Morgunblaðið - 31.01.2004, Side 26
AKUREYRI
26 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR umfangsmikinn snjómokst-
ur undanfarnar vikur eru nú stór-
ir og háir snjóruðningar út um all-
an bæ. Samhliða snjómokstri
hefur einnig verið unnið að því að
keyra snjó í burtu. Börnin kunna
alltaf jafnvel við sig í snjónum og
börnin í Oddeyrarskóla eru þar
engin undantekning. Þau léku á
als oddi í þriggja metra háum
snjóruðningi á lóð skólans í gær,
sem þó var orðin grjótharður eftir
frostakaflann að undanförnu.
Gunnþór Hákonarson, yfirverk-
stjóri gatnamála hjá Fram-
kvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar,
sagði að þessir háu snjóruðningar
birgðu mönnum sýn og því gæti
skapast slysahætta t.d. við gang-
brautir og gatnamót. „Við fáum
fjölmargar ábendingar frá bæj-
arbúum um varasama staði og
reynum þá að bæta þar úr. Hins
vegar stendur ekki til að keyra
allan snjó í bænum í burtu,“ sagði
Gunnþór.
Akureyrarbær auglýsti á dög-
unum eftir tilboðum í tímavinnu
við snjómokstur og hálkuvarnir
árin 2004–2006. Alls sendu 19 að-
ilar inn tiboð og er verið að yf-
irfara þau þessa dagana.
Háir snjóruðningar um allan bæ
Morgunblaðið/Kristján
Krakkarnir í Oddeyrarskóla skemmtu sér konunglega í snjóruðningum á skólalóðinni.
Bærinn kaupir fyrir 30
milljónir í Norðlenska
Tilgangurinn
að tryggja
reksturinn
AKUREYRARBÆR hefur eignast
um 10% hlut í Norðlenska matborð-
inu ehf. en bæjarráð, sem stjórn
Framkvæmdasjóðs Akureyrar, sam-
þykkti samning um hlutafjárkaup að
upphæð 30 milljónir króna á fundi
sínum í vikunni. Jakob Björnsson,
formaður bæjarráðs, sagði að með
kaupunum væri Akureyrarbær að
leggja sitt af mörkum til að tryggja
starfsemi fyrirtæksins á svæðinu og
þau störf sem þar eru. „Það er ekki
markmið bæjarins að eiga í kjöt-
vinnslum frekar en öðrum fyrirtækj-
um og þess vegna er í samkomulaginu
ákvæði þess efnis að bærinn geti selt
sinn hlut hvenær sem er en þá eiga
aðrir hluthafar Norðlenska forkaups-
rétt,“ sagði Jakob. Hann sagði að þótt
gengið hefði verið frá kaupunum nú,
hefði lengi staðið til að bærinn kæmi
að málinu, „eða frá því að útlit var fyr-
ir að fyrirtækið væri að fara í strand,
fyrir um sex mánuðum.“
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, sagði að
unnið væri að endurfjármögnun fyr-
irtækisins. „Menn eru að verja fyr-
irtækið og stöðu þess á svæðinu og
það er vissulega jákvætt að Akureyr-
arbær skuli sýna því áhuga,“ sagði
Sigmundur. KEA eignaðist Norð-
lenska sl. haust þegar félagið keypti
allt hlutafé Kaldbaks. Um var að
ræða hlutafé að nafnverði 250 millj-
ónir. Síðan hafa staðið yfir viðræður
við bændur á starfssvæðinu um kaup
þeirra á meirihluta í fyrirtækinu.
Innleggjunum stolið | Gestur í Sund-
laug Akureyrar hafði samband við
Morgunblaðið og sagði farir sínar
ekki sléttar. Sérsmíðuðum og dýr-
um innleggjum var stolið úr skóm
hans í skógeymslu sundlaug-
arinnar, rétt á meðan hann fékk sér
sundsprett. Svona sérsmíðuð inn-
legg nýtast engum nema eigand-
anum en þetta mun hafa verið í
annað sinn á viku, sem innleggjum
er stolið úr skóm í Sundlaug Ak-
ureyrar.
Gísli Kristinn Lórenzson for-
stöðumaður sagði að alltaf væri
eitthvað um að skór hyrfu í sund-
lauginni og því væri fólk hvatt til
þess að hafa skóna mér sér inn í
klefa. Hann sagðist ekki skilja til-
ganginn í því að stela skóm, hvað þá
sérsmíðuðum innleggjum en því
miður væri erfitt að eiga við vanda-
málið. Eftirlitsmyndavélar eru úti
um allt sundlaugarsvæðið en Gísli
Kristinn sagðist alvarlega vera að
hugsa að setja slíkar vélar upp í
skógeymslunum við klefana.
