- arstofu. Með samkomulagi Fangels- ismálastofnunar og Barnaverndarstofu er ungum föngum því gert kleift að af- plána refsingu utan fangelsa og vistast í meðferð með öðrum börnum. Þetta fyr- irkomulag verður að teljast afar jákvætt, enda bendir margt til þess að ungir af- brotamenn hafi síst hag af því að vera vistaðir innan um eldri fanga. Þrátt fyrir þessi úrræði fyrir af- brotamenn á aldrinum 15 til 18 ára er hins vegar rétt og nauðsynlegt að við- urkenna sérstöðu þeirra afbrotamanna sem eru eldri en 18 ára en eru engu að síður ungir að árum. Slík sérstaða yrði viðurkennd með starfrækslu sérstakrar deildar innan fangelsis fyrir aldurshóp- inn 18 til 24 ára. Slík sérdeild fyrir unga afbrotamenn yrði að sjálfsögðu einnig opin þeim ein- staklingum sem eru á aldursbilinu 15–18 ára og kjósa að nýta ekki þá heimild að taka út refsingu á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Sérstaða ungra fanga margvísleg Fangar á aldursbilinu 18 til 24 ára hafa margs konar sérstöðu. Við vistun ungra fanga á þessu aldursbili á sér- staklega að vinna að því að reyna að stöðva frekari afbrot þessa hóps. Vistun þeirra er liður í betrun, en slíkt getur orðið ókleift ef ungir fangar eru vistaðir innan um eldri fanga, sem sumir hverjir eru síbrotamenn. Endurhæfing er líklegri til að skila betri árangri vegna ungs aldurs ef við- komandi einstaklingar eru í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi miðað við að- stæður. Sérdeild fyrir unga afbrotamenn er því liður í því að koma betur til móts við þarfir ungra fanga og að sporna við frekari afbrotum þeirra. Sérdeild fyrir unga afbrotamenn býður einnig upp á margs konar sértæk úrræði fyrir þenn- an aldurshóp, t.d. á sviði vímu- og geð- meðferðar. Fangar á aldursbilinu 18 til 24 ára hafa einnig þá sérstöðu að oft er um að ræða einstaklinga sem hafa einungis gerst sekir um eitt eða fá afbrot, sem eru í sumum tilfellum talin frekar smá- vægileg brot. Hagsmunir okkar allra Margoft hefur verið sýnt fram á að samneyti ungra fanga við eldri og for- hertari fanga gerir ungum föngum ekki gott og getur haft afar slæm áhrif. Slíkt samneyti getur beinlínis haft hvetjandi áhrif á unga afbrotamenn til frekari þátttöku í afbrotum þegar afplánun lýk- ur. Það er því ljóst að sérdeild fyrir af- brotamenn á aldrinum 18 ára til 24 ára yrði ekki einungis ungum afbrotamönn- um til hagsbóta heldur einnig samfélag- inu í heild sinni. Slík sérdeild ætti því að vera baráttumál okkar allra. Sérdeild fyrir unga fanga Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er lögfræðingur og alþingismaður Samfylkingarinnar. U ndangengnar hræringar og samþjöppun í íslenskri verslun og viðskiptum hafa vakið marga til umhugs- unar. Óvenjulega hag- stæðar aðstæður á lánsfjármarkaði virð- ast valda því að sömu aðilarnir geta keypt og stofnað hvert fyrirtækið á fætur öðru og myndað svokallaðan hring. Núgildandi samkeppnislög beinast einkum að því að vinna gegn einokun og misnotkun á markaðsráðandi stöðu á ein- stökum mörkuðum. Með hring er hins vegar fremur átt við fyrirtækjasamstæðu sem hefur haslað sér völl á mörgum svið- um, er t.d. með alla keðjuna frá fram- leiðslu vöru þar til hún fer á borð neyt- enda, eða starfar í ólíkum greinum. Slíkar samstæður geta valdið miklum usla þegar þær nota markaðsráðandi stöðu á einum markaði í skjóli kaupstyrks eða einok- unarstöðu með aðföng til að ná yfirburð- um á tengdum mörkuðum. Í öfgatilvikum getur þetta valdið því að ein samstæða eða fjölskylda getur á endanum sölsað undir sig öll þau viðskipti sem hún kærir sig um á heilum landsvæðum og mörk- uðum. Vald yfir fjölmiðlum og jafnvel stjórnmálamönnum og -flokkum getur verið forsenda þess að slíkur