Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 9 Laugavegi 32 sími 561 0075 Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Varðstu blautur í síðasta veiðitúr? Ron Thompson Lagoon neoprenvöðlur, 4mm þykkar, filt- sóli, styrkingar á hnjám og brjóstvasi. Ron Thompson Outbackjakki. Vatnsheldur jakki með öndun. Stórir brjóstvasar, góð hetta. Tveir litir af jökkum í boði; grænn/svartur eða khaki/svartur. Ron Thompson vöðlutaska. Sérhönnuð taska fyrir vöðlur. Net í loki sem loftar. Handfang og axlaról. Áföst motta til að standa á þegar farið er í og úr vöðlunum úti. Fullt verð kr. 27.790. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 19.995 fyrir allt þetta. Takmarkað magn í boði Þetta færðu í Veiðihorninu í Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni á Fjölnisgötu 1, Akureyri. Vikutilboð OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 10-17 Veiðihornið býður alltaf meira úrval og alltaf betra verð! Ron Thompson veiðipakki Ron Thompson Arezzo grafitflugustöng. Poki fylgir. Okuma Airframe „large arbour“ fluguveiðihjól með diskabremsu. Ein aukaspóla og 2 uppsettar línur frá Greys. Góður byrjendapakki. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 16.800 fyrir allt þetta. Bættu við annarri aukaspólu og þriðju línunni fyrir aðeins kr. 4.800. Takmarkað magn í boði Þetta færðu í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni, Fjölnisgötu 1, Akureyri. Ron Thompson veiðipakki Ron Thompson Arezzo grafitkaststöng, 8 og 9 fet. Poki fylgir. Okuma Sting Ray kasthjól, 3 kúlulegur. Aukaspóla fylgir. Fullt verð kr. 9.990. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 5.900 fyrir allt þetta. Takmarkað magn í boði. Þetta færðu í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni, Fjölnisgötu 1, Akureyri 1 eða 2 vikur. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Rimini, þessa vinsæla áfangastaðar. Sumarið er komið á Ítalíu og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. 3. júní, vika, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Verð frá kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, flug, gisting, skattar. 3. júní, vika. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Rimini 3. júní frá kr. 29.995 VIÐMIÐ umboðsmanns Alþingis í gagnrýni á meðferð dómsmálaráð- herra við veitingu embættis hæsta- réttardóma var í samræmi við hefð- bundnar kröfur um rannsókn mála. Þetta kom fram í máli Páls Hreins- sonar lagaprófessors á aðalfundi Vinnuréttarfélags Íslands á föstu- dag. Páll benti á að stjórnvöld hafi frelsi til að velja á hvaða málefna- legu sjónarmiðum þau ætli að byggja ákvörðun sína um val á um- sækjanda í opinbert starf. Frelsinu séu þó settar skorður og stjórnvöld þurfi að fara eftir lögum og óskráð- um meginreglum. Vantaði upplýsingar um aðra umsækjendur „Valið á sjónarmiðunum verður að vera málefnalegt. Þá verða sjónar- miðin að vera í nægjanlegum og eðli- legum tengslum við það starf sem verið er að ráða í,“ sagði Páll og benti jafnframt á að það megi ekki velja einungis eitt atriði til viðmið- unar. Páll sagði að við ráðningu hæsta- réttardómara hafi auglýsing um embættið ekki gefið tilefni til að til- greina sérstaklega störf í Evrópu- rétti en eins og áður hefur komið fram var starfinu veitt þeim sem hafði meistaragráðu í Evrópurétti. „Því fellst ég á það með umboðs- manni Alþingis að þörf hefði verið að kalla eftir upplýsingum frá öðrum umsækjendum um þá menntun og reynslu sem lýtur að Evrópu- rétti.“ Páll vildi meina að túlkun um- boðsmanns á hlutverki Hæsta- réttar sem um- sagnaraðila sé eðlileg enda eigi rétturinn ekki ein- göngu að tjá sig um hæfi umsækj- enda, þ.e. hvort þeir uppfylli skilyrði til að gegna embættinu, heldur einn- ig um færni þeirra til starfsins. Páll tók því undir álit umboðsmanns Al- þingis að „…ætli ráðherra að byggja valið á þröngri sérþekkingu um- sækjenda er ljóst að umsögn Hæsta- réttar um hæfni og færni umsækj- enda kemur ráðherra að litlum notum fái rétturinn ekki að vita um þau sjónarmið áður en umsögn er samin.