Myndlist | Sara Björnsdóttir opnar
í dag kl. 15 einkasýningu í 02 Gallery
á Akureyri. Sara stundaði nám við
Chelsea College of Art & Design í
London 1996–97 og í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1991–1995.
Hún hefur haldið fjölda einkasýn-
inga og tekið þátt í samsýningum
bæði hér heima og erlendis.
02 Gallery er á annarri hæð Am-
aro-hússins við Hafnarstræti. Sýn-
ingin stendur til sunnudagsins 22.
febrúar og er opin mánudag til
föstudaga kl. 14–18 og kl. 12–16 á
laugardögum.
frá áætluðum tekjum síðasta árs.
Framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga er áætlað 53,1 milljón króna,
sambærilegt við síðasta ár en 12
milljónum lægra framlag en árið þar
á undan. Aðrar tekjur eru áætlaðar
tæpar 110 milljónir króna. Heildar-
útgjöld eru áætluð 406,5 milljónir
króna, þar af eru laun og launatengd
gjöld 239,3 milljónir eða 59% af
heildarútgjöldum. Niðurstaða án
fjármagnsliða er jákvæð um 554 þús-
und krónur en fjármagnsgjöld eru
tæpar 50 milljónir og er rekstrarnið-
urstaða því neikvæð um 46,4 millj-
ónir króna. Veltufé frá rekstri er
15,6 milljónir króna og afborgun
langtímalána 56,4 milljónir. Gert er
ráð fyrir lántöku upp á 45 milljónir
og verður handbært fé í árslok því
rétt um 1,2 milljónir króna. Þessar
upplýsingar koma fram á vef Ólafs-
fjarðarbæjar og þar segir ennfremur
að ekki sé verið að auka skuldir bæj-
arfélagsins, en því miður gangi hægt
að lækka þær. „Hér er því aðeins
verið að halda sjó,“ segir í grein Stef-
aníu Traustadóttur bæjarstjóra.
Þar segir hún einnig að fjárhags-
áætlun bæjarins endurspegli þá
FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarð-
arbæjar fyrir árið 2004 var sam-
þykkt á fundi bæjarstjórnar í vik-
unni. Samkvæmt henni er gert ráð
fyrir að heildartekjur bæjarins verði
rúmar 407 milljónir króna, rúmlega
15 milljónum króna lægri tekjur en
ársreikningur 2002 sýndi og 4 millj-
ónum króna lægri en á síðasta ári.
Áætlað er að skatttekjur verði 244,2
milljónir króna og er það 3% lækkun
staðreynd að sífellt sé erfiðara að ná
endum saman og að samdráttur í
skatttekjum síðasta árs og fyrirsjá-
anlegur samdráttur á þessu ári setji
bæjaryfirvöldum þrengri skorður en
oftast áður. „Við bætast miklar
skuldir sem hafa staðið bæjaryfir-
völdum fyrir þrifum mörg undanfar-
in ár og komið í veg fyrir nýfram-
kvæmdir og nauðsynlegt viðhald.
Þessu má sjá stað í ástandi gatna-
kerfisins, brýnni þörf fyrir viðhald
eigna og nauðsyn á endurnýjun á
tækjakosti sveitarfélagsins,“ segir
bæjarstjóri í grein sinni.
Við gerð fjárhagsáætlunar ársins
var hagræðing höfð að leiðarljósi og
brýnt fyrir forstöðumönnum að leita
allra mögulegra leiða til hagræðing-
ar í rekstri. Það bar árangur, launa-
kostnaður mun lækka milli ára sem
og rekstrarkostnaður. Þá voru beinir
styrkir til félagasamtaka lækkaðir,
en niðurskurður nær þó ekki til
starfsemi sem tengist beint barna-
og unglingastarfi á sviði íþrótta og
menningarstarfsemi eða til stærri
menningarviðburða. Þá var aðhald í
framkvæmdum einnig haft að leið-
arljósi við gerð áætlunarinnar.
