Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 47 dimmt og ég myrkfælin, en við fórum í draugaleik þar sem hann mórauði Tryggur var draugurinn sem faldi sig og stökk svo fram. Þú hélst í höndina á mér og við hlógum og hlóg- um en ég var ekkert hrædd því þú varst jú hjá mér. Mér fannst gaman að vera með þér og fylgjast með þegar þú varst að bardúsa í kjallaranum, gera við hríf- ur og beisli eða smíða eitthvað nýtt. Svo allir reiðtúrarnir sem við fórum saman í og alltaf varst þú að passa að ekkert kæmi fyrir mig. Og eftir að ég datt af baki og handleggsbrotnaði þá varstu alltaf hræddur við að hleypa mér á hestbak þótt ég væri ekkert hrædd. Um það leyti sem ég fékk bílprófið hafði ég minni tíma fyrir útreiðar en við fundum í staðinn tíma til að skreppa í bíltúra og fannst mér að þér fyndist best að fá mig til að keyra þig á bílnum þínum. Síðustu ferðina sem við fórum bara tvö var vorið 2002, rétt áður en þú fórst inn á sjúkrahúsið fyrst. Þig langaði svo niður að sjó og við drifum okkur, þá var þér farið að líða illa. Þú varðst svo móður bara af því að labba frá bílnum niður að sjó en samt var ferð- in ánægjuleg fyrir okkur bæði. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. (Jónas Hallgrímsson.) Afi minn, ekkert ljóð minnir mig eins mikið á þig, því við sungum það svo oft og þú vitnaðir í það í tíma og ótíma. Að lokum vil ég þakka þér allt sem þú gafst mér og mun ég ætíð muna eftir þér. Guð veiti ömmu styrk á þessum stundum. Hafrún Gróa. Elsku afi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, og þakka þér fyrir góðar samverustundir. Við áttum frábæra samveru í hest- húsunum eftir að þið amma fluttuð á Selfoss sem okkur fjöskyldu minni fannst ómetanlegt. Einkum finnst mér gaman að rifja upp útreiðartúr sem við fórum fyrsta vorið ykkar hérna útfrá. Þú rúmlega áttræður og ég bara stelpustýri, að því að þér fannst og þú þurftir að kenna stelpunni tökin á hesta- mennskunni. Við riðum Votmúla- hringinn á svona þrem til fjórum tím- um (þetta er svona hálftíma reið). Við vorum allan tímann að metast um hvort okkar væri betur ríðandi. Ef þú gerðir svona þá gerði ég það líka, ef ég gerði hinsegin þá varðst þú að gera eins. Þetta var alveg mögnuð ferð og hefði ekki orðið betri þó ald- ursmunur ferðafélaganna væri minni. Ófáir voru vorrekstrarnir sem við fórum í. Þar sem þú kenndir mér ör- nefnin á fjallahringnum og hvað það væri meinhollt að fara í fótabað í tær- um fjallalækjunum. Og svo voru réttirnar og rekstur- inn heim með féð, þá var oft glatt á hjalla. Svo kom að því að ég sýndi og kynnti mannsefnið mitt. Þér þótti þetta mikill efnispiltur. Eins var með foreldra hans, þér fannst mikið til þeirra koma. Enda urðu þau miklir vinir þín og ömmu. Vel tókuð þið amma líka á móti henni Brynju dóttur okkar er hún fékk að koma til ykkar úr skólanum frá því hún var 6 ára. Kári man líka vel eftir sykurmol- um vættum í kaffi, það fékk hann bara hjá afa. Alveg sama hvað ég og amma hans fjösuðu. Elsku afi, þú ert væntanlega búinn að leggja á eftir um það bil tveggja ára hlé og þeysir um grænar grundir himnaríkis ásamt þínum gömlu vin- um. Við söknum þín öll. Þín dótturdóttir Sigríður. síðuna í burtu! Ég vissi að oftast hafði hann hent henni í ruslið og því fór ég og sótti hana þangað. Kannski afi hafi skilið blaðsíðuna eftir efst í ruslinu fyrir mig af ásettu ráði, vitað að það þýddi lítið að snúa mér nema ég ákvæði það sjálf. Hver veit? Halla frænka sagði að við vær- um svolítið lík í skapi, ég og hann. Í sveitinni var mér kennt að koma fram við aðra af virðingu og hlýju og taka tillit til annarra enda oft margt um manninn á sumrin. Vera góð við þá sem minna mega sín og eru veik- ir, heilsa og kveðja, þakka fyrir mig og kyssa og faðma. Þegar afi lét af búskap fannst mér hann mildast, hann fór að slaka bet- ur á. Hann hafði meiri tíma til að spjalla og segja frá sjálfum sér og öðrum, þá fór ég að kynnast honum meira sem persónu heldur en þegar ég var krakki. Og þvílíkt líf! Hann sagði mér til dæmis frá kórferðinni miklu til Ameríku árið 1946. 