Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Koss, koss, og hjartanlega velkomin!“ „Koss, koss, koss, vertu blessuð og sæl og hafið þið það gott og þakka ykkur innilega fyrir komuna. Og hafið þið það alltaf sem best.“ Þessar góðu og hlýju móttökur og kveðjur fengum við ævinlega þegar okkur bar að garði í Ásum undanfar- in ár. Hann sat þarna á eldhús- bekknum, augun blikuðu brosandi, blá og skær í höfði þessa aldraða góða tengdaföður míns. Hann var svo fagnandi og glaður. Hann hafði sannarlega oft verið þreyttur um dagana, enda unnið erf- iðisvinnu frá barnsaldri. Mér er sagt að hann hafi byrjað að slá með orfi og ljá aðeins átta ára gamall. En síð- ustu árin hafði hann loksins tíma til að hvíla sig og hann var svo skyn- samur að kunna að njóta þess. Hann var góður verkmaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður söngmaður. Hann var góður bóndi. Hann var afskaplega ósérhlífinn. Hann var góður í svo mörgu að ef hann væri unglingur í dag myndi kennarinn hans segja : „Hans er val- ið.“ Í mínum augum var hann fyrst og fremst heilsteyptur maður með fagra og jákvæða lífssýn. Ég á hon- um margt að þakka sem tengdadótt- ir sl. 30 ár. Hann var góður afi sona minna og ekki síður góður faðir mannsins míns. Með virðingu og þökk. Vaka Haraldsdóttir. Nú hefur hann kvatt hann Guð- mundur föðurbróðir minn síðastur þeirra systkina frá Sandlæk. Hann náði því að verða níræður í septem- ber síðastliðnum. Hann var fallegur öldungur og hélt reisn sinni allt til hinsta dags. Ég hitti hann síðast glaðan og reifan í vetrarbyrjun. Þessi frændi minn var í miklu uppá- haldi hjá mér og minni fjölskyldu. Fyrstu minningarnar eru frá því að hann færði mér dúkku sem gekk síðan undir nafninu Amríkudúkkan og ég varðveiti enn í dag. Hann kom með hana er hann kom úr söng- ferðalagi með Karlakór Reykjavíkur til Bandaríkjanna árið 1946, en söngmaður var hann góður. Þessa ferð rifjaði hann oft upp og sagði okkur svo skemmtilega frá. Hafði engu gleymt þótt hallaði á sjötta tuginn síðan ferðin sú var farin. Ég átti þess kost sem barn að fá að dvelja af og til á sumrin hjá þeim góðu hjónum Gumma og Stebbu í Ásum en þau höfðu þá hafið búskap á arfleifð hennar. Gummi var dug- andi bóndi og hamhleypa til allra verka meðan kraftar leyfðu. Þá var tvíbýli í Ásum og margt um manninn og gestagangur ævinlega mikill, enda þótti Ásaheimilið gott heim að GUÐMUNDUR ÁMUNDASON ✝ GuðmundurÁmundason bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi var fæddur að Sand- læk í sömu sveit hinn 17. september 1913. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Selfossi 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stóra-Núpskirkju 31. janúar. sækja. Frá þessum ár- um á ég góðar minn- ingar. Eftir að ég gifti mig og við Völundur sett- umst að norður í Aðal- dal urðu samveru- stundirnar strjálli. Þótt þau hjón legðust ekki mikið í ferðalög létu þau verða af því að heimsækja okkur fyrir nokkrum árum og þá var glatt á hjalla í Álftanesi. Við reyndum einnig að koma því við að bregða okkur aust- ur í hrepp ef farið var suður yfir heiðar. Þá var gaman að sitja í eld- húsinu á bekknum hjá frænda og hlusta á hann segja frá ýmsu sem á dagana hafði drifið. Hann hafði næmt skopskyn og góða frásagnarhæfileika og í eðli sínu var hann gleðimaður. Stebba sá um veisluföngin hvort heldur var saltað hrossakjöt eða heimabakað brauð með kæfu, allt sem borið var á borð bragðaðist jafn vel. Þau höfðu bæði svo góða nærveru að maður naut þess að vera nálægt þeim. Mikið á ég eftir að sakna þess næst þegar ég kem að heyra sagt „sæl væna mín“ og með ávarpinu