Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 41 MIKILL vandi steðjar að heil- brigðiskerfinu og óhætt er að segja að það sé alvarlega sjúkt. Nauðsyn- legt er að þeir sem um málin fjalla greini orsakir vandans rétt, það hlýtur að vera forsendan fyrir því að sú lækning sem menn telja rétt að beita komi að gagni. Allir við- urkenna að við eigum mjög hæft fagfólk á öllum sviðum þjónust- unnar. Mörg afrek hafa verið unnin að undanförnu þrátt fyrir að það virðist vera meginmarkmið stjórn- valda að koma í veg fyrir að sjúklingar fái bót meina sinna nema að vissu marki. Sú að- ferð sem beitt er nú, þ.e. flatur niðurskurður innan fastra fjárlaga, gengur einfaldlega ekki upp. Ríkisvaldið verður að leysa rekstrarvandamál heilbrigðiskerf- isins í fullu samráði við lækna og aðra starfsmenn. Sóun í rekstri Heilbrigðisþjónustan er illa rekin. Bent hefur verið á að skortur á hjúkrunarrými hefur í för með sér biðlista hátt í 500 sjúklinga sem eru í bráðri þörf fyrir slíka þjónustu. Margir þeirra leggjast inn á bráða- deildir Landspítala og komast ekki þaðan út fyrr en seint og um síðir. Þessi skortur á hjúkrunarrýmum kostar ríkissjóð sennilega á annan milljarð króna á hverju ári. Langir biðlistar eru eftir ýmsum skurðaðgerðum. Fyrirsjáanlegt er að þeir munu ekki styttast á næst- unni. Það kostar mikla peninga að halda nokkrum þúsundum sjúklinga veikum mánuðum saman. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið hér á landi sýna að þessi kostnaður geti numið allt að milljarði króna á ári. Sameining spítalanna var ákveðin að hætti kúrekanna, skjóttu fyrst, spurðu svo. Undirbúningur nánast enginn og beinn kostnaður er sam- kvæmt Ríkisendurskoðun talinn hafa verið 800–900 milljónir króna sem teknar voru af rekstrarfé. Auk þess þurfti ríkið að greiða Reykja- víkurborg tæpa tvo milljarða króna fyrir húsnæði í eigu Reykjavík- urborgar. Óbeinn kostnaður, þ.e. mjög mikil vinna fjölda starfsmanna spítalans, er þá ótalinn en ekki er vafi á að sá kostnaður nemur mörg hundruð milljónum króna. Þar sem rekstur bráðaþjónust- unnar fer fram á tveimur stöðum hefur engin hagræðing í rekstri náðst eins og alltaf var vitað. Ráð- herra stjórnaði þessu ferli, kostn- aður hefur orðið mun meiri en reiknað var með og engar sérstakar fjárveitingar úr ríkissjóði hafa kom- ið á móti. Hlutur stjórnmálamanna Rekstur heilbrigðiskerfisins er al- gerlega miðstýrður hér á landi. Ákvarðanir undanfar- inna ára og afleiðingar þeirra eru því á ábyrgð þeirra sem farið hafa með völdin undanfar- inn áratug. Framsóknarflokk- urinn hefur farið með ráðuneytið en Sjálf- stæðisflokkurinn ber ekki minni ábyrgð á stöðu mála. Sá síð- arnefndi hefur ekki viljað koma nálægt þessum málaflokki og ekki hlustað á ítrek- aðar samþykktir landsfunda um málin. Hlutur stjórnarandstöðunnar er lélegur. Heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar virðast eiga takmarkaðan stuðning þar á bæ. Eftirtektarverð voru ummæli varaformanns Sam- fylkingar þess efnis að það hefði verið þegjandi samkomulag milli allra stjórnmálaflokkanna í síðustu kosningabaráttu að ræða ekki um heilbrigðismál! Margir stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að átta sig á rétti sjúklinga til eðlilegrar þjónustu. Hann er skýrt tekinn fram í lögum um heilbrigðisþjónustu og almanna- tryggingar. Evrópudómstóllinn hef- ur kveðið upp marga úrskurði þar sem niðurstaðan er sú að fái sjúk- lingar ekki þjónustu