14 tímar í flugvél aðra leiðina, svo sungið á 56 tónleikum í 54 borgum. Kórinn ferðaðist saman í einni rútu og ekki einu sinni sæti fyrir alla. Ferðalagið var mikið afrek. Þú varst aldrei þreyttur að segja frá. Og allt- af gaman að hlusta. Þú keyptir fallegan hring handa ömmu í þessari ferð, þið voruð þá í tilhugalífinu. Ég á nú þennan hring, sem er með stórum bleikum steini. Hann tek ég með mér í öll próf og alla stóra viðburði í mínu lífi og hann gefur mér kraftinn sem ég öðlast í hvert sinn sem ég kem austur. Ég verð líka með hann í jarðarförinni, elsku afi minn, og hann mun fylgja mér áfram allt mitt líf. Dararí, dararí … Þetta sönglað- irðu alltaf fyrir munni þér þegar þú varst að moka einhverju og ég heyri röddina þína enn í höfðinu á mér. Það eru ekki nema örfá ár, kannski rúm þrjú, síðan ég sá þig moka síð- ast. Þá varstu að moka upp rör í garðinum heima í Ásum. Eitthvert vandamál með lagnirnar. Og þú snaraðir þér í föt, smokraðir þér í sokkana, í stígvélin þín og vett- lingana og settir á höfuðið litlu húf- una sem náði ekki niður á eyrun. Svo fórstu út í rigninguna og rokið og mokaðir. Eftir góða stund fór ég út í glugga til að kíkja eftir þér, stóð ekki alveg á sama. Spurði ömmu svo tvístígandi hvort ég ætti ekki að ná í þig í kaffið og hún sagði jú. Ég hent- ist út, sagði þér að nú væri komið kaffi, hvort þú vildir ekki fara að koma inn. Þú sagðist koma á eftir. Þegar þú værir búinn. Sultardrop- inn í sínum stað á nefinu og hélst svo áfram að raula. Svo lástu oft á dívaninum í eld- húsinu hjá ömmu, á þínum stað, og söngst með útvarpinu. Kunnir ten- órinn við öll lög og sálma. Ógleym- anlegt. Söngurinn var svo stór hluti af þér og lífi þínu. Það var líka svo gaman þegar þú söngst í réttunum, hæst af öllum og best, – að mínu mati. Þá ljómuðu líka svo í þér aug- un, eins og þú værir í öðrum heimi. Svipað og þegar ég dansa … Ég ræddi stundum við þig í síma, um heima og geima, veður og vinda og gestagang undanfarinna daga. Mun aldrei gleyma því þegar þú sagðir mér hvað þér og ömmu þætti vænt um mig og ég væri svo mik- ilvæg í ykkar augum. Það var í einu símtalinu okkar. Þegar ég kom faðmaðir þú mig alltaf og kysstir, og sagðir: „Ertu nú komin, Ásta mín? Og velkomin.“ Svo þegar ég kvaddi sagðir þú alltaf: „Guð blessi þig, væna mín, og gangi þér vel.“ Nú er komið að mér að kveðja þig, elsku afi minn, mig langar að segja þér hvað mér þykir vænt um þig og hvað þú hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Kennt mér margt sem ég mun búa að alla tíð. Nú er komið að mér að segja „gangi þér vel“ og Guð blessi þig alla tíð og tíma. Þín, Ingunn Ásta (litla ykkar) Sigmundsdóttir. Daginn sem afi minn í Ásum lést tók ég fram nýlega mynd af okkur afa. Þar gat ég séð að Elli kerling hafði náð tökum á honum og tekist að beygja hann þannig við virtumst jafnhá. Í minningunni verður afi samt alltaf þessi hái, granni mynd- arlegi maður. Í gegnum huga minn runnu minn- ingar um afa, þegar við krakkarnir fundum minkinn í skemmunni og sóttum afa sem snaraðist út með byssuna og skaut minkinn beint á milli augnanna. Þetta varð mér rit- gerðar- og