fylgdi þetta fallega, hýra bros. Gummi minn, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar fyrr og síðar. Stebbu og allri fjölskyldunni sendum við sam- úðarkveðjur. Á framtíðarlandið birtu ber bjarminn af lífsgleði þinni. Hún verður ætíð í minni mér, ég met það sem lán að ég kynntist þér. Fúslega þökk ég færi þér, frændi minn góði, kæri. (A.S.) Halla Lovísa. Við Gummi erum niðri við Rauða- læk að girða nýrækt. Það var þungbúið. Skyndilega dynur regnið á okkur og við stöndum það af okkur undir brúnni á læknum. Fáum okk- ur í pípu. Meðan ég tek áttirnar í verkinu eftir skúrina grefur Gummi fyrir hornstagi. Ég horfði á frænda minn vinna þetta verk. Það var lítil töf. Þetta tók enga stund. Hnausinn mátulegur, holan hrein, handtökin örugg og áreynslulaus. Það marrar í skófluskaftinu. Sterk moldarlyktin fyllti vitin. Einhvern tíma orðaði ég þessa girðingavinnu við pabba og hvað mér fannst um vinnubrögð frænda míns. Það glaðnaði yfir honum og hann fór að segja mér frá hinu og öðru úr uppvexti þeirra bræðra. Hvað þeir smíðuðu, oft úr afar tak- mörkuðum efnivið. Þeir voru vart af unglingsaldri þegar þeir komu upp sjálfbrynningu í fjósinu á Sandlæk. Vatnshrútur skilaði vatninu í kerald sem komið var fyrir uppi undir rjáfri. Úr því var vatnið leitt í dalla sem þeir smíðuðu og settu milli bás- anna í sömu hæð þannig að nóg var að útbúa hæðarstillingu á einum stað. Sennilega er þetta fyrsta stóra framfaraverkið sem Gummi tók þátt í að vinna viðvíkjandi búskap. Þau urðu fleiri síðar. Það verður hlé á spjallinu við pabba, hann er hugsi, en segir svo: „Alveg er það hrein un- un að sjá hann Gumma bróður slá með orfi og ljá, – og reyndar vinna hvaða verk sem er.“ Gummi var afar opinn fyrir nýj- ungum í búskap og hikaði aldrei við að kynna sér þær og tileinka. Þó hafði hann fulla gát á að ganga ekki lengra en svo að full not yrðu af þeim búnaði sem hann aflaði sér. Hann var ótrúlega flínkur að hag- ræða verkum þannig að þau yrðu eins létt og kostur varð og afköstin honum að skapi. Mér er minnisstætt þegar að komu tveir bændur neðan úr Flóa við í Ásum á leið sinni á fjall. Gummi sýndi þeim nýja lausagöngufjósið sitt með átta kúa mjaltabás. Þeir sögðu fátt. Gumma var skemmt. „Þeir eru grænir af öfund, kalla- greyin, já já. Þeir mega víst húka á hækjum sínum undir beljunum ef þá langar, ég er hættur því,“ sagði hann þegar þeir voru farnir og brosti, fullviss um hafa það sem rétt- ara var. Um þetta leyti keypti Gummi nýj- an David Brown 990. Það er ekki minni gerðin. Gestkomandi nokkur var alveg undrandi þegar hann virti gripinn fyrir sér heima á hlaði. Gummi stóð á tröppunum. „Hann er svo svakalega stór. Af hverju keypt- irðu svona stóran?“ spurði gesturinn „Bara a’ganni,“ svaraði Gummi eitt breiðabros. Það kom reyndar á dag- inn að þessi traktor átti eftir að vinna fyrir kaupverðinu. Einu sinni vorum við Ágúst og Steini Ólafs í áburði lengst austur á túni. Skyndilega drepur Ágúst á vél- unum. Hann hafði heyrt að kallað var að heiman og kallar í áttina heim, hvað sé um að vera. Gummi stendur heima á hlaði og sendi okk- ur skilaboðin austur á tún: „Mjólk- urbíllinn er kominn.