Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 31
föstu starfi í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og lengst af verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, en að- stæður hafa hagað því þannig að ég hef æ meir einbeitt mér að starfi Kammersveitarinnar undanfarin ár, enda hvílir þetta næstum allt á mín- um herðum.“ Að sögn Rutar tekur enginn þátt í starfi Kammersveitarinnar nema þeir sem tilbúnir eru að starfa af hug- sjón, „því við höfum ekki bolmagn til að borga sem skyldi. Þeir sem taka þátt hafa virkilegan áhuga á starfinu og finnst gaman að starfa með sveit- inni og fá greinilega mikið út úr því að glíma við öll þessi spennandi verkefni okkar.“ Rut bendir á hljóðfæraleikarar leggi mikið á sig til að geta tekið þátt í starfi Kammersveitarinnar. „Þannig þurfum við t.d. að finna tíma sem fólk er laust úr öðrum störfum og þurfum þá að æfa á tímum þegar aðrir eru í fríum og allir vildu kannski helst fá að vera heima hjá sér með fjölskyldum sínum. Við erum að æfa á kvöldin, á sunnudögum og jafnvel á laugardags- kvöldum. En þetta sannar aftur fyrir mér hvað fólk er reiðubúið að leggja á sig.“ Beðin að nefna nokkra hápunkta í starfi Kammersveitarinnar nefnir Rut flutning sveitarinnar á Pierrot Lunaire, einu frægasta verki Arnolds Schönbergs, á Listahátíð 1980 undir handleiðslu Pauls Zukofskys. „Þetta var fyrsti flutningur verksins á Ís- landi og markaði tímamót, enda er fólk enn að tala um þessa tónleika. Til marks um þær kröfur sem Zukofsky gerir til samstarfsfólks síns má nefna að ég lærði að spila á víólu til að geta bæði spilað á fiðlu og víólu í verkinu. Hópurinn hittist á um fimmtíu æfing- um yfir heilt ár og vorum orðin svo samstillt að þegar okkur bauðst að fara til Noregs að spila verkið ári seinna og í ljós kom að Zukofsky kæmist ekki með okkur þá treystu allir í hópnum sér til að spila verkið án stjórnanda, sem er mjög sér- stakt.“ Af nógu er að taka og nefnir Rut flutning Kammersveitarinnar á verk- inu Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen sem flutt var árið 1977 en það var fyrsti flutningur verksins á Íslandi og tónleika Kamm- ersveitarinnar í Þjóðleikhúsinu 1. maí 1999 á 100 ára afmæli Jóns Leifs þar sem flutt voru fjögur verk Jóns og höfðu flest þeirra ekki heyrst áður. „Það var síðan magnað og mjög sérstakt að fá Arvo Pärt hingað til lands þegar við, í samvinnu við Hamrahlíðarkórana, fluttum efnis- skrá tileinkaða honum í ársbyrjun 1998. Það þótti mörgum sérstakt af- rek að mér skyldi takast að fá hann til landsins. Það er oft skemmtilegt hvernig eitt leiðir af öðru, því hann samdi síðan verk fyrir Þorgerði syst- ur mína til að flytja með Röddum Evrópu á menningarborgarárinu. Ég held það hafi verið tilkomið vegna þess að hann var búinn að koma hing- að og kynnast Þorgerði og kórunum hennar.“ Kammersveitin hefur á þessum þremur áratugum gert víðreist um heiminn, farið til Norðurlandanna, Kína og Japans, verið fulltrúi Íslands á Expo í Lissabon 1998 og í Hannover árið 2000 svo eitthvað sé nefnt. Það er greinilegt að tónleikaferð Kammersveitarinnar til Belgíu og Rússlands með Vladimir Ashkenazy í maílok 2003 er Rut líka ofarlega í huga. Enda ómetanlegur heiður fyrir Kammersveitina, en ekki síður fyrir íslenskt menningar- og tónlistarlíf, að listamaður á borð við Ashkenazy skyldi bjóða íslenskri hljómsveit með sér í tónleikaferðalag. „Kammersveit Reykjavíkur er svo sannarlega búin að sanna sig með þrjátíu ára hugsjónastarfi og það er bara óskandi að hún fái að dafna í ókominni framtíð. Við höfum á und- anförnum árum hlotið mikla við- urkenningu og eru bæði ferðin með Ashkenazy, frábærir dómar um geisladiska okkar í erlendum blöðum og nú síðast Íslensku tónlist- arverðlaunin fyrir Brandenborg- arkonserta Bachs dæmi um það. Í