Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 140. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Michael Moore og Fahrenheit 9/11 Hæðist að liðstyrknum sem Banda- ríkjamenn og Bretar fengu | 10 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Margrét Jónsdóttir  Feðgarnir Lemarquis  Konur í golfi  Baðfatatíska  Körtukappakstur Atvinna | Fjölskyldu- væn og sveigjanleg fyrirtæki  Eldra starfsfólk  Gátari 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 FIMM menn, hið minnsta, týndu lífi í sprengju- tilræði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun. Þá viðurkenndi talsmaður Bandaríkjahers að fjór- ar eða sex konur hefðu týnt lífi í loftárás í vest- urhluta landsins á miðvikudag sem sagt var að beinst hefði gegn erlendum skæruliðum. Sprengja sprakk við heimili eins aðstoðarmanna Samirs al-Sumaidays, innanríkisráðherra íraska framkvæmdaráðsins. Fjórir lífvarða hans og ein kona fórust í sprengingunni. Talið er að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða. Nokkrum klukkustundum áður hafði talsmaður Bandaríkjahers viðurkennt að óbreyttir borgarar kynnu að hafa fallið í loftárás í vesturhluta Íraks á miðvikudag. Hermt er að 41 Íraki hafi fallið í þeirri árás sem talsmenn Bandaríkjahers sögðu að gerð hefði verið á aðsetur erlendra skæruliða. Írakar fullyrða hins vegar að brúðkaupsveisla hafi farið þarna fram. Mark Kimmit herforingi, talsmaður Banda- ríkjahers, sagðist hafa upplýsingar um að „nokkr- ar“ konur hefðu týnt lífi í árásinni. „Það voru þarna nokkrar konur. Ég man ekki hvort þær voru fjórar eða sex sem kunna að hafa lent í bardag- anum. Vera kann að þær hafi týnt lífi af völdum kúlna sem skotið var úr flugvélunum,“ sagði hann. Hann þvertók hins vegar fyrir að hermenn hefðu „skotið konur og börn“. Fimm týna lífi í sjálfs- morðsárás Bandaríkjaher viðurkennir að „nokkrar“ konur kunni að hafa fallið í loftárás á miðvikudag „HANDRITIÐ þykir mér margslungið og afar vel sam- ið. Það virkar á svo mörgum sviðum, bæði sem kvikmynda- gerð á klassískri sögu, sem frábær afþreying en einnig sem beint innlegg í þá umræðu sem á sér stað í dag um stríðs- rekstur og samskipti ríkja heimsins,“ segir Brad Pitt meðal annars við Skarphéðin Guðmundsson, blaðamann Morgunblaðsins, í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Pitt var á kvikmyndahátíðinni í Cannes að kynna stórmyndina Tróju þar sem hann er í hlut- verki Akkilesar. Hann segir þetta vera hlut- verkið sem hann hafi beðið eftir, öll hin hlut- verkin hafi verið undirbúningur fyrir þetta eina sanna. Kvikmyndin um Tróju kostaði nálægt 200 milljónum dala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Myndin er byggð á klassísku bókmennta- verki Hómers, Ilíonskviðu. „Jafnvel þótt maður geti ekki fundið beina samsvörun í Ilíonskviðu og ástandi heimsmál- anna í dag, þá hefur sagan víðari skírskotun í mínum huga. Þetta er hinn eilífi harmleikur um stríð og frið þar sem fólkið neyðist til að taka af- stöðu og standa og falla með henni í þeirri von að ávinningurinn verði betra mannlíf. Sama á hvaða tímum við lifum þá erum við á eftir sömu ein- földu hlutunum, að geta lifað frjáls og í friði,“ segir Brad Pitt. „Hinn eilífi harmleikur um stríð og frið“ Brad Pitt Brad Pitt í samtali við Tímarit Morgunblaðsins um Tróju FELIPE, krónprins Spánar, gekk að eiga sjónvarpsfréttakonuna Letiziu Ortiz í Almu- dena-dómkirkjunni í Madríd í gær. Hellirigning var í borginni en þúsundir Spánverja og ferðamanna létu það ekkert á sig fá og stóðu við kirkjuna og göturnar sem brúðhjónin óku um. Talið er að 1,2 millj- arðar manna hafi fylgst með athöfninni sem sjónvarpað var um allan heim. Reuters Fréttakonan játaðist prinsinum 800 MILLJÓNIR manna líða hungur um þessar mundir, tveir