Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL meirihluti Íslendinga er þeirrar skoðunar að staða karla sé almennt betri en staða kvenna í ís- lensku samfélagi í dag. 91% kvenna og 76% karla eru þessarar skoðunar samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar um jafnréttis- mál, sem kynntar voru á málþingi um viðhorf til jafnréttismála sem fram fór í Háskóla Íslands í gær. Könnunin var unnin af Gallup fyrir Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að 95%, eru þeirrar skoðunar að feður eigi að taka jafnan þátt og mæður í umönnun og uppeldi barna sinna. Hins vegar kemur fram í könn- uninni að 27% þjóðarinnar halda því fram að konur séu hæfari á þessu sviði. 70% telja karla eiga meiri möguleika á vinnumarkaði Skv. niðurstöðum könnunarinnar eru tæplega 85% aðspurðra þeirr- ar skoðunar að karlar hafi hærri laun en konur með sambærilega menntun og tæplega 70% telja að karlar hafi meiri möguleika á vinnumarkaði en konur. Tæplega 60% eru þeirrar skoð- unar að karlar hafi betri aðgang að fjármagni í tengslum við fyrir- tækjarekstur. Þá telja konur í rík- ara mæli en karlar að það halli á þeirra hlut á vinnumarkaðinum. Meirihluti þjóðarinnar eða 65% telja þó að þróunin í jafnréttismál- um almennt sé í rétta átt og að jafnrétti muni aukast á næstu 10 árum. 80% telja gott ef fleiri konur væru í stjórnunarstöðum Þegar spurt var um viðhorf til mikilvægis þess að jafna kynja- hlutföll á ýmsum sviðum sam- félagsins kemur í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar, eða 80%, er þeirrar skoðunnar að það væri til góðs fyrir viðskipta- og efnahags- lífið ef fleiri konur væru í stjórn- unar- og ábyrgðarstöðum. Álíka margir telja að það væri til góðs ef fleiri konur væru þátttakendur í stjórnmálum. Í báðum tilfellum er marktækur munur á viðhorfum kynjanna þar sem konur telja í meira mæli en karlar að fjölgun kvenna á þessum sviðum væri til góðs. Ef marka má niðurstöðurnar telja 85%–90% þjóðarinnar kynin jafnhæf til að gegna ábyrgðarstöð- um í utanríkis- og varnarmálum, í félags- og heilbrigðismálum og í stjórnun fyrirtækja. 38% karla telja konur hæfari til að annast uppeldi Þegar spurt var um viðhorf til barnauppeldis kom í ljós að lang- flestir Íslendingar, eða um 95%, eru þeirrar skoðunar að feður eigi að taka jafnan þátt og mæður í umönnun og uppeldi barna sinna. Hins vegar kemur fram í könn- uninni að 27% halda því fram að konur séu hæfari á þessu sviði. Marktækur munur er á viðhorfum kynjanna hvað þetta varðar, en 38% karla telja að konur séu hæf- ari til að annast umönnun og upp- eldi barna, en mun færri konur eru þeirrar skoðunar, eða 18%. Í könnuninni voru þátttakendur einnig spurðir um reynslu þeirra og upplifun á eigin vinnustað. Fram kemur m.a. að 81,5% eru þeirrar skoðunar að jafnrétti ríki á milli kynjanna á sínum vinnustað. Mikill munur er á viðhorfum at- vinnurekenda og launþega í þess- um efnum, en avinnurekendur taka mjög afdráttarlausa afstöðu og eru 83% þeirra mjög sammála því að jafnrétti sé til staðar á sín- um vinnustað, en næstum helmingi færri launþegar eða 48% eru þeirr- ar skoðunar. Samkvæmt ákvæðum jafnréttislaga er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 aðilar fylgi sér- stökum jafnréttisáætlunum. Skv. könnuninni virðist mikill misbrest- ur á að eftir þessu sé farið þar sem 35% kvenna og 26% karla telja að unnið sé illa eða alls ekki að jafn- réttismálum á vinnustað sínum. