Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ að næst þegar boðinn verður út akstur baggaðs sorps frá móttöku- stöðinni í Gufunesi og upp í Álfsnes að áskilja að flutningurinn fari með metanknúnum flutningabílum. „Metanknúnir flutningabílar eru víða notaðir erlendis af þeim sem reka þjónustubíla. Ekki síst bílaflota sem sinna flutningum í þéttbýli. Til dæmis má nefna Safeway-versl- anakeðjuna í Bandaríkjunum og Bretlandi, póstþjónustu og fleiri.“ Eru það einkum opinberar stofn- anir sem nota metanknúna bíla hér á landi? „Nei, það er engin opinber rík- isstofnun með metanknúinn bíl í notkun. Okkur þætti eðlilegt að op- inberir aðilar sýndu frumkvæði í að nýta innlendan umhverfisvænan orkugjafa eins og metan. Meðal not- enda eru byggðasamlagið SORPA, Íslandspóstur hf., Síminn hf., VGK verkfræðistofa, Atlas bílaleigan í Hafnarfirði sem leigir út eina gas- knúna smárútu, Olíufélagið Essó, Efnamóttakan hf. og Vélamiðstöðin hf. Á vegum Vélamiðstöðvarinnar eru Fasteignastofa Reykjavíkur, Húsdýragarðurinn, Orkuveita Reykjavíkur, Gatnamálastofa og Umhverfis- og heilbrigðisstofa með metanbíla.“ Bílaframleiðendur ráða miklu Mikið hefur verið fjallað um vetni sem eldsneyti á farartæki og Ísland tekur þátt í evrópskri tilraun með vetnisnotkun. Sumir líta svo á að notkun jarðgass eða metans á bíla sé á vissan hátt skref í þróuninni til vetnisnotkunar. Aðrir telja að vetni verði ávallt eldsneyti framtíð- arinnar. En hvað skyldi Björn segja um vetnið? „Það þarf vissulega að rannsaka það og prófa. En það hefur einhvern veginn verið látið liggja að því hér á landi að vetnið sé bara að koma á morgun! Skoðun mín er að vetnið sé of dýrt enn sem komið er og að það verði ekki Íslendingar sem ákveða hvort það komi vetnisbílar eða eitt- hvað annað í framtíðinni. Það verða bílaframleiðendur sem ákveða það fyrir okkur og markaðir í öðrum löndum.“ Björn segir að vissulega geti það verið rétt að vetni komi í kjölfar gass sem eldsneyti á bíla. „Ef vetnið verð- ur ofaná í framtíðinni þá er mjög svipuð tækni notuð við áfyllingu og geymslu vetnis og gass. Eldsneytið er geymt í þrýstitönkum í dag. Við erum að þjappa metan í 250 bara þrýsting en vetnið er geymt við tölu- vert meiri þrýsting og það kostar orku. Svo getum við spurt okkur hvernig erlendar þjóðir, til dæmis Þjóðverjar, geti fengið vetni? Það er annars vegar úr jarðefnaeldsneyti eða með rafgreiningu. Ef þeir taka vetnið úr jarðgasi eða olíu, hverju eru þeir þá bættari? Ef á að gera það með rafgreiningu, eru menn þá til- búnir að reisa fleiri kjarnorkuver til að framleiða vetni? Þó að kjarn- orkuverin mengi ekki með gróð- urhúsalofttegundum þá hafa þau aðra ókosti.“ Metanframleiðsla mun aukast Björn segist sjá fyrir sér að farið verði út í framleiðslu á metani til notkunar sem eldsneyti, að minnsta kosti á stærri stöðum hérlendis. „Þetta er fremur ung grein og það má reikna með því að fram komi ný efni sem auka framleiðnina. Svo verðum við að taka til greina að met- anbílarnir sem við notum í dag eru fæstir hannaðir sem gasbílar. Þetta eru yfirleitt breyttir bensínbílar. Nýtni eldsneytisins á eftir að breyt- ast. Eins er það spurning hvort menn finni ekki hentugri aðferðir til geymslu á gasinu. Það er verið að gera tilraunir með geymsluaðferðir, til dæmis að frysta gasið inn í ís- kristalla sem ekki þarf að geyma við háþrýsting.“ Geta Íslendingar orðið sjálfum sér nógir með bílaeldsneyti? „Við komum væntanlega aldrei til með að geta fullnægt metanþörf allra bíla á Íslandi, eða allri met- anþörf flutningaflotans. En með framtíðarþróun ættum við að geta séð stórum hluta bíla hér á höf- uðborgarsvæðinu fyrir metani.