Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEW YORK var heimaborg Vil- hjálms Stefánssonar stóran hluta ævi hans. Á heimili sínu í Greenwich Vill- age kom hann sér upp safni bóka um menningu og vísindi landa á norður- slóðum og sá sér farboða með fyrir- lestrum um ferðir sínar og kynni af inúítum. Fyrir ekkju Vilhjálms, Eve- lyn Stefansson Nef, var það því sér- stakt gleðiefni að sýningin Heim- skautslöndin unaðslegu skyldi vera sett upp í Norræna húsinu í New York. „Það að áhuginn fyrir störfum Vil- hjálms skuli vera svo mikill sem raun ber vitni, nú tæpum hundrað árum síðar, gleður mig innilega,“ sagði Evelyn við opnun sýningarinnar þar sem húsfyllir varð. Þetta er fjórði áfangastaður sýningarinnar sem unn- in er af Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar á Akureyri, í samvinnu við Dartmouth-háskóla í New Hamps- hire. Þar starfaði Vilhjálmur á seinni árum ævi sinnar og ánafnaði skólan- um bókasafn sitt. Sýningin New York er styrkt af kanadíska álfyrirtækinu Alcan. Í tengslum við hana hefur ver- ið efnt til dagskrár um störf Vilhjálms Stefánssonar og er það m.a. gert í samvinnu við hið virta Landkönnuða- félag í New York, en Vilhjálmur var stofnfélagi þess og formaður í tví- gang. Heimskautslöndin unaðslegu sam- anstendur af ljósmyndum Vilhjálms og samferðarmanna hans, kvik- myndaskeiðum og dagbókarbrotum frá ferðum Vilhjálms og fyrstu kynn- um af einangruðum þjóðflokki kopar- inúíta árið 1912. Verkunum er kaflaskipt eftir við- fangsefnum, s.s. lífsbarátta, lifnaðar- hættir og samskipti hvítra og inúíta. Sýningin er hönnuð af Þórunni Þor- grímsdóttur og sýningarstjóri hennar er dr. Jón Haukur Ingimundarson. „Þessi sýning kallar fram áhrif sem Vilhjálmur kynnti fyrir umheiminum, bæði með bókaskrifum og fyrirlestr- um, þegar hann var hér í New York,“ sagði Jón Haukur. „Vildi hann meina að norðurslóðir væru í senn byggileg- ar, lífvænlegar og unaðslegar.“ Tækifæri í aukinni samvinnu landa á norðurslóðum Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði framsýni Vilhjálms Stefánssonar að umtalsefni í ræðu sinni. Vísaði hann til hugmynda Vil- hjálms um samvinnu landa á norður- slóðum, allt frá Rússlandi til Banda- ríkjanna, sem vissulega hefði ekki alltaf átt upp á pallborðið. „Þetta er því ekki bara einhver saga, því hug- myndir Vilhjálms eiga erindi við okk- ur í dag,“ sagði Ólafur Ragnar í stuttu samtali við opnunina. „Sýningin og atburðir í tengslum við sýninguna hér í New York eru mjög í anda Vilhjálms Stefánssonar. Hér hefur verið efnt til samstarfs ólíkra aðila, bæði úr menningar- og fjármálalífi, á Íslandi, í Kanada og í Bandaríkjunum, og það með góðum árangri.“ Ólafur sagði arfleifð Viljálms Stef- ánssonar og hugmyndir hans um samvinnu landanna í norðri geta orðið Íslendingum til framdráttar á 21. öld. „Ég held að norðurslóðir sé vettvang- ur þar sem Íslendingar geta lagt mik- ið efnislegt til málanna. Þar getum við verið gerandi og skapandi afl í auk- inni samvinnu, svo sem á sviði orku- og samgöngumála, vísinda, menning- ar- og umhverfismála.“ Norðurslóðir Vilhjálms Stefánssonar á sýningu í New York Framsæknar hugmynd- ir sem enn eiga erindi Ljósmynd/Tina Buckman Frá opnun sýningar um ævi og störf Vilhjálms Stefánssonar í Norræna húsinu í New York. