Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ruth Vita Gunn-laugsson fæddist á Amager í Kaup- mannahöfn 6. febr- úar 1924. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi 16. maí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sofus og Sigrid Hansen frá Kaupmannahöfn. Ruth var önnur í röð fjögurra barna þeirra. Hin eru: Greta (látin), Jytte og Bent. Hinn 8. febrúar 1947 giftist Ruth Vita Guðmundi Halldóri Gunnlaugssyni, d. 1. júlí 2000. Ruth og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Soffía, gift Þorfinni Finnlaugs- syni. Börn Soffíu eru: Kristín, Guð- mundur Pétur, Her- mann Þór, Guðný Ruth og Einar Árni. 2) Gunnlaugur Karl, kvæntur Agnesi Agnarsdóttur. Börn þeirra eru: Fanney, Guðmundur Davíð og Júlíus Geirmund- ur. 3) Guðmundur Ingvi, maki hans er Dagný Hafsteins- dóttir. Dóttir Ingva er Anna Rut. Ruth Vita og Guðmundur bjuggu lengst af á Móavegi 11 í Ytri-Njarðvík. Útför Ruthar fór fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju 22. maí. Jeg dør en lille smule for hvert sekund, der går. Jeg bærer døden med mig igennem livets år. En nat måske en mild og blid, så mild af regn og tø så skal jeg gå bort i mørket og holde op med at dø. (Höf. ók.) Altid var de travle, disse hænder. Altid virked́de til anders gavn. Aldrig undte de sig ro og hvile, du med ære bar dit modernavn. Men en dag blev dine hænder stille, og for sidste gang de folded blev. Ah, hvor var de smukke, dine hænder, livet selv sit mærke på dem skrev. (Höf. ók.) Elsku litla mamma mín. Megi Guð gefa þér góða nótt. Þín dóttir, Fía. Í dag kveðjum við ömmu okkar, Ruth Vitu, eða Vitu ömmu eins og hún var alltaf kölluð af afkom- endum hennar. Minningarnar frá ömmu og afa á Móavegi 11 í Njarðvík eru ófáar. Þau tvö voru hornsteinninn í lífi okkar. Hvort sem við vorum að kíkja í heimsókn eftir skólann eða í purusteik á sunnudegi, alltaf tóku þau vel á móti okkur með bros á vör. Móa- vegurinn var í raun okkar heimili. Þar voru dyrnar alltaf opnar og aldrei var það vandamál að biðja þau um aðstoð, hvort sem það var að fá eitthvað að drekka og spila með þeim eða biðja hann afa um að skutla okkar eitthvert. Á yngri árum fórum við oft til ömmu, hún hitaði te og færði okkur smur- brauð. Við spiluðum mikið saman yatzý, ýmis spil og einnig var púsl- að oft heima hjá ömmu. Amma var alltaf reiðubúin að gera hvað sem var fyrir okkur og núna er hún farin til afa. Það haustaði skyndi- lega í fjölskyldunni okkar þegar Guðmundur afi varð bráðkvaddur sumarið 2000. Það breyttist svo margt hjá okkur en mest hjá ömmu, hún treysti svo mikið á afa og nú var hann farinn. Á síðast- liðnum árum hefur hún elsku amma okkar gefið okkur svo mikla ást. Hún er hetjan okkar, hún neitaði að gefast upp þrátt fyrir mikil veikindi. Það er mjög lýsandi fyrir hennar karakter hvað hún var alltaf að hugsa um aðra fyrst. Frá Móaveginum flutti amma til mömmu og bjó hún þar síðastliðin fjögur ár. Þessi ár hafa verið okk- ur kær, Adam sonur okkar fór oft einn í heimsókn til langömmu sinnar og var oft inni hjá henni að spjalla og spila. Hann hafði mikinn áhuga á að vera hjá henni og gisti oft hjá þeim. Þar var mikið spjall- að um áhugamálin hans og æskuna hennar. Hann hafði mjög gaman af að skoða allar fjölskyldumyndirnar sem hún var með á veggnum og einnig dúkkusafnið stóra, allar 162 dúkkurnar frá öllum heimshornum sem hún safnaði alla sína ævi og geymdi í glerskápnum sínum. Hann tók því mjög nærri sér þeg- ar hún kvaddi okkur sl. sunnudag og hann á eftir að sakna hennar mikið. Þar sem við vorum mikið hjá ömmu á Landspítalanum síð- ustu vikurnar vil ég færa starfs- fólkinu á lungnadeildinni sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju í garð ömmu. Síðustu dag- arnir voru mjög erfiðir en ég veit að henni líður betur núna. Það var svo sárt að sjá hana fara frá okk- ur. Ég hvíslaði í eyrað á henni „I love you“ og hún svaraði eins og ávallt „I love you too“. Amma, við elskum þig svo heitt og við vitum að þú ert núna í góðum höndum hjá Guði. