Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 9

Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 9 Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Um leið og við þökkum einstakar móttökur kynnum við nokkra glæsilega ferðamöguleika á ótrúlegum kjörum* Velkomin í ævintýraheim Tæland á kjörum við allra hæfi Eftirfarandi dagsetningar eru í boði: 26. apríl (uppselt) • 5. maí (3 sæti laus) • 26. maí (5 sæti laus) ATH: Ný brottför 2. júní! ** Verð miðast við tvíbýli á City Beach Resort og staðgreiðslu ferðakostnaðar innan viku frá bókun. Ekki er unnt að framlengja dvöl í Tælandi eða í Kaupmannahöfn. Verðdæmi til Tælands (2 vikur) Sólarvinin Hua Hin Frá Íslandi: 89.990 kr. - 2. júní 110.200 kr. - 28. júlí 107.900 kr. - 4. ágúst Frá Khöfn: 78.900 kr. - 3. júní 84.700 kr. - 29. júlí 82.400 kr. - 5. ágúst Gleðibærinn Jomtien Frá Khöfn: 69.600 kr. - 21. apríl 77.700 kr. - 2. júní 83.500 kr. - 28. júlí Ferð til Phuket og Bangkok Frá Khöfn: 85.900 kr. - 7. maí 88.200 kr. - 28. maí 89.400 kr. - 13. ágúst Síðustu sætin á ótrúlegu opnunartilboði: Tvær vikur í sólarparadísinni Hua Hin í Tælandi fyrir aðeins: 89.990 kr. á mann** með öllum sköttum! Íslenskur fararstjóri frá 1. apríl Við brjótum verðmúrinn og opnum Kína upp á gátt Beijing frá Íslandi fyrir aðeins: 89.400 kr. – 8 dagar – 10. ágúst 101.000 kr. – 15 dagar – 10. ágúst Frá Kaupmannahöfn: Beijing og hópferðin Á kínverskum keisaraslóðum með fararstjóra: 162.600 kr. – 15. júní – 15 dagar Beijing og hópferðin Á þaki heimsins til Tíbet með fararstjóra: 175.300 kr. – 7. sept. – 15 dagar Sumarferðir til Kúbu Tvær vikur í höfuðborginni Havana og á sólarstaðnum Varadero frá Khöfn: 91.700 kr. – 4. maí 93.990 kr. – 1. júní 103.300 kr. – 15. júní 119.500 kr. – 10. júlí Bali og Singapúr Tvær vikur í Singapúr og á Bali frá Kaupmannahöfn: 89.400 kr. – 5. ágúst *Verðdæmi miðast við gengisskr. 5. febrúar 2004. Öll verðdæmi eru verð á mann í tvíbýli og miðast við upp gefnar brottfarir. Fe rð ab æk lin ga Ku on i er að fin na á m ör gu m be ns ín st öð vu m ES SO Íslenskur starfsmaður frá 1. maí Páskar á Níl Örfá sæti laus í v ikulanga fljótasigl ingu um ævintýraheim a Nílar-fljóts í Egyptalandi. Frá K aupmannahöfn 6. apríl fyrir aðei ns: 88.150 kr. á man n Innifalið: Flug á m illi Kaupmannah afnar og Egyptala nds, ferðir milli flugv allar og fljótabáts ins, káeta í tvíbýl i með fullu fæði og dön sku- og enskumæ landi leiðsögume nn. Lj ós m yn d K U O N I Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13.00-17.00 Útsölulok BJÖRG Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að Pétur Blöndal taki frekar sterkt til orða þegar hann segir að samþykkt frumvarps um sparisjóði sé alvarlegt brot á réttarríkinu. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild Há- skólans í Reykjavík, segir að aftur- virk lög brjóti í bága við réttarríkið en hugmyndir um það séu ekki festar í stjórnarskrá. Halldór Jónsson hrl. hjá Lex ehf. lögmannsstofu segir að ekkert banni afturvirka lagasetningu á þessu sviði. „Ég lít ekki svo á að með þessari löggjöf sé Alþingi að skera úr rétt- arágreiningi um beitingu laga sem aðeins dómstólar gætu skorið úr um,“ segir Björg. „Með samþykkt frumvarpsins er verið að breyta gild- andi lögum og ber það vott um breytt mat löggjafans á þessu sviði. Vænt- anlega verður hægt að koma ágrein- ingi um þessi breytingarlög til dóm- stólanna til úrlausnar,“ bætir hún við. Björg segir að það gæti komið til álita að dómstólar úrskurði um hvort lögin brytu gegn 2. grein stjórnar- skrárinnar, sem fjalli um þrískipt- ingu ríkisvaldsins. „Þeir sem telja að réttindi sín eða hagsmunir séu skert- ir með þessum lögum eða reglur rétt- arríkisins brotnar geta komið þeim ágreiningi til dómstóla. Þá myndu dómstólar væntanlega taka af skarið um það hvort Alþingi hafi farið út fyrir valdmörk sín samkvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar og löggjaf- inn hafi með þessari lagasetningu farið inn á verksvið dómsvaldsins. Þannig eru meginreglur réttarríkis- ins virtar gagnvart þeim sem telja að þarna sé brotið gegn slíkum reglum.