Hvað nýframkvæmdir varðar ber
þar hæst kaup á nýrri slökkvistöð og
frágang á Gunnólfsgötu auk þess
sem bæjarsjóður þarf að greiða sinn
hluta í endurbyggingu Aðalgötu sem
Vegagerðin mun ráðast í næsta sum-
ar. Um er að ræða framkvæmdir upp
á 8 milljónir króna og kemur fram í
grein Stefaníu að langt sé síðan jafn-
miklar framkvæmdir hafi átt sér
stað í Ólafsfirði.
„Meirihluta bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar er ljóst að það má ekki mikið
út af bera til að þessi áætlun haldi, en
forstöðumenn, formenn nefnda og
aðrir starfsmenn hafa sýnt að þeir
eru meðvitaðir um fjárhagsstöðu
bæjarfélagsins og munu leggja sitt á
vogarskálarnar. Það verður að meta
niðurstöður þeirrar áætlunar sem
hér er lögð fram í í ljósi þess rekstar-
umhverfis sem sveitarfélögum í
landinu er búið, fortíðarvanda og
sérstökum aðstæðum í Ólafsfirði.
Fullyrðingar um árangursleysi, að-
gerðarleysi og framkvæmdaleysi
sem ekki eru studdar efnislegum til-
lögum um aðra stefnumörkun, eiga
einfaldlega ekki við rök að styðjast,“
segir Stefanía.
Bæjarstjórinn á Ólafsfirði segir að æ erfiðara sé að ná endum saman
„Aðeins verið að halda sjó“
manns en um helmingur íbúanna
lést í jarðskjálftanum, allt að 35
þúsund manns og þá er eyðilegg-
ingin gífurleg. „Það er áætlað að
um 90% húsanna hafi hrunið í
skjálftanum og fólkið hefst við í
tjöldum. Við munum búa í tjöldum
þann tíma sem við verður í Bam,
eða 5 vikur. Þar mun ég deila tjaldi
með 20 öðrum og eflaust verður
það svolítið einkennilegt til að
byrja með,“ sagði Elvar Örn. Mikl-
ar hitasveiflur eru á þessum slóðum
að hans sögn, um 35 stiga hita að
deginum en frost um nætur. „Þetta
verður eflaust mikil upplifun og
maður veit auðvitað ekki við hverju
má búast. Mér skilst að nú ríki mikil
deyfð í borginni, eftir þá skelfingu
sem íbúarnir hafa upplifað. Ég ætla
að lesa mér til um helgina, þarna er
allt önnur menning en við eigum að
venjast og önnur trúarbrögð.
Sennilega er aldrei hægt að búa sig
fyllilega undir það sem á eftir að
mæta manni á þessum slóðum.“
Elvar sagði mikla þörf fyrir
geislafræðinga nú og hefði kall
komið frá félagi þeirra nú í vikunni
um hvort einhver félagsmanna gæti
farið með norræna Rauða kross-
hópnum til Íran. „Fyrirvarinn er
mjög stuttur, tölvupósturinn var
sendur út á miðvikudag og ég er að
fara suður núna á mánudaginn. Það
stóð þannig á hjá mér að ég átti
heimangengt og ákvað að taka þátt
í þessu verkefni,“ sagði hann.
Hann sagði að gera mætti ráð
fyrir að mikið yrði að gera og að
unnið væri á vöktum. „Það eru
margir slasaðir og því verður
örugglega mikið um röntgen-
myndatökur. Mér skilst við munum
hafa vinnuaðstöðu í stóru tjaldi og
vona að okkur takist að gera gagn.“
ELVAR Örn Birgisson, geislafræð-
ingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, er á leið til borgarinnar
Bam í Íran sem varð afar illa úti í
jarðskjálfta skömmu fyrir áramót.
Hann fer utan ásamt tveimur ís-
lenskum hjúkrunarfræðingum og
munu Íslendingarnir slást í för með
hópi Finna og Norðmanna en þau
fara á vegum Rauða krossins. Hald-
ið verður til Finnlands nk. miðviku-
dag þar sem hópurinn undirbýr
ferðina, en haldið verður til Teher-
an um næstu helgi. Þaðan eru um
eitt þúsund kílómetrar til Bam.
Borgin er í um 3.000 metra hæð og
sagði Elvar Örn að viðbúið væri að
fólkið yrði með svima í allt að tvo
daga. „Það er búið að búa okkur
undir að svo geti farið, en vonandi
jöfnum við okkur fljótt.“
Í borginni bjuggu um 70 þúsund
Geislafræðingur á FSA á leið til Íran
Veit ekki við
hverju má búast
Elvar Örn Birgisson: Vona að okkur takist að gera gagn.