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og takk fyrir alla ástina í gegnum árin, við munum alltaf elska þig, amma. Pétur Bauer, Sædís og Adam. Elsku amma mín, núna ertu far- in frá okkur eftir langa og erfiða baráttu við veikindi þín. Það eina sem við getum vonað er að núna líði þér betur og sért komin til afa. Við tvær vorum alltaf mjög nánar og í rauninni þekktir þú mig betur en nokkur annar. Ég þurfti yf- irleitt ekki að segja þér hvernig mér leið eða hvað ég væri að hugsa því að þú vissir það alltaf. Þú passaðir mig daglega frá þriggja mánaða aldri, þannig að þú áttir heilmikið í mér eins og þú sagðir líka svo oft sjálf. Heimili þitt og afa á Móavegi var alltaf einn af mínum uppáhaldsstöðum og mér fannst fátt betra en að vera hjá ykkur. Þaðan á ég líka margar af mínum bestu æsku- minningum. Ég og þú að leika okkur með dúkkurnar þínar, spila saman í tölvunni, borða saman í kaffitímanum úti í garði, hjálpast að við að strekkja dúka, spila við afa, fara í bingó og svo ótal margt fleira. Þú varst alltaf svo hress og kát og svo góð við alla, þú gerðir allt fyrir fjölskylduna og á þínu heimili fékk maður alltaf væntum- þykju og umönnun og þar var allt- af passað upp á að það væri til eitthvað gott til að bjóða gestum. Þú hafðir alltaf svo óbilandi trú á mér og í þínum huga var ég alltaf svo æðisleg og mikið uppáhald. Enda sagðir þú mér það reglulega og minntir hann Danna minn á hvað hann væri heppinn að eiga mig. En í rauninni var það ég sem var heppin að eiga þig og ég vona bara að ég hafi lært eitthvað af þér og að ég verði einhvern tím- ann svona yndisleg við mín börn og barnabörn. Elsku amma mín, ég sakna þín meira en orð fá lýst, en ég er bara þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það gæti enginn hugsað sér betri ömmu. Ég elska þig. Guð gefi þér góða nótt, amma mín. Anna Rut Ingvadóttir. RUTH VITA GUNNLAUGSSON einstakur dýravinur. Henni var ein- faldlega einstaklega umhugað um alla þá – hvort heldur um var að ræða menn eða dýr – sem minna mega sín. Amma átti m.a. hest, ketti, hamstra og fugla. Einum hamstrin- um leyfði hún stöku sinnum að lúra í sloppvasa sínum þegar hún var við störf á hárgreiðslustofu sinni. Mér skilst að kvenkyns viðskiptamenn stofunnar hafi stöku sinnum látið í sér heyra þegar hamsturinn rak trýnið upp úr vasa ömmu. Páfagauk- ana sína og Súsönnu, dótturdóttur sinnar, ræddi hún við á máli sem þeir virtust skilja og umhyggja ömmu og afa fyrir smáfuglunum var einstök. Ekkert var of gott fyrir blessaða smáfuglana á köldum vetrardögum; þau muldu ofan í þá brauð, epli, kjöt- afganga og mör – mörinn til að halda á þeim hita. Amma var sterkur persónuleiki og traust sem klettur fyrir okkur sem til hennar leituðum. Það karakter- einkenni eiga þau afi sameiginlegt – enda hafa þau saman staðið storma lífsins í 43 ár og verið okkur börn- unum skjól. Hlýja ömmu og vænt- umþykja munu alltaf verma mig, og að leiðarlokum er þakklætið mér efst í huga. Við Sigurður og dætur okkar þökkum ömmu innilega samfylgdina og biðjum Guð að geyma sál hennar í landi ljóss og friðar. Megi Guð styrkja afa í sorginni – og okkur öll. Björg Rúnarsdóttir. Nú er hún amma Lúlla dáin. Þótt hún hafi verið á níræðisaldri kom það samt á óvart að