Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 16

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 16
16 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG KALLA búðina Sægreifann, sumum þótti þetta skrýtið nafn en ég gengst fúslega við því,“ segir Kjartan Halldórsson fisksali í Ver- búð 8 við Geirsgötu í Reykjavík. Kjartan hefur rekið verslunin í á annað ár og býður upp á ýmsar fiskafurðir. Hann sækir fiskinn gjarnan á fiskmarkaðinn við höfnina. „Ég veit nú ekki hvað er vinsælast, en ég er með skötusel, saltfisk og ferska ýsu, og svo reyki ég fisk sjálfur. Fólki virðist líka það vel – það kemur gjarnan aftur. Ég er að fara að láta veiða ál fyrir mig. Ég er mikill áhugamaður um álaveiði, enda fæddur í Meðallandinu þar sem var mikið um ál, svo ekki sé minnst á sjóbirtinginn. Það eru 200 ála- gildrur á leiðinni til mín frá Kína. Ég hef samið við bændur um að veiða og svo kaupi ég álinn af þeim.“ Þótt Kjartan hafi ekki staðið lengi í versl- unarrekstri hefur hann langa reynslu af fiski og eldamennsku, var árum saman matsveinn á bátum og torgurum. „Og fyrir löngu kokkaði ég í íslenska sjóhernum,“ segir hann. Ljósmyndaranum þótti Sægreifinn heim- ilsleg fiskbúð, en Kjartan býður viðskiptavinum oft upp á drykk. „Já, þetta er heimilislegt. Það er gott að geta boðið gestum upp á snafs – en bara þeim sem ekki eru á bíl!“ Morgunblaðið/Sverrir Veitingar: Í Sægreifanum er seldur reyktur fiskur og kaupendum gjarnan boðið upp á drykk.  STARFIÐ | Fisksali Saltfiskur, selspik og snafs fyrir kúnnann VOR, OG lífið er fullt af andstæðum. Þetta er þessi óvissi tími; einn daginn er vetur og brimið lemur á land- inu, en svo birtir skyndilega upp og andvarinn lofar sumri. Fólk veit ekki hvernig á að klæða sig, það er ým- ist of eða van, en handan við helgina biður aprílmán- uður, sem T.S. Eliot sagði grimmastan mánaða, en Íslend- ingar tengja frekar við formlega sum- arbyrjun. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/RAX Hressingarganga: Það var heldur rólegra í Mosfellsbænum, þar sem menn voru á röltinu. Morgunblaðið/RAX Brimgnýr: Við Dyrhólaey lemur brimið á landinu og þunginn mikill, enda ekkert nema öldur suður eftir öllu Atlantshafi. Rispur Morgunblaðið/Ásdís Rólegheit: Það er notalegt í sólarglennunni. Átök: Við Langholtsskóla átti stúlkan fullt í fangi með að hemja hvolpinn Tuma. Sægreifinn: Kjartan Halldórsson dregur óvenjulega auglýsingu út á götu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.