Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 35 Verðlaunagripurinn sjálfur var hannaður og smíðaður af Leifi Kaldal gullsmið og átti hann að vísa til gömlu íslensku grút- arlampanna sem báru birtu inn í myrkur skammdegisins. Í tilefni þessara tímamóta hef- ur Leikminjasafn Íslands opnað sérstakt vefsvæði með minning- arsíðu um Silfurlampann. Þar er skrá og myndir af öllum Lampa- þegunum. Slóðin er www.leik- minjasafn.is. FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá því Félag íslenskra leikdómenda var stofnað. Um leið var ákveðið að efna til sérstakra verðlauna fyrir besta leik undangengins leikárs. Þessi verðlaun nefndust Silfurlampinn og var hann veitt- ur alls nítján sinnum á árunum 1954 til 1973. Hann var fyrsta viðurkenningin sem veitt var reglubundið fyrir afrek á ís- lensku sviði og þótti almennt lofsvert framtak, bæði meðal leikhúsfólks og almennings. Sam- bærilegar verðlaunaveitingar höfðu ekki tíðkast áður hér á landi og hlýtur Lampinn því að teljast fyrstu íslensku menning- arverðlaunin. Hann var lagður niður árið 1973 þegar leikari sá, sem átti að hljóta hann það ár, afþakkaði hann. Hálf öld frá upp- hafi Silfurlampans Sigurður Grímsson, formaður Félags íslenskra leikdómenda, afhendir Haraldi Björnssyni fyrsta Silfurlampann fyrir réttum fimmtíu árum. Þorlákskirkja, Þorlákshöfn Lista- konan Æja opnar sýninguna Bikar lífsins í forsal kirkjunnar. Meg- inþema sýningarinnar er tengt páskahátíðinni og í sýningarskrá birtist ljóð sem er tengt þessu þema. Á Íslandi eru víða til verk eftir Æju, t.d. er altaristafla Fitjakirkju í Skorradal eftir listakonuna. Sýningin stendur til 28. apríl. Í DAG Listaháskóli Íslands, Laug- arnesvegi 91, kl. 12.30 Bryndís Snæbjörnsdóttir myndlistarmaður fjallar um eigin verk. Bryndís er prófessor við Valand-listaháskólann í Gautaborg en býr í Englandi. Hún kenndi áður við Glasgow School of Art í Skotlandi. Bryndís vinnur með blandaða tækni og vinnur verk sín gjarna í samvinnu við Mark Wilson, sambýlismann sinn. Verkin fjalla um tengsl mannsins við umhverfið og nota þau oft dyr til að draga fram ákveðna þætti í þessum tengslum. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Bryndísar og Marks í Spike Island í Bristol. Bryndís er gestakennari við LHÍ. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.