“ Við vorum svo langt í burtu að það rétt grillti í Guð- mund bónda. Rómurinn var svo sterkur að hann heyrðist gegnum vélaniðinn. Pokarnir voru drifnir af vagninum í hvelli, og fyrr en varði voru brúsarnir komir út á veg. Það rigndi nánast uppstyttulaust þetta sumar og urðu heyskemmdir miklar. Þá varð það bændum í hreppnum til happs að sáð hafði ver- ið í Vikrana í Þjórsárdal um vorið og hafði sprottið vel. Þetta varð mönn- um kærkomin björg og var Gummi einn þeirra sem nýttu sér þetta. Þessi sáning fór svo öll undir vikur í Heklugosinu vorið eftir. Gummi er mesti heyskaparmaður sem ég hef kynnst. Hann var kröfuharður á frá- gang á heyi, hvort heldur var í hlöðu eða vothey í turn, enda vann hann þau verk gjarnan sjálfur. Það var gaman að gefa kúnum votheyið sem hann hafði tryggt bestu fáanlegu verkun. Gummi var með afbrigðum glað- vær og skapgóður, jákvæður og örv- andi og vildi að væri drifið í hlut- unum en gat rokið upp eins og hvirfilvindur ef honum mislíkaði. Alltaf hafði hann þó það taumhald á tungu sinni að hann þyrfti ekki að iðrast orða sinna. Svo var það búið, fyrr en varði var hann aftur kominn í sama glaða skapið. Myndir minninganna eru margar. Gummi með systkinum sínum í eld- húsinu í Ásum, Siggu, Gunnu og pabba. Drukkið kaffi, reykt og skrafað. Hlýja og glaðværð í önd- vegi. Já, vel á minnst. Hvað er búið að drekka mikið kaffi í eldhúsinu hjá henni Stebbu? Ja, maður. Fríar fjöl- rétta veitingar í sextíu ár – alltaf op- ið – allir velkomnir – Café Stefanía. Langt er liðið frá því ég kom með pabba að Ásum. Það er sólskin og hiti. Við erum í bíl sem er bæði rúta og mjólkurbíll. Hann nemur staðar við brúsapallinn sem enn er ein- kennilega skýr í minningunni. – Það kemur maður akandi niður veginn á gráum Ferguson með kerru. Hann er grannvaxinn og kvikur í hreyf- ingum, með derhúfu á höfði og síg- arettu í öðru munnvikinu. Í kerrunni eru fullir mjólkurbrúsar og útitek- inn krakki. Þetta er lífsins saga. Líf og saga Guðmundar frænda míns er storkandi fyrirmynd þeim sem vilja skila góðu æviverki. Hann hefur skilað sínu með fyrstu ágæt- iseinkunn – og er horfinn á braut. Allir sem hann þekktu kveðja hann með vinarhug og þakklæti. Vertu sæll, frændi. Ámundi Loftsson. ✝ Gunnar KristinnAuðbergsson fæddist 15. október 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði 1. febrúar síð- astliðinn, 87 ára að aldri. Foreldrar hans voru Auðberg- ur Benediktsson frá Sléttaleiti í Suður- sveit, f. 14.6. 1884, og k.h. Guðrún Sveinsdóttir, f. 5.8. 1884 á Eskifirði. Giftust þau 1912. Systkini Gunnars eru: Sveinn, f. 1.6. 1914 á Eskifirði; og Lína, f. 23.9. 1915 á Eskifirði. Þau eru bæði látin. Eftirlifandi fósturbróðir þeirra er Kjartan Pétursson, f. 1.11. 1930 í Seli í Reyðarfjarð- arhreppi. Hjónin tóku hann í fóstur tveggja ára gamlan. Gunnar var lærð- ur húsasmiður, og vann við innrétting- ar og byggingar. Á yngri árum smíðaði hann báta með föð- ur sínum og greip til þess síðar eftir atvikum. Hann varð meðhjálpari og gjaldkeri Eskifjarð- arkirkju við komu séra Kolbeins Þor- leifssonar í bæinn 1967–68 og var í starfi fyrir kirkjuna næstu 27 árin. Seinast dvaldi hann á dvalar- heimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Útför Gunnars fór fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 7. febrúar. Ég var að frétta, að nú væri dá- inn trúbróðir, vinur og náinn sam- starfsmaður í fjögur ár, Gunnar Auðbergsson. Samvinna okkar var stutt, en þeim mun árangursríkari fyrir framtíð kirkjunnar á Austur- landi. Hann var hæglátur trúmað- ur í anda 20. aldarinnar, þar sem trúarvakningar fóru að skipta meira máli en áður í kristnisög- unni. Reyndar var það svo, að í ungdæmi hans á 4. áratugnum var trúarvakning í gangi á Norðfirði. Svo sagði mér sjómannatrúboðinn sem var aðalmaðurinn á bak við þetta. Dag einn komu til hans ung- ir menn gangandi yfir Oddsskarð og báðu hann að koma yfir fjallið til þeirra. Annar þeirra var Sveinn, bróðir Gunnars vinar míns. Hinn var Garðar Helgason. Úr þessu varð trúarvakning í hér- aðinu. Gunnar tók ekki sjálfur