Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 A 61 LANDSKEPPNI Íslendinga og Dana í karate fer fram í Borg- arleikhúsinu í dag. Þá mæta til leiks sjö keppnismenn frá hvorri þjóð. Að sögn Ólafs Wallevik, formanns Karate- sambands Íslands, munu danska og íslenska landsliðið þjálfa að verulegu leyti saman á næstu mánuðum og er þessari keppni því fyrst og fremst ætlað að styrkja og efla tengsl lands- liðsmanna þjóðanna fyrir verk- efnin sem framundan eru. Landskeppnin fer þannig fram að einn karl og ein kona frá hvoru landi keppa í kata – fyrirfram ákveðnar hreyfingar sem framkvæma þarf í réttri röð, á réttum hraða og krafti – og síðan verða háðir sex kum- itebardagar (hálf-frjáls bardagi með takmarkaðri snertingu). Liðin eru skipuð þessum keppendum: Danmörk: Mathilde Klint (kata og kumite), Silas (kata), Charlotte Laiho Foged (kum- ite), Torben Christensen (kum- ite), Martin Strandgaard (kum- ite), Tommy Busk (kumite) og Tomas Bjuring (kumite) Ísland: Sólveig Sigurðardótt- ir (kata og kumite), Daníel Pét- ur Axelsson (kata), Edda L. Blöndal (kumite), Jón Ingi Þor- valdsson (kumite), Ingólfur Snorrason (kumite), Jón Viðar Arnþórsson (kumite) og Andri Sveinsson (kumite). Landskeppni Íslands og Danmerkur í karate TRULS Dæhli, blaðamaður á norska dagblaðinu Verdens Gang, veltir því fyrir sér í grein sem hann ritar hvers vegna Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari knattspyrnuliðs karla, sé að gagnrýna leikstíl liðsis sem nú er undir stjórn Åge Hareide. Dæhli segir að það sem fari mest í taugarnar á „Drillo“ sé að nú reyni leikmenn liðsins að senda knöttinn hver á annan og það hafi meira að segja gerst í tveimur leikj- um í röð á móti sem Norðmenn tóku þátt í og fór fram í Hong Kong. Dæhli segir að það sé furðulegt að „Drillo“ hafi misst þolinmæðina eftir aðeins tvo leiki þar sem að vitað sé að Hareide muni kollvarpa öllu því sem áhersla hefur verið lögð á undanfarinn áratug. Leikmenn norska liðsins fái nú ráðrúm til þess að framkvæma hluti upp á eigin spýtur. Leikgleði verði þar efst á blaði og hugmyndaríkir leik- menn, sem gefi jafnvel knöttinn sín á milli á eigin vallarhelmingi, muni ráða ríkjum í norska landsliðinu á næstu misserum. Dæhli leggur áherslu á að áferðarfallegrar knattspyrnu og skemmtangagildis sé nú krafist af þeim sem leggja leið sína á völlinn, en hann segir jafnframt að þessi hugtök hafi ekki verið til í orðaforða „Drillo“. Hareide sækir hugmyndir sínar í her- búðir Rosenborg sem hann þjálfaði á síðustu leiktíð en leikstíll landsliðsins og Rosenborg hefur verið eins og svart og hvítt undanfarin ár. Dæhli leggur til að samanburðurinn á leikstíl „Drillo“ og leikstíl Hareide verði nú grafinn fyr- ir fullt og allt þar sem að nú séu nýir og bjartari tímar framundan. „Drillo“ er alls ekki sáttur við landsliðsbreytingarnar  ION Geolgau, hinn rúmenski þjálfari knattspyrnuliðs Fram, kom til landsins í gær og er tekinn við stjórninni í Safamýri. Færeysku landsliðsmennirnir Fróði Benjamín- sen og Hans Fróði Hansen komu einnig til Framara í gær. Fyrsti mótsleikur Fram undir stjórn Geolgaus verður gegn Skagamönn- um í deildabikarnum 22. febrúar en þá verða Færeyingarnir fjarverandi með færeyska landsliðinu á æfinga- móti á Spáni.  