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ekkja Vilhjálms, Evelyn Stefánsson Nef, Dorrit Moussaieff, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Jón Haukur Ingimundarson frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Heimskautslöndin un- aðslegu, sýning um ævi og störf landkönnuðar- ins Vilhjálms Stef- ánssonar, hefur verið sett upp í Norræna hús- inu í New York. Hulda Stefánsdóttir segir frá opnun sýningarinnar. Meðal viðstaddra voru forseti Íslands og ekkja Vilhjálms, Evelyn Stef- ánsson Nef. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ sendi 28. janúar bréf til stjórnar SPRON- sjóðsins. Í bréfinu segir: „Hinn 23. janúar sl. var tilkynnt til Kauphallar Íslands hf. að undirrit- aður hefði verið samningur á milli Kaupþings-Búnaðarbanka hf. og sjálfseignarstofnunarinnar SPRON- sjóðsins ses. um kaup bankans á öll- um þeim hlutum í SPRON hf. sem SPRON-sjóðurinn ses. verður eig- andi að, gangi fyrirhuguð breyting á SPRON í hlutafélag eftir. Fram kemur í tilkynningunni að endur- gjaldið fyrir hlutina samkvæmt samningnum sé sex milljarðar króna. Í tilkynningu til kauphallar- innar, dags. 22. desember sl., kemur fram að gangi áform eftir um að SPRON verði hluti af samstæðu Kaupþings-Búnaðarbanka hf. muni bankinn greiða væntanlegum hlut- höfum SPRON hf. andvirði um níu milljarða króna. Fram hefur komið á opinberum vettvangi að mat óháðs aðila á verð- mæti SPRON sé 7,4 milljarðar króna, þar af sé stofnfé metið á 1,4 milljarða króna, skv. 74. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Hlut- ur sjálfseignarstofnunar skv. 76. gr. laga um fjármálafyriræki verði sex milljarðar króna. Einnig hefur kom- ið fram að Kaupþing-Búnaðarbanki hf. sé tilbúinn að greiða níu milljarða króna fyrir hlutafé í SPRON hf., þ.e. sex milljarða króna fyrir hlut sjálfs- eignarstofnunarinnar (gengi 1) og þrjá milljarða króna fyrir hlutafé stofnfjáreigenda (gengi 2,13). Samkvæmt upplýsingum frá Rík- isskattstjóra – Sjálfseignarstofnana- skrá er SPRON-sjóðurinn ses. skráð sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri. Þá er ljóst að við fyrirhugaða hluta- félagavæðingu SPRON skal spari- sjóðurinn gangast fyrir stofnun sjálfseignarstofnunar, sem um skulu gilda lög um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, skv. 76. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Sam- kvæmt 44. gr. laga um sjálfseignar- stofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999 fer viðskiptaráðherra með almennt eftirlit með fram- kvæmd laganna. í 45. gr. laganna er ráðherra heimilt að tilnefna mann eða menn til að gera sérstaka rann- sókn hjá sjálfseignarstofnun varð- andi stofnun hennar eða tilgreind at- riði í starfseminni. Samkvæmt 46. gr. laganna getur ráðherra krafist allra gagna og upplýsinga til að hann megi rækja störf sín samkvæmt lögunum. Þá getur ráðherra gefið einstökum stjórnarmönnum eða framkvæmda- stjóra fyrirmæli um að bæta úr, telji hann að þeir hafi brotið gegn ákvæð- um laganna eða samþykktuni sjálfs- eignarstofnunarinnar. Loks er kveð- ið á um í 42. gr. laganna að sjálfseignarstofnanaskrá geti boðið stjórnarmönnurn að inna skylduverk af hendi, ef þeir vanrækja skyldur sínar samkvæmt ákvörðunum ráð- herra, að viðlagðri