Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert skemmtileg/ur og nýtur því vinsælda og virð- ingar. Nánustu sambönd þín verða í brennidepli á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að nota daginn til að heimsækja foreldra þína eða aðra sem þú hefur tekið þér til fyrirmyndar. Samræður þínar við yfirmenn þína og aðra yfirboðara geta komið skemmtilega á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fegurðarskyn þitt er sér- staklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Farðu á lista- eða bókasafn eða í gönguferð í fallegum garði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir komið auga á nýjar lausnir í vinnunni eða hugs- anlega hagnaðarvon. Fólk tekur mark á þér og því geta hugmyndir þínar komið öðr- um að gagni í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að skipuleggja ferðalag með vini þínum eða einhvers konar starfsþjálfun. Lögfræðileg málefni ættu að ganga vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er rétti dagurinn til að biðja um það sem þig vantar í vinnunni, hvort sem um er að ræða efni, aðstoð eða frí. Það er ekki fullvíst að þú fáir þitt fram en þó eru góðar líkur á því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ástarmálin ættu að ganga vel hjá þér í dag. Það er létt yfir þér og þú nýtur þess að daðra og leika þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hikaðu ekki við að biðja aðra í fjölskyldunni um greiða. Það ríkir vinsemd innan fjöl- skyldunnar og því er fólk tilbúið að hlusta á þig og hjálpa þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samskipti þín við aðra ganga vel í dag og því ættu við- skipti, kennsla og skriftir einnig að ganga vel hjá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið í dag. Það þarf ekki endilega að kosta mikið til að gleðja þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefðu þér tíma til að hitta vini þína í hádegismat eða kaffi í dag. Þú munt njóta þess að spjalla á léttu nót- unum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir fundið leið til að auka tekjur þínar. Það er einnig hugsanlegt að þú fáir leyfi yfirvalda til einhvers konar framkvæmda sem þig langar til að ráðast í. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver vill vingast við þig í dag. Líttu á það sem tækifæri til að hitta vin sem þú hefur ekki enn kynnst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. UPPBLÁSTUR Lengst upp í heiði er lítið barð, lútandi, hallfleytt torfa. – Ekki er á að horfa. – Hún er þó allt sem eftir varð. Þar var til forna fagurt land fjalldraparunnum vafið, bylgjað og breitt sem hafið. Nú er því skipt fyrir nakinn sand. Vindar erja þann eina hnjót, utan úr honum sverfa. – Hann er nú hreint að hverfa. – Þá verður eftir aðeins grjót. Sigurður Jónsson frá Brún LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 31. janúar, er sjötugur Sæ- mundur Ingólfsson vél- fræðingur, Suðurgötu 86, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Guðlaug Hrafnhild- ur Óskarsdóttir. Þau taka á móti gestum kl. 17–20 í Há- sölum, Safnaðarheimili þjóðkirkjunnar við Strand- götu, Hafnarfirði. UNDANFARNA tvo daga hafa verið spil í þættinum þar sem vandamálið er sam- gangsleysi vegna stíflu í lit. Hreinsun stíflunnar hefur falist í því að setja aukinn þrýsting á andstæðingana og losa tappann í gegnum þá. Þessi hljómar svolítið eins og texti úr kennsluriti fyrir pípulagningarmenn, enda eru stíflur svo sem sama fyrirbærið, hvort sem þær eru í rörum eða litum. Norður ♠D1093 ♥ÁK6 ♦53 ♣ÁKDG Vestur Austur ♠84 ♠7652 ♥DG72 ♥954 ♦KG6 ♦D10982 ♣10743 ♣6 Suður ♠ÁKG ♥1083 ♦Á74 ♣9852 Í þessu spili er ekki beint um stíflu að ræða, en upp kemur þó mjög svipuð þvingun og í spilum síðustu daga. Suður spilar sex lauf og fær út hjartadrottningu. Slemman er góð, því ef trompin koma 3-2 má stinga tígul í borði og henda hjarta heima niður í spaða. En vestur á tíuna fjórðu í laufi og því hefur sagnhafi ekki ráð á því að trompa tígul. Hann verður að beita öðrum brögðum og nýta sér milli- spilin í hjarta – tíuna og átt- una. Sagnhafi tekur alla svörtu slagina og hendir tígli í fjórða spaðann: Norður ♠– ♥K6 ♦53 ♣– Vestur Austur ♠– ♠– ♥D7 ♥95 ♦KG ♦D10 ♣– ♣– Suður ♠– ♥108 ♦Á7 ♣– Í þessari uppröðun hafa báðir mótherjar farið niður á tvo tígla. Lesi sagnhafi rétt í afköstin, spilar hann nú tígulás og meiri tígli. Það er sama hvor lendir inni, hvorugur getur hreyft hjartað án þess að það kosti slag, enda liturinn „læstur“ sem kallað er. Auðvitað gæti annar varnarspilarinn haldið eftir þremur tíglum, en þá þarf hann að fara niður á eitt hjarta og sagnhafi getur