Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG KALLA búðina Sægreifann, sumum þótti þetta skrýtið nafn en ég gengst fúslega við því,“ segir Kjartan Halldórsson fisksali í Ver- búð 8 við Geirsgötu í Reykjavík. Kjartan hefur rekið verslunin í á annað ár og býður upp á ýmsar fiskafurðir. Hann sækir fiskinn gjarnan á fiskmarkaðinn við höfnina. „Ég veit nú ekki hvað er vinsælast, en ég er með skötusel, saltfisk og ferska ýsu, og svo reyki ég fisk sjálfur. Fólki virðist líka það vel – það kemur gjarnan aftur. Ég er að fara að láta veiða ál fyrir mig. Ég er mikill áhugamaður um álaveiði, enda fæddur í Meðallandinu þar sem var mikið um ál, svo ekki sé minnst á sjóbirtinginn. Það eru 200 ála- gildrur á leiðinni til mín frá Kína. Ég hef samið við bændur um að veiða og svo kaupi ég álinn af þeim.“ Þótt Kjartan hafi ekki staðið lengi í versl- unarrekstri hefur hann langa reynslu af fiski og eldamennsku, var árum saman matsveinn á bátum og torgurum. „Og fyrir löngu kokkaði ég í íslenska sjóhernum,“ segir hann. Ljósmyndaranum þótti Sægreifinn heim- ilsleg fiskbúð, en Kjartan býður viðskiptavinum oft upp á drykk. „Já, þetta er heimilislegt. Það er gott að geta boðið gestum upp á snafs – en bara þeim sem ekki eru á bíl!“ Morgunblaðið/Sverrir Veitingar: Í Sægreifanum er seldur reyktur fiskur og kaupendum gjarnan boðið upp á drykk.  STARFIÐ | Fisksali Saltfiskur, selspik og snafs fyrir kúnnann VOR, OG lífið er fullt af andstæðum. Þetta er þessi óvissi tími; einn daginn er vetur og brimið lemur á land- inu, en svo birtir skyndilega upp og andvarinn lofar sumri. Fólk veit ekki hvernig á að klæða sig, það er ým- ist of eða van, en handan við helgina biður aprílmán- uður, sem T.S. Eliot sagði grimmastan mánaða, en Íslend- ingar tengja frekar við formlega sum- arbyrjun. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/RAX Hressingarganga: Það var heldur rólegra í Mosfellsbænum, þar sem menn voru á röltinu. Morgunblaðið/RAX Brimgnýr: Við Dyrhólaey lemur brimið á landinu og þunginn mikill, enda ekkert nema öldur suður eftir öllu Atlantshafi. Rispur Morgunblaðið/Ásdís Rólegheit: Það er notalegt í sólarglennunni. Átök: Við Langholtsskóla átti stúlkan fullt í fangi með að hemja hvolpinn Tuma. Sægreifinn: Kjartan Halldórsson dregur óvenjulega auglýsingu út á götu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.