Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 72
Morgunblaðið/Ásdís Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ásamt hópi fjárfesta eignast 65% hlut í BTC. Árleg velta fyrirtækisins er áætluð nærri 46 milljarðar. Kaupa 65% hlut á 24 milljarða króna CARRERA, félag í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, og fjárfestingarfélagið Advent Int- ernational fara fyrir hópi fjárfesta sem hafa náð samkomulagi um kaup á 65% hlut í Bulgarian Tele- communication Company, BTC, af búlgarska ríkinu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Björgólfi Thor. Stefnt er að undirritun samnings hinn 20. febrúar nk. Kaupverð 65% hlutar í BTC er samtals um 24 milljarðar íslenskra króna. Fyrir utan Carrera og Advent International eru Þróunarbanki Evrópu, National Bank of Greece og Swiss Life ásamt fjórum öðrum meðal fjárfesta. Björgólfur Thor á meirihluta í Carrera en þar eiga einnig hlut nokkrir íslenskir fjár- festar, þar á meðal Straumur, Sím- inn og Burðarás. BTC er öflugasta símafélag Búlgaríu með grunnnet sem nær til allra landsmanna. Árstekjur fyrirtækisins eru nærri 46 millj- arðar króna og starfa 24.800 manns hjá því. Markmið fjárfesta er að BTC verði leiðandi í fjar- skiptum í Suðaustur-Evrópu og að félagið verði rekið samkvæmt vest- rænum kröfum. Sérstök áhersla verður lögð á að nýta þekkingu og reynslu Íslendinga á sviði fjar- skipta í verkefninu og er þátttaka Símans mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni. Félag í eigu Björgólfs Thors og fleiri eru að ganga frá kaupum á meirihluta búlgarska landssímans MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÓLAFUR Sveinn Jóhannesson elst- ur fjögurra barna Kristínar Ólafs- dóttur frá Tálknafirði, sem lést ný- verið langt fyrir aldur fram úr heilablóðfalli, hefur tekið að sér for- eldrahlutverkið eft- ir fráfall móð- urinnar en faðir þeirra Stefán Jó- hannes Sigurðsson er einnig látinn, lést í slysi fyrir fimm ár- um. Ólafur er raf- eindavirki og raf- virki að mennt og bjó í Reykjavík ásamt konu sinni en þau fluttust nýverið til Tálknafjarðar til að annast fjölskyld- una. Tók Ólafur við starfi móður sinnar við Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar og bíður ákvörðunar barnaverndaryfirvalda varðandi formlegt forræði yfir systkinum sínum. Ólafur er 24 ára og næstur kem- ur bróðir hans Árni Grétar 21 árs og síðan Eydís Huld 16 ára og yngstur er Gunnar Smári 12 ára. Öll búa nú á Tálknafirði nema Árni Grétar sem er í námi í Reykjavík. Ólafur segir íbúa á Tálknafirði hafa sýnt þeim systkinum mikinn stuðning eftir móðurmissinn og þau hafi verið fljót að komast aftur inn í hversdagslífið. „Þau fengu að hitta móður sína á gjörgæsludeild- inni og áttu þar sína kveðjustund með henni,“ segir Ólaf- ur. „Það gaf þeim virki- lega mikið að ég skyldi taka þá ákvörðun að gefa líffæri hennar, ann- ars vegar konu sem lá á banabeði í Danmörku og beið eftir hjarta, og sömuleiðis annarri konu sem beið eftir nýrum. Það var yndislegt að geta bjargað manns- lífum með líkama henn- ar og systkini mín voru virkilega þroskuð og skildu málin vel.“ Foreldrar barnanna fluttu til Tálknafjarðar árið 1978 í upphafi þess tíma sem Ólafur kallar gullaldartíma bæjarins sem stóð til 1983. „Þá var gífurleg þensla hér á Tálknafirði og for- eldrar okkar tóku mikinn þátt í uppbyggingunni. Móðir mín var verkalýðsforingi í 12 ár og var í hreppsnefnd í 8 ár og pabbi var for- maður Ungmennafélagsins og hér- aðssambandsins í mörg ár. Miss- irinn er því ekki eingöngu mikill fyrir okkur heldur einnig fyrir sveitarfélagið.