Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Íslendingar telja sér oft trú umþað, einkum á hátíðlegumstundum, að þeir séu sögu- ogsagnaþjóð, fróðleiksfúsir ogminnugir, haldi gögnum til
haga og varðveiti af kostgæfni. Fátt
af þessu hefir við rök að styðjast. Í út-
varpsfyrirlestri, sem síðar birtist í
tímariti Máls og menningar gerði
Lárus H. Blöndal skjalavörður
glögga grein fyrir tortímingu versl-
unarskjala og varpaði fram hugmynd
um stofnun atvinnugreinasafns. Þess
má geta til staðfestingar á frásögn
Lárusar að fundargerðabók Rakara-
sveinafélags Reykjavíkur frá stjórn-
arárum Arons Guðbrandssonar
fannst á öskuhaugum Höfðakaup-
staðar áratugum síðar. Í Árósum í
Danmörku rís fagurt hús sem geymir
fjölda skjala, handrita, bréfa og bóka
sem snerta sögu Íslands og stofnana,
sem tengjast sögu lands og þjóðar.
Hér er átt við Erhvervsarkivet. Í árs-
riti safnsins birtist fjöldi ritgerða sem
fjalla um íslensk málefni og stofnanir.
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður
hlutaðist til um að ég fengi ljósrit af
skjölum og bréfum er snerta íslensk-
ar útsæðiskartöflur, sem Danir fengu
sendar úr Reykjavík og úr Eyjafirði
árið 1848 þegar kartöflusýkin herjaði
á Vestur-Evrópu. Sögu einokunar eru
einnig gerð góð skil í ritum safnsins.
Merkt brautryðjendastarf
Mér kom til hugar að nauðsynlegt
væri að minna á grein Lárusar frá
1955 um nauðsyn þess að koma á fót
slíku safni, sem hann ræðir í ritgerð
sinni, merkir fræðimenn eins og Vig-
fús Guðmundsson frá Keldum, Jón
Pálsson bankagjaldkeri og Óskar
Clausen auk Lúðvíks Kristjánssonar
hafa unnið þrekvirki í gagnasöfnun og
má minnast brautryðjendastarfs
þeirra.
Ég bið Morgunblaðið að leggjast á
ár og róa málinu heilu í höfn.
Grein Lárusar í Tímariti Máls og
menningar ber heitið Heimildasafn
atvinnuveganna:
„Allir þeir, sem vinna að rannsókn-
um íslenzkrar atvinnusögu, reka sig
óþægilega fljótt á það, að heimildir
um hana eru ekki auðfengnar.
Handritasafn Landsbókasafnsins
veitir hér litla sem enga úrlausn, enda
er því annað hlutverk ætlað.
Þjóðskjalasafnið er að kalla eini
staðurinn, þar sem slíkar heimildir er
að finna. Í því eru geymd öll embætt-
isgögn landsins eða skjalasöfn allra
opinberra embættis- og sýslunar-
manna, skjalasöfn skóla og mennta-
stofnana, skjalasöfn Landsbankans
og allra opinberra sýslana og stofn-
ana. Að lögum er Þjóðskjalasafninu
einnig ætlað að geyma skjalasafn Al-
þingis, en skjöl Alþingis eftir endur-
reisn þess 1845 eru þó enn geymd í
Alþingishúsinu.
Þá er og Þjóðskjalasafninu skylt,
samkvæmt lögum 27. júní 1921 um
hlutafélög, að geyma skjalasöfn
þeirra a.m.k. 10 ár eftir að félagsslit-
um er lokið. Hér er ekki um varanlega
geymsluskyldu að ræða, heldur mið-
ast ákvæði laganna við væntanlega
notkunarþörf vegna rekstrar fyrir-
tækjanna.
