Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 37
ing um að það skili árangri. Efnahags- og fram-
farastofnunin, OECD, mælti með því í síðustu
skýrslu sinni um Ísland að tekin yrðu upp skóla-
gjöld á háskólastigi vegna þess að það stuðlaði að
aukinni skilvirkni og að fólk lyki háskólanámi á
styttri tíma. Allt eru þetta kostir sem ná má fram
með greiðslu skólagjalda, án þess að það komi
niður á jafnrétti til náms.
Forsenda gæða
og samkeppn-
ishæfni
Innheimta skóla-
gjalda getur verið for-
senda þess að háskól-
ar treysti sér til að
koma á fót nýju fram-
haldsnámi af gæðum
sem standast samanburð við erlenda háskóla.
Slíkt getur þýtt að í stað þess að þurfa að taka sig
upp, jafnvel með fjölskyldu, til að sækja sér
framhaldsmenntun til útlanda, geti fólk tekið
framhaldsháskólagráðu á Íslandi og þannig spar-
að sér ærinn kostnað. Það getur jafnvel þýtt að
fólk, sem ella hefði aldrei tekið framhaldsgráðu,
bæti henni við sig, t.d. meðfram vinnu. Stuðlar
það ekki að auknu jafnrétti til náms? Ekki má þó
gleyma því að það verða alltaf einhverjir sem
kjósa að halda utan til náms og þarf raunar að
greiða fyrir því – einn styrkleiki íslenzks atvinnu-
lífs og samfélags er hversu víða um lönd fólk hef-
ur farið til að afla sér háskólamenntunar.
Lykilatriðið í málinu er að álagning skóla-
gjalda getur verið meginforsenda þess að Há-
skóli Íslands og hinir ríkisháskólarnir standist þá
samkeppni sem þeir eiga nú við að etja, bæði inn-
anlands og frá erlendum háskólum. Í því efni ber
þó að hafa í huga að íslenzkir háskólar munu
a.m.k. í byrjun alls ekki geta innheimt jafnhá
skólagjöld og tíðkast t.d. í beztu háskólum Bret-
lands eða Bandaríkjanna. Skólarnir myndu með
því „verðleggja sig út af markaðnum“. En rík-
isháskólarnir mega heldur ekki verða annars
flokks „gráðuverksmiðjur“, heldur verða þeir
áfram að vera í fremstu röð. Þeir þurfa að geta
laðað til sín bæði afburðanemendur og -kennara.
Engum er greiði gerður með því að ríkisháskól-
arnir drabbist niður eins og gerzt hefur víða í
Evrópu, á meðan einkaháskólarnir blómstra.
Slíkt myndi draga úr gæðum háskólamenntunar
á Íslandi. Þetta ættu stúdentar að skilja allra
bezt, en Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur þó
um árabil mótmælt sérhverjum þúsundkalli, sem
bætzt hefur við hin lágu innritunargjöld skólans
og leggst sem einn maður gegn skólagjöldum. Sú
samstaða ber því miður vott um afar þrönga sýn
stúdenta á hagsmuni sína.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ítrekaði á
fundinum með háskólastúdentum að hugsanleg
skólagjöld yrðu viðbót við núverandi framlag rík-
isins til háskólanna, en yrðu ekki til þess að fram-
lagið lækkaði. Það er sömuleiðis mikilvægt atriði
í málinu.
Ekkert er hins vegar einhlítt í þessum efnum.
Það má draga í efa að raunhæft sé að innheimta
skólagjöld í ýmsu námi við Háskóla Íslands, sem
fáir sækja og telst ekki til þess fallið að auka
tekjumöguleika fólks, en er engu að síður bráð-
nauðsynlegt í háskólasamfélaginu og forsenda
þess að það standi undir nafni. En í öðrum grein-
um er háskólapróf nánast ávísun á háar tekjur og
þar mætti innheimta skólagjöld sem væru hærri
en í öðrum fögum.
Stjórnun og
fjárhagur HÍ
Tillaga Þorgerðar
Katrínar Gunnars-
dóttur menntamála-
ráðherra um að gera
stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á Háskóla Íslands
sem lið í því að gera hann í stakk búinn til að tak-
ast á við nýja samkeppni er athyglisverð. Úttekt
af þessu tagi er án nokkurs vafa afar þörf. Há-
skólinn er stór stofnun og stjórnkerfi hans er að
mörgu leyti svifaseint og óskilvirkt, ekki sízt í
samanburði við yngri og smærri keppinauta
hans. Það er full ástæða til að skoða rækilega
hvort þar má ekki bæta úr. Jafnframt er ástæða
til að skoða hvernig fjármunir nýtast í starfi skól-
ans. Þar hlýtur m.a. að koma til skoðunar hvern-
ig æviráðnir kennarar skólans nýtast í starfi,
bæði til rannsókna og kennslu. Því miður bendir
margt til að launa- og ráðningarkerfi ríkisstarfs-
manna sé HÍ fjötur um fót í samkeppninni við
einkareknar sjálfseignarstofnanir.