JULIAN Johnsson, Skagamaður, verður einnig með Færeyingum á mótinu á Spáni en þeir leika þar við Andorra, Pólland og Lúxemborg.  JOSE Antonio Reyes, Spánverj- inn sem gekk til liðs við Arsenal á dögunum, verður í treyju númer 9 hjá félaginu. Það er því nokkuð ljóst að Arsenal á ekki von á að Francis Jeffers, sem er í láni hjá Everton, komi aftur á næstunni.  REYES segist hafa haldið með Arsenal í ensku deildinni síðan hann var smápatti og segist vera meira en til í slaginn. Spurður um hvort hann væri ekki dálítið kvíðinn sagði hann svo ekki vera. „Ég er atvinnumaður og mun spila eins og ég hef gert. Til þess var ég fenginn, til að spila eins og ég hef gert, en ekki til að breyta leik mínum. Ég er tilbúinn,“ sagði hann.  JAY-JAY Okocha, nígeríski knattspyrnumaðurinn hjá Bolton, sagði í gær að hann langaði til að spila með einhverju af bestu liðum Englands og fá tækifæri til að spreyta sig í Meistaradeild Evrópu. Okocha, sem er staddur í Túnis með landsliði Nígeríu í úrslitakeppni Afr- íkumóts landsliða, sagði að sinn draumur eins og margra annarra væri að spila með liði á borð við Man- chester United. Samningur hans við Bolton rennur út í vor og félagið á í viðræðum við hann um nýjan samn- ing.  CELESTINE Babayaro, leikmað- ur Chelsea, Yakubu Ayegbeni frá Portsmouth og Victor Agali frá Schalke hafa allir verið reknir úr landsliðshópi Nígeríu sem keppir á Afríkumótinu í Túnis. Fram- kvæmdastjóri nígeríska knatt- spyrnusambandsins sagði að þeir hefðu brotið agareglur en vildi ekki staðfesta orðróm um að þremenn- ingarnir hefðu komið of seint heim á þriðjudagskvöldið. Nígería mætir Suður-Afríku í dag og má ekki mis- stíga sig þar sem liðið tapaði fyrir Marokkó í fyrsta leik sínum.  BANDARÍKIN sigruðu Svíþjóð, 3:0, og Kína vann Kanada, 2:1, í fyrstu umferðinni á fjögurra þjóða alþjóðlegu móti kvenna sem hófst í í Shenzhen í Kína í gær. Lindsay Tarpley skoraði tvö marka banda- ríska liðsins og Shannon Boxx eitt. FÓLK unar þeirra yfir því að þýski fríherj- inn Matthias Sammer skyldi vera kosinn knattspyrnumaður ársins 1996. Sammer var að upplagi miðvall- arspilari sem hafði floppað rækilega á Ítalíu með Inter og hörfað aftur til heimalandsins og um leið aftur á völl- inn. Ítölum fannst það í senn fásinna og móðgun að slíkur maður fengi það sem ljóst væri að eigi mundi hlotnast á ferlinum afburðavarnarmönnum sem Franco Baresi og Paolo Maldini. Æ síðan hafa ítalskir fjölmiðlar stundað kappsfull styrktarskrif til handa helstu stjörnum deildarinnar en aldrei með jafnmiklu kappi og und- angengið ár til handa Nedved. Og nú hafa þeir hafið landssöfnun fyrir Totti en heitasta ósk þeirra er að þessi löngum efnilegi leikmaður springi endanlega út árið 2004. Landi meist- aratitli og mikilvægast, Evrópumeist- Ítalska deildarkeppnin er nú liðlegahálfnuð og með sigri sínum á Siena í vikunni komst AC Milan á topp deildarinnar og hefur eins stigs for- skot á AS Roma og fimm stig á Juv- entus í þriðja sæti en þessi þrjú lið hafa verið í nokkrum sérflokki í vetur og aðeins þau koma til greina sem meistarar í vor. Roma lék liða best fyrir áramót og tapaði ekki leik fyrr en á þrettándanum gegn Milan í fyrsta leik eftir jólafrí. Síðan fylgdu tvö sálfræðilega slæm töp gegn Milan í bikarkeppninni og er líklegt að þess- ir þrír ósigrar gegn