dagsekt. Ráðherra íhugar að grípa til að- gerða á grundvelli ofangreindra ákvæða vegna framangreinds samn- ings SPRON-sjóðsins ses. við Kaup- þing-Búnaðarbanka hf. Því fer við- skiptaráðherra fram í skýringar á eftirfarandi, sbr. 46. gr. laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda at- vinnurekstur og 10, gr. stjórnsýslu- laga nr. 37/1993: 1. Í 4. mgr. 8. gr. laga um sjálfs- eignarstofnanir sem stunda atvinnu- rekstur kemur fram að með sjálfs- eignarstofnanir skuli fara sem félög með takmarkaðri ábyrgð eftir því sem við á. í 76. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 er m.a. kveðið á um að fé- lagsstjórn megi ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hlut- hafa eða félagsins. Loks kemur fram í 35. gr. laga um sjálfseignarstofn- anir sem stunda atvinnurekstur að stofnendur, stjómarmenn og fram- kvæmdastjórar skulu skyldir til að bæta stofnuninni það tjón sem þeir hafa valdið henni í störfum sínum. Hvernig telur stjórn SPRON- sjóðsins ses. að ofangreindur samn- ingur á milli Kaupþings-Búnaðar- banka hf. og sjálfseignarstofnunar- innar SPRON-sjóðsins ses. um kaup bankans á væntanlegu hlutafé stofn- unarinnar í SPRON hf. samræmist ofangreindum ákvæðum? Sérstak- lega er þess óskað að spurningunni verði svarað í ljósi þess að nefndur samningur kveður á um sölu á hlut sjálfseignarstofnunarinnar á geng- inu 1 þegar fyrir liggur að stofnfár- eigendur, þ.m.t. stjórnarmenn í SPRON-sjóðnum ses., muni fá tilboð um sölu á sínum hlut á genginu 2,13. 2. Í 21. gr. laga um sjálfseignar- stofnanir sem stunda atvinnurekstur er kveðið á um að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri megi ekki taka þátt í meðferð máls um samnings- gerð á millistofnunarinnar og þriðja manns ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunni að fara í bága við hagsmuni stofnunarinnar. í 2. mgr. 76. gr. laga um fjármálafyr- irtæki er gert ráð fyrir að í stjórn sjálfseignarstofnunar sem hluthafa í sparisjóði skuli eiga sæti fæst fimm menn úr fulltrúaráði stofnunarinnar. Í 3. mgr. 76. gr. laganna kemur hins vegar fram að fulltrúaráðið geti valið fleiri til setu í ráðinu. Þannig er möguleiki á að aðrir en stofnfjáreig- endur sitji í stjórn sjálfseignarstofn- unar sem er hluthafi í sparisjóði. Hvernig telur stjórn SPRON- sjóðsins ses. það samræmast ofan- greindum ákvæðum að stjórn sem skipuð er núverandi stofnfjáreigend- um SPRON skuli taka ákvörðun um sölu á væntanlegu hlutafé sjálfseign- arstofnunar fyrir 6 milljarða króna þegar vitað er að heildartilboðsfjár- hæð í SPRON hf. verði 9 milljarðar króna? Þannig virðist liggja fyrir að forsenda fyrir því að þeir og aðrir stofnfjáreigendur fái tilboð á geng- inu 2,13 sé að þeir samþykki tilboð Kaupþings Búnaðarbanka hf. óbreytt. 3. Í 1. mgr. 76. gr. laga um fjár- málafyrirtæki er kveðið á um að sé ákveðið að breyta sparisjóði í hluta- félag samkvæmt ákvæðum 73. gr. laganna skuli sparisjóðurinn gangast fyrir stofnun sjálfseignarstofnunar sem við breytingu verður eigandi þess hluta hlutafjár í sparisjóðnum semkveðið er á um í 74. gr. laganna. í 2. mgr. 76. gr, laganna er kveðið á um að í stjórn sjálfseignarstofnunar skuli eiga sæti fæst fímm menn úr fulltrúaráði stofnunarinnar. Loks kemur fram í 3. mgr. 76. gr. laganna að