í heimalandi sínu innan eðlilegs tíma eigi þeir rétt á að leita þjónustu í öðrum lönd- um sambandsins á kostnað heima- landsins. Alþingismenn telja sig geta afnumið þessi réttindi með fjár- lögum á hverju ári. Afstaða ráð- herra í nýlegri kjaradeilu við sér- fræðinga þess efnis að sjúklingar eigi ekki rétt á endurgreiðslu TR er annað dæmi um skilningsleysi ráða- manna á réttindum sjúklinga. Hvað þarf að gera? Forsendur fyrir hagræðingu í rekstri eru að líkamleg bráðaþjón- usta verði flutt á einn stað. Kostn- aður við þessa þjónustu í dag er um 18–20 milljarðar króna. Líklegur sparnaður gæti orðið 800–1000 millj- ónir króna. Sú hugmynd sem nú er verið að vinna með samkvæmt ákvörðunum núverandi og fyrrver- andi heilbrigðisráðherra er að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Sú lausn er alltof dýr og mun aldrei koma til framkvæmda. Því er í raun ekki verið að vinna að neinni lausn. Tillögur ráðgjafa Ementor í Dan- mörku um sameiningu þessarar þjónustu í Fossvogi fyrir mun minni kostnað þarf að skoða betur. Ráðamenn verða að viðurkenna réttindi sjúklinga og átta sig á að ódýrast er að sinna þörfum þeirra strax. Þessum þörfum á að sinna á sem ódýrastan hátt fyrir kerfið. Þeir sem geta verið heima eiga að fá stuðning til þess. Þeir sem geta verið í dagdeild- arþjónustu eiga að vera þar. Þeir sem þurfa á hjúkrunarrými að halda eiga að fá aðgang þar fljót- lega. Þeir sem þurfa að komast í að- gerðir til lækninga eiga að komast í þær innan 6–8 vikna og sem fyrst út í lífið á ný. Þeir sem þurfa á bráðaþjónustu að halda eiga ekki að þurfa að liggja á göngum. Það verður að vera hægt að út- skrifa sjúklinga af bráðadeildum eins fljótt og hægt er í ódýrari þjón- ustu við hæfi. Til þess að ná þessum mark- miðum þarf að breyta rekstri og fjármögnun þjónustunnar. Föst fjárlög eru úrelt. Það þarf að greina á milli tveggja meginþátta kerfisins, þ.e. sjúkra- trygginga og rekstrar. Það þarf að sameina allar sjúkra- tryggingar undir einn hatt og skapa þannig kaupanda þjónustunnar. Allir landsmenn og stjórn- málaflokkar eru sammála um að fjármagna eigi heilbrigðiskerfið á þann hátt sem nú er gert og tryggja þannig jafnan rétt allra til þjónust- unnar. Reksturinn er hægt að fela ýms- um aðilum. Heilsugæslan á hiklaust að fara til sveitarfélaganna. Þau geta svo sam- ið við einkaaðila um reksturinn ef þau telja það heppilegt. Hjúkrunarþjónusta getur verið í höndum einkaaðila og sjálfseign- arstofnana og sveitarfélög ættu að koma meira að þeirri þjónustu. Rekstur spítalanna á að fela stofnunum í eigu ríkisins eða einka- aðila sem þurfa að hafa mun meira sjálfstæði en nú er. Þetta er mögu- legt með breyttu fjármögnunarkerfi þar sem greiðslur eru afkastatengd- ar. Stjórnmálamenn og heilbrigðiskerfið Ólafur Örn Arnarson skrifar um heilbrigðismál ’Sameining spítalannavar ákveðin að hætti kúrekanna, skjóttu fyrst, spurðu svo.‘ Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir. HÉR er mín trúarjátning. Skal viðurkennt, að margt er fengið annars staðar frá, f.o.f. úr snot- urri innrammaðri blaðagrein í Mbl. 19. jan. sl. Hef ég lappað svolítið upp á hana en gæsa- lappað dyggilega frumtexta. „Ég styð frelsi í viðskiptum“ í jafn- ræðislegu og opnu umhverfi, sem gerir öllum jafnhátt undir höfði. „Ég er andvígur ríkisrekstri.