hún færi núna. Ég var alls ekki viðbúin því og átti eftir að sýna henni nýja hvolpinn minn hann Tangó og svo er ég að fara að eignast barn á næstu dögum og ég hefði svo sannarlega viljað að ég hefði getað sýnt ömmu litla barn- ið mitt. En þannig verður það víst ekki. Ég er eiginlega nýbúin að upp- götva það að við amma áttum mjög margt sameignlegt og ég hef erft fleiri eiginleika frá henni en ég gerði mér grein fyrir. Til dæmis hef ég fengið tónlistahæfileikana frá henni sem og óforbetranlega dýradellu. Þegar ég var 4 ára passaði amma mig á daginn á Hringbrautinni í Keflavík. Við dúlluðum okkur saman þangað til mamma eða pabbi komu að sækja mig. Þá var oft gaman og ég man að við sátum oft löngum stundum inni í stofu og hlustuðum á músik í græjunum hennar ömmu. Hún átti fullt af LP-plötum sem mér fannst gaman að hlusta á eins og til dæmis „soundtrack“ úr Star-Wars sem mér fannst rosalega flott músik og bað oft um að fá að hlusta á. Ég hef verið með óforbetranlega hestadellu svo lengi sem ég man eft- ir mér og við amma gátum rætt um hesta fram og til baka. Hún sagði mér frá hesti sem hún átti þegar hún var ung sem og fleiri dýrum sem hún hafði átt. Mér fannst alltaf gaman að heyra dýrasögur. Amma elskaði fugla og átti marga páfagauka sem hún fór með eins og dýrustu djásn og það var gaman að fylgjast með henni tala við þá og láta þá leika alls konar kúnstir. Svo kyssti hún þá endalaust á bringuna og gogginn. Amma saum- aði líka handa mér hunda- og hesta- myndir til að hafa í herberginu mínu. Þessar myndir geymi ég ennþá og varðveiti. Á jólunum í fyrra kom ég í heim- sókn til ömmu og Adda afa á Hrafn- istu og þá smygluðum við Snoopy hundinum mínum inn til þeirra svo amma gæti fengið að kjassa hann og sjá hann með jólasveinahúfu. Þetta elskaði amma alveg. Snoopy minn dó í september í fyrra og ég veit að hann tekur nú á móti ömmu með fagnaðarlátum og kannski með jóla- sveinahúfu. Eitt er víst að ef dýr fara til himna þá á amma marga vini þar sem munu taka á móti henni. Ég veit að ömmu líður vel núna, hún er komin heim. Ég vildi samt óska þess að ég hefði getað fengið meiri tíma með henni og fengið að kynnast henni mun betur sem per- sónu, en ekki bara sem ömmu. Ég mun segja ófæddu barni mínu frá ömmu og halda minningu hennar lif- andi. Ég votta Adda afa, pabba, Lúðvík og Soffíu mína innilegustu samúð og bið góðan guð að veita þeim styrk. Einnig votta ég öllum barnabörnun- um samúð mína og óska þess að við getum haldið hópinn betur í framtíð- inni en við höfum gert hingað til. Það hefði glatt ömmu ósegjanlega, því hún hefur alltaf borið hag okkar fyr- ir brjósti. Sonardóttir Elfa Björk Rúnarsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Erfitt er að lýsa söknuðinum í hjarta mínu við fráfall þitt. Allar minningarnar um stundir okkar saman eru mér enn dýrmætari í dag en áður og ég þakka fyrir að hafa getað haft þig og kynnst þér. Þú gafst mér svo mikið og varst mér svo margt. Hjá þér fann ég öryggi, ást, félagsskap og mikilvæga visku. Þú varst alltaf svo þolinmóð sama hvað á bjátaði. Stóðst alltaf með litla manninum þó svo að það hafi kostað sitt í sumum tilfellum. Þú gast ekki horft upp á óréttlæti í garð neins án þess að taka til þinna ráða. Þú sagðir alltaf meiningu þína og skoðun í fyllstu hreinskilni. Alltaf var stutt í glensið hjá þér, hnyttin svör og þú gast gert grín að ólíklegustu hlutum. Að fá að alast upp lítil hjá ykkur afa á Hringbrautinni tengdi mig svo miklum tilfinningaböndum við ykkur að þegar ég flutti til útlanda ásamt mömmu þriggja ára gömul var það ávallt heitasta ósk barnssálarinnar að komast aftur heim til