Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 51

Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 51
stætt og sundrandi. Markaðurinn er stöðugt að segja okkur að við séum ekki nógu góð af því okkur vanti þetta og þetta og þetta. Og svo þeg- ar þeim löngunum er fullnægt vant- ar okkur (samkvæmt markaðnum) eitthvað enn annað. Við búum í stöð- ugri vöntun og „fixið“ er „skyndi- lausn“ (instant gratification) mark- aðarins. Þessa viðleitni kýs ég að kalla „skyndisma“(instantismi). Það er að þarfir okkar og langanir séu best uppfylltar með „skyndi“lausn. Sjúkdómur sé best höndlaður og haldið niðri með „skyndi“lausn pill- unnar og að markaðurinn sé í heil- brigðiskerfinu líkt og öðru best til þess fallinn að laga okkar veikindi og vanlíðan með „skyndisma“. Þetta þýðir það að gróðasjónarmiðin laga sig að þörfum og löngunum ein- staklinga í heilbrigðiskerfinu og í sumum tilfellum skapa þörfina með gróðann að leiðarljósi. Lyfjafyr- irtækin hljóta að græða mest á því að sem flestir séu greindir með sjúk- dóm og þurfi lyf. Að stikunni (DSM- ICD) (Mynd A) sé ýtt æ fjær ójafn- væginu (dis-ease) í átt að jafnvæginu (ease). Að feimni sé flokkuð sem sjúkdómur og æ fleiri áður „eðlileg“ heilkenni tilverunnar séu sjúkdóms- greind í samfélagi sem er í ójafn- vægi. Þetta er eðli sjúkdóms- væðingar og markaðsaflanna í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að í heilbrigðiskerfinu ráðum við sem neytendur ekki fyllilega hvers við neytum. Ákvarðanir hvað okkur sé fyrir bestu eru teknar af þeim sem til þess hafa þekkingu og huglæg greiningarkerfi til þess að ákvarða um það sem amar að okkur og okkur sé fyrir bestu. En er þekking þessi algild og alrétt eða geta ekki aðrir þættir en vellíðan neytandans haft áhrif á það hvernig valdi greinanda „vandans“ er beitt, s.s. fjármagn? Fyrir skemmstu var hermt eftir geðlækni í þessu blaði að sennilega þjáðust tugir prósenta Íslendinga af geðhvörfum II (áætlað 2 tugir = 56.000 >) og nauðsynlegt væri að greina vandann og höndla hann með lyfjum læknifræðilega módelsins svo fólki liði betur. (Læknirinn tók jafn- framt fram að hann væri með prívat stofu úti í bæ og árangurinn af með- ferinni væri mjög góður eða 80- 90%). Þetta þykir mér skýrt dæmi um sjúkdómsvæðingu og velti ég í framhaldi fyrir mér í ljósi þessa hvort stikan (DSM-ICD) sé ekki kominn það ofarlega á kvarðann að minna sé eftir að heilbrigði en veik- indindum í landsmönnum. Væri þá ekki eðlilegast fyrir heilbrigð- isstarfsfólk og heilbrigðiskerfið í heild sinni að standa þá loks undir merkingarfræði forskeytisins og greina heilbrigði í einstaklingi frek- ar en sjúkdóm þar sem minna virðist eftir af því hvort eð er? Möguleiki væri líka á að hanna eina „instant gratification“ pillu fyrir alla sem innihéldi blöndu af vítamínum, geð- lyfjum og öllum efnunum sem við virðumst þurfa við lífinu. Væri hægt að tala um lífs-pilluna sem allir tækju að morgni. Staðreyndin sem virðist vera horft framhjá er einfald- lega sú að ef við ætlum að búa í kapi- talísku, ný-frjálshyggju-, markaðs- drifnu samfélagi verðum við e.t.v. að sætta okkur við að ein af aukaverk- unum þess virðist vera slæmt heilsu- farsástand. Auk þess er það morg- unljóst að fyrir markaðinn er meira upp úr veikindum að hafa en heilli brá. Niðurlag Hvað er að þegar ekkert er að en samt er ekki allt í lagi? Hvernig eig- um við sem þjóð að snúa basli okkar með eigin líðan, sjúkdóma, heilbrigði og hver á að greiða fyrir heilsubresti samborgara okkar? Er það heilla- vænlegt að ríkisvaldið standi í varn- arbaráttu forvarna og eflingu heil- brigðis á sama tíma og markaðurinn græðir sem mest á ójafnvægi og skilgreindu sjúkdómavali „heilbrigð- is“stéttanna til handa okkur lýðn- um? Þar sem kraftar eflingar- og varnarafla forsjárinnar mega sín lít- ils gegn sterkum upphandleggs- vöðva hins frjálsa markaðar sem fal- ar allt sem falt er. Svarið er margþætt og liggur að hluta til í réttfærslu þeirrar ranghugmyndar