Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Allmikil umræða er nú komin í gang í sveitarfélaginu um grunnskólamál. Í Rang- árþingi eystra eru nú reknir 4 grunnskólar, 3 fámennir sveitaskólar og Hvolsskóli á Hvolsvelli sem er með um 240 nemendur. Skólanefnd og sveitarstjórn hafa fjallað um málið og haldið fundi með foreldrum og að- standendum skólabarna. Sýnist sitt hverjum en ljóst er að ekki verða reknir fjórir grunn- skólar áfram enda kostnaður á hvern nem- anda u.þ.b. þrisvar sinnum hærri í smærri skólunum en á Hvolsvelli.    Í kjölfar sjónvarpsþáttar á sunnudags- kvöld um flóðahættu vegna Kötlugoss hefur farið um suma íbúa sveitarfélagsins enda ekki nema von þar sem virtur vísindamaður hélt því fram í þættinum að hann myndi ekki sofa eina nótt á Markarfljótsaurum. Harð- svíraðir bændur á svæðinu hafa ákveðið að ganga framvegis til náða í sundskýlu en öðr- um er ekki skemmt enda ekki grín gerandi að þeirri hættu sem um er að ræða. Menn hafa rætt það sín á milli hvort tímasetning þáttarins sé tilviljun en í næstu viku á að setja í auglýsingu deiliskipulag að mikilli sumarhúsabyggð sem verður einmitt stað- sett á Markarfljótsaurum.    Í síðustu fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins var samþykkt að setja upp götulýs- ingu í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Gárung- arnir hafa gert því skóna að þetta sé gert í þeim tilgangi að upplýsa hvítasunnumenn, en aðrir segja að markmiðið sé að það verði þá auðveldara fyrir hina svörtu sauði að rata í messu. Í Kotinu er öflugt kirkjulegt starf og þúsundir manna koma þangað árlega.    Samþykkt hefur verið í sveitarstjórn að ráðast í stækkun grunnskólans á Hvolsvelli enda er þar mikil þröng á þingi. Undanfarin ár hefur fjölgað mjög í skólanum og orðin mikil þörf á stækkun. Í nýju byggingunni verður salur, mötuneyti og skólaeldhús ásamt listgreinastofum og almennum kennslustofum. Einnig verður gert ráð fyrir nýjum inngangi. Byggingin á að kosta 200 milljónir og verður mikil breyting fyrir skólastarfið að fá þetta hús.    Þúsundir ferðamanna leggja leið sína að Seljalandsfossi ár hvert. Það er mikið æv- intýri að ganga undir fossinn og njóta fag- urrar náttúru og útsýnis við hann. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í miklar lagfær- ingar á umhverfi fossins, laga gangstíga og bílastæði og reisa þar náðhús. Úr bæjarlífinu RANGÁRÞING EYSTRA EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR FRÉTTARITARA Lögreglan í Keflavíkhefur mann grun-aðan um að hafa farið til rjúpnaveiða í Grindavík síðdegis í fyrra- dag. Rjúpnaveiðar eru bannaðar. Lögreglan fékk tilkynningu um að sést hefði til rjúpnaskyttu á Nesvegi, rétt vestan Grindavíkur. Kom fram á hvaða bifreið maðurinn var. Málinu er síðan lýst þannig á vef lögreglunnar: „Skot- vopn var í bifreiðinni en engin rjúpa. Í fjörunni við Staðarkot fann lögreglan dauða rjúpu. Innyfli hennar voru volg. Sá er lögreglan stöðvaði er grunaður um að hafa skotið þessa rjúpu. Maðurinn verður kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu.“ Grunaður um rjúpnaveiði Hornafjörður | Reiknað er með að Dornier-flugvél Ís- landsflugs sem nú stendur biluð á Hornafjarð- arflugvelli komist í loftið fljótlega eftir helgi. Vél- inni var snúið til lendingar örfáum mínútum eftir flugtak þegar eldglæring- ar sáust standa aftur úr hreyfli vélarinnar. 