“ Ekkert sem bannar afturvirk lög „Löggjafinn hefur heimildir til þess að setja lög og það verður að vera mat hans hvernig þau eru út- færð,“ segir Halldór Jónsson hrl. hjá Lex ehf. lögmannsstofu. „Það er ekk- ert sem bannar afturvirka lagasetn- ingu á þessu sviði en hins vegar geta menn átt rétt á bótum ef einstak- lingsbundnir hagsmunir þeirra eru skertir með lagasetningu.“ Halldór segir að lagasetningin sé pólitísk ákvörðun. Annars vegar sé um að ræða lagatæknilegt mál og hins veg- ar siðferðislegt mál. Mat Péturs Blöndal sé að gengið hafi verið á svig við réttindi tiltekinna einstaklinga. Það sé hins vegar dómstóla að meta hvort þetta mat sé rétt og hvort bóta- skylda hafi þá stofnast. Reynt að fara eftir meginreglum Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild Háskólann í Reykjavík, segir það grundvallarhugmynd í réttarríkinu að reglur séu settar fyr- irfram svo hægt sé að byggja á þeim. „Ein af meginreglunum er að lög eigi ekki að vera afturvirk, en það hefur gerst áður að sett hafi verið lög vegna einhvers sem hefur verið yf- irvofandi,“ segir hún. Ragnhildur segir að réttarríkið sé hugsjón og meginreglur þess séu eitthvað sem reynt sé að fara eftir. Í upphafi Mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem er lögfestur hér á landi, sé lögð áhersla á grundvallarreglur réttarríkins en þær séu ekki bind- andi skráðar í stjórnarskrá og vænt- anlega þess vegna segi Pétur Blöndal að samþykkt frumvarpsins sé alvar- legt brot á réttarríkinu. „Það er rétt hjá honum að afturvirk lög fara í bága við hugmyndir um réttarríkið en þær eru ekki festar í stjórnarskrá og því er spurning – jafnvel þótt litið yrði svo á að hér væri um afturvirkni að ræða – hvað dómstólar færu langt varðandi skaðabótaskyldu ef málið kæmi til kasta þeirra.“ Dómstóla að meta bótaskyldu SKRIFAÐ hefur verið undir samning milli Íslandspósts og Iceland Express um póstflutninga til Kaupmannahafn- ar en verkefnið var boðið út af Rík- iskaupum síðasta haust. Alls skiluðu þrír aðilar inn tilboðum en þeir voru auk Iceland Express, Icelandair Cargo og AIM ehf. Gert er ráð fyrir að flogið verði einu sinni á sólarhring allan ársins hring með póst til Kastr- upflugvallar, segir á vef Ríkiskaupa. Í flutningunum felst annars vegar flutningur á bréfa- og bögglapósti og hins vegar flutningur á öðrum pósti sem Íslandspóstur óskar eftir að koma til Kastrup. Að meðaltali er daglegt magn tæplega 600 kíló en sveiflur eru nokkrar og má nefna að á einni viku í desember á síðasta ári voru flutt 10 tonn, en á einni viku í júlí síðastliðinn fór magnið niður í 1,4 tonn. Er þetta í fyrsta skipti sem flug- póstur er boðinn út og segir á vef Rík- iskaupa að árangur útboðsins hafi reynst mjög góður en Íslandspóstur hefur hins vegar boðið út póstflutn- inga innanlands sem leitt hefur til talsverðs sparnaðar í flutningum. Iceland Express flýgur með póst- inn til útlandaSKIPVERJI á grænlenskum rækjutogara, Kiliutaq, var handtekinn í skipinu í Hafn- arfjarðarhöfn á föstudag vegna slagsmála um borð. Tveir skipverjar aðrir voru fluttir á sjúkrahús til að- hlynningar vegna lítilsháttar meiðsla. Atvikið átti sér stað um fjögurleytið um nóttina en togarinn kom hingað til lands á fimmtudagskvöld með rækju til löndunar. Skipverjinn sem handtek- inn var fékk að sofa úr sér vímuna í klefa lögreglustöðv- arinnar í Hafnarfirði og eftir að við hann hafði verið rætt í dag var honum sleppt. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umboðsaðil- um skipsins hér á landi er það ákvörðun skipstjórans hvaða refsingu maðurinn hlýtur, hvort hann verður af- munstraður, en mennirnir þrír eru allir komnir aftur um borð. Slagsmál um borð í togara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.