“ TENGLAR ..................................................... www.metan.is gudni@mbl.is Tengihópur hagsmunaaðila var skipaðurárið 2002 í kjölfar orðsendingar Fram-kvæmdastjórnar ESB um óhefðbundiðeldsneyti (alternative fuels) frá árinu 2001. Hópnum var ætlað að vera til ráðgjafar um tæknilega og efnahagslega stöðu þessara mála og þróun eldsneytisvalkosta fyrir vegbundna land- flutninga, með áherslu á jarðgas og vetni. Eins skyldi hópurinn gefa ráð um hvernig ESB geti stuðlað að aukinni notkun óhefðbundins eldsneyt- is. Sérstakir verkefnishópar fjölluðu annars veg- ar um jarðgas og hins vegar um vetni, eins fjallaði vinnuhópur um gerð fljótandi eldsneytis úr líf- massa. Starf tengihópsins var undir forystu að- alskrifstofu flutninga og orku og stýrði Jörgen Henningsen, aðalráðgjafi framkvæmdastjóra að- alskrifstofunnar, starfi hópsins. Skýrslan kom út í desember síðastliðnum. Gerð var rannsókn frá „brunni-til-barða“ (well to wheels) á losun gróðurhúsalofttegunda, orku- nýtni og kostnaði við notkun óhefðbundins elds- neytis í bílum. Hvað varðar hefðbundið bensín og díselolíu var einungis skoðuð sú tækni sem líklegt er að geti orðið fjöldaframleidd ári 2010. Varð- andi óhefðbundið eldsneyti var skoðuð tækni sem talin er eiga möguleika á að fara á markað fyrir 2010. Gas hefur marga kosti Í skýrslu tengihópsins er jarðgas talið einn besti og hagkvæmasti valkosturinn við hefðbund- ið ökutækjaeldsneyti, að teknu tilliti til umhverf- ismála og öryggis í eldsneytisframboði. Jarðgas hefur augljósa kosti sem ökutækjaeldsneyti fram yfir bensín þegar um losun gróðurhúsaloftteg- undarinnar koldíoxíðs er að ræða. Miðað við tækniframfarir til ársins 2010 er talið að gaskn- únir bílar muni losa 16% minna koldíoxíð en bens- ínbílar og 13% minna en díselbílar. Nú þegar eru gasknúnir bílar betri kostur með tilliti til loft- gæða því mun minna er af óæskilegum ögnum í útblæstri þeirra en díselbíla. Í skýrslunni kemur fram það álit að gas sé eini valkosturinn, þegar um óhefðbundið eldsneyti er að ræða, sem geti náð umtalsverðri markaðsstöðu fyrir árið 2020, meira en 5% markaðshlutdeild, og geti mögulega keppt við hefðbundið eldsneyti á grundvelli framboðs á þróuðum markaði. Þar segir einnig að megindrifkrafturinn að baki því að nota jarðgas í auknum mæli sem eldsneyti á ökutæki séu áhyggjur af öryggi framboðs á eldsneyti sem sé algjörlega háð olíuframleiðslu. Þá er horft til þess möguleika að stjórnmálaleg eða efnahagsleg upplausn verði í olíuútflutnings- löndum sem hefti framboð á bensíni og díselolíu. Þá er einnig bent á að samtenging uppbyggingar áfyllingarstöðva fyrir jarðgas og vetni geti stuðl- að að tilkomu vetnis sem eldsneytis. Niðurstöður hvað varðar útblástur gróður- húsalofttegunda eru einnig jákvæðar fyrir gasknúin ökutæki. Það birtast m.a. í 20-25% minni útblæstri koldíoxíðs en úr bensínvélum og er sambærilegt við útblástur nýrra díselvéla. Notkun endurnýjanlegs lífgass, líkt og metans sem unnið er úr hauggasi, gæti dregið enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvatt til vetnisrannsókna Vetni kemur til greina sem meginorkugjafi í framtíðinni. Hægt er að vinna vetni úr margs konar hráefni og því mun það breikka mjög grundvöll orkuöflunar fyrir samgöngukerfið. Vetnið er sagt njóta þess möguleika, til lengri tíma litið, að geta byggst að fullu á endurnýj- anlegum uppsprettum. Í skýrslunni er hvatt er til aukinna rannsókna og þróunar á vetnisnotkun svo hægt verði að taka ákvarðanir um fjöldafram- leiðslu vetnisökutækja og auka vetnisframleiðslu eftir 2010. Talið er að hlutdeild vetnis í sam- göngukerfinu geti numið nokkrum hundraðshlut- um árið 2020. Það að tengja saman uppbyggingu tækni og dreifikerfa fyrir jarðgas og vetni er