Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 11 bók eftir að hafa fengið fréttirnar, en Moore tókst að grafa upp myndbandsupptöku af þessu, með því einfaldlega að setja sig í sam- band við skólann og spyrja hvort einhver hefði tekið þetta upp, sem reyndist raunin. Moore gerir mikið úr því hvað Bush brást seint við, hafi gluggað í bókina í margar mínútur (einar 5 mínútur eða svo) eftir að hafa fengið fréttirnar. Og Moore veltir sér upp úr þessu andartaki: „Hvað skyldi Bush hafa verið að hugsa? Hverj- um getur hann kennt um?“ En svo fer Moore frekar út í að gagnrýna hvernig Bush-stjórnin brást við hryðjuverkun- um, með því að ala á ótta meðal þjóðarinnar við frekari hryðjuverk. Og í krafti þess ótta hafi honum tekist að skerða frelsi þjóðar sinnar og fjölmiðla til að hreyfa mótmælum er hann ákvað af einhverjum sérhagsmunalegum ástæðum að ráðast inn í Írak, nokkuð sem ekk- ert hefði með hryðjuverkaárásirnar að gera. Tengir Moore þá sérhagsmuni enn og aftur ol- íuviðskiptum og þeirri meintu staðreynd að Bush-fjölskyldan og aðrir nánir Bush forseta eigi of mikilla hagsmuna að gæta á því sviði til að það hafi ekki átt þátt í ákvörðinni um að „ljúga“ því að bandarísku þjóðinni að Írakar réðu yfir efnavopnum og væru þar af leiðandi ógn við Bandaríkin. Eins og í öllum hans fyrri myndum er frá- sagnarstíll Moores hæðinn og þannig hæðist hann að liðstyrknum sem Bandaríkjamenn og Bretar fengu meðal annarra þjóða, Bandalagi hinn viljugu þjóða, og telur upp nokkrar þær smæstu, þ.á m. hinar herlausu þjóðir Costa Rica og Ísland – þegar hann nefnir Ísland birt- ist gömul svarthvít og hallærislega sviðsett mynd af víkingum. Fórnarlömb stríðsins Þegar hann byrjar að fjalla um Íraksstríðið er eins og myndin skipti um stefnu, frásagn- arstíllinn breytist og myndin verður líkari fyrri myndum Moores. Hann tekur þann pól í hæð- ina að reyna að sýna hvaða áhrif stríðið hefur haft á almenning, sjálfa leiksoppana, hermenn- ina sem sendir voru til Íraks án þess að vita hvað beið þeirra, og íraska borgara sem hafi þurft að líða miklar þjáningar vegna þess. Þá bendir hann réttilega á að það séu eink- um lægra sett bandarísk ungmenni sem fáist til þess að ganga í herinn og berjast – og falla – fyrir þjóð sína. Ekki séu það synir og dætur öldungadeildarþingmanna, svo mikið sé víst, en aðeins einn öldungadeildarþingmaður á son í bandaríska hernum. Í dæmigerðu Moore-at- riði situr hann fyrir þingmönnum og stingur upp á því við þá að þeir sendi börnin sín til Íraks, fyrst þeir séu svona hlynntir stríðinu. Svo grefur hann upp í heimabæ sínum móð- ur sem af miklu stolti sendi öll sín börn í herinn en er nú sár og reið eftir að hafa misst elsta soninn í Írak og sér hernaðarbrölt þjóðar sinn- ar í allt öðru og, að hún telur, skýrara ljósi. Saga hennar er virkilega sorgleg og það er á þeim nótum sem mynd Moores verður hvað áhrifaríkust, en hann ræðir einnig við unga Bandaríkjamenn sem eiga einhvern að sem fallið hefur í Írak, og ungan hermann sem seg- ist frekar vera tilbúinn að afplána fangelsis- dóm en að verða sendur til að „myrða saklausa borgara“ í stríði sem hann trúir ekki á. Frá Írak sýnir hann svo hræðilegar myndir sem teknar voru fyrir hann þar af sjálfstæðum blaðamönnum – myndir sem hvergi hafa sést annars staðar – af bandarískum hermönnum að niðurlægja fanga og almenna íraska borg- ara í sárum, sér til ánægju. „Þegar menn falla niður á slíkt plan gefur það glögga mynd af því hversu úrkynjað þetta stríð er og málstaðurinn sem þeir hafa ekki hugmynd um hver er í raun og veru,“ sagði Moore. „Og að Bush skuli voga sér að fordæma þessa hermenn, maðurinn sem sjálfur sýndi þeim þá lítilsvirðingu að senda þá í stríð sem byggt er á lygi, það lýsir ennþá meira siðleysi.