Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 27 Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 12. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 12. MARS Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. Oft veltir lítil þúfa þunguhlassi – þennan ágætamálshátt má auðveld-lega heimfæra upp áframleiðslu Hermanns Thurston, sem er bandarískur hús- gagnahönnuður og framleiðandi sem selur húsgögn sín m.a. í herstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefur einnig átt í viðræðum við söluaðila á íslenskum markaði. „Þegar við hjónin vorum ung og ný- lega byrjuð að búa vantaði okkur fót- skemil og fórum að leita að einhverj- um slíkum, heppilegum, en fundum engan. Þá datt mér í hug að hanna fótskemil sem hentaði okkur og smíða hann. Þannig hófst okkar húsgagna- framleiðsla í bílskúrnum við heimili okkar og þar vorum við með fyrirtæk- ið okkar þónokkurn tíma,“ sagði Her- mann Thurston í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, sem hitti hann og konu hans að máli á Grand Hóteli fyrir nokkru. Þau líta út fyrir að vera mjög sam- hent hjón, hláturmild og gamansöm. Þau voru enda alin upp í sama byggðarlagi og vissu vel hvort af öðru. Þau voru þó ekki saman í skóla. Hermann er yngstur af ellefu systk- inum, lifandi eru fjórar systur og einn bróðir auk hans. Hann ólst upp á sveitabæ þar sem foreldrar hans stunduðu hefðbundinn búskap. Her- mann stundaði nám við Háskólann í Maine í tækni- og skógfræði. Hann starfaði fyrst í timburiðnaði í nokkur ár og síðan í fyrirtæki sem framleiddi pappír. Húsgögnin á heimilinu flest sýnishorn Maxine Thurston er viðskipta- fræðimenntuð, ein af fyrstu stúlkun- um sem fór þá leið í háskólanámi í sinni heimabyggð. Þau Maxine og Hermann giftust 1954 og bjuggu um tíma í Massachusetts en fluttu nokkru síðar til Vermont þar sem Hermann fékk starf. En nokkru síðar ákváðu þau að reyna sig á eigin spýtur. „Ég sá um hina viðskiptalegu hlið framleiðslunnar þegar við fórum að framleiða húsgögn, meðan Hermann stritaði í bílskúrnum,“ segir Maxine kankvís. Maxine hafði þó fljótlega nóg að gera innanhúss. Þau hjón eignuðust fjögur börn á fimm árum og það var oft söngur í kotinu. Reyndar búa þau hjón ekki í neinu koti – þau búa í 200 ára gömlu húsi sem þau hafa innrétt- að nokkuð eftir sínu höfði en þó reynt að láta sérkenni þess halda sér. „Húsgögnin okkar eru að vísu hönnuð og framleidd af okkar fyrir- tæki, en flest þeirra eru þó til okkar komin af því þau voru eitthvað gölluð, – voru sýnishorn eða eitthvað slíkt,“ segir Maxine og hlær. Hún er greini- lega ekki enn orðin það sem stundum er kallað „fín frú,“ enda gekk hún lengi í öll verk, innanhúss sem í fyr- irtækinu. Litla fjölskyldufyrirtækið þeirra Hermanns og Maxine Thurston, New England Woodcraft í Vermont, óx með árunum og varð að stóru fyrir- tæki sem þó er enn stjórnað af fjöl- skyldunni og framleiðir hvers kyns húsgögn úr hinum margvíslegasta viði. „Ég á mínar uppáhaldstrjátegund- ir, ein af þeim er hlynur,“ segir Her- mann og réttir mér litla flösku með sírópi sem unnið er úr hlyni. „Það þarf safa úr mjög mörgum trjám til þess að framleiða síróp í þessa litlu flösku,“ segir hann og hlær. Hermann Thurston er af evrópsk- um uppruna, norskum mestmegnis, en það er harla langt síðan forfeður hans námu land í Ameríku í grennd við Boston. Flestir afkomendur þeirra voru skógarhöggsmenn en það var algengasti atvinnuvegurinn þar sem þeir bjuggu. Hermann tók þátt í seinni heims- styrjöldinni en kom heill á húfi heim úr þeim hildarleik og tók til starfa við framleiðslu húsgagna sem fyrr sagði. „Við framleiðum húsgögn sem henta vel fyrir skóla, stofnanir og einnig seljum við talsvert af húsgöng- um til bandarískra herstöðva víða um heim,“ segir hann. Hermann er örvhentur en lét það ekki aftra sér við smíðarnar. Eftir að hafa fundið út hvernig skemill færi best með fætur þeirra hjóna og framleitt slíkt húsgagn í nokkurn tíma, tók Hermann til við að hanna og smíða kommóður, borð stóla, skrifborð og þannig koll af kolli. Smám saman fékk hann sér æ fleiri til aðstoðar við framleiðsluna. Er frá leið og fyrirtækið óx skúrnum yfir höfuð, ef svo má segja, var byggt yfir starf- semina sem löngu er orðin mjög mikil sem fyrr sagði. „Við hjónin er erum enn að hluta til að starfa við fyrirtækið en börn okkar eru komin að rekstrinum líka. Það gerir okkur fært að draga okkur dá- lítið í hlé frá fyrirtækinu og ferðast. Við höfum mikinn áhuga fyrir ferða- lögum og höfum nokkuð víða farið. Ís- land líkar okkur vel við, það er mjög rólegt hérna, hreint og mikið af nýj- um húsum. Það kom okkur á óvart hve allt hér í borg er nýlegt að sjá,“ segir Hermann ennfremur. Hann kvað þau hjón ætla að koma seinna til Íslands ef aðstæður leyfðu og sjá meira en þau höfðu tækifæri til í þessari ferð. Framleiðslan hófst í bílskúrnum Sýnishorn af húsgögnum sem fyr- irtæki þeirra Maxine og Hermanns Thurston framleiðir. Fyrirtækið New England Woodcraft í Forest Dale í Vermont á rætur sínar í framleiðslu fótskemils í bíl- skúr Hermanns og Maxine Thurston. Þau sögðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá húsgagnaframleiðslu sinni sem þau selja víða um heim, í skóla, stofnanir og í herstöðvar eins og hér á Keflavíkurflugvelli. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hermann og Maxine Turston hófu húsgagnaframleiðslu sína fyrir hálfgerða tilviljun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.