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 30% bæði karla og kvenna hafa sóst eftir aukinni ábyrgð og/eða stöðuhækk- un á síðastliðnum 5 árum. Er ekki marktækur munur á svörum kynjanna hvað þetta varðar. Ekki var heldur mikill munur á svörum kynjanna þegar spurt var um launahækkun. Rúmlega 36% Ís- lendinga hafa sóst eftir launa- hækkun á sl. 3 árum, karlar og konur í nokkurn veginn jafnmikl- um mæli. 12% kvenna sögðust með 250 þús. eða meira í mánaðarlaun Karlar eru almennt mun sáttari við laun sín heldur en konur eða 74% karla á móti 52% kvenna. Enda kemur fram skýr launamun- ur á milli kynjanna þegar laun að- spurðra eru skoðuð en 45% karla eru með 250 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun en aðeins 12% kvenna. 88% kvenna telja að karlar hafi hærri laun en konur með sambæri- lega menntun. 19% kvenna telja kynferði sitt vera hindrun í launa- málum í núverandi starfi. 75% kvenna telja skv. könnun- inni að karlar hafi meiri möguleika á vinnumarkaði en konur, en að- eins 4% kvenna telja kynferði sitt vera hindrun varðandi starfsframa í núverandi starfi. Karlar telja að heimilisstörf skiptist jafnt Loks var í könnuninni spurt um reynslu fólks og viðhorf til atriða er varða samræmingu vinnu og einkalífs. Af þeim sem búa með maka telur 44% aðspurðra sig bera jafnmikla ábyrgð á heimilisstörfum og maki. Marktækur munur er á viðhorfum kynjanna, en konur og karlar virðast ekki vera sammála um það hvernig ábyrgð á heim- ilisstörfum dreifist skv. niðurstöð- um könnunarinnar. Karlar telja í meiri mæli en konur að ábyrgð á heimilisstöfum dreifist jafnt milli maka eða 58% karla en 30,8% kvenna eru sömu skoðunar. Hins vegar telur meirihluti kvenna ábyrgðina vera meira á sínum herðum en maka eða 68%. 2,5% karla telja sig bera meiri ábyrgð á heimilisstörfum en maki. Könnunin var símakönnun, framkvæmd á tímabilinu 19. sept.–12. okt. af Gallup. Tekið var 1.200 manna slembiúrtak á aldr- inum 18–75 ára. Svarhlutfall var 62,9%. Ný viðhorfskönnun á jafnrétti í íslensku samfélagi kynnt á málþingi í HÍ 27% telja konur hæfari við umönnun og uppeldi barna Morgunblaðið/Golli Miklar umræður fóru fram um viðhorf til jafnréttismála á Íslandi á málþingi sem haldið var í Háskólanum í gær.                                                VINNUHÓPUR innan borgarkerf- isins hefur unnið drög að jafnrétt- isvísitölu sem nýta megi sem mæli- kvarða á árangur í jafnréttismálum hjá Reykjavík- urborg og hjá einstökum borg- arstofnunum og fyrirtækjum borg- arinna. Þetta kom fram í máli Hildar Jónsdóttur, jafnréttisfull- trúa Reykjavíkurborgar, á mál- þingi um viðhorf til jafnréttismála sem haldið var í Háskóla íslands í gær. Vísitalan er byggð upp á 12 mælikvörðum á ýmsa mælanlega þætti sem varpa ljósi á hvernig jafnræðis á milli kynjanna er gætt innan stofnana og fyrirtækja borg- arinnar m.a. varðandi laun, ábyrgð, þátttöku í stjórnun og við- horf meðal starfsmanna á stöðu jafnréttismála. Gerir vísitalan kleift að meta hvernig ástand jafnréttismála er á hverjum tíma innan einstakra stofnana og fyrirtækja borg- arinnar og hvernig miðar að því markmiði að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg. Jafnréttisvísitala í smíðum ÞEGAR spurt var í könnuninni um fríðindi í tengslum við vinnu kom í ljós að karlar njóta slíkra fríðinda í mun meira mæli en konur.  