talið geta flýtt fyrir tilkomu vetnis sem eldsneytis. Eldsneyti úr lífmassa Fljótandi lífrænt eldsneyti (BTL), unnið úr líf- massa, gæti orðið til þess að eldsneyti unnið úr líf- rænu hráefni næði meiri markaðshlutdeild en þeim 6% sem stefnt er að 2010. Minna má á að 2002 veitti ESB 60 milljóna króna styrk til rann- sókna á lífmassa undir forystu Íslenska lífmassa- félagsins. Mögulegt er að framleiða samhliða líf- rænt eldsneyti og vetni sem getur orðið hagkvæm leið til endurnýjanlegrar vetnisframleiðslu. Fljótandi jarðolíugas (LPG) hefur þegar náð fótfestu sem ökutækjaeldsneyti og gæti markaðs- hlutdeild vaxið upp í 5% árið 2010. Það gæti orðið skæður keppinautur háþrýsts jarðgass (CNG) nema þessum eldsneytistegundum verði hvorri beint í sinn farveg. Það er álit tengihópsins að það sé tæknilega mögulegt að óhefðbundið ökutækja- eldsneyti nái umtalsverðri markaðshlutdeild á næstu áratugum, jafnvel meira en 20% markinu sem Framkvæmdastjórnin hefur sett fyrir árið 2020. Þörf er talin á þróttmikilli langtíma að- gerðaáætlun innan ESB til að byggja upp og við- halda nægri eftirspurn neytenda. Aðgerð af því tagi gæti hvatt til jákvæðra breytinga fyrir um- hverfið og stuðlað að tilfærslu frá eldsneyti nú- tímans og aukið öryggi í eldsneytisframboði. Heimild: Market Development of Alternative Fuels. Report of the Alternative Fuels Contact Group. Desember 2003. Fimmtungur bíla knúinn óhefðbundnu eldsneyti 2020 Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að árið 2020 verði 10% ökutækja í ESB knúin jarðgasi, 5% knúin lífelds- neyti (eldsneyti af lífrænum uppruna) og 5% knúin vetni í stað hefðbundins ökutækjaeldsneytis. Morgunblaðið/Guðni Þriðjungur strætisvagnaflotans í Porto, eða 175 vagnar, er knúinn gasi. Gasknúnu vagnarnir menga minna en díselvagnar, eru hljóðlátari og ódýrari í rekstri. Henningsen hefur langa reynslu af um-hverfismálum og var m.a. aðalsamn-ingamaður ESB í Kyoto. Hann flutti er-indi á ráðstefnu ENGVA í Porto og fjallaði um áfanga á leiðinni til ársins 2020, þegar stefnt er að því að 20% ökutækjaeldsneytis verði annað en hefðbundið bensín og dísilolía. Henningsen sagði að framkvæmdastjórnin hefði beint athyglinni fyrir alvöru að nýjum orku- gjöfum í stað bensíns og olíu á síðari helmingi árs- ins 2000. Verðþróun hefði hvatt til þess að reynt yrði að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eldsneytis og að tryggja öryggi í þeim efnum. Sett var fram orkustefna í grænbók í nóvember 2000. Meginviðfangsefni hennar er að tryggja sam- keppni og jafnværi milli stöðugs framboðs á elds- neyti og umhverfisverndar. Henningsen sagði að gera þyrfti ákveðnar kröf- ur til farartækja sem knúin væru nýjum gerðum eldsneytis. Í fyrsta lagi þyrftu þau að vera spar- neytin og hagkvæm í rekstri. Það ætti jafnt við um bíla knúna lífeldsneyti (biofuel), jarðgasi og vetni. Henningsen taldi að vetni væri áhugaverður kost- ur þegar til lengri tíma er litið, en á því sviði væri mikið verk óunnið. Vetni hefði lítið orkugildi mið- að við rúmmál, en mikið miðað við þyngd. Í bílum skipti rúmmálið frekar en þyngdin máli. Þá væri flutningur vetnis og geymsla vandasöm. Einnig þyrfti að finna leiðir til að vinna vetni á ódýran hátt. Henningsen sagði hagkvæmast nú að vinna vetni úr jarðgasi. Eftir væri að sýna fram á hvað ynnist við að vinna vetnið úr gasinu í stað þess að nýta gasið beint. Henningsen taldi að lífeldsneyti gæti ef til vill fullnægt 7–8% af orkuþörf bílaflotans árið 2020, jarð- gas auðveldlega um 10% og með bjartsýni mætti ætla að vetni full- nægði um 5%. Varðandi það að tryggja nægt framboð á eldsneyti taldi Hennings- en þörf á nýrri hugsun. Það sé óþægilegt að samgöngukerfið sé