“ Markmikið er að tryggja gegnsæi stöðuveitinga Páll kom einnig inn á reynslu ná- grannaþjóða okkar þar sem unnið er markvisst að því að bæta undirbún- ing og rannsókn mála áður en tekin er ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardómara. „Segja má að það markmið sem þar er stefnt að sé að tryggja gegnsæi um stöðuveit- inguna þannig að hver skynsamur maður geti helst sannfærst um að færasti umsækjandinn hafi verið ráðinn.“ Páll áréttaði að alls ekki megi gef- ast upp við að vinna að bættri stjórn- arframkvæmd og löggjöf. „Það er leitt hversu mikil heift hefur verið í umræðu um málið og hve þung orð hafa verið látin falla um þann um- sækjanda er starfið hlaut, umboðs- mann Alþingis sem og aðra sem gef- ið hafa sig að umræðunni. Það er yfirleitt lítil von um að umræða beri uppbyggilegan ávöxt þegar rökræð- unni sleppir og heiftug kappræða tekur við,“ sagði Páll Hreinsson pró- fessor. Páll Hreinsson lagaprófessor um gagnrýni á veitingu emb- ættis hæstaréttardómara á aðalfundi Vinnuréttarfélagsins Viðmið umboðsmanns Alþingis voru eðlileg Páll Hreinsson mbl.isFRÉTTIR VEIÐISKAPUR er kominn á fleygi- ferð á Bretlandseyjum og austur í Rússlandi og hafa verið miklar göngur og góð veiði. Á Bretlands- eyjum hófst veiðin í febrúar, en um síðustu helgi í fyrstu ánum í Rúss- landi. Gífurlegar göngur virtust vera þar á ferð og veiddist t.d. 191 lax bara fyrsta daginn í ánni Var- zuga, að sögn talsmanna Lax-ár, sem hefur ítök í laxveiðiám þar eystra. Sömu aðilar segja að veiðitölur frá Skotlandi, t.d. frá Dee séu afar jákvæðar og þar hafi vorveiðin ver- ið sú besta í allnokkur ár og greini- legt að laxastofnar séu þar á upp- leið á ný eftir mörg döpur ár. Væntanlega er laxinn farinn að ganga í íslenskar ár, a.m.k. í Hvítá, Þverá og Norðurá, en á meðan netaveiðin í Hvítá var og hét hófst hún jafnan 20. maí ef þannig stóð á veiðidögum gagnvart banndögum. Alltaf var laxinn kominn þó jafnan misjafnlega mikið eins og gengur. Þá eru ótal sögur til um að laxar hafi komið á agnið hjá silungs- veiðimönnum í Straumunum og Brennu um þetta leyti og sést langt frammi í Norðurá og Þverá sem hafa snemmgengnustu stofnana á svæðinu. Ýmis tíðindi Vatnaveiðin gengur víða afar vel og frést hefur af góðum skotum úr Vífilstaðavatni, Elliðavatni, Steins- mýrarvötnum, Hæðargarðsvatni, Úlfljótsvatni, Hlíðarvatni, Laugar- vatni, Brúará og víðar, auk þess sem kunnugir halda því nú fram að Þingvallavatn sé óðum að komast í góðan gír. Þar hafa ýmsir veitt vel að undanförnu, 5 til 15 fiska á kvöld- eða morgunstund og margt af því 2–3 punda bleikja. 8 punda urriði veiddist á flugu í þjóðgarðs- landinu um síðustu helgi. Fínasta veiði hefur verið í Fitja- flóði að undanförnu og hollin verið að fá frá 70 og upp í 300 fiska, allt eftir aðstæðum. Mest er um 1 til 4 punda geldan birting, en slangur af bleikju í bland. Þar sýnist mönnum að hrygningarfiskurinn frá síðasta hausti sé mikið til horfinn úr veið- inni. Genginn til sjávar. SVFR 65 ára Stangaveiðifélag Reykjavíkur var 65 ára í vikunni. Í tilefni dags- ins fengu þeir félagar í SVFR sem eiga sama afmælisdag hálfan veiði- dag í Elliðaánum í afmælisgjöf. Sú kvöð fylgdi að viðkomandi afmæl- isbörnum er skylt að hafa með sér barn eða ungling sem veiðifélaga á stönginni. Þá var í tilefni dagsins boðinn 65% afsláttur af völdum veiðileyfum. Rosalegar göngur Morgunblaðið/Einar Falur Það hefur verið líflegt við Hlíðar- vatn að undanförnu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.