“ Brugðu liðsmenn Bush fæti fyrir Moore? Breskum blaðamanni lék forvitni á að vita hvers vegna Tony Blair slapp svo auðveldlega frá árás Moores í myndinni. „Já, ég fór mjúk- um höndum um hann, aðallega vegna þess að ég er Bandaríkjamaður sem er að reyna að laga vandamálin í Hvíta húsinu en ekki Down- ingstræti 10. En það sem veldur mér heilabrot- um er að Tony Blair veit betur. Hvað er hann að pæla, að vera í slagtogi við George W. Bush? Ég meina, Blair er vel gefinn maður. Þetta er sannarlega skrítnasta par sem ég hef nokkru sinni séð. Muniði þegar þeir hittust fyrst, þeg- ar Blair sótti Bush heim og þeir gistu í Camp David? Um morguninn héldu þeir svo blaða- mannafund og rétt í því að Blair ætlar að taka til máls hallar Bush sér að honum og segir í hljóðnemann hans: „Við notum sama tann- kremið.“ – og flissar. Blair stóð bara stjarfur og brosti út í annað. Þetta hefði átt að vera fyrsta vísbendingin til hans.“ Á blaðamannafundinum lýsti Moore yfir að háttsettir menn í Hvíta húsinu hefðu sannar- lega reynt að koma í veg fyrir að myndin yrði gerð. Það hefði gerst er Icon, fyrirtæki Mels Gibsons sem upphaflega ætlaði að framleiða myndina, hætti skyndilega við þegar tökur höfðu staðið yfir í tvær vikur – án þess að gefa nægilega góða skýringu, að því er Moore hélt fram. „Umboðsmaðurinn minn fékk símtal frá stjóranum hjá Icon og spurði hvernig þeir gætu mögulega komið sér undan því að fram- leiða myndina. Hann gaf enga skýringu aðra en að þeir hefðu ekki lengur áhuga á myndinni. En ástæðan, eftir því sem við komumst næst, er að þeir hjá Icon fengu símtal frá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu sem hótuðu því að Mel Gibson yrði aldrei framar velkominn þangað ef hann ætlaði sér að framleiða myndina.“ Talsmenn Icon neita þessari fullyrðingu Moores og segjast ekki á nokkurn hátt hafa verið beittir þrýstingi frá Hvíta húsinu, þannig að eins og svo oft, er Moore á í hlut, þá stendur orð á móti orði – orð Moores og umboðsmanns hans gegn orðum Icons og ráðamanna í Hvíta húsinu. En Icon kom sér út úr myndinni og Miramax tók við framleiðslu á henni með þeim afleið- ingum að áratugar löng samvinna fyrirtækis- ins við Disney, sem tekið hefur að sér að dreifa myndum Miramax, er nú í hættu. Nýjar upplýsingar? Gagnrýnendur og blaðamenn hafa sumir lýst yfir vonbrigðum sínum með að Moore hafi ekki getað lagt fram fleiri nýjar upplýsingar um meint leynimakk og embættisglöp Bush og hans nánustu samstarfsmanna. Sjálfur segir hann samt að í myndinni séu heilmiklar upp- lýsingar og myndskeið sem hvergi annars stað- ar hafi komið fram og nefnir sem dæmi mynd- irnar sem teknar voru í Írak og viðtöl við óbreytta hermenn þar sem þeir lýstu yfir and- stöðu sinni við stríðið. „Slík viðtöl hafa hvergi annars staðar verið birt,“ fullyrðir Moore. „Ekki frekar en skoðanir venjulegs fólks í Írak og fjölskyldna hermanna í Bandaríkjun- um, sem fram að þessu hafa verið stoltar af þjóð sinni og her en telja sig nú hafa verið sviknar. Þessi sjónarmið fá aldrei að heyrast í fréttatímum. Ég held að þjóð mín eigi eftir að verða slegin þegar hún sér myndina. Það góða við Bandaríkjamenn er nefnilega að um leið og þeir hafa fengið nægjanlegar upplýsingar, bregðast þeir við í samræmi við þær og taka af- stöðu í góðri trú. Það erfiða er, og hefur alltaf verið, að koma þessum upplýsingum áleiðis. Ef blaðamennirnir sem voru í Írak á mínum veg- um gátu komist að þessum hörmungum sem þar eiga sér stað, þá hlýtur maður að spyrja hvað í ósköpunum stóru sjónvarpsstöðvarnar með allar sínar milljónir séu eiginlega að gera þarna. Bandarísku þjóðinni líkar ekki þegar verið er að leyna hana slíkum upplýsingum og myndin sviptir sannarlega hulunni af mörgu sem reynt hefur verið að fela af einni eða ann- arri vafasamri ástæðunni.