12 far- þegar voru um borð í vél- inni og tveggja manna áhöfn. Flugvirkjar frá Íslands- flugi tóku hreyfilinn af og héldu með hann til Reykjavíkur. Hann verður yfirfarinn en varahreyfill er á leiðinni frá útlöndum. Morgunblaðið/Sigurður Mar Dorniervélin enn á Höfn Á sama degi birtustfréttir um eft-irlaunafrumvarp á Alþingi og fyrirhugaðar uppsagnir á Landspít- alanum. Tómas Waage á Landspítalanum sendi Össuri Skarphéðinssyni og Steingrími Sigfússyni línu: Brottrekstrar ef berst mér fregn beiskju mun ég varast, þó er huggun harmi gegn, þú hirðir það sem sparast. Kristján Stefánsson á Sauðárkróki fylgist með fréttum um fuglaflensu: Ef þið fljúgið út í heim í einum grænum, elskurnar í öllum bænum, ekki fara að klappa hænum. Í tilefni af þingsetningu rifjast upp vísa eftir Böðvar Guðlaugsson: Pólitískt nöldur, nag og jag nálega upp á sérhvern dag nánast tilgreint hvern nýtan mann nálega gerir vitlausan. Úr fréttum pebl@mbl.is Grímsey | Það er orðin hefð hjá grunnskólabörnunum í Grímsey að synda áheitasund einu sinni á vetri. Ágóðann af fyrsta áheitasundinu gáfu börnin til styrktar þeim sem áttu um sárt að binda eftir snjóflóðin fyrir vestan. Nú var það vorferðin sem átti hug þeirra allan. Venjan er sú að elstu börn- in leggja land undir fót á hverju vori og skoða sig um á Íslandi – kíkja á söfn og heim- sækja merka staði. Það er yfir sjó að fara fyrir okkur, þannig að börnin þurfa að vera dug- leg að safna í ferðasjóðinn. Í þetta sinn afrekuðu skóla- börnin 12, að synda samanlagt 5 kílómetra. Eftir sundið bjóða þau upp á mat fyrir eyjarbúa í félags- heimilinu og í þetta sinn voru það pylsur með öllu góðu. Kvenfélagið Baugur styrkti matarkaupin. Undirtektir voru stórgóðar, yfir 60 manns mættu á pylsuhlaðborðið, sem skólakrakkarnir kölluðu: „Hot dog partí“. En hér læra skóla- börnin ensku frá 9 ára aldri. Sundáheit bárust víða að. Amma í Reykjavík og langafi á Akureyri létu sig ekki muna um að vera með og senda áheit. Það voru glöð skólabörn sem yfirgáfu skólann sinn að kvöldi áheitasundsdagsins og skólasjóðurinn hafði fitnað verulega. Morgunblaðið/Helga Mattína Í áheitasundi: Skólabörnin í Grímsey ánægð í lauginni eftir sundsprettinn og á leið í pylsupartí. Áheitasund og pylsupartí Grímsey Á VEF Þingeyjarsveitar er fjallað um ný- lega stórgjöf Kvenfélagsins Hringsins til barna- og unglingageðdeildar og Barna- spítala Hringsins. Meðal annars gaf Hringurinn fé til kaupa á húsnæði fyrir foreldra barna utan af landi, sem þurfa að dvelja í höfuðborginni á meðan börnin eru til aðhlynningar á spítalanum. Síðan segir orðrétt: „Sérstök ástæða er til þess að fagna og þakka Hringnum fyrir þetta framlag eins og önnur sem félagið hefur látið af hendi rakna til heilbrigðis- mála, ekki síst þegar hugurinn er með þeim sem eiga um langan veg að fara til lækninga. Það er afar mikils virði fyrir þá landsmenn sem búa fjarri bestu læknis- þjónustu, eins og þeirri sem Barnaspítali Hringsins veitir, að eiga aðgang að góðu íbúðarhúsnæði meðan lækninga er leitað. Framlag Hringsins til íbúðarkaupa fyrir fjölskyldur í þeirri stöðu er sérstaklega þakkarvert af hálfu okkar landsbyggðar- fólks. Með þeim orðum er rétt að færa Hringskonum sérstakar þakkir og árnað- aróskir í tilefni af afmælinu með von um að landsmenn muni allir fá áfram notið góð- vildar þeirra í framtíðinni. Hringskonum færðar þakkir Morgunblaðið/Kristinn Akureyri | Úlfar Hauksson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjármála við Háskól- ann á Akureyri en hann tekur til starfa eft- ir helgi. Alls bárust 10 umsóknir um stöð- una. Úlfar var framkvæmdastjóri Kaffi- brennslu Akureyrar, síðar Nýju kaffi- brennslunnar til fjölda ára en lét af því starfi á síðasta ári. Þá er Úlfar formaður stjórnar Rauða kross Íslands. Nýr forstöðu- maður fjár- mála ráðinn Háskólinn á Akureyri ♦♦♦ Hrunamannahreppur | Þau láta ekki aftra sér börnin í leikskólanum Undralandi á Flúðum þó að kulda- boli bíti nokkuð í kinnar. Þau vita að útiveran er hverjum og einum holl og nauðsynleg á hvaða aldri sem er. Nokkur hópur þeirra raðaði sér á kastalann til að komast í rennibraut- ina til að fá sér salibunu. Fréttaritari sem var á vappi með myndavélina í námunda smellti mynd af hópnum. Í leikskólanum sem tekinn var í notk- un nokkru fyrir jól eru nú 56 börn og er aðstaða öll hin besta. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Skemmtilegur leikur í kuldanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.