Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 29
Ég hefi áður látið þess getið um Sölva er hann vann á sumrin í hafn- arvinnuflokki Björns bryggjusmiðs við Reykjavíkurhöfn. Þeg- ar verkamenn ræddu í kaffihléi landsins gagn og nauðsynjar og Bogi kúskur ætlaði að blanda sér í málin þá sagði Björn: Þegiðu Bogi. Sölvi á að tala. Hann er menntaður maður. Full ástæða var þó að hlýða á Boga. Hann gat þó rætt um hesta og hirðu þeirra og ættir ættaður úr Galtarholti. Kirstín var systir þeirra Blöndals- bræðra. Hún var glæsileg stúlka og greind. Vinir hennar kölluðu hana Dúdú. Hún var harmdauði þeim sem þekktu er hún féll frá ung að aldri. Tvíburarnir Gunnar og Björn voru hvarvetna komnir á vettvang er listir eða bókmenntir komu á dagskrá. Það var engin sýndarmennska. Þeir fylgd- ust eins vel með öllu sem gerðist á því sviði og nutu hljómlistar á konsertum eða af hljómplötum. Í bókmenntum fylgdust þeir með verkum góðra höf- unda, hvort sem var um skáldskap að ræða eða sagnfræði. Ég fylgdist með því að Björn, annar tvíburinn, kom jafnan til Ásgeirs bróður míns og færði honum oft sögulegan fróðleik, stórar og markverðar bækur ritaðar af frægum sagnfræðingum. Gunnar og sonur hans Harald- ur voru kunnir fyrir hljómlistaráhuga sinn og fluttu þætti í Rík- isútvarpinu. Ég minnist þess frá æsku- og unglingsár- um er leiðin lá um Vesturgötu, framhjá húsi því sem nefnt var Litla-Glasgow og var reist af verzlunar- stjóra Glasgow á sín- um tíma. Þar bjuggu hjónin Haraldur ljós- myndari, sem þá rak þvottahúsið Mjallhvít og eiginkona hans Margrét Auðunsdótt- ir. Hún var glæsileg kona. Stóð oft á tröppum hússins er vissu að götunni. Hún var klædd íslenskum búningi. Fannhvít stífuð brjósthlíf prýddi barm hennar og sólin sló ljóma á göf- uga mynd hennar sem blasti við veg- farendum og setti svip á umhverfið. Eiginmaður hennar, Haraldur, hafði sannarlega ekki slegið slöku við brjósthlífina í Þvottahúsinu Mjallhvít. Þó kom það fyrir að hann tafðist frá verki ef vinur hans, Sveinn Guð- mundsson, tengdafaðir Halldórs Lax- ness kom í heimsókn og rifjaði upp rafvæðingu Eyrarbakka. Þá var gert hlé og þess minnst að sjávarplássið á brimsorfinni strönd ljómaði engu síð- ur en Broadway þegar Sveinn og Ívar Jónsson, móðurbróðir Auðar, höfðu leikið hlutverk Ljósvíkinga og höfðu þrætt rafmagnsvíra sína í þar til gerð rör, allt frá Hópinu vestur fyrir Ein- arshöfn og lyft glösum. Tvíburarnir Björn og Gunnar voru hændir að Jóni Axel bróður mínum og hlupu jafnan til móts við hann. Fáeinum skrefum vestar vakti hvíti liturinn enn athygli. Þá skein sóin á mjallhvítan Snæfellsjökul. Það var eins og Þvottahúsið Mjallhvít hefði sent starfsmenn sína til þess að fara um jökulinn mjúkum höndum engu síður en brjósthlíf húsfreyjunnar í Litlu-Glasgow. Á Eyrarbakka hafði verið vinátta og samgangur milli heimila. Ásgeir bróðir minn hét nafni Ásgeirs Blön- dals læknis, en faðir okkar systkina og hann voru vinir. Móðir mín, El- ísabet, skrifaði minningarorð um Margréti Blöndal. Hér fer á eftir stuttur kafli úr greininni: „ … Margrét var merkiskona í þess orðs fyllstu merkingu. Vinátta hennar var hrein og sönn, framkoman einlæg og ákveðin, viðmótið þýtt og verk hennar talandi vottur góðrar konu. Mér virtist hún altaf eiga eitthvað að miðla meðbræðrum sínum, og voru það jafnan minstu bræðurnir, sem hún taldi sína. Hún leit björtum aug- um á lífið, þótti lífsstaðan væri erfið á stundum, og var það í fullu samræmi við þá viðleitni hennar, að gera lífið bjart inni á heimili sínu og hvar, sem hún kyntist. Hún var listelsk og gáfuð kona og frjálslynd með afbrigðum.“ Lárus Blöndal greinir frá því að Vigfús Guðmundsson fræðimaður sem kenndur var við Keldur á Rang- árvöllum hafi af áhuga sínum og rausn kostað úr eigin vasa flutning verzlunargagna Eyrarbakkaverzlun- ar til Þjóðskjalasafnsins í Reykjavík. Ber að þakka þann áhuga. Vigfús var þjóðkunnur fræðimaður. Ritaði margar bækur um þjóðleg fræði og var óþreytandi og ötull í starfi. Lárus H. Blöndal var um langt skeið þingskrifari. Þar var hann lengi í hópi þjóðkunnra manna. Til er ljós- mynd af þeim félögum tekin í garði Alþingishússins. Lárus var áhuga- maður um þjóðfélagsmál. Í huga hans tókust á annarsvegar róttækni og framfaraþrá byltingarmannsins sem „bugar og brýtur gráfeiskna stofna“, en hins vegar staðfesta og íhaldssemi, varúð og virðing héraðshöfðingja og sveitarstólpa, sem vilja halda í horfinu og flýta sér hægt. Lárus mun hafa átt þátt í stofnun tveggja öndverðra póli- tískra samtaka. Við hjónin, Birna kona mín og ég, vorum eitt sinn um tveggja vikna skeið, að mig minnir, sumargestir á Ásólfsstöðum, fögrum og frægum bóndabæ og gististað: Þá var þar um sama leyti Kristjana Benediktsdóttir, kona Lárusar, með syni sína. Gunnar sonur Páls bónda á Ásólfsstöðum var þá drengur á svipuðu reki og synir Lárusar og Kristjönu. Með okkur hjónum var dóttir okkar, Ragnheiður Ásta. Ásólfur sonur Páls bónda var tekinn við búi. Gunnar bróðir hans, samfeðra, leiddi okkur gesti um bæj- arhlaðið og fræddi okkur. „Þarna er Hekla og þarna er Búrfell. Og þarna í kofanum er grimmi haninn.