“ Ólafur ólst upp með systkinum sínum til 16 ára aldurs, eða allt þar til hann fluttist að heiman og fór í nám, en er nú kominn aftur á heimaslóðir til að sinna Eydísi og Gunnari Smára. „Þau eru dugleg og klár þannig að ég get lítið kennt þeim sem móðir mín er ekki þegar búin að gera. Ég lít frekar á mig sem leiðbeinanda og reyni að vera til staðar og svara flestum spurn- ingum og svo vinnum við úr hlut- unum í sameiningu. Mikið áfall Maður verður að vera á heim- ilinu og sýna ábyrgð og átta sig á því að ekki þýðir að fara út hvenær sem manni sýnist ætli maður að sinna foreldrahlutverkinu af kost- gæfni. Annars voru börnin fljót að fara aftur í skólann enda kunna þau vel við sig þar. Auk þess eru þau á kafi í íþróttum og vilja vera á fullu í þeim áfram. Eydís er mikil frjálsíþróttadrottning og spilar körfubolta og fótbolta. Gunnar er mikið í skák og fótbolta, þannig að þau halda sínu striki. Sömu sögu er að segja um Árna Grétar sem fór aftur til náms. Hlutirnir eru svip- aðir og þeir voru, nema hvað hún mamma er ekki lengur til staðar. Móðurmissirinn var gífurlegt áfall en það er ekkert sem við get- um gert til að stöðva hlutina, held- ur verðum við að reyna að takast á við lífið og gera það besta úr því. Það var auðvitað sárt að missa móður sína, en okkur er ætlað að ganga ákveðinn veg í þessu lífi og hún var komin á leiðarenda á sín- um vegi. Hún var búin að koma mörgum góðum hlutum í verk og það er gott að geta minnst hennar á þann hátt.“ Kristín heitin var heilsuhraust alla sína tíð og hafði aldrei lagst inn á sjúkrahús utan einu sinni og þegar hún fæddi börn sín. Ólafur segir heilablóðfallið hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti og öllum að óvörum. „Það bjóst eng- inn við þessu en slíkt getur hent hvern sem er.“ Ólafur segir að fyrir kaldhæðni örlaganna hafi móðir þeirra sagt upp líftryggingu sinni í september og af þeim sökum hafi söfn- unarreikningur fyrir börnin verið stofnaður eftir andlátið. Reiknings- númerið er á nafni Ólafs og er: 1118-18-645050, kennitala 300979- 4329. Ólafur Sveinn Jóhannesson gengur systkinum sínum í foreldrastað eftir missi beggja foreldra „Vinnum úr hlutunum í sameiningu“ Morgunblaðið/Finnur Við Túngötu á Tálknafirði búa saman þrjú systkinanna, þau Eydís Hulda, Gunnar Smári og Ólafur Sveinn. Árni Grétar er næst- elstur systkinanna og stundar nám í MS en er á Tálknafirði á sumrin. MIKIL kynjaskipting virðist vera á því hvernig einstaka heimilisverkum er dreift á milli karla og kvenna á íslenskum heimilum ef marka má niðurstöður viðhorfskönnunar á jafnrétti í samfélaginu sem kynnt var á málþingi um jafnréttismál í gær. Voru þátttakendur m.a. spurðir hvernig ábyrgð á einstaka heimilisverkum hefði ver- ið skipt á milli kynjanna á síðastliðnum sex mánuðum. Í ljós kom að 78% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir því að sjá um þvottinn en 8% karla. 68% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir eldamennskunni en 16% karla. 62% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir þrifum á heimilinu en 11% karla. 51% kvenna segist oftast hafa verið ábyrgt fyrir innkaupunum en 16% karla. 47% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir uppvaskinu en 22% karla. Dæmið snýst svo við þegar kemur að við- haldi ökutækja og annarri viðhalds- eða smíðavinnu, en 81% karla segist hafa oftast borið ábyrgð á því en 14% kvenna. Þá kom í ljós að 45% svarenda telja ábyrgð á umönnun og eftirliti barna skiptast jafnt á milli maka. Marktækur munur er á viðhorfum kynjanna hvað þetta varðar, þar sem helmingur kvenna telur sig bera meiri ábyrgð á þessu sviði, en aðeins 6% karla. 78% kvenna og 8% karla segjast sjá um þvottinn  27% telja konur/6 TALSVERÐAR líkur eru á að knattspyrnulandslið Ítala komi hingað til lands og leiki við íslenska landsliðið á Laugardalsvelli 18. ágúst. Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, hefur rætt við forystu- menn ítalska sambandsins og mun hitta þá aftur í næstu viku. Í gær var tilkynnt að íslenska landsliðið tæki þátt í þriggja landa móti í Manchester. Fyrst verður leikið við Japan 30. maí og síðan við Eng- land 5. júní. Íslenska liðið verður í æfingabúðum við Manchester í tíu daga fyrir og milli leikja. Reuters Ítalinn Christian Vieri fagnar marki fyrir Ítalíu. Ítalir koma líklega  Við erum í/60

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.