og hálfur milljarður manna býr ekki við fullnægjandi skólpkerfi og hækkandi hitastig getur haft áhrif á lífsskilyrði stórs hluta jarðarbúa. Viðleitni til að leysa vandamál af þessum toga er oft og tíðum handahófskennd. Á ráðstefnunni Copenhagen Consensus, sem fram fer í Kaup- mannahöfn á næstu dögum, munu níu virtir hagfræðingar koma sér saman um lista yfir þær aðgerðir sem ráðast ætti í til að leysa tíu helstu vandamálin sem að heimsbyggðinni steðja. Upp- hafsmaður ráðstefnunnar er Bjørn Lomborg, forstöðumaður dönsku Umhverfismatsstofnun- arinnar, sem leggur áherslu á að forgangsraða verði vandamálum og leggja mat á kostnað og ávinn- ing af mögulegum lausnum, þar sem fjármagn og kraftar séu ekki óþrjótandi. „Það var í tengslum við um- hverfismál sem ég vakti upphaf- lega athygli á nauðsyn þess að forgangsraða verkefnum,“ segir Lomborg í samtali við Morgun- blaðið. „Ég benti á að við þyrftum að forgangsraða því hvernig við vildum verja kröftum okkar og fé, því við gætum ekki leyst öll umhverfisvandamál á einu bretti. Það er nauðsynlegt að gera greinarmun á þeim vandamálum sem eru mest aðkallandi og þeim sem minni ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það getur reynst flókið, því við höfum tilhneigingu til að beina athygli okkar aðal- lega að þeim málum sem hafa verið blásin upp með drama- tískum hætti í fjölmiðlum og þrýstihópar hafa haft hæst um. En það er ekki endilega besta leiðin til að meta hvað á að hafa forgang.“ Lomborg bendir máli sínu til stuðnings á að afleiðingar salmonellu hafi verið mun alvar- legri en kúariðu, en þó hafi miklu meira verið lagt í rannsóknir og baráttu gegn síðarnefnda sjúk- dómnum. Hann segir að það sé göfug hugsjón að vilja leysa öll vanda- mál heimsins í einu í stað þess að forgangsraða, en það sé ekki ger- legt. Tekið verði á vanda- málum eftir forgangsröð Hagfræðingar hittast til að fjalla um alvarlegustu vandamál samtímans  Leitað lausna/20  Reykjavíkurbréf/36 MIKIÐ framboð er á notuðum bílum með ríf- legum afslætti um þessar mundir og keppast bílaumboðin og bílasölur um að auglýsa bíla á niðursettu verði. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við segja að það stafi af góðri sölu á nýjum bílum að undanförnu og þeirri stað- reynd að æ fleiri einstaklingar velji að flytja inn nýja og notaða bíla milliliðalaust frá Evr- ópu og Bandaríkjunum með aðstoð Netsins. Hilmar Hólmgeirsson, framkvæmdastjóri bílasölunnar Bíll.is, segir að 25% afsláttur sé veittur af völdum bílum undir einni milljón króna og 10% af bílum á verðbilinu 1.500.000–3.000.000. Þannig seljist bíll sem áður kostaði 600 þúsund á 450 þúsund í dag, svo dæmi sé tekið. Notaðir bílar upp í notaða Dagur Jónasson, sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota-umboðinu, segir lager fyrirtæk- isins stóran eftir veturinn, nú sem endranær og Toyota taki sem dæmi mikið af bíla- leigubílum í sölu. Veittur afsláttur af not- uðum bílum er 2–500 þúsund krónur, að sögn Dags, eða allt að 20% af virði bílsins. Þá séu jeppar auglýstir með allt að 600 þúsund króna afslætti. Um það bil 100 notaðir bílar hafi selst í vikunni hjá Toyota. Hjálmar Jóhannsson, sölustjóri notaðra bíla hjá Brimborg, segir mikið framboð af notuðum bílum ráðast af mikilli sölu af nýj- um bílum að undanförnu. „Lagerinn hjá okkur er stór núna miðað við það sem verið hefur áður.“ Að sögn Hjálmars eru notaðir bílar teknir upp í aðra notaða bíla hjá umboðinu. Sex prósent afsláttur sé veittur af raunvirði bíls- ins og síðan sé veittur sérstakur afsláttur af völdum bílum á sérstökum tilboðsdögum. Fjölmörg fleiri bílaumboð og bílasölur hafa auglýst bíla með afslætti að und- anförnu. Notaðir bílar með ríflegum afslætti ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.