árangur ná- ist. Þess finnast dæmi, t.d. í Norður- Ameríku, að einn aðili hirðir nánast allan arð sem myndast úr viðskiptum á smærri mörkuðum, ekki ósvipuðum að stærð og fjölmenni og Ísland er. Umbylting á 13 árum Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa undanfarin 13 ár beitt sér staðfastlega fyrir auknu viðskiptafrelsi og skapað að- stæður sem hafa gert íslenskum athafna- mönnum kleift að standa jafnfætis erlend- um kollegum sínum. Þeir hafa nýtt sér frelsið vel og ég þekki mörg dæmi þess að útlendingar standa agndofa yfir dugnaði, áhuga hafa á málefnalegum umræðum um efnið, til að mæta á fundinn. Að loknum framsöguerindum eru pall- borðsumræður þar sem fundarmönnum verður kleift að leggja orð í belg og bera fram spurningar. Þau Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráð- herra, Sigþrúður Ármann, sem er að ljúka prófi í lög- um frá Háskóla Íslands, Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar og Óli Björn Kárason blaðamaður hafa fallist á beiðni okkar um að flytja framsöguerindi. Ræðumenn voru valdir með það fyrir augum að sem flest sjónarmið kæmust að, en eins og við vit- um þá eru afar skiptar skoðanir um það hvort ástæða sé til að veita opinberum að- ilum víðtækari heimildir gegn skaðlegu hátterni hringa og keðja í viðskiptum, en nú eru til staðar í samkeppnislögum. Ef þessar heimildi væru auknar, hvernig litu þær út? Stöðvumst ekki í hagfræði 101 Er ástæða til óttast að of mikil völd og auður falli á sömu hönd í okkar litla þjóð- félagi? Við vitum vel að í byrjendabókum í hagfræði stendur að hringar geti ekki lif- að í frjálsu hagkerfi nema með því að þjóna viðskiptavininum betur en aðrir geta. Við þurfum ekki fund til að lesa upp úr þeim. Raunveruleikinn er því miður ekki alltaf eins einfaldur og hagfræði 101 vill vera láta. Er ef til vill sérlega mikil hætta á ferðum á jafnsmáum markaði og Íslandi, þar sem aðeins er svigrúm fyrir fáa aðila til að keppa? Vonandi verður at- hyglinni beint að þessum spurningum í dag og við fáum að njóta hreinskilinnar og málefnalegrar umræðu. hugvitssemi og áræði þeirra. Á sama tíma hafa almenn lífskjör hér batnað miklu meira en í flestum öðrum löndum. Ég trúi því ekki að nokkur maður vilji hverfa aftur til þess tíma þegar höft, hringamyndanir og misnotkun á yf- irburðastöðu voru talin til náttúrulögmála á Íslandi og opinberu valdi jafnvel beitt eftir pöntun í þágu auðhrings. Sem betur fer hefur þetta gjörbreyst á þessum 13 ár- um, nú veldur hver á heldur, hringarnir geta fallið eins og spilaborgir þegar ekki er lengur styrk hönd við stýrið. Allir eiga að standa sem jafnast að vígi og eiga jöfn tækifæri, til þess standa hugsjónir okkar sjálfstæðismanna. Starfsemi hringa til umfjöllunar Kjördæmisþing okkar sjálfstæð- ismanna í Reykjavík fer fram í dag, laug- ardaginn 31. janúar, á Hótel Sögu, Sunnu- sal, og hefst þingið kl. 13.15. Fyrst er hefðbundinn aðalfundur Varðar – Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík þar sem fulltrúaráðsmenn einir eiga setu- rétt. Opinn fundur, þar sem öllum er heimill aðgangur, hefst kl. 14.30 og er þar að venju fjallað um málefni sem er í brenni- depli í þjóðfélaginu. Að þessu sinni er um- fjöllunarefnið: „Þarf lög um uppbrot og myndun hringa í viðskiptum?“ Vil ég hvetja alla sjálfstæðismenn og aðra, sem Þarf frekari höft á hringa í viðskiptum? Eftir Margeir Pétursson ’ Ég trúi því ekki að nokkurmaður vilji hverfa aftur til þess tíma þegar höft, hringamynd- anir og misnotkun á yfirburða- stöðu voru talin til náttúru- lögmála á Íslandi og opinberu valdi jafnvel beitt eftir pöntun í þágu auðhrings. ‘ Höfundur er formaður Varðar –Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.