aðalkeppinautun- um sitji í Rómverjum. Milan hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarnar vikur og skartar heitustu mönnunum í deildinni um þessar mundir, Brasil- íumanninum Kaka og Úkraínumann- inum Andry Shevchenko. Skemmti- legt verður að fylgjast með einvígi Milan, Roma og Juve, ekki síst þar sem liðin hafa verið að leika sóknark- nattspyrnu og skorað mikið af mörk- um. Stjörnustríðni Totti Aðalmaðurinn fyrir áramót var þó Rómverjinn Fransisco Totti, ástmög- ur Ítala og arftaki Roberto Baggio sem vinsælasti knattspyrnumaður landsins. Totti endaði árið með glæsi- brag og var kosinn knattspyrnumað- ur ársins á Ítalíu ásamt Pavel Nedved sem var einnig kosinn knattspyrnu- maður ársins í Evrópu hjá tímaritinu France Football. Kjörið var afar mik- ilvægt fyrir Totti því þrátt fyrir að hafa um langt árabil verið talinn einn besti leikmaður heims hefur hann af fáum vegtyllum að státa, einungis ein- um meistaratitli með Roma og engum einstaklingsskreytingum fyrr en nú. Þetta er þeim mun verra fyrir Totti þar sem hann er yfirlýsingaglaður mjög í fjölmiðlum, barnslega einlæg- ur drengur sem lætur allt flakka eftir heita leiki og hefur uppskorið upp- nefni af þessum sökum, „Er purpino,“ eða stóra barnið. Bagalegt fyrir mann sem hefur einhvern virkasta knatt- spyrnuheila veraldar er á völl er gengið. Totti hafði t.a.m. verið ódeig- ur við að gagnrýna þá miklu fjölmiðla- lúðrasveit sem leikið hafði dýrðar- marsa til heiðurs Pavel Nedved lungann úr árinu til að tryggja kjör hans sem knattspyrnumanns Evrópu. Lobbíismi Ítala í kringum kjör þetta er nokkurra ára gamalt fyrirbrigði sem rætur sínar á að rekja til móðg- aratitli með landsliði Ítala á EM í Portúgal næsta sumar. Sá hængur er á að Totti dansar fjölmiðladansinn ekki fimlega og stríðir stórstjörnun- um með hæðnislegum athugasemd- um. Hann gagnrýndi harkalega valið á Nedved sem hann segir vera mjög góðan leikmann en svo langt frá því að vera afburðamaður né virkilegan gleðigjafa fyrir áhorfendur að það sé hreint út sagt dapurlegt að slíkur vinnuhestur sé tekinn framyfir skap- andi leikmenn. Fabio Capello, þjálfari Roma, gekk í skjallbandalag með fyr- irliða sínum og sagði Totti ekkert standa að baki Zinedine Zidane er valinn var besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA. Þessar rokur félag- anna hafa dregið allnokkuð úr gleði þeirra sem dást að Totti og um leið aukið þrýstinginn á hann að springa loksins út á þessu ári. Undrið með undarlega nafnið Hverju sem menn spáðu um árang- ur Brasilíumannsins unga Kaka á knattvöllum Ítalíu var eitt ljóst; nafn- ið yrði honum eilíft aðhlátursefni en það þýðir á ítölsku það sem kurteisast er að nefna á íslensku skít. Þótt grínið mætti yfirvinna töldu menn að erfið- ara yrði að komast í lið Milan með heimsstjörnurnar Rivaldo og Rui Costa leikandi sömu stöðu á vellinum. Hinn ungi Kaka hefur hins vegar nýtt tækifæri sín sérdeilis vel og nálgast viðfangsefni sitt af æðruleysi, kvartar aldrei yfir að vera settur á bekkinn eða tekinn útaf öfugt við fyrrnefnda heiðursmenn. Nú er svo komð að hann er fyrsti kostur þjálfarans Ancelotti sem framliggjandi miðju- maður. Rivaldo horfinn á braut heim á leið en Rui Costa reyndar leikið býsna vel þótt fyrir liggi að um leið og Pippo Inzaghi nái