“ Börnin undu sér vel við leiki og blómskrúð. Mér hefir stundum komið til hugar hvort þessir fáu sumardagar hafi ruglað Halldór Blöndal þingforseta í ríminu þegar hann þarf að hafa nöfn á hraðbergi á forsetastóli. Að minnsta kosti var nafn Ragnheiðar Ástu ofar í huga hans heldur en nafn Ástu Ragn- heiðar, svo sem í minni er haft. Krist- jana móðir þeirra Blöndalsbræðra var höfðingleg kona og minnisstæð. Blöndalsættin er fjölmenn hér. Í Danmörku eru ættingjar, sem getið hafa sér frægðarorð á sviði hljómlist- ar. Má þar nefna Erling Blöndal Bengtson, frægan sellóleikara. Har- aldur Blöndal stjórnaði sjálfur kvart- ett og kór sem gladdi Eyrbekkinga með fögrum og fáguðum söng. Ekki sama, Blöndal eða Briem Þess er getið víða í skráðum heim- ildum að hljómlist og söngvísi hefir einkennt þá frændur. Í hinu mikla riti séra Bjarna Þorsteinssonar prests á Siglufirði: Íslensk þjóðlög, er sagt frá söngmönnum er þóttu skara fram úr öðrum og voru rómaðir fyrir fagran söng. Mælt var að danskir veitinga- þjónar hefðu rætt um tvær íslenskar embættismannaættir og námsmenn í Kaupmannahöfn er gerður var sam- anburður á ýmsum eðliskostum ætt- anna. Einn þjónninn á að hafa sagt: Blöndalerne de er gode sangere. Men de er ikke gode betalere. Briemerne derimod. De er ikke gode sangere. Men de er gode betalere. Hvað sem þessu líður er ljóst að margir afkom- endur Blöndæla hafa getið sér gott orð á sviði hljómlistar. Má nefna marga, sem rekja ættir til Sölva, bróður Lárusar skjalavarðar. Nú ættu athafnamenn að taka höndum saman og gangast fyrir stofnun atvinnugreinasafns. Ég nefni Jóhann J. Ólafsson stórkaupmann, Hörð Sigurgestsson, Sigurlaug Þor- kelsson, Guðmund Garðarsson og fleiri. Þeir hafa til þess alla burði ef þeir kalla á opinberan stuðning að auki. Starfsmenn Alþingis á sumarþingi árið 1931. Lárus H. Blöndal er þriðji frá vinstri í aftari röð. Höfundur er þulur. Forstjóri einokunarversl- unar Dana, Andreas Bjørn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 29 Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Geymir þú skotvopnin undir rúmi? Síðustu dagar forsölu byssu- skápa úr næstu sendingu Enn á ný býður Veiðihornið skotvopnaeigendum að festa kaup á byssuskápum í forsölu. Stórar sendingar í mars og apríl seldust upp áður en þær komu til landsins. Þú velur þér skáp við hæfi, pantar og staðgreiðir í Veiðihorn- inu og nýtur þess að fá vandaðan og viðurkenndan byssu- skáp á einhverju besta verði á Íslandi. 3 stærðir eru í boði í forsölu: INAL5 - fyrir 5 byssur (140 x 33 x 25 sm) topphilla. Verð í forsölu aðeins 21.900, annars 25.900. INALPT7 - fyrir 7 byssur (150 x 45 x 33 sm) læst innra öryggishólf. Verð í forsölu aðeins 29.980, annars 35.500. INALPT14 - fyrir 14 byssur (150 x 45 x 40 sm) læst innra öryggis- hólf. Verð í forsölu aðeins 36.900, annars 43.500. Eitt besta verð á Íslandi! Allir byssuskápar Veiðihornsins eru viðurkenndir af lögregluyfirvöldum Byssuskáparnir eru úr 3mm stáli. 5 kólfar (25 mm) ganga úr hurð í karm. Lamir eru innfelldar og útilokað er að spenna skápinn upp. Ekki er hægt að taka lykil úr skrá nema skápurinn sé læstur. Skáparnir eru gataðir til veggfestingar. Gámur af byssuskápum er væntanlegur um mánaðamótin maí/júní. Stór hluti sendingarinnar er þegar seldur. Innkaupsverð hækkar nokkuð þann 1. júní. Því er þetta síðasta sendingin á þessu frábæra verði. Hikaðu ekki. Fáðu þér öruggan byssuskáp á góðu verði strax í dag Opið í dag frá kl. 10-17 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Glæsilegt tilboð á síðustu sætunum þann 2. júní til Costa del Sol –Tryggðu þér síðustu sætin til þessa vinsælasta áfangastaðar Íslendinga í sólinni. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför tilkynnum við þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 2. júní., vikuferð. Netverð. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 2. júní, vika, netverð. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. 11 sæti Stökktu til Costa del Sol 2. júní frá kr. 39.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.