“ Reuters Reyk leggur upp frá rústum World Trade Center, en Moore kveðst m.a. leggja út frá spurningum á borð við þá hvar við stöndum sem manneskjur eftir 11. september. Meðferð fanga í Guantanamo Bay er umdeild, en sumir þeirra hafa dvalið þar í tvö ár án dóms og laga. Saddam Hussein. Bush-stjórnin sætir harðri gagnrýni fyrir Íraksstríðið. Osama bin Laden. Tengsl fjölskyldu hans og Bush-fjölskyldunnar eru rædd í myndinni. Bandarísk herþyrla flýgur yfir aðsetur her- stjórnarinnar í Bagdad. Áhrif Íraksstríðsins á almenning eru könnuð í Fahrenheit 9/11. skarpi@mbl.is Víða er að finna kómískar myndir af George W. Bush Bandaríkjaforseta í mynd Moores. ’Þannig gerir stjórnarskráin ráð fyrir aðhandhafar forsetavalds geti farið með öll þau sömu störf og forsetinn í fjarveru hans. Ekki eru þeir sem slíkir þjóð- kjörnir. Ætla menn að halda því fram að þeir hafi ekki það sama synjunarvald og forsetinn? Ef það er svo þá gæti synj- unarvaldið fallið niður í jafnvel allt að þriðjung af hverju ári. Og þeir tugir laga- frumvarpa sem handhafar staðfesta ár- lega lúta þá ekki sömu örlögum og lög- málum og þau frumvörp sem forsetinn staðfestir. Ekki er heil brú í slíkri kenn- ingu.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra í greininni Um van- hæfi, Morgunblaðinu 17. maí. ’Ég hef fengið mjög víðtækt umboðfrá aðalfundi [Blaðamanna]félagsins, sem haldinn var á dögunum, til þess að berjast gegn þessu frumvarpi með öllum tiltækum ráðum. Þar var ég í miðri þessari baráttu allri einróma endur- kjörinn formaður.‘Róbert Marshall , fréttamaður og formaður BÍ, er hann var gagnrýndur fyrir að hafa ritað tölvupóst þar sem fólk var hvatt til að skora á forseta Íslands að staðfesta ekki lög um fjölmiðla. ’Ég er besti vinur Bandaríkjanna í Írak;ef bandaríska landstjórnin telur nauð- synlegt að ráðast vopnuð inn á heimili mitt þá sjáið þið hvernig samband land- stjórnarinnar og írösku þjóðarinnar er orðið.‘Ahmed Chalabi , leiðtogi framkvæmdaráðs Íraks, eft- ir að bandarískir hermenn og íraskir lögreglumenn réðust á fimmtudag inn í hús hans og fjarlægðu tölvur og skjöl. ’Ég hef eiginlega verið á sjó síðan égman eftir mér og hræðist ekki sjóinn.‘Magnús Gústafsson skipstjóri sem bjargaðist ásamt Victori Kristni Gíslasyni er bátur þeirra, Hafbjörg ST 77, sökk í Bjarnarfirði aðfaranótt mánudags. ’Við settum lög sem kveða á um að þaðsé bannað að segja ósatt, eins og segir í boðorðunum tíu, að maður skuli ekki ljúga. Og ef þú lýgur og lýgur ítrekað, og ert til dæmis meðlimur ákveðins hóps, þá annaðhvort handtökum við þig fyrir að halda áfram að bera út óhróður um aðra eða við bönnum einfaldlega hópinn sem þú tilheyrir.‘Robert Mugabe , forseti Zimbabwe, í viðtali við dag- blaðið East African Standard í vikunni, þar sem hann var spurður hvort það væri rétt að stjórnvöld kúguðu fjölmiðla í landinu. ’Við erum afar ánægð með niðurstöðuog rökstuðning dómsins.‘Ragnar Aðalsteinsson , verjandi Péturs Þórs Gunn- arssonar, eftir dómsuppkvaðningu Hæstaréttar í málverkafölsunarmálinu. ’Hin heilaga stofnun, hjónabandið, ættiekki að vera endurskilgreind af nokkrum róttækum dómurum.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði áskorun sína til þingsins um að breyta stjórnarskrá Banda- ríkjanna á þann veg að hjónaband yrði beinlínis skil- greint sem „samband karls og konu“, í tilefni þess að samkynhneigðir öðluðust rétt til að að ganga í hjóna- band í Massachusetts aðfaranótt mánudags. Hæsti- réttur ríkisins hafði úrskurðað að leyfa ætti hjóna- bönd samkynhneigðra og Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði einnig hafnað kröfu íhaldssamra samtaka um að stöðva fyrirhugaða réttarbót í Massachusetts. ’Ég geri ráð fyrir því að þetta gefi ekkifordæmi um viðhorf Hæstaréttar til framsetningar vísindamanna á niður- stöðum sínum.‘Jón H. Snorrason , saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, um sýknudóm Hæstaréttar í málverkafölsunarmálinu. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Árni Torfason Fjöldafundur á Austurvelli sl. miðvikudag undir yfirskriftinni Stöndum vörð um lýð- ræðið. Unnur Jökulsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir voru meðal mótmælenda, en áhugahóp- urinn sem að fundinum stóð telur leikreglur lýðræðisins ekki vera virtar hér á landi. Lýðræðið í verki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.