Þjóðskjalasafninu ber ekki skylda
til að veita móttöku öðrum skjala-
söfnum en nú hafa nefnd verið, en þó
hefur það jafnan veitt móttöku, þrátt
fyrir lítið húsrými, nokkrum skjala-
söfnum úr einkaeign, sem því hafa bo-
rizt til vörzlu. Eru þar því geymd
skjalasöfn nokkurra iðnaðar- og
verzlunarfyrirtækja, meðal annarra
skjalasafn Eyrarbakkaverzlunarinn-
ar gömlu, skjalasafn klæðaverzlunar-
innar Iðunnar og skjalasafn Thom-
sens Magasíns. Mér er kunnugt um
það, að skjalasafn Eyrarbakkaverzl-
unarinnar gömlu er komið í Þjóð-
skjalasafnið fyrir atbeina hins þjóð-
kunna fræðimanns Vigfúsar
Guðmundssonar frá Engey og varð
hann að greiða úr eigin vasa, a.m.k. að
verulegu leyti, kostnaðinn við flutning
skjalasafnsins frá Eyrarbakka hingað
til Reykjavíkur.
Af þessu má það öllum ljóst vera,
að heimildir þær, sem Þjóðskjala-
safnið varðveitir varðandi íslenzka at-
vinnusögu, eru mjög einhliða og
varpa aðeins ljósi yfir vissa þætti
hennar, aðallega þá, sem varða af-
skipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Vitaskuld eru þessi gögn öll hin
mikilvægustu, en jafnvíst er líka, að
sú vitneskja, sem þau veita, gerir þau
ein alls ónóg. Ýmsir aðrir þættir í þró-
un efnahags- og atvinnulífs þurfa
einnig að koma fram. Segja má al-
mennt, að skjalagögn Þjóðskjala-
safnsins veiti fræðimönnum aðeins
aðstöðu til þess að kynna sér viðhorf
ríkjandi stjórnarvalda til atvinnulífs-
ins, þótt jafnframt kunni í þeim að fel-
ast nokkur vitneskja um þarfir og
vandamál atvinnuveganna, ef svo vel
ber til, að leitað hefur verið til stjórn-
arvalda um úrlausn þeirra.
Það brestur því mikið á, að skjala-
gögn Þjóðskjalasafnsins séu fullnægj-
andi fyrir þá fræðimenn, sem rann-
saka vilja íslenzka atvinnusögu. Þar
er engar heimildir að finna um innri
sögu og þróunarferil hinna ýmsu at-
vinnu- og verzlunarfyrirtækja í land-
inu fyrr og síðar, nema örfárra, sem
safninu hafa borizt heimildir um fyrir
meiri eða minni tilviljun, eins og ég
gat um áður. Hin innri saga og þróun-
arferill atvinnu- og verzlunarfyrir-
tækja verður því ekki rannsökuð með
heimildagögnum Þjóðskjalasafnsins
einum saman.
Fræðimenn, sem styðjast verða
einvörðungu við heimildagögn Þjóð-
skjalasafnsins, eiga ekki kost á því að
setja sig í spor kaupmannsins eða at-
hafnamannsins og gera sér grein fyr-
ir sjónarmiðum þeirra. En slíkt er
þeim nauðsynlegt til raunverulegs
skilnings á atvinnusögunni. Raun-
verulegan skilning á atvinnusögunni
getur enginn fræðimaður öðlazt án
þess að hafa svo vítt heimildasvið, að
hann geti skyggnzt á bak við hinar
þurru en nauðsynlegu tölur hagtölu-
fræðinnar.
Engin gögn um innri
sögu atvinnulífsins
Ég er hræddur um, að okkur þætti
þunnur þrettándi að hafa aðeins í
höndum texta fyrstu íslenzku fána-
laganna, en vita ekkert um atburði þá,
sem á undan gengu. Það er að vísu
fróðlegt að vita, hversu mikinn fisk
við fluttum til Englands á fyrstu árum
togaraútgerðarinnar, en okkur langar
líka að vita, hver var gróði útflytjend-
anna, hvernig þeir skipulögðu starf-
semi sína, hver voru kjör verkafólks-
ins sem hjá þeim vann, hvort
útflytjendurnir stóðu á eigin fótum
fjárhagslega eða ráku útveg sinn með
lánsfé, innlendu eða erlendu, eða
hvorutveggja.
Söfn landsins eiga engin heimilda-
gögn um innri sögu atvinnulífsins, og
því síður gögn varðandi sögu þeirra
athafnamanna, sem rutt hafa braut-
ina að atvinnulegri endurreisn Ís-
lands. En þroskaferill og ævisaga
þessara manna verður ekki rakin án
viðskiptagagna fyrirtækja þeirra.