Íslands til þín og afa. Þið komuð reglulega út að heimsækja okkur og voru allar þær stundir nýttar. Þegar við fluttum al- komnar heim 1983 hét ég sjálfri mér því að að bæta okkur upp þau ár sem við hittust lítið og við það stóð ég. Ég hugsa og að þú hafir haft það sama í huga. Ef ég lét ekki í mér heyra í þrjá daga hringdir þú til að athuga hvort „menn væru á lífi“. Við áttum svo margt sameiginlegt. Ekki bara afmælisdaginn. Báðar vorum við forfallnir dýravinir, ekki sízt fuglavinir. Öll dýr hændust að þér, enda ekki annað hægt því mann- gæska þín var ólýsanleg. Við áttum ófá samtöl um dýr og misstum aldrei af dýralífsþáttum. Þú varst mjög stríðin og ein uppáhalds tómstunda- iðja okkar var að stríða afa með pólí- tískum skoðunum okkar. Við hætt- um ekki fyrr en afi var orðinn reiður. Nú á seinni árum var afi farinn að skilja stríðni okkar og varla hægt að fá hann til að skipta um skap. Síðasta umræða okkar var um fjölmiðla- frumvarpið, þér var ekki skemmt af uppátæki ríkisstjórnarinnar. Ég kveð þig, elsku amma, með söknuð í hjarta, vitandi það að helsta stoðin mín í lífinu er farin. Þú varst mér sem móðir. En ég veit að það var vel tekið á móti þér og þú ferð ekki langt frá mér. Hjarta mitt er ekki autt, því þú fylltir það af minn- ingum og ást sem hverfur aldrei og mun hugga mig í framtíðinni. Elsku afi, Rúnar, Lúðvík og mamma, við höfum misst einstaka konu úr lífi okkar, megi Guð gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu. Þín ömmu mús, Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir. Elsku amma mín. Það er svo skrítið að sitja og skrifa minningargrein um þig, þegar mér finnst þú eigir alltaf að vera hjá afa á Hrafnó. En svona er lífsins gangur. Það eru svo ótal margar minningar sem þjóta um hugann og hvað tíminn líður hratt. Því það er svo stutt síðan við Guðrún systir fórum með rútunni til Reykjavíkur, þar sem þið afi sótt- uð okkur á appelsínugulu bjöllunni. Við komum svo við á KFC og brun- uðum síðan til Keflavíkur, þar sem þið afi bjugguð alltaf á Hringbraut- inni rétt hjá Nonna og Bubba búð. Hvað það var alltaf gaman, og ekki minnkaði fjörið hjá þér þegar Sús- anna flutti til Keflavíkur. Á svona tíma eru þessar minningar algerar perlur. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verð- ur að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frels- arans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Hvíl í friði og Guð geymi þig, og styðji afa í sorginni og þessum mikla missi. Þín Hildur. Elsku amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð geymi þig elsku amma. Sigfinnur, Guðrún, Jónas, Hannes og Soffía. GUÐLAUG BJÖRG SVEINSDÓTTIR Háteigskirkja Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku- lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fund í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 14.00. Sig- rún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyr- irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Nán- ari upplýsingar á www.kefas.is Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfs- son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Miðvikudaginn 26. maí kl. 20.00 er bænastund. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Vegurinn: Fjölskyldu húllum hæ, kl. 11.00, þetta er síðasta samveran á þessum vetri, leikir, grill og stuð, allir velkomnir. Bænastund kl. 19.30 Almenn sam- koma kl. 20.00, Ragna Björk Þorvals- dóttir predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í kaffisalnum. www.vegurinn.is, þar er hægt að senda inn bænarefni og sjá ýtarlegri dagskrá. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.