sér af meiðslum sínum verði hann hugsanlega settur út úr liðinu. Þó vona margir að Ancel- otti haldi áfram að leika með Shev- chenko einn frammi og Kaka og Rui Costa saman fyrir aftan hann því liðið þykir leika svo margfalt skemmtilegri fótbolta með þessa uppstillingu og Shevchenko er einhvernveginn svo miklu eðlilegri þegar hann er einn í átakapunktinum en þegar hann þarf að eftirláta öðrum oddaflugið í sókn- inni og sver sig þannig í sveit með mönnum á borð við Ruud van Nist- elrooy. Shevchenko er alveg ótrúlega stöðugur leikmaður sem skilar bolt- anum reglulega í netið og er mark- hæstur í deildinni, skorar að meðaltali mark í hverjum leik. Kaka hefur eignast fjölmarga aðdáendur í vetur og er einn þeirra fyrrum landslisfyrirliði Englendinga, Ray Wilkins, sem lék áður með AC Milan. „Hann minnir mig svolítið á Rai, sem lék í sömu stöðu fyrir Bras- ilíu og Paris St. Germain; hár tign- arlegur leikmaður sem er ákaflega sjálfsöruggur. Tæknin er frábær eins og er að vænta af Brasilíumanni en ekki síður er mikilvægt að hann er ótrúlega vinnusamur. Mér finnst al- veg frábært að Carlo Ancelotti skuli treysta svona á hann en við skulum ekki gleyma því að minn gamli félagi Carlo var sjálfur hér áður fyrr alveg framúrskarandi glæsilegur leikmað- ur á velli, hörkutól með hrynjanda, fá- ránlega vanmetinn af því að hann vann skítverkin fyrir Guulit, Rikjaard og Donadoni,“ segir Wilkins. Sem þjálfari hefur Ancelotti iðu- lega verið álitinn næstbesti kosturinn, sérfræðingur í að ná öðru sæti með lið Juventus og Milan undangengnar leiktíðir. Meistaradeildartitill Milan kann að hafa náð að styrkja ímynd hans sem sigurvegara og nái Milan að sigra í deildinni og ganga vel í Evrópu mun Ancelotti komast í hóp sigursæl- ustu þjálfara liðsins. „Við erum stöð- ugir, mönnum líður vel með það sem þeir eru að gera og það er dásamlegt að fá reynslumenn eins og Pancaro og Cafú inn í vörnina okkar sem er hálf- blæðandi í fjarveru Nesta og Kaladze. Þjálfara er aldrei alveg rótt en ein- hvernveginn líður mér eins og þetta verði í fínu lagi,“ segir hinn annars varkári Ancelotti. Lið hans er í góðri stöðu heimafyrir og var frekar heppið með mótherja í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, mætir Sparta Prag. Milan er því til alls líklegt og væntingar aðdáenda miklar. Kaka hefur slegið í gegn með AC Milan AC Milan hefur sótt mjög í sig veðrið und- anfarnar vikur á Ítalíu og skartar heitustu mönnunum í deildinni um þessar mundir – Brasilíumanninum Kaka og Úkraínumann- inum Shevchenko. Einar Logi Vignisson kannar andrúmsloftið hjá liðunum á Ítalíu þegar lokaspretturinn fer að hefjast. Francesco Totti BRASILÍUMAÐURINN Kaka hefur heldur betur slegið í gegn með AC Milan á fyrsta keppnistímabili sínu með lið- inu. Margir líkja honum við Frakkann Michel Platini er hann var upp á sitt besta með Juventus og kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu þrjú ár í röð – 1983, 1984 og 1985. Þessi 21 árs miðvall- arleikmaður hefur farið á kostum. „Hann er fljótur að sjá út hvað best er að gera – er frábær á miðjunni og þá skor- ar hann mörk,“ segir Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, og hann líkir honum við meist- ara Platini. Nýr Platini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.