Vissulega er okkur mikilvægt að
eiga ritaðar ævisögur skáldanna Jóns
Thoroddsens og Einars Benedikts-
sonar, jafnvel sem þær eru úr garði
gerðar af dr. Steingrími J. Þorsteins-
syni prófessor. En myndi okkur ekki
einnig vera mikilvægt að eiga ritaðar
ævisögur ýmissa forustumanna í ís-
lenzku verzlunar- og atvinnulífi, t.d.
manna. eins og Þorláks Ó. Johnsens,
kaupmanns hér í Reykjavík, og Ás-
geirs Péturssonar, síldarútgerðar-
manns frá Akureyri. En vísast er þó,
að þær verði aldrei ritaðar, með því að
öll innri gögn um sögu þessara stór-
brotnu athafnamanna munu nú glöt-
uð. Skjalasöfn einkafyrirtækja hafna
jafnan í glatkistunni og þeir, sem
kynnu að vilja rannsaka innri sögu
þeirra og þróunarferil, standa vísast
uppiskroppa um öll gögn. Það mun
því miður allalgengt, að viðtskipta-
gögnum fyrirtækja sé tortímt, eftir að
þau hætta að hafa hagnýtt gildi fyrir
reksturinn, og stundum jafnvel jafn-
skjótt sem liðin eru þau tíu ár, sem
bókhaldslögin fyrirskipa varðveizlu
þeirra. Fara með þessum hætti for-
görðum mikilvæg söguleg gögn. Þeg-
ar gömul fyrirtæki hætta rekstri, er
því miður sjaldnast um það hirt, hvað
um skjalasöfn þeirra verður, enda
engin stofnun til í landinu, sem hefur
það hlutverk með höndum að varð-
veita þau. Ég veit, að Þjóðskjalasafnið
hefur aldrei neitað að taka við skjala-
söfnum fyrirtækja til varðveizlu, ef
eigendurnir hafa haft skilning á heim-
ildagildi þeirra og farið þess á leit. En
ég veit líka, að Þjóðskjalasafnið hefur
nú þegar svo lítið húsrými, að það hef-
ur neyðzt til þess að koma fyrir í
geymslu annars staðar ýmsum
skjalagögnum.
Margir munu þeir vera, bæði kaup-
menn og athafnamenn, sem fegnir
vilja varðveita gömul skjalagögn,
blátt áfram af persónulegum ástæð-
um, vegna minjagildis þeirra, en þá
kann að bresta geymslupláss, og þarf
þá ekki um að spyrja, hver afdrifín
verða.
Átakanlegt dæmi um tortímingu
skjalasafns af slíkum ástæðum var
mér sagt fyrir nokkurum árum norð-
an úr Siglufirði. Þar starfaði á sínum
tíma eitt af útibúum Gránufélagsins
og síðar eitt af útibúum arftaka þess,
Hinna sameinuðu íslenzku verzlana.
Þessi félög voru einráð um öll við-
skipti Siglfirðinga um 35 ára skeið og
áttu og gerðu út flestöll siglfirzk há-
karlaskip, eftir að þau hurfu úr
bændaeign, en hákarlaveiðar voru á
þessu tímabili aðalatvinnuvegur Sigl-
firðinga.
Þegar Hinar sameinuðu íslenzku
verzlanir hættu starfsemi, voru eignir
þeirra seldar, m.a. verzlunarhúsin.
Verzlunarbækur og önnur við-
skiptagögn fyrirtækisins fylgdu
verzlunarhúsunum við söluna svo sem
sjálfsagður hluti þeirra, og hinir nýju
eigendur komu þeim fyrir til geymslu
á lofthæð húsanna. Svo fór þó að lok-
um, að þeir töldu sig þurfa að nota
þetta geymslupláss til annars og fóru
þess á leit við siglfirzk bæjaryfirvöld,
að þau tækju að sér varðveizlu þessa
dýrmæta skjalasafns.
Sögumaður minn lýsti því mjög
sárlega, hvernig hinir nýju eigendur
verzlunarhúsanna hefðu gengið fyrir
hvern bæjarembættismanninn af öðr-
um þessara erinda, en þeir allir borið
við geymsluleysi og vikið frá sér allri
ábyrgð um afdrif skjalasafnsins.
