Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Bakkavarar Group
nam 1.708 milljónum króna árið 2003,
eða sem nemur 13,5 milljónum punda.
Félagið er gert upp í pundum og
hagnaðurinn í pundum jókst um
23,5% milli ára. Hagnaðurinn er í
samræmi við spá greiningardeilda
bankanna sem höfðu spáð fyrirtæk-
inu 1.772 milljóna króna hagnaði.
Ávöxtun eigin fjár var óbreytt á
milli ára, 21%.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun
um að greiða ekki út arð fyrir síðasta
ár. Í tilkynningunni segir að stjórnin
telji að á meðan félagið sé í hraðri
uppbyggingu á starfsemi sinni á er-
lendum vettvangi sé farsælla fyrir fé-
lagið og hluthafa þess að geyma arð-
greiðslur til seinni tíma.
Í tilkynningunni segir að rekstur-
inn hafi gengið vel í fyrra og verið í
fullu samræmi við áætlanir. Jólasala
félagsins hafi farið fram úr áætlunum
og sala í Bretlandi hafi aukist um 30%
á milli ára.
Þá segir að miklar breytingar hafi
orðið á starfsemi félagsins í fyrra þeg-
ar það seldi sjávarútvegsstarfsemi
sína í sjö löndum og með því hafi lokið
17 ára afskiptum félagsins af sjávar-
útvegi. Undirliggjandi rekstur félags-
ins eftir sölu sjávarútvegshlutans
samanstandi af tveimur dótturfélög-
um þess, Katsouris Fresh Foods í
London og Bakkavör Birmingham.
Rekstrartekjur Bakkavarar í und-
irliggjandi starfsemi jukust um tæp
20% á árinu og námu 16 milljörðum
króna. Hlutfall hagnaðar fyrir af-
skriftir, fjármagnsliði og skatta,
EBITDA, af tekjum lækkaði milli ára
úr 17,1% í 16,3%. Lækkunin stafar
fyrst og fremst af sölu sjávarútvegs-
hluta starfseminnar, að því er segir í
tilkynningu félagsins. Söluaukning
félagsins á árinu var 3,1% en ári áður
hafði hún verið 225,7%.
Heildareignir Bakkavarar jukust
um 24% milli ára og námu 215 millj-
ónum punda, 27 milljörðum króna.
Eigið fé nam 9,1 milljarði króna og
jókst um 1,7 milljarða króna á árinu.
Eiginfjárhlutfall breyttist lítið og var
33,6%.
Bakkavör á 7,3 milljarða króna í
sjóðum og ónýttar dráttarlínur upp á
um 1,5 milljarða króna. Unnið er að
verkefnum sem munu leiða til ytri
vaxtar í náinni framtíð, að því er segir
í fréttatilkynningu, en með ytri vexti
er átt við kaup á öðrum fyrirtækjum
eða samruna við fyrirtæki.
Bretland er nú helsti markaður
Bakkavarar og hann er einnig sá
markaður þar sem mestur vöxtur hef-
ur verið í framleiðslu og sölu tilbúinna
kældra rétta í Evrópu á undanförnum
árum. Félagið gerir ráð fyrir áfram-
haldandi örum vexti í sölu á ferskum
tilbúnum matvælum í Bretlandi á
næstu árum. Allir vöruflokkar hafa
vaxið á árinu en mestur vöxtur var í
tilbúnum réttum, eða um 34% á árs-
grundvelli, og í meðlæti, um 42%.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
að rekstrarhorfur fyrir komandi ár
séu góðar. Áfram sé gert ráð fyrir
góðum vexti á mörkuðum félagsins og
ytri vexti þess.
Verðhækkun vegna væntinga
Stefán Broddi Guðjónsson hjá
Greiningu Íslandsbanka segir að af-
koma félagsins á síðasta ári hafi verið
í ágætu samræmi við spá Greiningar
Íslandsbanka og annarra markaðs-
aðila. „Búist var við góðu uppgjöri og
má segja að félagið hafi staðið undir
væntingum. Kjarnastarfsemi Bakka-
vör Group, sala á kældum tilbúnum
réttum í Bretlandi, er í örum vexti og
hefur aukning hagnaðar haldist í
hendur við vöxt tekna. Fréttir frá
Bakkavör vekja óvenjumikla athygli
um þessar mundir þar sem félagið
leitar nú að fyrirtækjum í Bretlandi
með yfirtöku í huga. Að mínu mati
skýrist hækkun verðs hlutabréfa í fé-
laginu á síðustu mánuðum af vænt-
ingum fjárfesta um jákvæðar fréttir
þar að lútandi. Ekkert nýtt kom fram
hjá Bakkavör í gær nema að ítrekað
var að leit stæði yfir,“ segir Stefán
Broddi.
