Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... HEY ÞÚ ÞARNA!! © DARGAUD © DARGAUD HEY!? HVERT ERU ÞEIR AÐ FARA ÞESSIR? ... STÖ ... STÖÐVIÐ EÐA ÉG ... NÉTTTTT!!! ... SKÝT ... HAMINGJAN SANNA! HVAÐA FÍFL FER EKKIAÐ FYRIRMÆLUM? ÉG?? JÁ ÞÚ! NIÐUR, ÞETTA ER ÖLVUNARPRÓF! ÖLVUNARPRÓF? EN ÉG ER EKKERT BÚINN AÐ DREKKA VIÐ SKULUM NÚ SJÁ TIL MEÐ ÞAÐ ... HVAÐ SÉRÐU MARGA PUTTA!! Ö ... BÍDDU NÚ VIÐ ..... 10 RANGT SVAR! VIÐ SÝNDUM BARA FIMM PUTTA ÞÚ HEFUR GREINI- LEGA VERIÐ AÐ DREKKA ÞU SÁST TVÖFALT Í STEININN MEÐ HANN ÞIÐ GETIÐ EKKI GERT ÞETTA ÞIÐ VORU TVEIR HVERNIG ÁTTI ÉG AÐ VITA AÐ ... ERTU MEÐ MÓTÞRÓA? VIÐ SKULUM KENNA ÞÉR AÐ TELJA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRA Herdís! Þakka þér kærlega fyrir frábæra grein í Morgunblaðinu 25.1. Það ert einmitt þú sem hefur vakið okkur landsmenn til umhugsunar um okkar tötrum klædda land og nauðsyn þess að afnema lausagöngu búfjár svo að fósturjörðin eigi ein- hverja möguleika á að eignast sín grænu klæði á ný. Notum alla þessa landbúnaðarstyrki til að hjálpa henni til þess. Húrra fyrir þér, Herdís! Það kemur að því að við vinnum þetta ríkisstyrkta stríð gegn land- inu. Friðum hinn villta gróður gegn beit, þar með talið þetta litla kjarr sem eftir er. Allt bitfé í beitarhólf! MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Þakkir til Herdísar Þorvaldsdóttur Frá Margréti Jónsdóttur frá Akranesi EINS og mál standa í dag ríkir óvissa um framtíðarskipan varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Mynd heimsmála hefur breyst óvenju hratt nú síðustu ár. Hvað hafa Bandaríkja- menn, NATO eða Íslendingar í huga varðandi áframhaldandi rekstur og við- hald flugvallar- ins? Sé það rétt, að Bandaríkja- menn vilji aftur- kalla varnar- flugsveit sína frá Keflavíkurflugvelli og ekki náist samningar um fram- lengingu á veru þeirra hér, þá vakn- ar sú spurning hvaða lágmarksvið- búnaður verður að vera fyrir hendi ef mál skipuðust þannig að þörf væri talin síðar á því að varnarflugsveitir væru staðsettar þar. Ekki má láta alla þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á vallarsvæðinu fara í nið- urníðslu, heldur þarf að halda við þeirri aðstöðu sem þegar er fyrir hendi. Til að auðvelda það viðhald mætti t.d. bjóða aðstöðuna á vellin- um öðrum NATO-þjóðum til æfinga, þar sem bestu aðstæður sem hægt er að hugsa sér eru fyrir hendi. En ef til kastanna kemur og málum verður þannig háttað síðar að flugsveitir þurfi að fá aðsetur á Keflavíkurflug- velli þarf flugvöllurinn að vera í lagi s.s. flug- og akstursbrautir ásamt flugskýlum, verkstæðum og íbúðar- byggingum. Þá hefur það sannast í gegnum ár- in hversu þýðingarmiklu hlutverki þyrlusveit hersins hefur gegnt og komið okkur Íslendingum að ómet- anlegu gagni, en þyrlusveitin gæti verið hér áfram, minnst skipuð 3–4 þyrlum til að a.m.k. 2 væru ávallt í flugfæru standi. Tvær eldsneytis(tank)vélar fyrir þyrlurnar væru staðsettar á vellin- um og a.m.k. önnur alltaf flugfær. Íhuga má hvort ekki mætti farsæl- lega sameina þyrlusveit Bandaríkja- manna og Landhelgisgæslunnar. Báðar flugsveitir gætu notað þyrlur sömu gerðar, til að einfalda öflun varahluta og þjálfun flugáhafna. Þannig væri komið á laggirnar al- gjörri samvinnu á milli Bandaríkj- anna (eða NATO) og Íslendinga und- ir einni sameiginlegri stjórn. Ekki er vafamál að slík sameining og sam- vinna mundi styrkja enn frekar okk- ar mjög svo ágætu þyrlusveit Land- helgisgæslunnar. Í tengslum við rekstur þyrlusveit- arinnar mætti setja á stofn almenna björgunarsveit með aðstöðu á flug- vellinum. Þar á meðal æfingastöð til þjálfunar björgunarsveita, bæði inn- lendra og erlendra, hugsanlega frá þjóðum við norðanvert Atlantshaf og öðrum NATO-þjóðum. Ef í ljós kæmi, að ígrunduðu máli, að hagkvæmt væri að flytja bæki- stöðvar Landhelgisgæslunnar og þar á meðal skip, til Helguvíkur, kæmi líklega öll nýting mannafla og tækja betur út. Hugmyndir þessar þyrfti hinsvegar að kanna nánar og með tilliti til þess væri e.t.v. vert að ríkisstjórn Íslands skipaði viðræðu- nefnd sérfræðinga til að kanna við- horf og vilja viðkomandi aðila og bera fram tillögur um möguleika varðandi framtíðarrekstur varnar- stöðvarinnar. Vonandi mundu slíkar málaleitan- ir bera árangur þannig að um næðist samkomulag varðandi skipan mála og hagsmuni allra sem hlut gætu átt að máli þannig að öryggisþjónustu flugvallarins verði áfram haldið við og að ekki verði tilslakanir á kröfum og aðbúnaði, sem hefur sýnt sig að vera nauðsynlegur fyrir margra hluta sakir. Má þar nefna nýleg dæmi um tvær tveggja hreyfla breið- þotur sem þurftu að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli, þegar þær misstu afl annars hreyfilsins. Það er augljóst að ekki er fýsilegt að fljúga langar vegalengdir yfir miðju hafi með á annað eða þriðja hundrað manns um borð og eiga allt sitt undir einum hreyfli, sem keyrður er á ítr- asta afli. Í báðum þessum tilfellum fór allt vel og vélarnar lentu heilu og höldnu. Vonandi verður svo á málum haldið að svo verði áfram. DAGFINNUR STEFÁNSSON, Haukanesi 26, 210 Garðabæ. Til íhugunar varð- andi framtíð varn- arstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli Frá Dagfinni Stefánssyni, fyrrverandi flugstjóra Dagfinnur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.