raun finnst mér starf hennar síð- ustu þrjá áratugi hafa verið eitt stórt ævintýri,“ segir Rut að lokum. silja@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 31 SÍM-húsið, Hafnarstræti 16, kl. 14 Kjuregej Alexandra Argunova opnar sýningu á mósaík- og „applic- ation“-verkum. Sýninguna kallar hún „Við erum aðeins gestir …“ og stendur hún til 22. febrúar. Opin virka daga kl. 10–16. Í DAG AXEL Kristinsson opnar málverka- sýningu í Listasafni Borgarness kl. 14 í dag, laugardag. Á sýningunni eru um 15 olíumálverk frá árunum 2002–2004. Axel segir að ólíkt mörg- um öðrum máli hann það sem honum þykir fallegt og er myndefnið á sýn- ingunni konan frá ýmsum sjónar- hornum. Þetta er önnur einkasýning Axels en sú fyrri var á sama stað fyrir tveimur árum og kom hann þá ekki fram undir nafni af ótta við að vera sakaður um dónaskap og að misnota aðstöðu sína sem forstöðumaður Safnahúss Borgarfjaðar en Lista- safn Borgarness er hluti af því. Axel hefur nú látið af störfum og kveður Borgarfjörð með þessari sýningu. Sýningin stendur til 25. febrúar og er opið kl. 13–18 virka daga en til kl. 20 þriðjudaga og fimmtudaga. Konan í verk- um Axels Kristinssonar Axel við eitt verka sinna. GUNNAR J. Árnason listheimspek- ingur flytur fyrirlestur um Ólaf Elí- asson í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi kl. 15 á morgun. Gefið verður yfirlit yfir feril Ólafs og rætt um þær hugmyndir sem hann byggir verk sín á auk þess sem skoðuð verð- ur samvinna hans við Einar Þorstein Ásgeirsson arkitekt. Gunnar byggir fyrirlesturinn á grein sem hann ritar í sýningarskrá Frost Activity, sem kemur út fyrstu vikuna í febrúar. Leiðsögn verður um sýninguna frá kl. 13–15 þann dag. Fyrirlestur um Ólaf Elíasson KYNSLÓÐABILIÐ kraftbirtist í öllu sínu veldi þegar ungi Finninn Pekka Kuusisto, er sumir muna eftir frá úrslitum „Kontrapunkts“ í Hels- inki 1998, lék Fiðlukonsert Beethov- ens með SÍ á fimmtudaginn var. Sást það bezt á undirtektum áheyrenda. Yngri deildin hreifst upp úr skónum, en öldungum var miður skemmt. „Jæja, þá er búið að hippa Beet- hoven!“ var fyrsta hugsunin sem sló niður í undirritaðan þegar sólistinn byrjaði að kitla sig á ofurveiku pian- isissimo gegnum einleikspart þessa einlægasta og göfugasta vinar mannkyns meðal sígildra fiðlukons- erta. Því spilamennskan var frá upp- hafi svo gegnsýrð „HIP“ (= hist- orically informed performance) hreyfingu síðari áratuga að halda mætti að fornherji á við Fabio Biondi stæði á sviðinu, nýkominn úr sagnháréttum flutningi á Vivaldi- konsert. Alltjent er hætt við að þeim hlustendum er aðeins mættu með hálfrar aldar gömlu en enn rómuðu túlkun Davids Oistrakhs fyrir innra eyranu hafi brugðið hastarlega. Ekki bara þegar Kuusisto gekk feimnislega með veggjum á allt að því ámáttlegu hvísli þar sem gamla kempan skartaði hlýjum og blóðrík- um tóni, heldur líka gagnvart ýms- um öðrum „upprunatiktúrum“ eins og andstuttum hendingalokum, fiðr- ildisflagsandi óeirð í mótun smá- hrynja og m.a.s. votti af klukkudýn- amísku „messa di voce“ í ör- styrkbreytingum, sem maður hélt hingað til að ætti einungis við bar- okkið. Og hljómsveitin lék með í stíl. Annað hefði að vísu verið hjákátlegt í stöðunni, þó að tilhneiging henn- ar til að flýta á forte gæti varla talizt sagnfræði- lega verjandi, enda verkaði hún annarleg og jafn- vel eins og við- vaningsslys í ung- mennri skólahljómsveit. Á hinn bóginn var ekki laust við að sterku andstæður einleikarans og stjórnandans í áferð og einkum styrk (því áhrifameiri sem yztu mörkin voru á vart heyranlegum botni skalans og svigrúmið upp á við því gífurlegt) ljæðu túlkuninni óvænta spennu. Það var líka segin saga, að þegar kom að lokarondóinu, var maður farinn að sætta sig öllu betur við nálgun þeirra félaga og m.a.s. tekinn að hugleiða hvort