Markaðsverð Bakkavarar er nú
31,5 milljarðar króna og hefur hækk-
að um 13% frá áramótum, eða jafn
mikið og Úrvalsvísitalan.
Hagnaður Bakkavarar
1.708 milljónir króna
% "#
* ## /
& * *
+
,
%
'
,
%-
!
# )(
..
. )
/. ..
/# ))"
# "#
?
$
% '
11>
" (
." .
" ## ().
)(
# . .
/# !
/. ("
/.#.
1>
) (
. !.
0$1234,5
$
6
,%
6
)"
(#7
##(7
" 7
"
".
7
##)7
" 7
"
)01.) >>
',-, .)
# " >>
>>
>>
#"
>> >>
ÞÓRÐUR Sverrisson, forstjóri Ný-
herja, hefur keypt 13,2% hlut í félag-
inu af sjóðum í vörslu KB banka. Þá
keypti félagið sjálft 6,1% hlut af
sama aðila og á eftir viðskiptin 9,99%
hlutafjár í sjálfu sér. Gengi í við-
skiptunum var 8,9.
Þórður segir að um áhugaverða
fjárfestingu hafi verið að ræða. „Ég
tel afkomu- og rekstrarhorfur Ný-
herja þegar fer að líða á árið, og á
næstu árum, góðar og þess vegna er
þetta áhugaverð fjárfesting,“ sagði
Þórður.
Hann gerir ráð fyrir að fleiri muni
koma að hlutnum sem hann keypti í
framhaldinu, en að hans sögn kemur
til greina að kaupendur komi úr hópi
annarra stjórnenda félagsins og nú-
verandi hluthafa.
Yfirtaka og af-
skráning úr kaup-
höll er ekki á dag-
skránni, að hans
sögn. „Hluturinn
kemur til með að
dreifast á fleiri og
því mun stærri
hlutur í félaginu
verða á markaðn-
um í framtíðinni.“
Varðandi kaup Nýherja á hlutum í
sjálfu sér segir Þórður að hlutabréf í
Nýherja séu hagkvæm fjárfesting.
„Sumir kaupa önnur félög, en við
kaupum í sjálfum okkur. Þannig að
nú er virkur eignarhlutur hvers hlut-
hafa hærri fyrir vikið.“
Forstjóri Nýherja
kaupir 13,2% hlut
Þórður Sverrisson
ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir á veg-
um Reykjavíkurborgar muni verða
tæpum 40% meiri á þessu ári en því
síðasta. Framkvæmdir á vegum
Framkvæmdasýslu ríkisins eru hins
vegar áætlaðar um 30% minni en á
árinu 2003. Þetta kom fram á árlegu
útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI)
í gær, þar gefið var yfirlit yfir helstu
útboð verklegra framkvæmda á veg-
um ríkisins, Reykjavíkurborgar og
Kópavogs.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
greindi frá því að framkvæmdir á
vegum borgarinnar verði rúmum
fjórum milljörðum króna meiri á
þessu ári en á því síðasta, eða um 15,5
milljarðar króna samanborið við um
11,1 milljarð á árinu 2003. Fram kom
í máli borgarstjóra að af heildar-
framkvæmdum á vegum borgarinn-
ar og fyrirtækja hennar muni mest
um auknar framkvæmdir Orkuveit-
unnar í samanburði við síðasta ár.
Áætlað sé að verklegar framkvæmd-
ir Orkuveitunnar muni nema um 8
milljörðum króna á þessu ári, en þær
námu um 5,5 milljörðum í fyrra.
Framkvæmdir á vegum Gatna-
málastofu Reykjavíkurborgar munu
aukast úr tæpum 1,8 milljörðum í
fyrra í tæpa 2,5 milljarða á þessu ári.
Framkvæmdir fyrir Bílastæðasjóð
eru áætlaðar um 800 milljónir á
þessu ári en voru 22 milljónir í fyrra
og þá er gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir Reykjavíkurhafnar aukist
um 350 milljónir frá fyrra ári. Breyt-
ingar á fjármagni til framkvæmda á
vegum annarra stofnana borgarinn-
ar frá fyrra ári eru minni.