Margir hafa raunar haldið því fram að það sé
illmögulegt að stjórna Háskóla Íslands, bæði
vegna þess hversu flókið og óskilvirkt stjórnkerfi
hans er og vegna þess hvernig staðið er að ráðn-
ingu rektors háskólans. Rektor er kjörinn úr
hópi prófessora og dósenta skólans og þeir ráða
jafnframt mestu um val hans, en atkvæði stúd-
enta og annarra starfsmanna en kennara og há-
skólamenntaðra sérfræðinga vega 40% í rektors-
kjöri. Rektor, sem þannig er valinn, er í erfiðri
aðstöðu til að fá starfssystkini sín til að sam-
þykkja sársaukafullar ákvarðanir, ekki sízt af því
að hann snýr um síðir aftur til prófessorsemb-
ættis síns – og ef hann treður þeim um tær eru
litlar líkur á að hann hljóti endurkjör. Með því að
íslenzkt háskóla- og fræðasamfélag nær ekki
lengur aðeins yfir Háskóla Íslands, gætu farið að
skapast forsendur fyrir því að rektor sé ráðinn
með öðrum hætti; að t.d. háskólaráð eða einhvers
konar fulltrúaráð háskólans réði rektor, sem
gæti allt eins komið utan að eins og úr röðum há-
skólaprófessora, en hefði bæði akademískan bak-
grunn og víðtæka stjórnunarreynslu úr innlendri
eða erlendri háskólastofnun. Þetta hafa margir
háskólar gert; t.d. hafa allir rektorar London
School of Economics undanfarna áratugi komið
úr stjórnunarstöðum við aðra háskóla og getað
tekið til hendinni í samræmi við það, óbundnir af
fortíðinni.
Samkeppni um
rannsóknafé
Undanfarnar vikur
hafa forsvarsmenn
háskóla í landinu deilt
um annan aðstöðu-
mun en heimildina til að leggja á skólagjöld, en
það eru framlög ríkisins til rannsókna. Forsvars-
menn t.d. Háskólans í Reykjavík og Viðskiptahá-
skólans á Bifröst kvarta undan því að Háskóli Ís-
lands fái um það bil jafnháa upphæð til
rannsókna og til kennslu, en þeir fái til rann-
sókna aðeins brot af því, sem ríkið greiðir þeim
fyrir að kenna stúdentum.
Í þessum umræðum ber á því að talsmenn
einkareknu skólanna blanda saman fjárframlög-
um til kennslu og rannsókna og halda því fram að
Háskóli Íslands sé sízt vanhaldinn. Með því er
gefið í skyn að skólinn gæti tekið peninga, sem
ætlaðir eru til rannsókna, og nýtt til kennslu. Það
er hins vegar mikilvægt að standa vörð um rann-
sóknahlutverk Háskóla Íslands; hann er flagg-
skip og miðstöð vísindarannsókna á Íslandi, þótt
mikill metnaður sé einnig hjá hinum yngri há-
skólastofnunum. Þetta á ekki sízt við á þeim svið-
um þar sem rannsóknir skila ekki við fyrstu sýn
augljósum hagnaði, þó í þeim felist mikil menn-
ingarverðmæti og þekking. Með rannsóknum
skilar Háskólinn bæði hugmyndafræðilegri um-
ræðu og möguleikum til framþróunar og nýsköp-
unar til baka inn í samfélagið, auk þess að verða
samkeppnisfærari við erlenda háskóla.
Lausnin á þessum deilum er hins vegar til-
tölulega augljós. Þegar fram líða stundir, hljóta
menn að stefna að því að háskólastofnanir lands-
ins keppi um rannsóknastyrki úr sjóðum, þar
sem vandað, faglegt mat er lagt á gæði rannsókn-
anna og fé úthlutað samkvæmt því. Í slíkum sam-
keppnissjóðum ættu allir jafna möguleika, en
jafnframt má gera ráð fyrir að þar stæði Háskóli
Íslands áfram vel að vígi, vegna ríkrar hefðar og
reynslu á sviði rannsókna.
Í umræðum um fjármögnun háskólastigsins
verða menn að leitast við að falla ekki í gildru
meðalmennskunnar og skrifræðisins. Það þarf að
leita leiða til að gera íslenzka háskóla samkeppn-
isfæra um beztu nemendurna og starfsfólkið, við-
bragðsfljóta og sveigjanlega, auk þess sem aka-
demísk vinnubrögð eru í hávegum höfð og
aðbúnaður stúdenta er góður. Það er full ástæða
til að pota sér upp úr skotgröfunum og ræða mál-
in á fordómalausan hátt.
Morgunblaðið/Ásdís
Stúdentar vilja góða menntun – en ekki borga skólagjöld. Háskólastúdentar slá skjaldborg um Háskóla Íslands fyrr í vikunni.
Það má taka undir
það með mennta-
málaráðherra að
kominn er tími til að
fram fari ítarleg og
hreinskiptin um-
ræða um kosti og
galla þess að taka
upp skólagjöld við
Háskóla Íslands og
hina ríkisháskólana.
Því miður hefur
varla mátt nefna
orðið skólagjöld í
umræðum um há-
skólastigið án þess
að menn velti ofan í
pólitískar skotgrafir
hver um annan
þveran og reki upp
kollinn rétt aðeins
til að hrópa að jafn-
rétti til náms sé í
hættu.
Laugardagur 7. febrúar