myndefni í skólanum. Söngurinn var, eins og allir vita sem hann þekktu, líf hans og yndi. Oft sagði hann mér söguna um það þegar hann fór til Vesturheims á yngri árum með Karlakór Reykja- víkur, þetta var mögnuð frásögn og ævintýraleg. Hann rakti fyrir mér ferðalagið og sýndi mér á korti. Afi var mjög vel að sér í landafræði og þekkti landið okkar vel og hreifst af því, gat lýst af nákvæmni staðhátt- um jafnvel þó hann hefði ekki komið þangað. Afi var mannblendinn og átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Amma og afi í Ásum eru mjög gestrisin og þau hafa alltaf tekið vel á móti mér hvort heldur ég hef verið ein á ferð eða að sýna vinum fallegu sveitina okkar. Ég man að þegar ég mætti í heimsókn með breska vin- konu mína þá var það ekkert að flækjast fyrir afa þó hann talaði litla ensku, hann talaði við hana með þeim orðum sem hann kunni og lét henni líða vel sitjandi við hlið sér á beddanum í eldhúsinu. Næst þegar ég kem að Ásum mun afi hins vegar ekki taka á móti mér sitjandi á beddanum líkt og hann gerði síðustu árin. Þú varst nú ann- ars ekki vanur því, afi minn, að sitja mikið á árum áður, þú varst mikill vinnuþjarkur, allt frá barnæsku. Þegar ég var lítil stelpa þá man ég eftir þér sem önnum köfnum bónda sem sífellt var að. En þegar þú sett- ist á beddann góða í matmálstímum þá þótti mér mikil upphefð af því að sitja við hliðina á þér enda gafstu þér tíma til þess að spjalla við mig. Þegar ég varð eldri þá var tónlistin okkar sameiginlega áhugamál sem gaman var að tala um. Nú þegar þú, afi, ert farinn frá okkur þá er gott að eiga allar góðu minningarnar um þig sem munu lifa áfram. Guð geymi þig, elsku afi. Halla Steinunn Stefánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Ámundason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, mosaik@mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS INGÓLFSSONAR, Laugarhvammi, Tungusveit. Sigríður Magnúsdóttir, Erling Jóhannesson, Hulda Garðarsdóttir, Helgi Friðriksson, Sigríður Viggósdóttir, Sigurður Friðriksson, Klara Jónsdóttir, Jónína Friðriksdóttir, Stefán Sigurðsson, Sólveig Friðriksdóttir, Kolbeinn Erlendsson, Rúnar Friðriksson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA JÓNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Akurgerði 17, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 25. janúar sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Magnús D. Ingólfsson, Kristín G. Halldórsdóttir, Erla S. Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Kristján Árni Ingólfsson, Kristjana Þorkelsdóttir, Steinunn S. Ingólfsdóttir, Magnús B. Jónsson, Guðbjört G. Ingólfsdóttir, Kristján Magnússon, Sigurður B. Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ODDNÝJAR BERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Jón Jónasson, Stefanía Kristín Jónsdóttir, Gylfi Eiríksson, Ágústa Sigrún Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, TORFHILDUR GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, laugardaginn 31. janúar, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðmunda Ásgeirsdóttir, Sigurður Þorleifsson, Sigrún Ásgeirsdóttir, Hafsteinn Oddsson, Ásgeir Jónsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓSKAR GUÐMUNDSSON bifvélavirki, Austurbergi 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. janúar sl. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánu- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Bergsteinn Ómar Óskarsson, Sigurbjörg Guðríður Óskarsdóttir, Þórhallur Helgi Óskarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.