Verkefnamagn Framkvæmda-
sýslu ríkisins er áætlað alls um 3,9
milljarðar á þessu ári en var um 5,5
milljarðar í fyrra, að því er fram kom
í máli Óskars Valdimarssonar, for-
stjóra stofnunarinnar. Þyngst vega
framkvæmdir fyrir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, eða um
1,7 milljarðar. Næst kemur mennta-
málaráðuneytið, en framkvæmdir
fyrir það eru áætlaðar munu nema
um einum milljarði króna. Fram-
kvæmdir á vegum fjármálaráðuneyt-
isins eru áætlaðar um 500 milljónir
og umhverfisráðuneytis um 300
milljónir. Framkvæmdir á vegum
annarra ráðuneyta eru umtalsvert
minni.
Auk framkvæmda á vegum Fram-
kvæmdasýslu ríkisins var á útboð-
þinginu greint frá framkvæmdum
tveggja ríkisstofnana, þ.e. Vegagerð-
arinnar og Siglingastofnunar. Í yfir-
liti frá Vegagerðinni kom fram að
fjárveitingar til stofnkostnaðar í
vegakerfinu muni verða nærri þrem-
ur milljörðum króna lægri á þessu ári
en því síðasta, eða um 7,2 milljarðar
samanborið við 10,1 milljarð í fyrra.
Fjárveitingar til þjónustu vega og
viðhalds þeirra er hins vegar svipað
milli ára, eða tæpir 5 milljarðar
króna bæði árin.
Framkvæmdir í höfnum á vegum
Siglingastofnunar eru áætlaðar svip-
aðar á þessu ári og því síðasta, eða
um 2,2 milljarðar króna.
Mest til gatna í Kópavogi
Áætlað er að verja tæplega 2,6
milljörðum króna til nýframkvæmda
á vegum Kópavogskaupstaðar á
þessu ári. Dýrustu framkvæmdirnar
eru við gatnakerfið, sem eru áætlað-
ar um einn milljarður, og íþrótta-
mannvirki tæplega 600 milljónir.
Agnar Olsen, framkvæmdastjóri
verkfræði- og framkvæmdasviðs
Landsvirkjunar, gerði á þinginu
grein fyrir helstu verkefnum fyrir-
tækisins á árinu, framkvæmdaáætl-
unum og birti yfirlit yfir væntanleg
útboð vegna þeirra.
Verklegar framkvæmdir kynntar
Aukning um nærri
40% hjá borginni
Morgunblaðið/Ásdís
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir
góða reynslu af Útboðsþingum.
SPARISJÓÐIRNIR hafa ákveðið að
lækka vexti verðtryggðra og óverð-
tryggðra út- og innlána frá og með
morgundeginum, að því er segir í
fréttatilkynningu.
Kjörvextir verðtryggðra útlána
lækka um allt að 0,65%. Frá 1. nóv-
ember 2002 hafa sparisjóðirnir lækk-
að kjörvexti verðtryggðra útlána um
allt að 2,05%. Kjörvextir óverð-
tryggðra útlána lækka um 0,30% og
hafa lækkað um 2,20% frá 1. nóvem-
ber 2002. Fastir vextir verðtryggðra
langtímalána lækka um 0,55 pró-
sentustig og verða eftir breytingu
5,95%. Vextir óverðtryggðra innlána
lækka um 0,15–0,20% en vextir verð-
tryggðra innlána um 0,55–0,60%.
Vextir á Lífsvali, sem er lífeyris-
sparnaður, lækka um 0,15% og verða
eftir breytingu 6,00%.
Þrír lækka meira
SPRON, Sparisjóður vélstjóra og
Sparisjóður Kópavogs hafa ákveðið
að lækka kjörvexti bæði verð-
tryggðra og óverðtryggðra útlána
um allt að 0,65 prósentustig. Kjör-
vextir verðtryggðra skuldabréfalána
lækka um 0,65 prósentustig og verða
eftir lækkunina 5,50%. Í tilkynningu
sparisjóðanna þriggja segir að þetta
séu lægstu vextir sambærilegra lána
á markaðnum í dag.
Vextir verðtryggðra innlána
lækka minna eða á bilinu 0,15–0,6
prósentustig. Vextir Lífsvals lækka
um 0,15 prósentustig og verða eftir
breytingu 6,0%.
Kjörvextir óverðtryggðra skulda-
bréfalána lækka um 0,3 prósentustig
og verða eftir lækkun 8,2%. Lækkun
óverðtryggðra innlánsvaxta verður
minni eða á bilinu 0,15–0,3 prósentu-
stig. Fastir vextir verðtryggðra fast-
eignalána lækka um 0,55 prósentu-
stig og verða grunnvextir þessara
lána eftir lækkun 5,95%. Vaxtakjör
fasteignalána, sem eru veitt til allt að
30 ára, ráðast af veðsetningarhlut-
falli fasteignar og getur vaxtaálag
verið allt að 3 prósentustig.
Vaxtalækkun hjá
Sparisjóðunum