Eigendur gömlu verzlunarhúsanna
tóku sér hin siglfirzku bæjaryfirvöld
til fyrirmyndar, vörpuðu einnig frá
sér allri ábyrgð um afdrif skjalasafns-
ins og létu bera það úr húsum sínum
og fleygja því út fyrir vegg. Þar lá það
alllengi, án þess að nokkur veitti því
eftirtekt nema nokkur siglfirzk börn,
sem áttu sér leika saman þarna í
grennd, og sáust stundum blaða í
gömlu verzlunarbókunum og dást að
því, hve þær væru fallega skrifaðar.
En börnin á Siglufirði fengu ekki
lengi að njóta þeirrar ánægju að blaða
í gömlu verzlunarbókunum, sem full-
orðna fólkið vildi hvorki sjá né nýta,
því að einn góðan veðurdag tók ein-
hver sig til og lét kasta þeim í sjóinn.
Þar með var endanlega tor-tímt aðal-
heimildunum um atvinnu-þróun Sigl-
firðinga um 35 ára skeið.
Ég er að vísu fæddur í Reykjavík,
en dvaldist á æskuárum mínum á
Siglufirði og tel mig sjálfur Siglfirð-
ing og vona, að gamlir Siglfirðingar
a.m.k. geri það líka, þó að ég hafi ekki
dvalizt á Siglufirði síðan ég fór í skóla
haustið 1922. Mig tók mjög sárt að
frétta um afdrif gömlu sigl-firzku
verzlunarbókanna og kveinka mér við
að gera tortímingu þeirra að opinberu
umtalsefni. En ég treysti því, að
gamlir vinir mínir á Siglufirði skilji
tilgang minn. Ég rek þessa sögu
vegna þess þjóðarmálefnis, sem hér
er í húfi. Frá því er mér var sögð sag-
an um tortímingu gömlu siglfirzku
verzlunarbókanna hefur þetta mál-
efni ekki horfið úr huga mér, þó að
ekki hafi orðið af því fyrr en nú, að ég
kveðji mér hljóðs um það. En ég tel
það skyldu mína sem safnamanns að
reifa þetta mál opinberlega.
Skylda safnamannsins
Ég veit ekki, hver orðið hafa örlög
gamalla verzlunarbóka annars staðar
á landinu, nema þeirra, sem geymdar
eru í Þjóðskjalasafninu og ég gat um
áður, en ég vona, að ennþá sé tími til
stefnu að forða a.m.k. nokkurum
þeirra frá tortímingu.
En því miður munu mistök okkar
Siglfirðinga ekki vera einsdæmi um
afdrif íslenzkra verzlunarbóka, þótt
lítil bót sé það okkur. Mér hefur t.d.
sagt Oscar Clausen fræðimaður, að
gömlum verzlunarbókum Höfðakaup-
staðar hafi verið tekin gröf, þeim
fleygt þar í og síðan mokað yfir.
Ég efast ekki um, að menn séu mér
sammála um það, að nauðsynlegt sé
að hefjast handa um ráðstafanir til
varðveizlu skjalasafna atvinnuveg-
anna. En hverjar eiga þær ráðstaf-
anir að vera? Og hvað getum við lært í
þessum efnum af reynslu annarra
þjóða?“
Hér birtist ekki öll grein Lárusar,
en orð hans eiga fullt erindi á okkar
tímum.
Tryggvi bróðir minn og Sölvi bróð-
ir Lárusar voru góðir vinir og félagar.
Lárus H. Blöndal við störf á skjalasafni Alþingis.
Reisum veglegt safn
atvinnuveganna
Hin íslenska sögu- og sagn-
þjóð hefur vanrækt að koma
sér upp safni um sögu at-
vinnuvega á Íslandi. Pétur
Pétursson rifjar upp grein,
sem Lárus H. Blöndal skrif-
aði fyrir hálfri öld og fjallar
um kynni af Blöndælum.
’Allir þeir, sem vinna að rannsóknum íslenzkr-ar atvinnusögu, reka sig óþægilega fljótt á það,
að heimildir um hana eru ekki auðfengnar.‘