fulltrúaráð sjálfseignarstofnunar- innar, sem í skulu eiga sæti allir stofnfáreigendur í viðkomandi spari- sjóði er honum var breytt í hluta- félag, skuli kjósa stjórnarmenn sjálfseignarstofnunarinnar. Á hvaða grundvelli telur stjórn SPRON-sjóðsins ses. að hún hafi umboð til að taka ákvörðun f.h. sjálfseignarstofnunar sem skipuð skal stjórn sem kosin skal af fulltrúa- ráði stofnunarinnar? Óskað er eftir að framangreindar skýringar berist viðskiptaráðuneyt- inu eigi síðar en 5. febrúar næstkom- andi. Einnig er þess ósakað að þau gögn sem varpað geti ljósi á málið verði send ráðherra á sama tíma.“ Bréf viðskiptaráðuneytisins til stjórnar SPRON-sjóðsins SKÁLATÚNSHEIMILIÐ í Mos- fellsbæ, þar sem rekið er vistheimili fyrir þroskahefta, varð fimmtíu ára í gær. Heimilið er sjálfseign- arstofnun á veg- um Bindind- issamtakanna I.O.G.T. og Styrktarfélags vangefinna. Í dag fagna heim- ilismenn, starfs- menn og að- standendur heimilisins fimmtugsafmælinu með veglegri veislu í Hlégarði í Mos- fellsbæ og opnu húsi í vinnustofum heimilisins frá klukkan tíu. Kristján Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Skálatúnsheimilisins, segist afar glaður á þessum tíma- mótum. „Við fögnum afmælinu með veislu í Hlégarði klukkan hálfþrjú og einnig með því að vinnustofur heimilisins eru opnar frá tíu um morguninn, öllum almenningi. Öll- um er velkomið að koma og sjá og kynna sér handverkið og kaupa ef menn vilja.“ Góður aðbúnaður Fjörutíu og fjórir þroskaheftir einstaklingar búa á Skálatúnsheim- ilinu og á fimm sambýlum sem eru inni á lóðinni. „Þau fá alla þjónustu hér sem til fellur. Hér eru vinnu- stofur og sundlaug sem er notuð alla daga. Við störfum samkvæmt þessari almennu hugmyndafræði um velferð þroskaheftra, við reyn- um að búa vel að þeim og hjálpa þeim. Við erum líka með þjálfun fyrir þau sjálf sem tengist bæði vinnu- stofunum og þjálfun fyrir fjölfatl- aða sem við höfum í kjallara Skála- túnsheimilisins,“ segir Kristján og bætir við að í Skálatúni sé reynt að veita heimilisfólki þann aðbúnað sem nútíminn kallar á og þykir sjálfsagður. Kristján segir margt skemmti- legt verða gert í veislunni í dag og mikið verði sungið. Skálatúnsheimilið fagnar 50 ára afmæli Heimilis- menn fagna með söng og veislu Kristján Þorgeirsson ♦♦♦ LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur sent Jóni Steinari Gunn- laugssyni eftirfarandi bréf, en hann hefur óskað eftir birtingu á því í Morgunblaðinu. „Að beiðni yðar í símtali í síðustu viku skal hér með staðfest að þann 19. desember 2003 var rannsókn á kæru Jóns Ásgeirs Jóhannssonar á hendur umbjóðanda yðar, Jóni Ger- ald Sullenberger, fyrir ætlaðar hót- anir hætt með vísan til 1. mgr. 74 gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991.“ Í umræddri lagagrein stendur: „Lögregla vísar frá kæru um brot ef ekki þykja efni til að byrja rannsókn út af henni. Hafi rannsókn byrjað getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram eða ef í ljós kemur að kæra var ekki á rökum reist. Sá sem á hagsmuna að gæta getur borið ákvörðun lögreglu undir ríkissak- sóknara sem tekur fullnaðarákvörð- un um hvort rannsókn skuli fara fram eða ekki.“ Athuga- semd frá Jóni Stein- ari Gunn- laugssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.