jafnháð einni orkuuppsprettu og nú er raunin. Olíulindir séu að stórum hluta á litlu svæði í Mið-Austurlönd- um. Margar spár bendi til þess að spurn eftir olíu á heimsvísu muni tvöfaldast á næstu 25 árum. Vetni geti verið góður kostur með tilliti til öryggis framboðs og eins losunar gróðurhúsalofttegunda. En það er eldsneyti fram- tíðar og líklega dýrt í framleiðslu. „Ég held að það besta sem við gerum, að minnsta kosti næsta áratuginn, sé að einbeita okk- ur að betri eldsneytisnýtingu og að skipta yfir í jarðgas,“ sagði Henningsen. Hann sagði að fram- kvæmdastjórnin myndi ekki ráða því hver sam- setning eldsneytisnotkunar ökutækja yrði í fram- tíðinni. Þar réði flókið samspil stjórnvalda aðildarríkjanna, stjórnmálamanna, Evrópuþings- ins og iðnaðarins. En skyldi Henningsen hafa skoðað aðstæður landa, eins og Íslands, sem hafa þurft að flytja inn allt sitt ökutækjaeldsneyti til þessa? „Nei, við höfum litið á Evrópumarkaðinn í heild. Þegar dæmið er gert upp þá þarf Evrópa að flytja inn eldsneyti og ein ástæða þess að við gefum nýj- um orkugjöfum gaum er að við horfum fram á að hlutur innflutts eldsneytis mun aukast í framtíð- inni. Það dregur úr framleiðslu eldsneytis innan ESB. Það veldur okkur ef til vill meiri áhyggjum að innflutningurinn mun fyrst og fremst koma frá Mið-Austurlöndum og spurn eftir olíu þaðan mun aukast úr öðrum heimshlutum.“ Telur þú að geti verið hagkvæmt fyrir Ísland að flytja inn jarðgas til nota á ökutæki? „Ég hika við að gefa miklar yfirlýs- ingar um aðstæður Íslands. Ég þekki þær í stórum dráttum en hef ekki gert sérstaka greiningu á þeim. Ég tel þó að hvert það land sem er háð innflutningi eldsneytis til sam- gangna, eins og Ísland, ætti að skoða gaumgæfilega möguleg langtíma- áhrif þess að vera öðrum háð á þessu sviði. Raunar veit ég að Ísland er ein- mitt að gera það. Varðandi hinar sér- stöku aðstæður Íslands – sem Skap- arinn var svo örlátur við í árdaga hvað varðar orkulindir – hvort inn- flutningur jarðgass yrði besta lausnin eða hluti af framtíðarlausn, eða hvort þið finnið leiðir til að nýta vatnsork- una og jarðhitann, þori ég ekki að segja um á þessu stigi. En ég sé að innflutning- ingsþátturinn er mikilvægur fyrir Ísland. Raunar fékkst ég við þetta fyrir tuttugu árum þegar ég bar ábyrgð á olíuviðskiptum í dönsku olíu- og gas- fyrirtæki og Ísland hafði sérstakan áhuga á sam- starfi um þessi málefni.“ Á þessari ráðstefnu virðast vera skiptar skoð- anir um vetni sem eldsneyti? „Athyglin hefur mikið beinst að vetni undanfar- ið, jafnvel á æðstu pólitískum stöðum. Það á jafnt við um Bandaríkin, Ísland og ESB. Ég tel að það hafi ríkt viss ákafi um möguleika vetnis, sem um leið hefur leitt hjá sér þá miklu tæknilegu örð- ugleika sem verður að yfirstíga og eins hve dýrt það er að gera vetni aðgengilegt fyrir neytendur. Ísland hefur mikla sérstöðu með sitt mikla vatns- afl og jarðhita. En ef maður hugsar um hvernig eigi að framleiða vetni í nægilegu magni, dreifa svo léttu og rúmfreku efni sem svo erfitt að koma í fljótandi form – verður að kæla það í -250° C – og erfiðleikana við að nýta það? Þótt efnaraflar séu stórkostlegir þá eru þeir enn sem komið er of stór- ir, þungir og dýrir til að nota í bíla. Ég sé ekki – og býst við að sama gildi um aðra sem hafa innsýn í þetta – vetni sem raunhæfan valkost í orkugeir- anum í teljandi mæli fyrr en eftir 15 til 20 ár.“ Ísland hefur mikla sérstöðu Jørgen Henningsen Jørgen Henningsen er aðalráðgjafi stjórnardeildar um orku og sam- göngur hjá framkvæmdastjórn ESB og stýrði starfi tengihóps um óhefð- bundið ökutækjaeldsneyti, sem skilaði skýrslu í desember síðastliðnum. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.