þá unnið úr litum aukaslag af sjálfsdáðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Rge2 cxd4 6. exd4 O-O 7. a3 Be7 8. g3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Bg2 Rxc3 11. bxc3 Rc6 12. O-O Ra5 13. Hb1 Bd7 14. d5 exd5 15. Rf4 Hc8 16. Rxd5 Bc5 17. Dh5 He8 18. Hd1 He6 19. Bf4 g6 20. Df3 Bc6 21. h4 Df8 22. Dd3 Bxa3 23. Rc7 He7 24. Bxc6 Rxc6 25. Rd5 He6 26. Hxb7 Hd8 27. Df3 Hc8 28. Kg2 Bc5 Staðan kom upp í B-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Perúski stórmeistarinn, Ju- lio Granda Zuniga (2.581) hafði ekki teflt í nokkur ár þegar hann tók þátt í síðasta Ólympíuskákmóti í Bled 2002. Granda er gríðarlega hæfi- leikaríkur skákmað- ur og þykir hafa sér- stæðan skákstíl. B-flokkinn hóf hann með þremur taps- kákum en spýtti svo heldur betur í lófana og endaði með 7½ vinning af 13 mögu- legum. Hér hafði hann hvítt gegn John Van der Wiel (2.542). 29. Bh6! De8 einnig yrði fokið í flest skjól eftir 29. ... SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dxh6 30. Dxf7+. 30. Rf6+ Hxf6 31. Dxf6 og svartur gafst upp. Lokastaða B- flokksins varð þessi: 1. Laz- aro Bruzon (2.603) 9 vinn- inga af 13 mögulegum 2. Le- nier Dominguez (2.605) 8½ v. 3. Laurent Fressinet (2.636) 8 v. 4.–5. Hikaru Nakamura (2.571) og Julio Granda Zuniga (2.581) 7½ v. 6.–8. Daniel Stellwagen (2.489), Arkadij Naiditsch (2.576) og Sergei Tivjakov (2.600) 6½ v. 9. Antoaneta Stefanova (2.478) 6 v. 10. Zhu Chen (2.495) 5½ v. 11.– 13. Hichem Hamdouchi (2.588), Friso Nijboer (2.586) og Eric Lobron (2.497) 5 v. 14. John Van der Wiel (2.542) 4½ v. Smára- lindarskákmótið hefst í dag, 31. janúar kl. 14.00. All- ir skákáhugamenn eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega móti. Ljósmynd/Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Hinn 27. des- ember sl. voru gefin saman í hjónaband í Bessastaða- kirkju þau Hörn Guðjóns- dóttir og Snorri Björnsson. Hjónavígsluna framkvæmdi sr. Bragi Skúlason. Brúð- hjónin eru búsett í Kópa- vogi. MEÐ MORGUNKAFFINU Halli er á þeirri skoðun að það þurfi ekki að kosta miklu til að hafa gaman af tilverunni. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bridskvöld nýliða Fyrsta spilakvöld ársins verður sunnudaginn 1. febrúar. Spilað verð- ur öll sunnudagskvöld í Síðumúla 37, 3. hæð, og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoð- ar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 27. janúar. Spilað var á níu borðum og meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi. Norður/suður Kristján Ólafsson – Friðrik Hemannss. 248 Sigurður Emilss. – Stígur Herlaufssen 232 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 228 Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 226 Austur/vestur Einar Sveinsson – Anton Jónsson 261 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 251 Guðmundur Árnas. – Maddý Guðm. 217 Jón Ól. Bjarnas. – Ásmundur Þórarinss. 215 Bridsfélag yngri spilara Sjö pör spiluðu monrad-barómeter á síðasta spilakvöldi félagsins, 28. jan- úar síðastliðinn. Borgfirðingurinn Hrefna Jónsdóttir, sem aldrei áður hefur spilað í keppnum félagsins, gerði sér lítið fyrir og vann næsta öruggan sigur, en spilafélagi hennar var Ómar Freyr Ómarsson. Loka- staða efstu para varð þannig: 1.Hrefna Ingólfsd. – Ómar Freyr Ómars. 13 2. Davíð Jóhannss. – Guðmundur Andréss. 8 2. Ómar Valsson – Hjörtur Már Reynisson 8 4. Inda H. Björnsd. – Anna G. Nielsen 7 5. Halldóra Hjaltad. – Hrafnh. Ýr Matthías. 0 Næsta spilakvöld félagsins er 4. febrúar, allir spilarar, 25 ára og yngri, eru velkomnir. Helgina 31. janúar – 1. febrúar fer fram Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni, aðgangur ókeypis. Ljósbrá Baldursdóttir (864 6358) og Ísak Örn Sigurðsson (822 7649) hjálpa til við myndun sveita. Spilað í Síðumúla 37. Upplýsingar á vef Bridssambandsins bridge.is eða í síma BSÍ frá kl. 13–17., 587 9360. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fjögurra herbergja 111,1 fm endaíbúð á annarri hæð á Hjallabraut 2. Bjalla merkt Bergljót. Til sýnis í dag milli kl. 14 og 16, íbúðin er laus og til afhendingar við samning. Verð 12,2 m. Allar upplýsingar gefur Halldór hjá Hóli í síma 595 9095 og 897 3196. Hjallabraut 2 Hf. - opið hús í dag kl. 14-16 - laus Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 1. flokkur, 30. janúar 2004 54279 B kr. 4.260.000,- 54279 E kr. 852.000,- 54279 F kr. 852.000,- 54279 G kr. 852.000,- 54279 H kr. 852.000,- Nýbýlavegi 20, sími 554 5022. 16 ára afmælistilboð Súpa og fjórir réttir. Verð 1.000 á mann. Gildir til 1. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.