“ „Ég er andvígur styrkjum ríkisins við atvinnurekstur“, svo sem gjöfum til útval- inna í líki fiskikvóta eða annarra fríðinda og fyrirgreiðslna og því að einstaka aðilar þurfi að sæta skömmóttum reiði- lestri af hálfu op- inberra stjórnarherra og nánast ofsóknum ef þeim tekst vel upp í frumskógarslagsmálum mark- aðarins íslenzkri alþýðu til kjara- bóta en eru ekki sá aðili sem skyldi hljóta hnossið í augum yf- irvalds. Af þeim orsökum er „ég andvíg- ur lagareglum, sem gera hlut eins aðila, sem stundar samkeppn- isrekstur betri en annarra, sem við hann keppa“. „Mér finnst jákvætt, ef fram- takssamir einstaklingar verða rík- ir,“ en tel að fáránlegum ofsa- gróða sé betur fyrirkomið ef hann dreifist meðal sem flestra þjóð- félagsþegna sem bæta myndi hag fjölmargra og jafnframt færa slíka búbót aftur inn í viðskiptalífið fremur en að það sé flutt úr landi til Lúxemborgar, Karíbahafs eða jafnvel, segjum bara t.d. Serbíu. Í þeim efnum eru mín hneyksl- anamörk nokkuð á annan veg en margra vel metinna manna, sem kalla stundum gagnrýni á af- brigðilega græðgi öfund, en fyllast í annan stað stundum heilagri hneykslun ef gróðagaurinn kemur úr annarra röðum en þeirra sem e.t.v. hafa greitt ríflega í ákveðna flokksjóði og ekki má upplýsa. „Mér finnst jákvætt ef íslenzk fyrirtæki verða stór og öflug, m.a. til að geta stundað samkeppni við erlend fyrirtæki hér á landi og er- lendis“. Ég er á móti þeim, sem eru „á móti löggjöf, sem bannar sama manni (eða mönnum) að eiga mörg fyrirtæki í ótakmörkuðum mæli, hvort sem þau fást við rekstur fjölmiðla eða stunda aðra starfsemi“. Það er klaufalegt að ætla að ýmsar trúarsetningar at- hafnalífsins, sem smíðaðar voru fyrir hundrað milljóna markaði, geti flutzt inn í okkar litla sam- félag frekar en Gúll- íver inn í Putaland án þess að verða fyrir skakkaföllum. Dæmin tala. Ef fjölmiðlar eiga í hlut gæti slíkt leitt til skoðanaein- okunar, rétt einsog um stjórnmálaflokk væri að ræða. „Ég vil að aðgangur nýrra fyrirtækja til að hefja starfsemi á markaði, m.a. til að keppa við þá, sem fyr- ir eru, sé frjáls“, svo fremi sem rétt er gef- ið í póker athafnalífs- ins í stað þess að viss- um greinum sé lokað öllum utanaðkomandi nýjum og galvöskum athafnamönnum, eins- og við upplifðum í kvótaveislu sjávarútvegsins forð- um daga. „Ég er andvígur háum sköttum, en tel samt að háir skattar rétt- læti ekki skattsvik“ frekar en að það þjóni réttlætinu að skatta- lækkanir séu fyrst og fremst til hagsbóta auðmönnum. Ég er, einsog þorri allra lands- manna, á móti skattsvikum og með því að þess sé gætt með öllu ráðum að enginn komist upp með slíkt. Þykir þetta líklega ekki til- takanlega frumlegt viðhorf. Ég styð alvörulýðræði þar sem einstaklingar fá að njóta sín á eig- in forsendum, láta reyna á kraft sinn og þor til sjálfstæðra hugs- ana og athafna og tjá skoðanir sínar frjálst án ógnar og ótta um velferð sína og félagsstöðu ef þær hugnast ekki valdhöfum; þar sem ekki ríkir flokksræðisleg hóp- hugsun svo ekki sé talandi um persónudýrkandi múgmennsku að hætti fótboltabullna gagnvart þeim sem hugsa sjálfstætt gegn meginstraumi Flokksins; þar sem álitamál eru marglit og umræðan frjó og fjallar um málefni en ekki persónur, um hugsjónir en ekki hagsmuni og um „leiðtoga fyrir vegferð en ekki vald“. „Ég styð“ ekki „Sjálfstæð- isflokkinn“ (eða Framsókn.) Ég styð frelsið, líka Ólafur Mixa skrifar um lífsviðhorf Ólafur Mixa ’ Ég styð al-vörulýðræði, þar sem ein- staklingar fá að njóta sín á eigin forsendum …‘ Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.