að meira sé betra og verði aldrei nóg. Á sama hátt og Daniel Ka- hneman talaði um að svo hamingja mætti fylgja hagvexti verður heilsa að fylgja eins miklum jöfnuði og mögulegt er. Af meiði John’s Locke verður að reyna feta milliveg ein- staklingsfrelsis og samhyggju, sem oft hefur verið titluð þriðja leiðin í pólitískri hugmyndafræði. Hin fé- lagslegi- og hagfræðilegi rammi or- saka verður að fá að liggja á þeim millivegi svo heilbrigði verði há- markað með lágmarkskostnaði því heilbrigðiskerfið á að hafa það út- ópíska markmið að eyða sjálfu sér en ekki vera enn einn kart- öflugarður kapítalismans. Höfundur er tímabundinn ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í Genf. 6 J-@@ K-@@ 6B'6 ? 6  %L*> .M SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 51 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Hrafnhildur Haraldsdóttir s: 869 8150 Netfang: hrafnhildurh@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Heimilisfang: Efstasund 65 Stærð eignar: 94 fm Brunabótamat: 9,4 millj. Byggingarár: 1946 Áhvílandi: 8,9 millj. Verð: 12,2 millj. 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýl- ishúsi. Plastparket á öllum herbergjum, stofu og holi, eldhús með dúk á gólfi. Sérþvottahús. Skjólveggur og hellu- lögð stétt utan við útidyr, gróinn garð- ur. Frábær staðsetning. Hrafnhildur Haraldsdóttir sölufulltrúi Re/max tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16. OPIÐ HÚS - Efstasund 65 Glæsilegt 320 fm einbýli með tvöföldum innbyggðum bílskúr. Frábær hönnun. Á neðri hæð er 60 fm bílskúr, tvö svefnher- bergi, wc og fjölskylduherbergi (möguleiki á aukaíbúð). Uppi eru þrjú stór svefnher- bergi, stofa, eldhús, borðstofa og tvennar stórar svalir. Upplýsingar á skrifstofu. Nýbyggingar Ennishvarf - Elliðavatn Glæsilegar 3ja herbergja 117 fm. neðri sérhæðir á góðum stað í Grafarholti. Íbúðirnar eru tilbúnar án gólfefna. Vand- aður frágangur og skemmtileg hönnun. Sjón er sögu ríkari. Verð 17,9 millj, Grænlandsleið - Grafarholt Kirkjustétt - Grafarholti Höfum fengið í sölu stórglæsileg tvíbýl- ishús í Grafarholti. Staðsetning og útlit er sérlega skemmtilegt. Íbúðin er um 170 fm auk 32 fm. bílskúrs sem er inni- byggður. Möguleiki er á 32 fm glerskála við efri hæð. Húsin afhendast tilbúin til innréttinga eða fullbúin án gólfefna. Minni íbúðin er 83 fm. Teikningar og allar nánari uppl á skrifstofu. Grænlandsleið - Grafarholt Einbýlishús, 203,6 fm, á tveimur hæðum ásamt 35,3 fm bílskúr, samtals 238,9 fm. Húsið afhendist fokhelt að innan og fullbú- ið að utan, steinað. Hægt er að kaupa óm- úrað. Bílskúr er innbyggður. GLÆSILEGT HÚS Í SUÐURHLUTA GRAFARHOLTS. STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU. Verð 20,9 millj. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Stórglæsileg 106,4 fm íbúð á 1. hæð með hellulagðri verönd og sérgarði í glæsilegu viðhaldsfríu lyftuhúsi í Mánatúninu. Glæsilegt eldhús með fallegri innréttingu úr hlyn, gashelluborð. Björt og rúmgóð stofa, útgangur út á sérhellulagða verönd. Stálofnar eru í íbúðinni. Tvö svefnherbergi með parketi og skápum. Þvottahús innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Þetta er 1. flokks íbúð á frábærum stað. Verð 17,7 millj. Magnús og Þórhildur taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl 16-18. MÁNATÚN 4 Opið hús í dag frá kl. 16-18 www.101skuggi.is Sími 588-9090Sími 530-1500 Glæsilegar fullbúnar íbúðir verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr. Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga - hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Gerið samanburð á gæðum og verði við aðrar eignir á svæðinu. 2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni Íbúðir til afhendingar í september 2004 Verðdæmi: 69 m2 2 herb. 14,6 m kr. 73 m2 2 herb. 17,2 m kr. 95 m2 3 herb. 19,9 m kr. 102 m2 3 herb. 21,7 m kr. 117 m2 3 herb. 24,5 m kr. 123 m2 3 herb. 24,6 m kr. Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.