Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 33 Líkt og sumt tónlistarfólk les nótursér til skemmtunar les mat- aráhugafólk gjarnan uppskriftir sér til ánægju. Ekki er komið að tómum kof- unum þegar leitað er mataruppskrifta í stærsta upplýsingasarpi veraldar, það er á Netinu. Þegar svipast er um eftir upp- skriftum á íslensku kennir margra grasa. Uppskriftasöfn eru sum flokk- uð eftir hráefni og þá gjarnan í boði einhverra hagsmunaaðila. Einstak- lingar hafa einnig sett uppskriftir á Netið svo og áhugamannafélög. Upp- talningin sem hér fer á eftir er engan veginn tæmandi og vefir sem bent er á voru valdir af handahófi. Þeim sem vilja kafa dýpra eftir uppskriftum er bent á að nota leitarvélar. Fagleg ráðgjöf Vilji áhugakokkar leita í smiðju meistara er fjölda uppskrifta að finna á vef Klúbbs matreiðslumeistara, (www.freisting.is). Á vefnum www.uppskriftir.is er tilgreint nær- ingargildi uppskrifta sem þar birtast og sama gildir um Matarvefinn ,www.matarvefurinn.is. Það ætti að hjálpa þeim sem vilja elda orkuríkan eða orkusnauðan mat. Sjónvarpskokkar Matreiðsluþættir eru vinsælt sjón- varpsefni. Á vef Ríkisútvarpsins leynast uppskriftir úr mat- reiðsluþáttum Nigellu Lawson (www.ruv.is/nigella) sem sýndir voru í fyrra. Stöð 2 sýndi í haust mat- reiðsluþættina Eldsnöggt með Jóa Fel. og er uppskriftir úr þeim að finna á vefnum www.stod2.is undir liðnum Íslenskir þættir. Villibráð úr ýmsum áttum Margir veiðimenn eru jafnframt áhugamenn um eldun villibráðar. Þykir raunar veiðiferðinni fyrst lokið þegar bráðin er orðin að veislumat. Á vef Hreindýraráðs (www.hreindyr.is) eru uppskriftir hreindýraveiðimanna og einnig ru margar villibráðarupp- skriftir á vef Skotveiðifélags Íslands (www.skotvis.is). Þeim sem stunda silungs- og lax- veiðar er bent á uppskriftir á vefnum www.flugur.is. Notendur verða að skrá sig á vefinn og hafa þá aðgang að því góðmeti sem leynist undir hnapp- inum Matarlist. Fiskurinn úr hafinu er vissulega langalgengasta villibráðin á borðum Íslendinga. Margar uppskriftir að fiskréttum er að finna í Matreiðslu- bók SÍF. Hana er að finna á vef SÍF (www.sif.is) undir hnappinum SIF samstæða. Matvælaframleiðendur Ýmsir matvælaframleiðendur hafa sett uppskriftir á vefi sína. Að sjálf- sögðu er þar lögð megináhersla á þeirra eigin framleiðsluvörur. Nefna má til dæmis ísuppskriftir (www.- emmess.is/uppskriftir/), kjúklinga- rétti (www.isfugl.is/uppskriftir/) og hið rammíslenska lambakjöt (www.- lambakjot.is). Nautakjötinu eru svo gerð skil á sérstökum vef (www.kjot.is). Gamalt og nýtt Á vef sem kallast Amma gamla á Netinu er að finna ýmsar uppskriftir að „gamaldags“ mat (http://www.- isholf.is/gunnsasjalf/matur.html). Þarna má finna mataruppskriftir í anda Helgu Sigurðardóttur, en mat- reiðslubækur hennar voru undir- stöðurit í íslenskum eldhúsfræðum um áratugaskeið. Ýmsir einstaklingar hafa sett upp- skriftir á vefi sína. Til dæmis má nefna Dóru Pálsdóttur kennara (http://jens.openhand.net/dora/ allir_flokkar.htm) sem hefur sett uppáhaldsuppskriftir á vefinn sinn. Fjölbreytt uppskriftasöfn er líka að finna á vefjunum www.uppskrift- ir.is og vefnum www.konur.is. Þeim sem vilja borða kjarngóðan mat er að lokum bent á uppskriftir á vef Kraftlyftingasambands Íslands (http://www.kraft.is/ymislegt/ uppskriftir/). Uppskriftir á Netinu  MATUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ásdís Læknar og hjúkrunarfræ›ingar bjó›a gestum mælingu á bló›flr‡stingi og flyngdarstu›li. Andlitsmálning fyrir börnin Trú›ar breg›a á leik Velkomin í Heilsugæsluna Salahverfi Opi› hús og fjölskylduhátí› í dag kl. 13 - 17 Salavegi 2, 2. hæ›, 201 Kópavogi, sími 590 3900 Lína langsokkur 13:00 Lína langsokkur og Tommi vinur hennar koma í heimsókn 14:00 Malika - sigurvegarar í söngvakeppni ÍTK 2003 14:30 Skólakór Kársness undir stjórn fiórunnar Björnsdóttur 15:30 Malika - sigurvegarar í söngvakeppni ÍTK 2003 16:30 Lína langsokkur og Tommi vinur hennar Skráning fleirra sem óska eftir a› ver›a skjólstæ›ingar Heilsugæslunnar Salahverfi stendur yfir. Nú er tækifæri› fyrir flá sem ekki eru skrá›ir hjá heilsugæslu a› skrá sig. Veri› velkomin. MÁL&L? MINNA ER KOMINN TÍMI Á Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.