ekki gæti verið töluvert til í henni. Hvort „kenjarnar“ gætu ekki – a.m.k. stundum – verið til marks um ein- læga innlifun frá ferskum sjónarhóli, frekar en bara tilgerð sprottna af tízku eða þörf fyrir að skera sig úr. Enda var margt bráðfallega leikið, og þó að sólófiðlan væri ekki alltaf jafnörðulaus og vænta mátti af al- þjóðlegum virtúós – auk þess sem lágværasta „kitlið“ barst illa til öft- ustu sæta kvikmyndahússins – náði Pekka Kuusisto vissulega að sperra eyru áheyrenda í meira en einum skilningi. Enda uppskar hann fun- heitar undirtektir í viðeigandi and- stöðu við kuldabolann utan dyra, er minnkuðu ekki eftir tindilfætta með- ferð hans á aukalaginu, Double-til- brigðinu um Saraböndu h-moll part- ítu J.S. Bachs. Um jörmunvaxna fjórðu sinfóníu Dmitris Sjostakovitsjar hefur svo margt verið skrifað og skrafað, að tildrög hennar og háskalegar kring- umstæður sovézka tónskáldsins ættu að vera flestum áhugamönnum um sígilda tónlist vel kunn. Hún var nú flutt í fyrsta sinn hér á landi (sem gleymdist að geta í annars prýðilegri úttekt tónleikaskrár), nærri sjötíu árum eftir tilurð sína og rúmlega 40 eftir frumflutninginn í Moskvu. Í alla staði magnað listaverk fyrir stærstu gerð sinfóníuhljómsveitar eða 108 spilendur, þar sem tíma- bundin pallstækkun Háskólabíós frá því fyrir jól kom í góðar þarfir. Hvað gerðist í smáatriðum í ríf- lega klukkustundar langri hljóm- kviðunni myndi ekki aðeins æra óstöðugan heldur einnig sprengja alla ramma þessa ritvangs. Nægja verður að segja, að hér hafi hlust- endur notið áhrifamestu sinfónískr- ar upplifunar sem völ er á, og sem telja verður meðal ótvíræðu há- punkta ekki aðeins núverandi vetr- ardagskrár SÍ heldur einnig margra undangenginna. Líkt og hjá Gustav Mahler, er áleit að sinfónía ætti að vera jafnvíðfeðm og lífið sjálft í stóru sem smáu (allt niður í hið lítilsverða ef með þyrfti), nær Fjarki Sjostak- ovitsjar yfir allar 360 gráður mann- legs sjóndeildarhrings. Að formi til líklega djarfasta framlag hans til greinarinnar, þar sem í fljótu bragði virðist ægja saman ólíklegustu efni á tröllauknu hljómtjaldi meistarans er spannar allt frá auðmjúkum einleik í breiðfylktan berserksgang. Þrátt fyrir það er úrvinnslan engu minni en stórbrotin, og nístandi djúpur boðskapur höfundar og takmarka- laust hugvit hans í orkestrun lét eng- an ósnortinn. Enda sat maður nán- ast sem lamaður eftir sannkallaða lífróðurstúlkun SÍ, sem fylgdi sínum manni fram í rauðan dauðann frá fyrsta til síðasta tóns. Í verki af þvílíkri stærðargráðu er vitaskuld óendalega margt hægt að fægja og snurfusa, og veitti í raun ekki af helmingi lengri æfingartíma en veslum fjórum dögum til að gera öllu fullkomin skil. Séð í því ljósi var túlkun Rumons Gamba og meðreið- arsveina hans stórafrek sem lengi verður í minnum haft. Tilgerð eða innlifun? TÓNLIST Háskólabíó Beethoven: Fiðlukonsert í D-dúr Op. 61. Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 4 í c-moll Op. 43. Pekka Kuusisto fiðla; Sinfón- íuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 29. janúar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Pekka Kuusisto LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar verður aftur opið um helgar milli klukkan 14 og 17 frá og með 1. febrúar. Í safninu er sýningin Listaverk Sig- urjóns Ólafssonar í alfaraleið sem samanstendur af 14 frumdrögum og skissum að opinberum lista- verkum og ljósmyndum af á þriðja tug listaverka í alfaraleið. Sýningunni fylgir myndskreyttur bæklingur með skýringatextum eftir Æsu Sig- urjónsdóttur listfræðing. Að vanda verður kaffi- stofa safnsins opin á sama tíma og safnið. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar opnað Íslandsmerkin, listaverk eftir Sigurjón Ólafsson. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.