þátt í þessu. Hans tími var ekki kom- inn, en hann skyldi koma. Það sá Almætti Guðs um. Gunnar var tré- smiður af guðs náð, og smíðaði meðal annars báta. Við ræddum stundum saman vandamál kirkju okkar, meðan hann var önnum kaf- inn við bátasmíði. Þessi íþrótt hans átti eftir að nýtast kirkjunni á Austurlandi svo að eftir væri tekið. Það var löngu eftir að ég hafði kvatt söfnuðinn. Hvernig mátti slíkt ske? Eitt af afreks- verkum okkar ungu prestanna, sem sátum á miðjum fjörðum, var að koma upp sumarbúðum á Eið- um, sem reknar voru við miklar vinsældir í barnaskólanum á staðnum, og var Eiðaprestur e.k. fjármálastjóri starfsins. En það var meining okkar, að sumarbúð- irnar fengju sér fast aðsetur við Eiðavatn. Umræður við rétta land- eigendur gengu treglega, og varð úr þessu margra ára reipdráttur. Á þessum árum blönduðu sýslu- menn sér gjarnan í menningarmál héraða sinna. Slíkt er ekki lengur hægt. Eftir langan reipdrátt kom trúaður sýslumaður á Seyðisfjörð, Sigurður Helgason, og tók traust- um höndum á þessu máli svo að kirkjan á Austurlandi eignaðist sína miðstöð við Eiðavatn. Ég kann ekki að segja söguna í ein- stökum atriðum, en á vissu stigi málsins, þegar ljóst var hverskon- ar hús skyldi reisa þarna á staðn- um, þá tók safnaðarfulltrúi Esk- firðinga sig til, en það var Gunnar Auðbergsson, og smíðaði allt húsið í flekum, sem hann síðan geymdi heima hjá sér, þar sem grípa mátti til þeirra þegar við lá. Þetta sögðu mér prestar sem voru vitni að þessu. Slíkt og annað eins gerist aldrei nema bak við liggi djúp trúarsannfæring og elska til kirkju sinnar. Þessi saga má aldrei gleymast. Það var mikið lán fyrir mig að kynnast Gunnari, hjartahreinum og góðum manni, þegar ég kom til prestsstarfa í ókunnum söfnuði í fjarlægum landshluta. Drottinn hefur því svo til hagað, að vinátta okkar og samstarf spanna yfir 100 prósent af mínu sóknarprests- starfi. Þeim mun dýrmætari er minning hans í huga mér, og ég get varla hugsað þá hugsun til enda, hvílík ógæfa það hefði verið, ef kirkjan á Austurlandi hefði misst af starfskröftum hans. Blessuð sé minning Gunnars Auðbergssonar. Kolbeinn Þorleifsson, prestur. GUNNAR KRISTINN AUÐBERGSSON Mig langar í nokkr- um orðum að minnast hennar Dóru. Ég kynntist Dóru þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 20 árum. En þá kynntist ég tengdamömmu minni henni Rikku en hún var ekki sú eina sem ég kynntist því með því að fá hana sem tengdamömmu má segja að ég hafi fengið aðra í kaupbæti, systur hennar hana Dóru. Hún var ein af þessum kon- um sem var alltaf gott að vera ná- lægt, ávallt var stutt í hláturinn, DÓRA G. SVAVARSDÓTTIR ✝ Dóra GuðríðurSvavarsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 12. maí 1942 og ólst þar upp. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 3. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 7. febr- úar. brosið og húmorinn, manni leið einfaldlega svo vel í kringum hana. Hún var barna- gæla af guðs náð og það að hún vann inn- an um börn til fjölda ára gaf henni mikið. Dóra var næstelst af sex systrum og er samband þeirra systr- anna alveg einstakt. Mikil sorg og söknuð- ur fylgir því nú þegar hún Dóra er farin en það er huggun í sorg- inni að það eru til svo margar góðar minningar um hana sem munu ylja okkur öllum. Elsku Dóri, Kaja, Ævar, Haf- þór, Sigga, barnabörn og barna- barnabarn og aðrir aðstandendur, það voru forréttindi að fá að kynn- ast svona frábærri konu. Minn- ingin um hana mun lifa í hjörtum okkar allra. Mína dýpstu samúð. Unnur Sigmarsdóttir og fjölsk. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.