43% karla og 15% kvenna hafa afnot af bíl á vegum vinnuveit- anda.  42% karla og 18% kvenna hafa afnot af farsíma, þar sem reikn- ingur er greiddur af vinnuveit- anda.  17% karla og 11% kvenna hafa afnot af tölvutengingu heim sem greidd er af vinnuveitanda. Karlar njóta fríðinda í meira mæli en konur SKELJUNGUR mun í sumar flytja aðalstöðvar sínar af Suðurlands- braut, þar sem þær hafa verið í hátt í 43 ár eða frá árinu 1961, og út í Örfirisey en þar á félagið húsnæði sem á næstu mánuðum verður inn- réttað fyrir skrifstofur Skeljungs. Í gær var gengið frá samningum um sölu á liðlega fjórum og hálfri af átta hæðum í skrifstofuhúsnæði fé- lagsins að Suðurlandsbraut 4 og er á næstunni stefnt að því að selja þær hæðir sem enn eru í eigu fé- lagsins að því er segir í frétt þess. Kaupendur þess hluta sem nú hefur verið seldur eru eignarhaldsfélög sem standa að verkfræðistofunum Fjarhitun og Rafteikningu. Liður í að draga úr kostnaði Í frétt Skeljungs segir Gunnar Karl Guðmundsson forstjóri að sal- an sé liður í endurskipulagningu fé- lagsins sem nú standi og sem m.a. miði að því að draga úr kostnaði og treysta samkeppnisstöðu félagsins. Gunnar Karl segir mörg rök hafa hnigið til þess að að færa til skrif- stofur Skeljungs; í fyrsta lagi sé verið að losa um fjármuni sem hafi verið bundnir í þessari eign. Þá hafi starfsfólki á skrifstofu fækkað á síðustu misserum og því hafi húsið á Suðurlandsbraut verið orðið óþarflega stórt fyrir starfsemi fé- lagsins. Gunnar Karl segir að við flutningana verði tækifærið notað til að breyta uppsetningu á skrif- stofunum og færa þær alfarið yfir í opið rými. Morgunblaðið/Ásdís Höfuðstöðvar Skeljungs hafa verið á Suðurlandsbraut frá árinu 1961. Skeljungur flytur af Suðurlands- brautinni LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti einróma á fundi sínum í gær að einkareknu leikskól- arnir Korpukot og Fossakot í Graf- arvogi fengju varanlegt rekstrarleyfi, en eigendur þeirra höfðu fengið bráðabirgðaleyfi fyrir viku. Af- greiðslu umsóknar vegna leikskólans Olgukots var frestað til næsta fundar eða 13. febrúar og ekki hefur enn ver- ið gerður þjónustusamningur við þessa leikskóla. Þorlákur Björnsson, formaður leik- skólaráðs, segir að á síðasta fundi hafi umræddir leikskólar fengið bráða- birgðaleyfi þar sem fagráð leikskóla- ráðs hafi átt eftir að taka út faglega hluti eins og að fara yfir hverjir væru starfsmenn, menntun þeirra og fleira, fara yfir húsnæðismál, leikföng, starfsmannastefnu og svo framvegis. Í öðru lagi hafi borgarlögmaður verið fenginn til þess að fara yfir málið og kanna hvort lögum og reglugerðum væri fylgt. Þessi atriði hefðu legið fyr- ir fundi gærdagsins. Fagráðið hefði veitt jákvæða umsókn og í áliti lög- fræðings hjá embætti borgarlög- manns kæmi fram að það væri vand- séð hvernig hægt væri að komast hjá því að gefa rekstrarleyfi. „Því veittum við Fossa- og Korpu- koti varanlegt rekstrarleyfi,“ segir Þorlákur og bætir við að þar sem fag- ráðið hafi ekki lokið umsókn um Olgu- got hafi því máli verið frestað. Einkareknir leikskólar fá rekstrarleyfi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.